Dagblaðið Vísir - DV - 16.01.1995, Page 19

Dagblaðið Vísir - DV - 16.01.1995, Page 19
MÁNUDAGUR 16. JANÚAR 1995 31 Merming Gimsteinar í mannsorpinu í Kabarett er lýst þeim tíma í Þýskalandi, nán- ar tiltekið í Berlín, þegar skuggi nasimans fær- ist yfir líf fólks, hægt og ógnandi. Þetta endur- speglast í verkinu í villtu næturlífi og afneitun á staðreyndum, dansinn er stiginn æ trylltari og hverri nóttu er látin nægja sín þjáning. Inn í þetta næturlíf flækist rithöfundurinn Cliff Bradshaw og hann sér ástandið með augum aðkomumannsins. Hann er fyrst og fremst gest- ur sem á sér undankomu von og getur hvenær sem er horfið á brott. Leiklist Auður Eydal Við komuna til Berlínar fær hann inni í leigu- hjalh hjá Fráulein Schneider og þar kynnist hann ýmsum furðufuglum sem reyna að lifa af í þessum undarlegu ljósaskiptum, þar á meðal kabarettsöngkonunni Sally Bowles. Þau taka upp ástarsamband og hann reynir allt hvað hann getur að fá hana til að koma með sér til Parísar, burt frá því ömurlega lífi sem honum finnst hún lifa. En hún er þrátt fyrir allt ekki fús til farar. Það birtir varla af degi í uppsetningunni á stóra sviðinu í Borgarleikhúsinu. Næturhrafnar og drottningar ráða þar ríkjum og „venjulegt fólk“ sést varla. Búningar, förðun, lýsing og sviðsmynd undirstrika skálkslegan galsa og úrkynjun sem verður smám saman grófari og grimmari eftir því sem ógnin verður áþreifan- legri. Þetta skilar vissulega því andrúmslofti sem til er ætlast, en aö sumu leyti fannst mér útfærsl- an, undir stjórn Guöjóns P. Pedersens leik- stjóra, of einlit og mátthtil í fyrri hluta verks- ins. Þess vegna sköpuðust ekki eölileg skil í verkinu, sem handritið þó vissulega býður upp á. Fólkið sem persónur fær yfirleitt engan „sjans“. Lífið er kabarett og sýningin líka. Per- sónurnar eru fyrst og fremst týpur án persónu- einkenna, strengjabrúður örlaganna. Þaö eru helst þau Fraulein Schneider, sem Hanna María Karlsdóttir túlkar af innsæi, og Herr Shulz i góðum meðförum Þrastar Guð- bjartssonar, sem lifna við og skapa eitthvað í ætt við drama í sýningunni. Þau lýsa inn í kviku fórnarlamba ástandsins og litla ástarsagan þeirra, þó endaslepp sé, skapar örsmáa ljóstíru í öllu myrkrinu. Magnús Jónsson nálgast það líka í hlutverki Clifís að leika mann af holdi og blóði með nær- Ingvar E. Sigurðsson í hlutverki skemmtana- stjórans, tákns úrkynjunar og ófyrirleitni, er jafnvígur á ísmeygilegan söng og leik. færnislegri túlkun sem hvorki er of né van. Cliff er að sumu leyti er eins og gestur frá annarri stjörnu til að byrja með. En hann er líka að leita að eigin sjálfi og reynslunni ríkari snýr hann til baka frá Berhn. Edda Heiðrún Backman leikur hlutverk Sal- lýjar og hefur fyrir löngu sýnt og sannað hvers hún er megnug í söng og leik. Sallý er kannske fyrst og fremst kvenfrelsiskona í öllu sínu ófrelsi. Hún sjálf velur sér leið í lífinu og þó að hún geri sér fulla grein fyrir því að það leiðir til glötunar neitar hún að láta aðra hafa vit fyr- ir sér. Edda Heiðrún vann hlutverkið að mörgu leyti vel þó að mér fyndist vanta sannari tilfinningar og Sallý vera gerð of mikil ruglukolla. En söng- ur Eddu bar sannarlega uppi nokkur helstu stjörnuatriðin í verkinu. Mér fannst hins vegar útlit hennar misráðið og vinna beinlínis á móti persónusköpun. Andlitsfórðunin var mjög mis- heppnuð og sumir búningarnir hrein hörmung. Þá heíði þurft aö betrumbæta þannig aö þeir féllu betur að stíl og útliti leikkonunnar. Að þessu undanskildu voru búningar (Elín Edda Ámadóttir) fádæma vel úr garði gerðir og förðun sömleiðis vel við hæfi. Ytra útlit sýn- ingarinnar byggöist mikið á þessu því að sjálf leikmyndin (Gretar Reynisson) var eins og ein- falt dúkkuhús, stílsterk og án alls pírumpárs. Lýsingin gegnir hér höfuðhlutverki eins og oft áður í verkum þeirra félaga, Gretars og Guðjóns P. Pedersens leikstjóra. Ingvar E. Sigurðsson leikur skemmtanastjór- ann, tákn úrkynjunar og ófyrirleitni, sem bregö- ur svipu á loft og stýrir lífsins kabarett með skúrkslegri meinfýsi. Ingvar sýnir ótrúlega hæfni og vinnur glæsilega úr hlutverkinu, jafn- vígur á ísmeygilegan söng og leik. Mefistólegt gervi hans var stórbrotið og um hann hverfðist atburðarásin. Helga Braga Jónsdóttir vakti athygh fyrir góð- an leik í hlutverki Fraulein Kost, en Ari Matthí- asson var fuhhlutlaus sem Ernst Ludwig. Marg- ir fleiri léku í sýningunni, m.a. Harpa Arnar- dóttir sem gerði mikla lukku í hlutverki hjól- hðugs apa. Skemmtilegir dansar úrvalsdansara undir stjórn Katrínar HaU og áberandi góður tónhstar- flutningur hljómsveitar undir stjórn Péturs Grétarssonar tryggðu það að sjálfur söngleikur- inn komst vel til skila. Aftur á móti fannst mér eins og fyrr var sagt skorta á að dramatískt inn- tak verksins fengi að blómstra. Leikfélag Reykjavíkur sýnir á stóra sviðinu i Borgar- leikhúslnu: KABARETT. Höfundur: Joe Masteroff eftir leikriti John Van Druten og sögum Christopher Isherwood. Tónlist: John Kander. Textar: Frank Ebb. Þýðing: Karl Ágúst Úlfsson. Hljóðmynd: Baldur Már Arngrímsson. Útsetningar og tónlistarstjórn: Pétur Grétarsson. Lýsing: Lárus Björnsson. Dansar: Katrín Hall. Búningar: Elin Edda Árnadóttir. Leikmynd: Gretar Reynisson. Leikstjórn: Guðjón P. Pedersen. Hárlakk - Froður - Gel x w t ntí etur ■ ÍíméL. etahi HUlHWttnmn. Gceði ágóðu verði - Fæst í nœstu verslun AétursSOU Sturtuklefar Y 4 Heilir sturtuklefar með botni, blöndunartæki og sturtubúnaði, horni fram eða heilli hurð og vatnslás. Verð kr. 28.800 Sturtuhorn, 70x90 cm Verð frá kr. 7.800 Sturtuhurðir, 70x90 cm. Verð frá kr. 8.600 Baðkarshlífar Verð frá kr. 7.600 Stakir sturtubotnar, 70x70 og 80x80 cm Faxafeni 9, s. 887332 Opið: mánud.-föstud. kl. 9-18 laugard. 10-14 > I i P'astparket Flísar Baðmottur hafin Takkaflísar r 25% Teppafhsar Opið alla daga vikunnar frá 9-21. Einnig opið laugardaga og sunnudaga. Skeifan 8, sími 813500 I

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.