Dagblaðið Vísir - DV - 18.01.1995, Page 4
4
MIÐVIKUDAGUR 18. JANÚAR 1995
Fréttir
Hundunum haldið gangandi
á þrúgusykri undir lokin
- skiptu sköpum viö leitina 1 Súðavík, segir Elías Skaftason sem tók þátt 1 leitinni
„Þetta var vægast sagt hryllilegt
ástand, þetta var nánast eins og að
koma inn í annan heim. Eyöilegging-
in var algjör, allt í rúst og brak úti
um allt. Það var blindbylur, snjór og
stormur. Það var á köflum eríitt að
standa á fótunum, hvað þá að standa
í mokstri og leitarstörfum," segir
Skafti Elíasson, tvítugur ísfirðingur
sem fór sem sjálfboðaliði til leitar á
snjóflóðasvæðunum í Súöavík.
Skafti segist hafa brugðið skjótt við
þegar hann frétti af atburðum í Súða-
vík og strax ákveðið að bjóða sig fram
til sjálíboðaliðastarfa.
„Viö vorum í sólarhring fyrir vest-
an og maður sá þarna ótrúlega hluti.
Hundarnir voru þarna mjög mikil-
vægir. Þegar drengurinn fannst á lífi
voru það hundarnir sem fundu hann.
Þeir voru alveg ótrúlegir og þeir
skiptu sköpum við leitina. Það þurfti
að halda þeim gangandi á þrúgusykri
undir lokin,“ segir Skafti.
Hann segir að leitarmenn hafi ver-
ið orðnir vondaufir um tima. Þegar
svo spurðist út að Elma Dögg, 14 ára,
væri fundin á lífi hafi menn fyllst von
og krafti.
„Það var eins og menn fengju víta-
mísprautu við þau tíðindi að það
væri einhver fundinn með lífsmarki.
Maður spáði lítið í yfirvofandi snjó-
flóðahættu en mokaði bara eins og
maður ætti lífið að leysa í þeirri von
að bjarga einhverjum," segir Skafti.
Stefán Dan Óskarsson, sem einnig
tók þátt í leitinni, segir að það hafi
ekki hvarflað að honum að nokkur
væri lifandi á svæðinu.
„Þegar við komum á staðinn voru
aðstæðar hryllilegar og það sýndist
í rauninni ekkert vit í að vera að
moka. Það fannst samt tvennt á lífi
eftir að við komum þarna. Þaö var
með ólikindum 'miðað við hvernig
aösfæðurnar voru. Við áttum í erfið-
leikum með að fara á milli svæð-
anna. Viö þurftum að fara meö látna
af svæðinu og í hús og það var yfir
mannhæðarháa skafla að fara. Það
var stutt í Frosta þar sem miðstöðin
var. Viö sáum eiginlega ekkert frá
okkur vegna veðurs en rétt glittum
í Ijósin. Síðan fór rafmagnið af og við
sáum ekkert frá okkur. Það er ekki
hægt að lýsa þeim aöstæðum sem
þama vora,“ segir Stefán. -rt
Félagar i Björgunarsveit skáta á Isafirði ásamt leitarhundunum sem unnu afrek i Súðavik og voru komnir að niður-
lotum undir lokin. Myndin er tekin í frystihúsi Frosta hf. i Súðavík. DV-símamynd Brynjar Gauti
Guðjón Petersen segir að mínútur skipti máli við leit 1 snjóflóði:
Tækin töfðu brottför Týs um tvo tíma
- Landhelgisgæslan bauð upp á að varðskipið færi fyrr frá Reykjavík
„Þó snjóflóðið hafi fallið klukkan
hálfsjö vissu menn ekki fyrr en hálf-
um öðrum tíma síðar hvað hafði
gerst. Menn sáu ekki út úr augum í
Súöavík. Okkur var sagt að varðskip-
iö ætti hvort eð er að fara klukkan
tvö frá Reykjavík en þaö hefði getað
orðið tilbúið fyrr. Þá var farið í að
safna tækjum en það kom í ljós að
þessi aðgerð tók þennan tima - sér-
staklega að koma tækjunum um
borð. Þetta heföi sennilega tekið
tveimur tímum skemmri tíma ef
tækjunum hefði verið sleppt. Aðal-
atriði var að fá sem mest lið búiö sem
bestum tækjum. í heildina tekið held
ég þó að þetta sé ósköp eðlilegur tími
miðað við umfang. Betra er að vanda
vel til verks en að æða af stað,“ sagöi
Guðjón Petersen, framkvæmdastjóri
Almannavama ríkisins, aðspurður
um skipulag brottfarar varðskipsins
Týs og hvort hægt hefði verið að
leggja fyrr af stað en raun bar vitni.
Skipið lét úr Reykjavíkurhöfn
klukkan þrjú síðdegis á mánudag -
átta og hálfri klukkustund eftir að
snjóflóðið skæða féll í Súðavík.
- Þegar tekið er tillit til þess að mín-
útur skipta máli við leit í snjóflóði
átti þá ekki að leggja kapp á að fara
sem fyrst?
„Það má segja að þegar snjóflóð
falla skipti mínútur máli og mikil-
vægt er að ná áfangastað sem fyrst.
Við sáum frá upphafi að við áttum
enga möguleika á að koma fólki á
svæðið nema með margra klukku-
tíma fyrirvara, í þessu tilfelli urðu
það 14 klukkustundir. Þá fara mínút-
ur ekki að skipta máli. En áður en
þetta var gert var einnig farið í að
safna saman björgunarsveitarmönn-
um frá Vestfjörðunum. Síðan gerðist
t.d. það merkilega aö Bolvíkingar
komust ekki til Súðavíkur fyrr en á
eftir Týsmönnum," sagði Guðjón.
Guöjón sagði að stjórnstöð Al-
mannavarna og landstjórn björgun-
arsveita hefðu stjórnað því að safna
saman fólki fyrir fórina til Vest-
fjaröa. -Ótt
Idagmælir Dagfari
Enn og aftur eru menn að gefa
kost á sér í prófkosningar hjá
stjómmálaflokkunum og enn og
aftur eru menn að rífast út af úrsht-
unum. Hefur það komið rækilega í
ljós í öllum flokkum að frambjóð-
endur taka ekki mark á úrshtum
nema þeir sjálfir beri sigtn- úr být-
um. Annars eru úrshtin ómark og
er nú svo komið að þaö er skeinu-
hættast fyrir flokkana að hafa próf-
kjör. Kosningamar sjálfar eru
barnaleikur miðaö við prófkjörin
sem flokkarnir hafa innleitt ihu
heilh.
Að öðru leyti má segja að allt sé
með felldu í íslensku stjómmálalífi
og flokkamir sigla góðan byr í
sama fylgi og áður. Það em sem
sagt ekki kosningamar sjálfar sem
flokkunum stafar hætta af, heldur
undirbúningur kosninganna og
prófkosningar sem fæla gott fólk
frá sínum gömlu flokkum. Stjóm-
málaflokkamir þurfa aö endur-
skoða þessar reglur sínar og leggja
niður þessi óheppilegu prófkjör
sem seýa allt á annan endann.
Hingað til hefur það þó aðallega
verið venjan að frambjóðendur láta
óánægju sína í Ijós, eftir að búið
er að telja upp úr kjörkössunum.
Eggert Haukdal hafði ekkert á
Allur er varinn góður
móti prófkosningum fyrr en kosn-
ingunum var lokið. Sama má segja
um Pétur Bjamason, framsóknar-
mann á Vestfjöröum. Hann var
sáttur við prófkjörið þangað til það
kom í ljós að hann hafði ekki nægj-
anlegt fylgi. Ásta Ragnheiður Jó-
hannesdóttir, frambjóðandi Fram-
sóknarflokksins í Reykjavík, taldi
prófkjörið ómark eftir að hún náði
ekki efsta sæti og Anna Kristín
Gunnarsdóttir hjá Alþýðubanda-
laginu á Sauðárkróki efast um að
hún bjóði sig fram á hsta flokksins
eftir aö hún tapaöi prófkosningu.
Já, það er erfitt líf að vera fram-
bjóðandi án þess að hafa fylgi enda
gengur frambjóðendum afar illa aö
skilja hvað vaki fyrir kjósendum
sem ekki vilja kjósa frambjóðendur
sem hafa gefið kost á sér til að kjós-
endur kjósi þá. Það er sem sagt
ekkert að frambjóðendunum, held-
ur kjósendunum, sem vilja ekki
frambjóðendurna. Og hvers vegna
ættu þá frambjóðendurnir að gefa
kost á sér ef kjósendumir vilja þá
ekki?
Framsóknarmenn á Norðurlandi
vestra hafa nú gengið feti framar
en aðrir frambjóðendur að því leyti
að þeir tóku það til bragðs að vé-
fengja prófkjörið áður en því var
lokið. Þannig heldur Stefán Guð-
mundsson því fram að prófkosn-
ingarnar séu ólöglegar og Páll Pét-
ursson og hans stuðningsmenn
hafi haft rangt við. Þetta er ný-
breytni hjá Stefáni og í stað þess
að bíða eftir úrshtunum og gera
röfl eftir á hefur hann allan fyrir-
vara á kosningaúrshtum með því
að mótmæla þeim fyrirfram.
Þegar Stefán hóf sín mótmæh
vissi hann auðvitað ekkert um það
hvort hann yrði efstur eða hvort
hann yfirleitt yrði kosinn eða ekki.
Hann getur þess vegna lent í fyrsta
sæti eins og hann sækist eftir enda
hafa fjölmargir framsóknarmenn í
héraðinu hvatt hann til að taka það
sæti. En Stefán veit sem er að ekk-
ert er ömggt í prófkjöri og allur er
varinn góður og aldrei að vita nema
hann verði alls ekki kosinn í það
sæti sem hann sækist eftir og aldr-
ei að vita hvaða fólk tekur þátt í
prófkjörinu og allra síst hafa menn
hugmynd um það hvað fólk kýs.
Þess vegna er best að byrja að
mótmæla strax og kjósendur taka
þátt í prófkjörinu til að koma í veg
fyrir að flokkurinn taki mark á
úrshtunum ef ske kynni að kosn-
ingarnar færu ööruvísi en Stefán
vfll að þær fari.
Því er ekki að neita kosningar em
þeim annmarka háöar að enginn
veit hvort kjósendur hafi rétt við,
með því að krossa við fólk og fram-
bjóðendur sem ekki eiga það skiliö
aövera kosnir. Þetta gerist aftur og
aftur og er óþolandi fyrir þá sem
gefa kost á sér með því skilyrði að
þeir verði kosnir. Páll Pétursson
segir að Stefán hafi farið á taugum
en hið rétta er að Stefán er skrefinu
á undan Páh í mótmælum sínum
enda segist Stefán Guðmundsson
una úrslitum prófkjörsins ef fyrir
hggur að farið hafi verið eftir sett-
um reglum. Það eru sem sagt ekki
atkvæöin og ekki úrslitin sem ráða
heldur reglurnar og á því flaskar
Páll því hann er ennþá svo gamal-
dags að halda að úrshtin ráði. Það
hefur margsannast að úrshtin eru
aukaatriði.
Dagfari