Dagblaðið Vísir - DV - 16.01.1995, Page 15

Dagblaðið Vísir - DV - 16.01.1995, Page 15
MÁNUDAGUR 16. JANÚAR 1995 15 170 - Skattaparadís Jón Hákon Magnússon, bæjarfull- trúi á Seltjarnarnesi, sagði þá sögu í sextugsafmæli Sigurgeirs Sig- urðssonar bæjarstjóra að hafa fengiö bréf í pósti merkt 170 Skatta- paradís. Jón Hákon hefur einnig í rití. hreykt sér af því að Seltjarnar- nes sé skattaparadís. Jón Hákon eða nokkur annar í meirihluta sjálfstæðismanna hefur ekki komið með eina einustu til- lögu um að lækka gjöld á íbúum Seltjarnamess. Sjálfumgleðin staf- ar af þvi áö Reykjavíkurborg tekur upp holræsagjald, gjald sem ná- grannasveitarfélögin Garðabær, Kópavogur og Hafnarfjörður hafa tekið í nokkur ár. BBB fjölskyldur Minnihlutinn, fulltrúar Bæjar- málafélagsins, hafa lagt til að leik- skólagjöld verði lækkuð. Þetta er gert til að koma til móts við ungar fjölskyldur sem hafa einna mesta greiðslubyrði. Húsnæðiskaup, barnauppeldi og aukin gjaldtaka í heilbrigðiskerfinu kemur verst við þær fjölskyldur sem eru barnandi, byggjandi og búandi. Nú er að sjá hvernig meirihlutinn með Jón Há- kon sem formann fjárhags- og launanefndar tekur á málum þeirra sem mestar hafa byrgðarn- ar. Gjaldtaka í stað skatta Seltjarnames er ríkur bær vegna þess að þar eru útsvarstekjur hæst- ar á hvern íbúa. Seltjarnarnes tek- ur líka sinn toll af íbúunum. Hér skulu nefnd nokkur dæmi. Lóðir á Seltjarnarnesi era einna dýrastar á landinu. íbúðareigendur þurfa að kaupa lóðina undir húsinu. Land- svæði milh lóða, svokölluð grennd- arsvæði, eru í umsjón og eigu nær- liggjandi íbúa. Þeir þurfa að byggja upp og viðhalda þessum svæðum, hvort sem á þeim er leikvöllur eða skrúðgarður. Á Seltjarnarnesi eru tekin hæstu sorphirðu- og urðunargjöld á land- inu. Skóladagheimilisgjald stendur undir kostnaði við rekstur þess. Seltjarnarnes hefur dýrastu yfir- stjórnina á landinu. Seltirningar eyða minnst allra sambærilegra sveitarfélaga í verklegar fram- kvæmdir. Helmingur af tekjum til eignabreytinga fer í greiðslu skulda sem annars gæti farið í Kjallaiinn Eggert Eggertsson bæjarfulltrúi byggingu leikskóla, skóla eða íþróttamannvirkja. Þetta er nú staðan í skattaparadísinni. Miðlungstekjur mesta skattbyrðin Sköttum á íslandi er óréttlátlega dreift. Þannig borga þeir sem hafa tekjur á bilinu 90 þús. til 200 þús. á mánuði hlutfallslega hæstu skatt- ana. Skattakerfið hjálpar ekki til með fólki sem hefur mikla greiðslu- byrði. Þannig eru vextir vegna hús- næðiskaupa ekki frádráttarbærir nagæsla era ekki frádráttarbærar. Barnabætur eru tekjutengdar en ekkert tillit tekið til útgjalda fjöl- skyldunnar. Á meðan er ekki tek- inn skattur af íjármagnstekjum og skattaeftirlit er lítið. Þetta er sú skattaparadís sem flokkur Jóns Hákons, Sjálfstæöisflokkurinn, hefur búið fólkinu í landinu. Það versta er að það eru bara svo fáir „Seltjarnarnes hefur dýrustu yfir- stjórnina á landinu. Seltirningar eyða minnst allra sambærilegra sveitarfé- laga í verklegar framkvæmdir. Helm- ingur af tekjum til eignabreytinga fer í greiðslu skulda...“ frá skatti nema að hluta, gjöld til sem njóta þess að vera í þessari ríkisins, t.d. heilbrigðiskerfisins og paradís. hins félagslega kerfis, eins og bar- Eggert Eggertsson Seltjarnarnes er ríkur bær en tekur lika sinn toll af íbúunum, segir greinarhöfundur m.a. Ein þjóð - eitt kjördæmi Eftir því sem nær dregur alþing- iskosningum aukast umræður um breytta kjördæmaskipun. Svo virð- ist sem allir flokkar vilji breytingar en hugmyndir era margar og flest- ar óljósar nema sú er byggist á því að landið verði eitt kjördæmi. Sú hugmynd á sér nú formælendur í öllum stjómmálaflokkum og vax- andi fylgi að fagna. Ýmsar breyt- ingar hafa orðið og sýnilega verða hér sem auðvelda þessa skipun mála. Bandalög smáflokka Sameining sveitarfélaga og flutn- ingur verkefna, valds og áhrifa frá ríki til sveitarfélaga styrkir stöðu þeirra mikið og landsbyggðarinnar í heild. Bættar samgöngur og aukin fjarskiptaþjónusta tengja nú sam- an áður ólíka hagsmuni og stuðla að heildarsýn aukist í öllum lands- málum. - Þetta mæhr eindregið með einu kjördæmi. Réttur kjósenda til að raða fram- bjóðendum á þann lista sem þeir kjósa gefur þeim stóraukið frelsi til áhrifa á val alþingismanna. Það gerði prófkjör óþörf en þau eru bæði dýr í framkvæmd og líkleg til að sundra mönnum og jafnvel flokkum. Fyrrgreindur réttur til KjaUarinn Björgvin Brynjólfsson fyrrverandi sparisjóðsstjóri röðunar nýtist mun betur kjósend- um til Éúirifa á skipun Alþingis ef landið er eitt kjördæmi en ef þau eru fleiri. Til að koma í veg fyrir offjölgun flokka þarf ákvæði um lágmarks fylgi hjá framboðslista t.d. 5% sem hefur gefist vel í Þýskalandi og veitt þar stöðugleika í stjómmálum á undanfómum árum. Þetta ákvæði um lágmarkshlutfall at- kvæða til að koma til úthlutunar þingsæta stuðlar að bandalögum smáflokka um framboð en útilokar þá ekki. Mannréttindi eða landsréttindi? Með fyrrgreindri breytingu era allir alþingismenn þingmenn allrar þjóðarinnar. Það stuðlar að auk- inni yfirsýn þeirra og að þjóðarhag- ur sé ætíö í fyrirrúmi þegar ákvarðanir eru teknar en á það hefur oft vantað mikið á liðnum árum. Að landið sé aðeins eitt kjördæmi er sérstaklega hagstætt lands- byggðafólki því þá eiga þeirra kjós- endur ekki aðeins 5 eða 6 þingmenn heldur alla þingmenn Alþingis að bakhjarli. Barátta allra flokka um alla kjósendur hvar sem þeir búa mun tryggja það fullkomlega. Ýmsir kostir eru ótaldir við að- eins eitt kjördæmi í landinu, t.d.: Kjördæmisskipunin er alltaf jafn réttlát og þarf engra breytinga við þó þjóðin breyti búsetu sinni í land- inu. En breytileg búseta lands- manna á undanfornum áratugum hefur verið helsta orsök átaka um mál þetta og mannréttindaskerð- ingu þá sem fylgt hefur. Ef valið verður að landið verði eittjtjördæmi höfum við valið að atkvæðisrétturinn verði í framtíð- inni ótvíræð mannréttindi en horf- ið frá því að hafa hann landsrétt- indi færð á mannanöfn? Björgvin Brynjólfsson „Að landið sé aðeins eitt kjördæmi er sérstaklega hagstætt landsbyggðar- fólki því þá eiga þeirra kjósendur ekki aðeins 5 eða 6 þingmenn, heldur alla þingmenn Alþingis að bakhjarli.“ Meðog ámóti Vanhæfni félagsmála- ráðherra W Eg myndi „Éggeteftil vill ekki fellt lögfræðilegan né endanleg- an dóm um það hvort Rannveig Guðmunds- dóttir félags- málaráðherra á að víkja sæti í þessu máli. Ég get aftur á móti sagt sem fyrr- um félagsinálaráðherra hvaö ég myndi gera í hennar sporum ef flokksfélagar mínir hefðu lent í svona hremmingum og væri ver- ið að kæra þá. Ég myndi víkja sæti. Vil skulum ímynda okkur að það væri þannig að Alþýðu- bandalagsmenn i Hafnarfirði væru kærðir fyrir meðferð sína á bæjarmálum og Magnús Jón Árnason væri orðinn félagsmála- ráðherra. Þá sjá allir aö hann hlyti að víkja. Segjum að Ólafur Ragnar Grímsson, sem er þing- maður kjördæmisins, væri fé- lagsmálaráðherra. Það sjá allir aö það væri eölilegt að hann viki. Segjum að það væri tU að mynda þannig að Sjálfstæðisflokkurinn í Reykjavík væri að kæra R-list- ann og einhver af fyrrverandi samstarfsmönnum Ingibjargar Sólrúnar borgarstjóra væri fé- lagsmálaráðherra. Það sjá allir að þaö væri eölilegt að viðkom- andi viki. Mér finnst það því mið- ur vera enn ein staðfestingin á siðblindu ef menn sjá ekki þessa hluti. Rannveig Guðmundsdóttir verður því siðferðilega séð að víkja." Fjarri lagi „Það er fjarri lagi að félagsmála- ráðlierra sé vanliæfur í þessari kæru frá fráfarandi bæjarsfjórn Hafnarfjarð- ar. Fyrir það fyrsta má nefha að á síð- bœjarfuinrúi. asta ári bárust um 60 kærur til félagsmálaráðuneytisins frá sveitarfélögum. Væntanlega hafa þessi félagsstörf, sem kært er út af, snert alla flokka meira eða minna. Ef það væri hin almenna regla aö telja félagsmálaráðherra vanhæfan vegna þessara kæru- mála værí ráðuneytiö nánast allt- af vanhæft vegna tengsla allra stjórnmálaflokka í öllum málum. í amian staða má ekki gleyma því að bæjarfulltrúar Alþýðuflokks- ins hafa farið fram á rannsókn vegna samskipta Hagvirkis- Kletts við bæjarsjóð á umliönum árum. Það tekur lika til timabils fallins meirihluta Alþýðubanda- lags og Sjálfstæðisflokks. Ef menn ætla að standa á því að ráöherra úr sama flokki og máls- aðilar sé vanhæfur standa menn frammi fyrir því að í þessu máli yrði að skipa ráherra úr röðum Kvennalista eða Framsóknar- flokks, þar sem kærar snerta hina stjórnmálaflokkana þijá. Þess vegna tel ég þessa kröfu um að félagsmálaráöherra víki vegna vanhæfni gersamlega út í hött. Málin snúa öll aö Alþýðuflokki, Alþýðubandalagi og Sjálfstæöis- flokki, sem hafa verið sammála gegnum árin um þær afgreiðslur sem veriö er aö kæra út af.“ Svavar Gestsson, fyrr- verandi félagsmálaráö- herra.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.