Dagblaðið Vísir - DV - 16.01.1995, Blaðsíða 30

Dagblaðið Vísir - DV - 16.01.1995, Blaðsíða 30
42 MÁNUDAGUR 16. JANÚAR 1995 Afmæli ■~á. Sigurður Hall Sigurður HaU, skrifstofustjóri Ispan hf., Skógarhjalla 10, Kópavogi, er fimmtugurídag. Starfsferill Sigurður er fæddur í Reykjavík og ólst þar upp i vesturbænum að Víðimel 64. Hann gekk í Melaskóla og Hagaskóla og Verslunarskóla ís- lands og lauk þaðan prófi 1965. Sigurður var aðalbókari hjá Fálk- anum hf. 1965-70, skrifstofustjóri há Kr. Kristjánsson hf. 1970-75, skrif- stofustjóri hjá Timburversluninni Völundi hf. 1975-86 og skrifstofu- stjóri hjá íspan hf. frá þeim tíma. Sigurður sat í stjórn Glímufélags- ins Armanns 1975-88 og er enn í varastjórn. Þá hefur hann setið í stjóm íþróttabandalags Reykjavík- ur frá 1984 og er nú gjaldkeri þess. Sigurður hefur ennfremur gegnt ýmsum trúnaðarstörfum innan Li- ons.. Fjölskylda Sambýliskona Sigurðar er Elísa- bet Gígja, f. 8.3.1944, bankafulltrúi. Foreldrar hennar: Geir Gígja, d. 1981, og Svanhvít Guðmundsdóttir kennari. Börn Sigurðar og fyrrverandi eig- inkonu hans, Sólveigar Eddu Magn- úsdóttur, f. 26.3.1946, þau gengu í hjónaband 20.5.1965 en skildu 1991: GunnarHall, f. 12.5.1964, tölvunar- fræðingur, maki Bjarnfríður Vala Eysteinsdóttir tölvari, þau eiga tvö börn, Bryndísi og Bjarka; Svanhild- ur Hall, f. 4.4.1972; Steinunn Hall, f. 28.7.1974, sambýlismaður hennar er Bjarni Norðdal. Synir Elísabetar: Svanur Þorvaldsson, f. 28.6.1972, sambýliskona hans er Aðalbjörg Katrín Arnórsdóttir, f. 6.10.1969; Hjalti Rúnar Sigurðsson, f. 24.3. 1982. Systkini Sigurðar: Hannes Hall; Herdís Hall; Kristján Hall; Ragnar Halldór Hall; Steindór Hall; Gunnar Hjörtur HaU. Foreldrar Siguröar: Gunnar Hall, f. 31.8.1909, d. 1970, kaupmaður, og Steinunn Hall, f. 10.8.1909, kaup- maður og iðnrekandi, til heimilis í Reykjavík að Víðimel 64 og Vestur- Sigurður Hall. götu 52. Sigurður tekur á móti gestum í Akoges-húsinu viö Sigtún fostudag- in 20. janúar frá kl. 18-20. Til hamingju með afmælið 16. janúar 95 ára Daníel J. Hörðdal, Kiettagötu 2, Hafnarfirði. 90ára Gísli V. Guðlaugsson, Laugarnesvegi 57, Reykjavik. 85ára Elías Þorkelsson, Kópavogsbraut lb, Kópavogi. 80 ára Rigmor Hansen Jónsson, Dalseli6,Reykjavík. 75 ára Þorbjörg Guðmundsdóttir, Drápúhlíö 21, Reykjavík. Vigdis Magnúsdóttir, Skaftárvöllum 7, Skaftárhreppi. Sigm-borg Sigurðardóttir, Grandavegi 47, Reykjavík. Hulda Guðbj örnsdóttir, Laugamesvegi 106, Reykjavík. Kristinn Gíslason, Hlíðargötu 55, Fáskrúðsfxrði. 70 ára Sigurður Alexandersson, Bólstaðarhlíö 66, Reykjavík. Gunnar Halldórsson, Skeggjastöðum, Itraungerðis- hreppi. 60ára Vilhelm Heiðar Lúðvíksson, Kirkjuteigi 21, Reykjavik. 50ára Hannes Ingvarsson, Flötum 10, Vestmannaeyjum. Ásbjörn Þórarinsson, Hafnarbraut 3, Hornafjarðarbæ. Sígríður Björnsdóttir, Þórólfsgötu 17, Borgarbyggð. Magnea Inga Tryggvadóttir, Yrsufelli 3, Reykjavík. Bjarney Guðrún Björgvinsdóttir, Heimahaga 6, Selfossi. Randver Ármannsson rafverk- taki, Asparlundi 13, Garðabæ. IngvarJónsson, Grashaga 13, Selfossi. Stefán Eggertsson, Laxárdal2, Svalbarðshreppi. 40ára Hörður Guðjónsson, Áshamri 57, Vestmannaeyjum. Elísa Björg Elísdóttir, Gauksrima7, Selfossi. Anna Guðrún Pétursdóttir, Furugrund 76, Kópavogi. Árssell Sveinsson, Skólavegi 1, Vestmannaeyjum. JónGíslason, Lundil, Lundarreykjadalshreppi. María Priseilla Zanoria, Austurgerði 6, Kópavogi. Elín María Ólafsdóttir, Rauðalæk 11, Reykjavík. Þórarinn Ágústsson, Grundargötu 1, Akureyri. Veiði í Langadalsá Veiðifélag Langadalsár í ísafjarðardjúpi óskar eftir tilboðum í veiði í ánni sumarið 1995. Áskilinn er réttur til að taka hvaóa tilboði sem er eða hafna öll- um. Tilboð sendist til formanns félagsins, Jóns Arn- grímssonar, Hafnarbraut 21, 510 Hólmavík (s. 95- 13133/13109), í síðasta lagi þriðjudaginn 31. janúar 1995. Nánari upplýsingar fást hjá Jóni eða hjá Krist- jáni Steindórssyni á Kirkjubóli í síma 94-4850. Stjórn Veiðifélags Langadalsár Bjöm Amórsson Björn Arnórsson, hagfræðingur BSRB, Vesturbergi 10, Reykjavík, er fimmtugurídag. Starfsferill Björn er fæddur í Reykjavík og ólst þar upp. Hann varð stúdent úr stærðfræðideild Menntaskólans i Reykjavík 1965 og hagfræðingur frá háskólanum í Uppsölum tíu árum • síðar. Björn var við kennslu í Mennta- skólanum við Sund 1975-78. Hann hóf störf hjá Starfsmannafélagi rík- isstofnana 1975 og var hagfræðingur þar til 1980 og hjá BSRB frá þeim tíma. Fjölskylda Kona Björns er Kristín Guð- björnsdóttir, f. 6.9.1944, bankaritari. Foreldrar hennar: Guðbjörn Árna- son, f. 8.5.1920, d. 25.3.1961, verka- maður, og Þóra S. Guðmundsdóttir, f. 2.3.1922, d. 10,7.1968. Björn var áður kvæntur Álfheiði Steinþórs- dóttur, f. 13.1.1946, sálfræðingi, þau skildu. Synir Björns og Álfheiðar: Arnór Björnsson, f. 6.5.1966, nemi í sál- fræði við Háskóla íslands; Andri SteinþórBjömsson.f. 11.1.1973, nemi í sálfræði við Háskóla íslands. Börn Kristínar: Helga Jensen, f. 2.11. 1963, hjúkrunarfræðingur, maki Jó- hann Haraldsson, þau eiga tvær dætur, Bergrósu Örnu, f. 5.3.1988, og Jóhönnu Kristínu, f. 16.1.1994; Gunnar Þór Jensen, f. 7.5.1967, raf- eindavirki, sambýliskona hans er Ásgerður B. Pétursdóttir, þau eiga einn son, Sigþór, f. 10.4.1992. Systur Björns: Ástríður Ebba Arn- órsdóttir, f. 11.4.1947, skrifstofu- maður, hún er búsett í Reykjavík og á þrjú börn; Stella Valgerður Arnórsdóttir, f. 28.2.1953, félags- fræðingur, hún er búsett í Svíþjóð. Foreldrar Björns: Arnór Björns- son, f. 18.5.1921, d. 1964, stórkaup- maður, og Pálína Eggertsdóttir, f. 7.12.1921, verslunarmaður í Reykja- vík. Ætt Arnór var sonur Björns Arnórs- Björn Arnórsson. sonar, stórkaupmanns í Reykjavík, og Guðrúnar Ólafsdóttur. Pálína er dóttir Eggerts Guð- mundssonar verkamanns og Sigur- rósar Jónasdóttur. Björn tekur á móti gestum í Fé- lagsheimili Lögreglufélags Reykja- víkur í Brautarholti 30 frá kl. 17-19 á afmælisdaginn. Sigtryggur G. Símonarson Sigtryggur Guðbrandur Símonar- son, Norðurgötu 34, Akureyri, er áttræðurídag. Starfsferill Sigtryggur er fæddur í Ölvers- gerði í Saurbæjarhreppi og ólst þar upp. Hann gekk í barnaskóla í sam- tals 13 vikur árin 1925-26 og tók fullnaðarpróf síöartalda árið. Sigtryggur var í lausamennsku hér og þar og stundaði nokkuð jarð- vinnslu með dráttarvél. Hann var síðar viö mjólkurflutning í rúman aldarfjórðung hjá Mjólkursamlagi KEA. Sigtryggur var bóndi á Jór- unnarstöðum frá 1948-60 og átti þar heimili til 1974 en flutti þá að Norð- urgötu 34 á Akureyri þar sem hann býr enn. Sigtryggur hefur fengist við kveð- skap og hefur sumt af því verið birt í ritunum Heima er best og Súlum. Þá hefur hann ennfremur skrifað nokkrar blaðagreinar. Fjölskylda Sigtryggurkvæntist 18.8.1946 Hrafnhildi Aðalsteinsdóttur, f. 16.1. 1915. Foreldrar hennar: Aðalsteinn Tryggvason og Pálína Frímanns- dóttir, þau bjuggu fyrst á Gull- brekku en síðar á Jórunnarstöðum. Börn Sigtryggs og Hrafnhildar: Torfi, f. 26.2.1947, trésmiður og skrifstofumaður í Vestmannaeyj- um, kvæntur Hólmfríði Jónsdóttur, þau eiga fjögur börn; Svanhildur, f. 12.6.1948, húsmóðir á Engi í Bárðar- dal, gift Tryggva Valdimarssyni, þau eiga fimm börn; Kolfinna, f. 11.8. 1950, húsmóðir á Akureyri, gift Sím- oni Gunnarssyni, þau eiga fimm börn; Jórunn, f. 11.8.1950, húsmóðir á Lönguhlíð í Hörgárdal, gift Kristj- áni Hermannssyni, þau eiga íjögur börn. Sigtryggur átti ijögur systkini en Sigtryggur Guöbrandur Simonar- son. þau eru öll látin nema eitt. Foreldrar Sigtryggs: Símon Jónas Kristjánsson, bóndi og búfræðingur í Saurbæjarhreppi, og María Sig- tryggsdóttir húsfreyja. ÆTTFRÆÐINÁMSKEIÐ Sviðsljós Ný ættfræðinámskeið byrja bráðlega (15-21 klst. grunnnámskeið; einnig námskeið úti á landi og framhaldsnámskeið). Lærið að rekja sjálf ættir ykkar og notfærið ykkur frábæra rannsóknarað- stöðu. Verðlag aldrei hagstæðara og skipta má greiðslum. Leið- beinandi Jón Valur Jensson. Ættfræðiþjónustan tekur að sér gerð ættartalna, ráðgjöf o.fl. verkefni og býður upp á vinnuaðstöðu við ættarleit. Á annað hundrað nýlegra og eldri ættfræði- og ævi- skrárrita til sölu, m.a. Bergsætt, Briemsætt, Knudsenætt, Múrara- tal, Reykjaætt af Skeiðum, Víkingslækjarætt, Hjallbjarnarætt, Vig- urætt, Thorarensenætt, Laxdælir, Svalbarðsstrandarbók, Frá Hvanndölum til Úlfsdala (Siglf.), Önfirðingar, Ölfusingar, Keflvík- ingar, Mannlíf á Vatnsleysuströnd, nafnalyklar við manntöl 1801 og 1845 og Ættarbókin. Bóksöluskrá send ókeypis. Uppl. í s. 27100 og 22275. Lmm Ættfræðiþjónustan^ Brautarholti 4, s. 27100 CMy Brautskráning á Akranesi Arnheiður Hjörleifsdóttir náði bestum árangri stúdentanna sem brautskráðust frá Fjölbrautaskóla Vesturlands á dögunum. Hún hlaut auk þess viðurkenningu fyrir ágætan árangur í líffræði. Brautskráðir voru 34 nemendur frá skólanum að lok- inni haustönn. Stúdentar voru 20. Að sögn Þóris Ólafssonar skóla- meistara hófu 679 nemendur nám í dagskóla á haustönn og fór kennsla fram á Akranesi, í Snæfellsbæ og Stykkishólmi. Brautskráðir nemendur með skólameistara sínum. Arnheiður fyrir miðju i fremstu röð. GG/DV-mynd C. Kristinsson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.