Dagblaðið Vísir - DV - 16.01.1995, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 16.01.1995, Blaðsíða 18
18 MÁNUDAGUR 16. JANÚAR 1995 BFCoodrich GÆÐI Á GÓÐU VERDI Jeppadekk Missið ekkí at BFGoodrích dekkjaleiknum. Dregið 25. febrúar. 5 gangar verða endurgreiddir ásamt aukavinningum. Leitið upplýsinga á flestum hjólbarðaverkstæðum. Verðmæti vinninga allt að 550.000 kr. S. 587-0-587 Vagnhöfða 23 sem er! 99*56*70 lAOeins 25 kr. mín. Sama verð fvrir alla landsmenn. Meiming Rússneskir vatnslitir - á forvitnilegri sýningu í Haínarborg Rússnesk list hefur ekki verið í háum metum í okkar heimshluta síðustu áratugina, enda fólst hún lengi vel ekki í öðru en pólitískum myndskreytinugum á ferli framá- manna sem skirrðust ekki við að hhðra til staðreyndum sér í hag til að samtíð og framtíð fengju sem glæstasta mynd af þeirra persónu. Á sama tíma náðu brottflúnir Rúss- ar á borð við Kandinsky og Chagall vinsældum sem módernískir lista- menn í Evrópu. Hafnarborg hefur nú sett upp for- vitnilega sýningu á rússneskri samtímalist þar sem augljóslega kemur fram að skjótt hafa skipast veður í lofti þar eystra á síðustu árum. Engin myndanna tengist stjómmálum á nokkum hátt og þær sem tengjast einhvers konar valdi eru af klausturbyggingum rétttrúnaðarkirkjunnar sem varla hefur mátt minnast á austur þar fyrr en á þessum áratug. Nafnaruglingur Sýnendur em alls nítján, sam- kvæmt því er undirritaöur fékk best séð. í sýningarskrá em aö vísu tuttugu nöfn, en tveir þeirra lista- manna er þar em tilgreindir, þeir Viktor Smókín og Nikolæ Estís, eiga engin verk á sýningunni sam- kvæmt ítarlegum rannsóknum undirritaðs á salarkynnum. Hins vegar komu í ljós tvær myndir eft- ir Mæ P. Mitúrits sem ekki er til- greind í sýningarskrá. Hvort þessi ruglingur tengist eitthvað mismun- andi rithætti nafnanna í skrá og á veggjum skal ósagt látið, en hvor- Eitt verka Russanna i Hafnarborg. Myndlist Ólafur J. Engilbertsson ugt virkar sannfærandi á stað sem leggur mikið upp úr vönduðum sýningum. Verkin á sýningunni eru öll vatnslitamyndir og fylla þær bæði Sverrissal og aðalsal Hafnarborgar. Hver sýnandi á hér frá tveimur og upp í sex verk sem em ærið misjöfn og í ýmsum stíl- brigðum. Vestræn áhrif og alþýðulist Hér gefur að líta sterk áhrif frá fyrrnefndum Kandinsky og Cha- gall í verkum listamanna eins og Vasilí Lesin og Vsevolod Vídjakín og dadaisk áhrif frá hinni miöevr- ópsku listbyltingu upp úr fyrri heimsstyrjöld í verkum Gennadís Lúkíanofs og áhrif frá suður- amerískum súrrealistum á borð við Matta og Lam í verkum Igors Kúrkovs. Þar með eru nánast upp- talin augljós vestræn áhrif í þess- um verkum. Áberandi eru þungir jarðlitir áþekkir þeim er tíðkuðust í málverkum á krepputímanum, s.s. í klausturmyndum Nikolæs Andrónofs og skemmtilegum stíl- færðum þorpsmyndum Olgu Pork- alíó. Litríkar stemningar er hins vegar einnig að finna, s.s. eins og í verkum Viktors Búkarofs sem leikur sér með abstrakt-drætti í frumlitum, Germans Tarvíkofs og ívans Fartúkofs sem minnir í stíl- tökum um margt á alþýðulist og naívisma og styðja myndheitin „Hneyksli" og „Dömufrí" slíkan samanburð. Anatólí Búgakof á líka til bernskar taugar, samanber flata íjarvíddina í verkinu „Flói“, sem og Gennadí Sjútkof, sem með ná- kvæmum nostursstíl gerir afar áhugaverö verk á borð við „Græn- an Samóvar". Mikil breidd og gerjun Hrátt umbúðaleysi einkennir hins vegar verk listamanna á borð við Zoyu Litvinóvu og Andréfs Vas- netofs. Boris Markevits á hér mjög athyglisverð verk unnin meö sér- stæðri tækni þar sem útkoman minnir fremur á þurrpastel en vatnslit og Marat Sadíkof á dulúð- ugar og heitar sviðsmyndir sem eru öllu vatnshtakenndari. Þannig er sýnt að mikil breidd er í rúss- neskri vatnslitamálun og mikil gerjun sömuleiðis og maður verður undrandi á aö sumar myndanna hafi ekki verið unnar t.d. í olíu, krít eða grafík. Helmingur gullpottanna og stór hluti silfurpottanna hefur fallið í Háspennu. Spilaðu þar sem spennan er mest! með heppnina með sér! Hafnarstrœti 3 • Laugavegi 118

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.