Dagblaðið Vísir - DV - 16.01.1995, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 16.01.1995, Blaðsíða 12
12 MÁNUDAGUR 16. JANÚAR 1995 Spumingin Finnst þér rétt að koma á tilvísanakerfi til sérfræðinga? Bergþór Magnússon: Nei, ég er á móti því. Pétur Blöndal: Nei, ég er ekki alveg sammála því. Júlíus Stephensen: Ég er á móti því. Jakob Jóhannsson: Já, mér finnst þaö. Jón Már Þorvaldsson: Já, mér finnst þaö rétt ráðstöfun. Heimilislæknar geta ráðiö fram úr mörgu sem sér- fræðingar gera. Þorsteinn Magnússon: Alls ekki, bara til aö auka óþægindi. Lesendur i------------------ Vélsleðamenn gerist félagar Sævar Reynisson, form. Landssam- bands ísl. vélsleðamanna, skrifar: Landsamband íslenskra vélsleða- manna, skammstafaö LÍV, var stofn- að 1984 í Nýjadal á Sprengisandi. Þeir sem að þessu stóðu voru vanir fjallamenn sem höfðu ferðast um hálendi landsins árum saman. í lögum félagsins er gert ráð fyrir að stjórn þess flytjist á milli lands- hluta á tveggja ára fresti, og eru nú sex ár síðan stjórnin hefur setið á suðvesturhomi landsins. Núverandi stjórn er staðsett þar og mun það vera samdóma álit allra þeirra sem að þessum málum standa að nauð- synlegt sé að breyta lögum LÍV, þannig að framvegis verði stjórn staðsett á höfuðborgarsvæðinu. - Er væntanleg tillaga að lagabreytingu í þessa veru á næsta aðalfundi. Á þessu nýbyrjaða ári munum við, í stjórn LÍV, hefja samstarf við Björg- unarskóla Landsbjargar og SVFÍ, um að haldnir verði skemmti- og fræöslufundir um vélsleðamennsku. Á þessum fundum verða fyrirlesarar úr hópi reyndra vélsleðamanna og björgunarsveitarmanna sem ræða um mál sem koma öllum vélsleða- mönnum til góða. Sérstaklega er þess vænst, að þeir sem minna eru vanir og tiltölulega sjaldan fara í vélsleða- ferðir mæti á þessa fundi. Aðgangur verður ókeypis að þessum fundum og verða þeir auglýstir nánar í fjöl- miðlum. Stjórnin hefur nú skipulagt mikið starf á komandi vetri. Af því helsta má nefna: mánaðarleg fréttabréf fé- lagsins, Sleðafréttir. Vandað ársrit félagsins, Vélsleðinn, er nú nýkomið út og hefur verið sent félögunum. - Síðan verða haldnir félagsfundir í Skíðaskálanum í Hveradölum í jan- Vélsleðamenn þurfa að fylgjast með hagsmunum sínurn á mörgum vigstöðv- um. úar og febrúar og jafnvel síöar ef fé- lagar hafa áhuga á. í aprílbyrjun verður haldið landsmót í Kerlingar- fjöllum og munu reyndir vélsleða- menn sjá til þess að farnar verði hópferðir í Kerlingarfjöll undir leið- sögn reyndra manna. Það er mjög mikilvægt að allir þeir sem eiga vélsleða og stunda þetta skemmtilega áhugamál gerist félagar í landssambandinu, LÍV. Ekki er nóg að félögum sé sent fréttabréf og upp- lýsingar um sportið, heldur skiptir miklu máli, að vélsleðamenn myndi sterka heild til að tryggja hagsmuni sína. Vélsleðamenn þurfa að fylgjast með hagsmunum sínum á mörgum vígstöðvum, þar sem fjallaö er um þeirra málefni. - Fulltrúar vélsleða- manna sitja í nefndum á vegum Nát- úruverndarráðs og Umferðarráðs, svo eitthvað sé nefnt. Verjum símanúmer okkar Helgi skrifar: Nú áformar Póstur og sími að breyta upp á sitt eindæmi öllum símanúmerum landsmanna. Fólk sem hefur haft sín númer mann fram af manni skal fá ný. Fyrirtæki skulu prenta öll bréfsefni upp á nýtt, og auglýsingaskilti landsmanna skulu verða úrelt. Allt þetta hefur gífurlegan kostnað í för með sér og hann leggst á við- skiptavinina, fólkið í landinu. Þetta er þó ekki það versta. Það sem verra er að öll símtöl lengjast. Að meðal- tali lengist hvert símtal, og einnig þau þar sem samband fæst ekki, um eina og hálfa sekúndu. - Þar sem milljarðar símtala fara fram á hveiju ári fer þarna gríðarlegur tími í súg- inn. Símar verða mun lengur upptekn- ir, erfiðara verður að ná tLL fyrir- tækja og fólki verður minna úr verki. Hinar fyrirhuguðu breytingar koma því ilia við alla landsmenn. Nú er fólki nóg boöið. - Rísum upp og mótmælum. Tökum okkur saman um að draga úr símnotkun, hringjum ekki í 03 eða 04 o.s.frv. - Ætti það að sýna forsvarsmönnum Pósts og síma fram á alvöru málsins. Þjófur í kirkjugarði Ingunn Jónsdóttir tiíslason skrifar: I DV sem út kom 17. desember sl. gat að líta brot úr bók eftir Friðrik Þór Friðriksson kvikmyndagerðar- mann, undir yfirskriftinni „Brota- löm“. - Þar lýsir hann því hvernig hann varð sér úti um aukatekjur þegar hann var í vinnu í kirkjugörð- um Reykjavíkur. Orðrétt segir þar: „Einhverju sinni fékk ég þá snjöllu hugmynd að safna öllum kopar, sem fyrirfyndist í Foss- vogskirkjugarði, bijóta hann og bræða og selja síðan.... Eftir heillar nætur strit höfðum við gjörsamlega hreinsað allan kopar úr garðinum, hvort sem það voru stafir, krossar, styttur, englar eða dúfur. ... Við bræddum koparinn, seldum og feng- um gott verð fyrir.“ DV áskilur sér rétt til að stytta aðsend lesendabréf. I Fossvogskirkjugarði. - Koparlaus kirkjugarður? Nú vill svo einkennilega til að á þessari „snjöllu" hugmynd eru tvær hliðar. - Koparstyttur í kirkjugarði eru venjulega vottur um virðingu og umhyggju fólks fyrir minningu ást- vina sinna. Mér og fjölskyldu minni varð því ónotalega við fyrir nokkrum árum, þegar koparstyttu var rænt af leiði sem okkur er kært. Um svip- að leyti urðu ýmsir fyrir viðlíka reynslu, svo segja má, að kopar hafi verið „gjörsamlega hreinsaður" úr garðinum eins og komist er aö orði í ofannefndri klausu. Við höfum velt því fyrir okkur, hver hafi orðið örlög þessa litla lista- verks, sem var eftir Magnús Á. Árna- son. En hér er e.t.v. skýringin? Lög- reglunni tókst nefnilega aldrei að upplýsa máhð - hefur kannski ekki hugkvæmst að byrja á því að yfir- heyra starfsmenn kirkjugarðsins. Þar sem tahð var viö hæfi í DV að auglýsa umrædda bók, með því að lýsa umræddum koparstuldi, eru þessar hnur stílaðar til birtingar með fyrirspurn um hvert unnt sé að snúa sér í svo sérstæðu máli. Lesendasíöa DV vonar að hér með sé vísbendingum komið á framfæri til rannsóknaraðila málsins frá bréf- ritara sjálfum. Verðhækkanir vinsjkistjórna Kristján hringdi: Það má merkilegt vera, hvernig almenningur lætur sig hafa það þegar vinstri stjórnir ráða hér, þá hvorki æmtir fólk né skræmt- ir þegar verðhækkanir dynja yfir. Þannig var það í síðustu vinstri rikisstjóm, og eins er þaö nú undir vinstri stjórn borgarmeiri- hlutans. Það eru hækkuð leik- skólagjöld sem nemur um 30% og enginn segir neitt! Sama gildir um holræsagjald í Reykjavík. - Svo þegar íhaldsmeirihlutinn kemst að, líkt og nú er um rikis- stjórn, eru alhr snælduvitlausir þótt nauðsyn beri til að hækka opinber gjöld og skatta. Ein- kennileg afstaða! Tilffærsla greiðslu- kortaftímabila Björn Ái-nason hringdi: Það nær ekki nokkurri átt að sumar verslanir og þjónustu- stofnanir leyfi sér að hringla með greiðslukortatímabilin. Síðast í morgun (fimmtud. 12. janúar) auglýstu nokkrar verslanir að nú hæfist nýtt greiðslukortatímabil hjá þeim. Þetta ruglar korthafa veralega og maður veit aldrei hvenær maöur getur lokað upp- gjöri hjá sér þegar þetta gengur svona fy rir sig. Greiðslukortafyr- irtækin ættu að banna þessa mis- notkun á kortunum, og láta alla halda sig við 17. hvers mánaðar. Þorsteinispilaðút? Ármann hringdi: Ég get, ekki betur séð en um það hafi þeir utanríkisráðherrann og forsætisráðherrann sammælst, að spila Þorsteini Pálssyni sjáv- arútvegsráðherra út ef svo má segja. Þegar forsætisráðherra tekur undir þá ákvörðun utan- ríkisráðherra að mæta ekki á fund sjávarútvegsráöherra Kanada - með því segjast sjálfur ekki mæta á ráðstefnu þá sem hér var boðað til um fiskveiðimál, verður ekki litið á samstöðu þess- ara tveggja ráöherra öðruvísi en að verið sé að refsa Þorsteini. Ummæli hans eru þó allrar at- hygli verð og mun skynsamlegri en hinna tveggja í jíessu sam- bandi. - Þetta er e.t.v. byrjunin á útstrikunum ráðherraefna fyrir Sjálfstæðisfiokkinn eftir kosn- ingar? Ófullkomnarsjón- varpsfrétftir A.Þ.Á. hringdi: Það er ekkert vit í því að hafa fréttatima sjónvarpsstöðvanna svona hvorn ofan í öðrum. Sjón- varpiö (eða þá Stöð 2 ef Sjónvarp- ið sér ekki hagkvæmnina) ætti að flytja kvöldfréttir kl. 22 og hafa þá heila klukkustund fyrir fréttirnar. I dag eru sjónvarps- fréttir mjög ófullkomnar og stutt- ar, þetta 15-20 mínútur mest, sundurlausar og fálmkenndar. 99-15-00 Lesendaþjónusfta DVopinallan sólarhringinn Til að mæta lesendum DV og öðrum sem vilja koma á framfæri skoðunum sinum á einu eða öðru í umræðu dagsins bjóðum við þeim að hringja inn til blaðsms i síma 99 -15 - 00 og skilj a eftir talað mál eða skilaboð. Þjónusta þessi er opin allan sólarhringinn. í þessu númeri má heyra frekari upplýsingar um framkvæmdina. Mínútan kostar kr. 39,90. - Eins og áður áskilur DV sér rétt til að stytta aðsend lesenda- bréf og skilaboð gegnum símann. - Fastur símatími fyrir lesendur er að venju milli kl. 14 og 16 í aðalsímanúmeri DV, 563 2700. ( ( < i i í í i i < i 4 4 4

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.