Dagblaðið Vísir - DV - 18.01.1995, Blaðsíða 17

Dagblaðið Vísir - DV - 18.01.1995, Blaðsíða 17
16 MIÐVIKUDAGUR 18. JANÚAR 1995 MIÐVIKUDAGUR 18. JANÚAR 1995 17 Íþróttír NBA-deildin í nótt: Orlando sterkt heima - Phoenix meö 15 3ja stiga körfur gegn Denver Orlando Magic er nánast ósigrandi á heimavelli. Liðið hefur ekki beðið ósigur þar í 18 leikjum og í nótt batt það enda á langa sigurgöngu Charlotte Hornets. Varla þarf oröið að taka fram að Saquille O’Neal fór á kostum hjá Orlando, skoraði 35 stig og tók 15 fráköst, Arnfernee Hardaway 23 stig og Nick Anderson 18 stig og 10 fráköst. Alonzo Mourning skor- aði 33 stig fyrir Charlotte. Seattle með nokkra yfirburði gegn Cleveland Seattle vann sinn 16. sigur í röð á heima- velh í nótt þegar liðið mætti Cleveland. Gary Payton gerði 25 stig fyrir Seattle og Þjóöverjinn Detlef Schrempf 21. Seattle hafði nokkra yfirburði allan tímann. Te- rell Brandon skoraði 20 stig fyrir Cleve- land. Liðið saknaði Mark Price sem lék ekki með vegna meiðsla. Leikmenn Phoenix gerðu 15 3ja stiga körfur gegn Denver í nótt. Þar var Char- les Barkley stigahæstur með sín 26 stig fyrir Phoenix. Dan Majerle skoraði 32 stig, þar af sex 3ja stiga körfur. Danny Mann- ing var einnig góður með sín 24 stig. Chuck Person gerði 24 stig fyrir San Antonio gegn Boston. David Robinson skoraði 18 stig og tók jafnmörg fráköst. Dino Radja gerði 22 stig fyrir Boston. Gott hjá Sacramento gegn Portland á heimavelli Sacramento vann góðan sigur á Portland. Mitch Richmond skoraði 29 stig fyrir Sacramento. Clifford Robinson skoraði 22 stig fyrir Portland. ÚrsUt leikja í nótt: Boston - San Antonio............92-101 Orlando - Charlotte...............109-98 Phoenix - Denver.................129-113 Sacramento - Portland..............95-88 Seattle - Cleveland...............115-91 • David Robinson tók 18 fráköst gegn Bost- on í nótt. „Valur og KA f ara í úrslitaleikinn" - segir þjálfari bikarmeistara FH-inga Facius þjálfar landsliðið Bandaríkjamaðurinn Rajboni Facius hefur verið ráðinn lands- liösþjálfari íslands í tennis út þetta ár og tekur hann við starfi Króatans Bozobar Skaramuca sem stakk af fyrirvaralaust af landi brott í desember síðastliðn- um. Facius hefúr verið starfandi hér á landi undanfarin 2 ár og hefur þjálfað hjá tennisdeild Fjölnis i Grafarvogi. Auk þess hefur hann átt sæti í stjórn Tenn- issambands íslands. Fyrsta verkefni landsliðsíns undir stjórn Bandaríkjamanns- ins eru Smáþjóðaleikamir sem haldnir verða i Lúxemborg um mánaðamótin maí-júm. McEnroesló Beckerút Óvænt úrsUt uröu á opna ástr- alska meistaramótinu í terrnis í gær. Patrick McEnroe frá Banda- ríkjunum, yngri bróðir John McEnroes, sló þá út Þjóðverjann Boris Becker í fyrstu umferð mótsins, 6-3,6-4 og 7-6. McEnroe er 28 ára gamall og á sunnudag- inn vann hann sitt fyrsta mót á ferlinum þegar hann bar sigur úr býtum á opna Suður-Wales mótinu. Hann er í 65. sæti á styrk- leikalista Alþjóða tennissam- bandsins en Becker er í 3. sæti. „Ég spilaöi rajög lélegan tennis og náði aldrei að finna taktinn," sagði Becker eftir leikinn. Sabatiniúrleik Króatinn Goran Ivanisevic er einnig úr leik en hann tapaði fyr- ir Þjóðverjanum Carl Uwe Steeb, 6-1, 7-6 og 6-3. Bandaríkjamenn- irnir Andre Agassi, Todd Martin, Michael Chang, Jim Courier og Pete Sampras eru allir komnir í 2. umferö eftír auðvelda sigra í 1. uraferð. í kvennaflokki er Gabriela Sabatíni frá Argentínu úr leik eftir að hafa tapað fyrir bandarísku stúlkunni Marianne Werdel Witmeyer, 6-4 og 6-4. Sa- batíni, sem unníð hefur sigur í síöustu tveimur stórmótum, hef- ur átt við bakmeíðsU að striða og þurftí að gera hlé á leiknum vegna meiðsla hennar. Þorrablót hjá Keili Þorrablót Golfklúbbsins Keilis í Hafnarfirði verður haldið i golf- skálanum á fóstudaginn og hefst klukkan 19.30. Veislustjóri er Magnús Birgisson og ræðumaður kvöldsins verður Ragnar Lár. Miðapantanir eru í sima 653360. Undanúrslitin í bikarkeppni karla og kvenna í handknattleik fara fram í kvöld. í karlaflokki taka íslands- meistarar Vals á mótí Haukum og 2. deildar lið Gróttu tekur á móti KA. í kvennaflokki leika Fram og KR í Fram-húsinu og í Garðabæ fá Stjörn- ustúlkur stöllur sínar frá Eyjum í heimsókn. DV fékk Guðmund Karls- son, þjálfara bikarmeistara FH, tíl að spá í spilin um leiki kvöldsins í karlaflokki. „Ég spái að Valsmenn fari með sig- ur af hólmi og að þeir vinni leikinn fyrst og fremst á fjölbreyttum sókn- arleik og öflugum varnarleik. Þrátt fyrir útreið Haukanna í Portúgal hef ég trú á að úrslitín í þeim leik gefi Haukunum spark í rassinn í þessum leik og færi þeim möguleika á að leggja Valsmennina að velli. Hauk- arnir stóðu í Val í úrslitakeppninni í fyrra og það gefur þeim sálfræðilega möguleika í leiknum." „Um leikinn á Nesinu hallast ég að sigri KA. Ef Grótta nær hins vegar að hanga í KA-mönnum fram eftir síðari hálfleik getur allt gerst og ég tala nú ekki um ef liðið nær upp stemningu, sterkum varnarleik og góðri markvörslu. Árni Indriðason, þjálfari Gróttu, á örugglega einhver tromp á hendi en munurinn á liðun- um er þó of mikill að mínu mati til að Grótta geti sigrað," sagði Guð- mundur. Theodór Guðfmnsson, þjálfara ís- lands- og bikarmeistara Víkings í kvennaflokki, var fenginn tíl að spá fyrir um úrslit kvennaleikjanna. „Mín tilfinning er sú að Fram vinni auðveldan sigur. Ég byggi það á að KR hefur verið aö missa mannskap og með liðinu hafa verið að leika stúlkur úr 3. flokki. Miöað við það er ekki hægt að búast við að KR veiti hinu leikreynda Framliði keppni. „Hvaö leik Stjörnunnar og ÍBV varðar típpa ég á sigur Stjörnunnar. Meiri reynsla býr í liði Stjörnunnar en ÍBV auk þess sem liðiö hefur heimavöllinn. Þrátt fyrir öflugan stuðning frá Eyjamönnum tíl ÍBV- stúlknanna kæmi mér ekki á óvart að Stjarnan ynni stórsigur og liðið er með nokkra yfirburði umfram önnur lið á íslandi í dag,“ sagði The- odór Guðfmnsson. Garðbæingar - Garðbæingar! Bikarleikur í handknattleik í Ásgarði í kvöld kl. 20. Undanúrslit í meistaraflokki kvenna. STJARNAN - ÍBV Garðbæingar, komum og styðjum Stjörnustelpurnar! íslandsbanki Islandsbarikinn í Garðabæ Bikarkeppni karla í handknattleik. GRÓTTA - KA í íþróttahúsi Seitjarnarness í kvöld ki. 20.00 Seltirningar, fjölmennum á völlinn!!! ÁFRAM, GRÓTTA! Sparisjóður Reykjavíkur og nágrennis íþróttir Ófarir FH og Hauka merki um íslenskan handknattieik á niðurleið? Handknattleiknum hef ur ekki hrakað - segir Viggó Sigurðsson, þjálfari Stjörnunnar, efsta liðs 1. deildar Eftir leikina á Evrópumót- unum í handknattleik um síö- ustu helgi hafa eflaust margir velt því fyrir sér hvort hand- boltinn almennt sé á niöur- leiö. Haukar fengu háöulega útreiö hjá portúgalska liöinu Braga í borgakeppni Evrópu en portúgalskur handbolti hefur ekki fram að þessu ver- ið hátt skrifaður. FH-ingar léku fyrri leikinn sinn í Hafn- arfirði gegn danska liöinu GOG Gudme og ollu áhang- endum sínum vonbrigðum. Uppskera liösins á heimavelli var fjögurra marka ósigur og víst aö útileikurinn veröur erfiður. Eftir uppskeru síöustu helg- ar hlýtur spurning aö vakna í framhaldinu sem hljóðar á þessa leið: Er eitthvaö aö ís- lenskum handbolta, hefur eitthvaö farið úrskeiöis? Viggó Sigurösson, þjálfari efsta liðs 1. deildar um þessar mundir, Stjörnunnar, var spuröur hvort handboltinn væri á niöurleiö. Leikmenn hafa dreifst meira á liðin, sem eru jafnari „Ég held að handboltínn sé alls ekki á niðurleið. Það sem hér hefur gerst undanfarna vetur er að leikmenn hafa dreifst meira á Uðin og þau orð- ið jafnari um leið. Handboltanum hefur ekki hrakað, að mínu matí. Sterku Uðin áður eru ekki eins sterk í dag en í staöinn eru komin fleiri góð lið. Liðin eru að æfa mun meira en þau geröu áður. Ég vil meina að það sé eitthvað að hjá Haukunum en að öðru leyti vil ég ekki tjá mig meira um það. Eg vil þó segja að þeir séu að leika undir getu. Töluvert reynsluleysi þeirra spilar þarna inn í en þeir sjáÚir hljóta að geta gefið skýringu á því hvað fór úrskeiðis þegar liðið tapaði með tólf mörkum gegn portúgölsku hði. Það segir sig sjálft.“ Evrópukeppnin er orðin hálfgerö pína „Það var slæmt fyrir þessi félög að fá á sig þessa leiki eftír langt hlé á íslandsmótínu. Það sýnir sig á öllum sterku liðunum á mótínu aö þau fara illa af stað í sínum fyrstu leikjum. Evrópukeppnin er oröin hálfgerð pína fyrir liðin en ékkert er komið til móts við þau í mótamálum hér heima,“ sagði Viggó Sigurðsson. „FH-ingar misstu mikið þegar Kristján Arason fór. Það á sér líka skýringar að lykilmenn hjá þeim hafa verið í persónulegum breyting- um. Það spilar eitthvað þarna inn í. Mér finnst það almennt há íslensk- um leikmönnum að menn eru byrj- aðir að fá peningagreiðslur og sumir hveijir orðnir atvinnumenn. Þeir hinir sömu slaka ekki á annars stað- ar á sama tíma. Það er eins og menn áttí sig ekki á því að til þeirra eru gerðar meiri kröfur en áður. Þetta held ég að þurfi að breytast." íslandsmótið er síst lakara en undanfarin ár - Hvað viltu þá almennt segja um handboltann í vetur? „Nú, ég, sem þjálfari efsta hðsins, hlýt að segja að hann sé ofsalega góður. Mótíð er mjög jafnt, erfitt og þú getur ekki bókað neinn sigur fyr- irfram. Útívehimir eru orðnir sterk- ir og ég held að þegar maður htur yfir hlutina hafa mótíð fram að þessu verið jafnt og spennandi. Mótið núna er síst lakara en árin á undan. Keppnin er orðin mun erfiðari, kannski færri góðir menn í liðunum en á móti kemur að hðin eru jafnari." - Hvað sýnist þér um Evrópu- keppni? Er hún orðin of stór í sniðum með fjórum keppnum? „Aö fjórar keppnir eru í gangi finnst mér af hinu góða. Það kemur til með að hjálpa Uðunum þegar fram í sækir að þá fá fleiri lið meiri reynslu. Þaö þarf fyrst að koma hug- arfarsbreyting hjá þeim sem sjá um mótin hér heima. Það er eins og úti- lokað sé að reikna með hði í 8 liöa úrslit. Við erum núna að gera sex vikna frí á íslandsmótínu en þegar Evrópukeppnin er í gangi þarf helst aö hrúga leikjum á hðin þannig að þau ná helst ekki að undirbúa sig fyrir þessa leiki. Núna þurftu FH- ingar að fresta leik sem síðan kemur í bakið á þeim þegar þeir þurfa að fara tii Danmerkur í síðari leikinn. Þeir þurfa þannig að leika undir meira álagi. Þarna er brotalöm, að mínu mati.“ Ósannfærandi að þjálfarinn skuli enn leita að leikjum - Nú styttist óðum í heimsmeistara- keppnina. Hvernig tilfinningu hefur þú fyrir henni? „Ég hef enga sérstaka tilfmningu, sjötta sætið verður mjög góður ár- angur. Mér finnst það ósannfærandi að vita til þess að landshösþjálfarinn er að leita að leikjum fyrir landslið- ið. Að það skuh ekki vera búið að skipuleggja betur hlutína og að þjálf- arinn skuli núna vera að leita að leikjum svona stuttu fyrir keppnina. Ég hefði viljað sjá þetta plan betur komið og fyrr. Þaö hefur líka háð lið- inu verulega hve margir lykilmenn hafa verið meiddir. Það má segja að undirbúningurinn fari fyrir lítið ef svo koma fjórir menn kannski inn sem hafa verið meiddir í langan tíma.“ Þjóðverjarnir ollu mér gífurlegum vonbrigðum - Hvaða þjóðir koma til með að standa upp úr í heimsmeistarakeppn- inni? „Ég hef mikla trú á Rússum og Svíum. Þjóðverjarnir ohu mér gífur- legum vonbrigðum hér á dögunum. Manni finnst næstum því að hand- bolti þar sé að hruni kominn. Ef ís- lenskur handbolti er í vandræðum, hvað þá með þann þýska. Spánverjar eiga erfitt uppdráttar, hð sem manni finnst eiga að vera í fremstu röð. Þar er eitthvað að gerast. Ég sé ekki ann- að en að Svíar og Rússar komi til með að leika um fyrsta sætið,“ sagði Viggó Sigurðsson. Knattspyrna: Middlesboro úr bikarnum Swansea sló Middlesboro mjög óvænt út úr ensku bikarkeppn- inni í knattspymu í gærkvöldi. Swansea sigraði, 1-2, og mætir Newcastle eða Biackburn í fjóröu umferð á útivelli. i öðrum leikjum sigraði Leeds hð Walsall eftir framlengingu, 5-2, og mætír Oldham í 4. umferö. Sunder- land vann hö Carlisle, 1-3, og leikur gegn Tottenham á heimavelh. Þá sigraði Watford Scarboro, 2-0, og leikurnæst gegn Swindon á heima- velh. í 2. deild sigraði Cambridge Cardiff, 2-0. • í skosku úrvalsdeildinni voru tveir leikir í gærkvöldi. Partíck sigraði Falkirk á útívelh, 1-3, og Kilmarnock sigraði Motherwell, 2-0. STAÐAN Einn leikur fór fram í 2. deild karla í handknattleik í gær- kvöldi. Þór sigraði Keflavík á Akureyri, 35-24. Staðan er þannig í deildinni: Breiðaþlik. 13 9 l 3 357-314 19 Fram.......11 7 2 2 384-314 16 Grótta.....11 8 0 3 292-237 16 Fylkir......12 8 0 4 314-268 16 ÍBV.........11 6 1 4 306-245 13 Þór.........10 6 1 3 266-227 13 Fjölnir.....11 3 1 7 218-263 7 Keflavík.... 13 1 0 12 271-382 2 BÍ..........12 1 0 11 229-338 2 • Erla Þorsteinsdóttir, Keflavík, og Kristjana Magnúsdóttir (nr. 12) berjast um boltann í leik liðanna í undanúrslitum bikarsins í gærkvöldi. Erla og stöllur hennar höfðu betur og mæta KR i úrslitum bikarkeppninnar. DV-mynd ÞÖK Kvennakarfa Ingibjörg HinrikBdóttir skrifer Keflavíkurstúlkur komust ör- ugglega í úrslitaleik bikarkeppn- innar í gærkvöldi þegar þær sigr- uöu Val, 74-47, að Hhöarenda. Valsstúlkur veittu íslands- og bik- armeisturunum viðnám í upphafi en meistaramir léku af öryggi og höfðu 20 stiga forskot í hálfleik 41-21, sem Valur réð ekki við. Keflavíkurhðið sýndi það í gær- kvöldi að það er mjög öflugt um þessar mundir og er alls ekki lík- legt til þess að gefa titlana eftir. Ldðið hefur skemmtilega blöndu eldri og yngri leikmanna sem vinna vel saman og virðast fylli- lega ná að fyha það skarð sem þær Qlga Færseth og Hanna Kjartansdóttir skildu eftir sig er þær fóru tíl Breiðabhks. Anna María Sveinsdóttir, sem lék best Keílavíkurstúlkna í gær, var þeirra stigahæst með 22 stig og Björg Hafsteinsdóttir skoraði 13. Linda Stefánsdóttír, var sem fyrr best i Uði Vals og skoraöi 15 stig. Valsstúlkur léku án þriggja lykilmanna, þeirra Hrannar Harðardóttur, sem hefur tekið sér frí frá körfunni sökum anna, og tngibjargar Magnúsdóttur og Hildigunnar Grétarsdóttur sem erú meiddar. • Grindavík vann Njarðvík í 1. deildinni I gærkvöldi, 53-48. íslendingarnir duttu allir úr keppninni Fimm islenskir skíöamenn tóku í gær þátt í alþjóðlegu mótí i stórsvigi í Austurríki og allir duttu þeir úr keppninni og enginn komst í mark. Kristinn Bjömsson var á meðal keppendanna og hann sagði við DV í gærkvöldi: „Þetta var á sama stað og keppt var í fyrradag og um hreina torfærubraut að ræða. Helmingur keppenda datt út í fyrri umferð.“ Norðurlandamót í badminton haldið hér á landi: Margir af bestu spilurum heimsins koma á mótið í kvöld Bikarkeppni karla: Valur-Haukar 20.00 Grótta-KA 20.00 Bikarkeppni kvenna: Stjaman-IBV 20.00 Fram-KR 20.00 1. deild karla í körfuknattleik: Leiknir-Selfoss 20.00 Badmintonáhugamenn ættu að geta glaðst því í apríl næstkomandi verður haldið hér á landi Norður- landamót í badminton. Hingað koma ahir sterkustu badminton- spilarar í Evrópu en Norðurlanda- þjóðimar em ahar flokkaðar sem A-þjóðir í Evrópu og ísland þar með tahð. Danir hafa í gegnum árin átt frá- bæra spilara og landshð þeirra undir stjórn hins fræga Mortens Frost, er eitt það besta í heiminum í dag. Svíar og Finnar hafa einnig marga snjalla badmintonleika í sínum röðum svo ljóst er að hingaö tíl lands koma margir af bestu bad- mintonspilurum heims. Mótíð verður haldið í TBR-húsinu viö Laugardal og veröa gerðar ráðstaf- anir til að hægt verði aö taka á móti fjölda áhörfenda. Meöal keppenda frá Danmörku sem koma á mótiö eru: Thomas Stuer Lauridsen sem er í 2. sæti á afrekahstanum í einliðaleik, Paul Erik Hoyer Larsen sem er fjórði á þessum sama Usta og Lotte Olsen sem ásamt Stuer Lauridsen er í 2. sæti yfir besta tvenndarparið í heiminum. Frá Svíþjóð kemur Lim Xiaoqing, kínverskættuð, sem er í 2. sæti á styrkleikalistanum í ein- liðaleik kvenna. íslenska liðið undirbýr sig af krafti íslenska landshðið undirbýr sig af krafti undir Norðurlandamótíð og í haust ákvað landshðsnefnd Bad- mintonsambands íslands að ráð Gauta Grétarsson, sjúkraþjálfara, til aðstoðar við að meta ástand og aðstoða við skipulagningu æfinga fyrir landshðshópa sambandsins og hefur hann framkvæmt ýmsar mæhngar á hópnum. Niðurstöður þeirra mæhnga svo sem mjólkusýrumæhngar hafa síð- an verið notaðar til að skipuleggja æfingar og hfur hópurinn æft með púlsklukkum til að hægt sé aö meta æfingaálag. Árangur er nú þegar farinn að skila sér og er það mat manna að sjaldan hafa kepp- endur verið í eins góðu formi og nú.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.