Dagblaðið Vísir - DV - 16.01.1995, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 16.01.1995, Blaðsíða 16
16 MÁNUDAGUR 16. JANÚAR 1995 Fréttir Islenskur tölvuáhugamaður í Danmörku: Hannaði tölvusímaskrá fyrir danska símafélagið - 25 þúsund disklingum dreift með símaskrám í einu sveitarfélagi Guömundur Karl Guðmundsson, eigandi tölvufyrirtækisins Media Forum í Danmörku og búsettur þar í landi undanfarin 4 ár, hefur nýlega selt hugbúnað til danska símafélags- ins TeleDanmark. Hugbúnaðurinn er tölvuvædd símaskrá sem Guð- mundur segir í viðtali við DV vera upphafið að almennu upplýsinga- kerfi fyrir upplýsingaþjóðfélagið. TeleDanmark er að helmingi í eigu danska ríkisins en til stendur að einkavæða fyrirtækiö að fullu. Áður en Guðmundur fór utan rak hann Tölvustofuna ásamt Fróða Björnssyni, almennt þjónustufyrir- tæki fyrir Macintosh-tölvur. Þar áð- ur var hann markaðsstjóri tölvu- deildar Radíóbúðarinnar, þ.e. Apple-umboösins. í dag titlar Guö- mundur sig „uppgjafarlaganema“. Við komuna til Danmerkur sér- hæfði Guðmundur sig í þjónustu við auglýsinga- og útgáfufyrirtæki og komst af þeim sökum fljótlega í sam- band við útgáfufélag TeleDanmark á Sjálandi. Guömundur fékk hug- myndina að forritinu fyrir u.þ.b. ári og bjó frummynd þess tíl á næstu sex IðNUSVlDEÖ Sími 99-1750 Vcrð kr. 39,90 mínútan Dregið daglega og gjafakort með uttekt á þrem myndbands- spólum frá Bónus- vídeó fyrir þá heppnu! Munið að svörin við spurningunum er að nnna í maðauka DV um dagskrá, mynd- bönd og kvikmyndir sem fylgdi DV siðasta nmmtudag. BdNUSVÍDEÚ Nýbýlavsgl 16 sfml 564-4733 Opið virka daga frá 10-23.30 - laugard. og sunnud. frá 12 - 23.30 fíra 9 9 • 1 7 • 5 0 Verð kr. 39,90 mín. Dregið daglega og stjörnumáltíð fyrir tvo frá McDonald's fyrir þá heppnu! Munið að svörin við spurningunum er að finna í blaðaukanum DV-helgin sem fylgdi DV. Guðmundur Karl Guðmundsson, eigandi Media Forum i Danmörku, sýnir DV-mönnum tölvusímaskrána sem hann hefur hannað fyrir TeleDanmark. DV-mynd ÞÖK mánuðum, aðallega í frítíma sínum. minni mjög mikið. Síðan ég kynntí „Forritið hefur breytt starfsemi það fyrst hefur rekstur minn ein- IHVIDEI IsiderI DeBió 1 | D» Hvide | DeGule | DeRgdc | Dsnmtrk | Slut | Valg | Navnesggning Adrester/Kalender | F*rum □ <>' V — *xu**>“' FARUM / r j | IB(MS , i' h v'Át W- - a i ^ ^ nf“ul //-** %\\ w v1 / 1 5 1 *■eíS.'c* *■ A \ V M : MB- 'VN" ..:j 1 I' / Í \ i ' // 5V Indtíst sggeord | ov* Ov* L. Strr*ns»n Ov* H*nsen Ove L S»r*ns*n Rungsted 3460 Birker Telefon, Skjámynd af tölvusímaskránni, hvítu síðunum sem á er nafnaskrá. Að neð- an birtist númer og heimilisfang þess sem hringja á í og á kórtinu má sjá hvar hann býr. göngu snúist um upplýsingakerfi fyrir upplýsingasamfélagið," segir Guðmundur. Þess má geta aö tengi- liður Media Forum á íslandi er fyrir- tækið Vaskhugi. Forritíð, sem Guömundur sýndi DV-mönnum, rúmast ásamt fylgiskrám á einum disklingi og er samið fyrir Macintosh-tölvur. Verið er að semja við IBM í Danmörku um yfirfærslu forritsins á Windows fyrir PC-tölvur. Stefnt er að dreifingu um 25 þúsund disklinga í tilraunaskyni í einu sveitarfélagi í nágrenni Kaup- mannahafnar á fyrsta ársfjórðungi þessa árs. Disklingarnir verða vænt- anlega látnir fylgja hefðbundinni símaskrá. Verið er að vinna að bein- linu- og geisladiskaútgáfu, þ.e. CD- ROM. Danskar símaskrár skiptast í fjóra meginhluta: hvítar, rauöar, bláar og gular síður. Á hvítum síðum er venjuleg nafnaskrá, bláar síður eru meö almennar upplýsingar, gular síður eru auglýsingasíður og rauðar síður hafa að geyma kort af viðkom- andi sveitarfélögum eða landshlut- um. Þessa fjóra þættí hefur Guð- mundur Karl sameinað í forriti sínu með myndrænum hætti. Þannig eru t.d. kortasíður alltafí bakgrunni þeg- ar verið er að nota aðra hluta. Ef við tökum dæmi um að símnotandi kall- ar upp ákveðið nafn af hvítu síðun- unum, þá kemur að sjálfsögðu upp símanúmer og heimilisfang viðkom- andi. Einnig má sjá punkt sem blikk- ar á kortinu og sýnir hvar viðkom- andi býr í bænum. Fyrirtæki og stofnanir er ennfremur hægt að finna myndrænt beint af korti, af sérstökum tegundarlistum, af bæjar- líkani og af auglýsingasíðum. Öll kort leyfa mælingu vegalengda. Tölvulíkan að þjóðfélaginu Guðmundur vinnur nú að hug- myndum um „tölvulíkan að þjóðfé- laginu", notendaviðmót sem gefur beinan aðgang að sem flestum stofn- unum þjóðfélagsins, allt frá verslun til myndlistarsýninga. „Hið eina sem við munum ekki geta gert á tölvu- skjánum er að fara í sund,“ segir Guðmundur hlægjandi. „Þetta er e.t.v. mikilvægasta starf sem ég mun nokkru sinni taka þátt í. GATT-sáttmálinn, hrun efnahags- legra landamæra, tölvutæknin og lækkandi verð á samskiptum munu valda meiri þjóðfélagslegum breyt- ingum á skemmri tíma en Vesturlönd hafa orðið vitni að fram að þessu. Eftir 25 ár verða væntanlega allir sammála um ágæti þessara breyt- inga en þær munu ekki verða sárs- aukalausar. Vandamálið fyrir lítíð land eins og Danmörku er tvenns konar: í fyrsta lagi er augljós þörf á að gera innlent notendaviðmót, inn- lent líkan sem tryggir að svipmót þjóðfélagsins haldist í heimi án landamæra. ímyndaðu þér íslenska menningu og verslun á boðstólum gegnum líkan frá AT&T fjarskipta- jöfrinum í Bandaríkjunum. í öðru lagi er mikilvægt að það fjarskipta- fyrirtæki sem hefur frumkvæði að þróuninni, hér TeleDanmark, hafi þroska til að styðja viö byggingu op- ins, lýðræðislegs kerfis en láti ekki stjómast af hugmyndum um dulda einokun á innanlandsmarkaði," seg- ir Guðmundur. Hann segist ekki hafa kynnt hug- myndina fyrir forsvarsmönnum Pósts og síma á íslandi en vonast til að áhugi þeirra kvikni við lestur þessarar greinar. Deilur um veg á vamarliðssvæðinu á Suðumesjum: Framkvæmdir taf ist vegna jarðvegsmengunar Ægir Már Kárason, DV, Suðumesjum: „Þetta er orðið slæmt mál. Við krefjumst þess að vegurinn verði opnaður á ný, hann er í alfaraleið og lokunin er að drepa fyrirtækin viðskiptalega séð,“ sagði Stefán Þorvaldsson hjá Bíliðn, fyrirtæki sem er við Iðavelli í Keflavík. „Við viljum aö vegurinn verði opinn þar til nýi vegurinn kemst í gagnið. Það er öryggisatriði. Brunabílar þurfa nú að fara miklu lengri leið ef kviknar í á Iðavöll- um,“ sagði Stefán. Á Iðavöllum eru 30 fyrirtæki sem sent hafa bæjarráði nafnlausa sveitarfélagsins bréf, ásamt íbúum við Vatnsholt í Keflavík, þar sem krafist er að Flugvallarvegurinn verði opnaður að nýju. Honum var lokað fyrir áramót en öll þungaum- ferð fór um veginn til iðnfyrirtækj- anna en þarf nú að fara um Vatns- holt, íbúðahverfi þar sem mikið er af börnum. Nokkur hús eru þegar fullbyggð viö Flugvallarveg en samkvæmt deiliskipulagi á aö loka veginum. íbúar þar hafa mótmælt mjög að vegurinn verði opnaður á ný. Bæj- aryfirvöld áttu að leggja þarna nýj- an veg á síöasta ári en varnarliöið hefur hins vegar dregið að afhenda „nikkelsvæðið" sem nýi vegurinn á að fara um og tengjast Iðavöllum, síðan Reykjanesbraut. „Við gerum okkur grein fyrir vandamálinu og reynt verður að leysa það á farsælan hátt. Það átti að vera búið að skila nikkelsvæð- inu. Þar er jarðvegsmengun og deilur um þrjú atriði, en það er að koma að því að svæðið verði hreinsað og afhent,“ sagði Ellert Eiríksson bæjarstjóri.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.