Dagblaðið Vísir - DV - 28.01.1995, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 28.01.1995, Blaðsíða 4
4 LAUGARDAGUR 28. JANÚAR 1995 í Súöavík er fólk nú farið huga að uppbyggingu eftir hamfarirnar þegar snjóflóð lögðu stóran hluta byggðarinnar i rúst. Talið er að tjón sem viðlagatrygging bætir sé ekki undir 200 milljónum króna. Söfnunin Samhugur í verki hefur þegar skilað 235 milljónum til aðstoöar Súðvíkingum. DV-mynd Heiðar Guðbrandsson Skemmdir af völdum snjóflóðsins í Súðavík metnar: AIK innbú var ótryggt hjá 6-8 fjölskyldum „Við erum búnir aö ná flestöllum gögnum í hendur hvað varðar tjóniö og þá getum við farið að snúa okkur að uppgjöri altjónanna, sem er minnstur vandi að ganga frá. Þá eru hlutatjónin eftir og það þarf að kort- leggja það betur og við forum í þaö að viku liðinni. Það er um að ræða 15 hús. Við erum aö gera okkur hug- mynd um að tjónið sé upp á 200 millj- ónir eða þar um bil. Þetta er mjög lauslega áætlað," segir Geir Zoéga framkvæmdastjóri Viðlagatrygging- ar íslands, sem var ásamt mats- mönnum í Súðavík í gær aö meta skemmdir af völdum snjóflóðsins. „Sumt af innbúum er tryggt og annað eklci. Okkur sýnist vera 6 eða 8 innbú sem eru ótryggð og þess vegna ekki bótaskyld. Það varð smá- ræðis tjón á bryggjunni hjá þeim. Það bognaöi ijósamastur og skemmdust tveir bryggjupollar og ég efast um að það nái sjálfsáhættunni sem er um 420 þúsund," segir Geir. Nú hafa safnast um 230 milljónir í söfnuninni Samhugur í verki. Pétur Kr. Hafstein er formaður sjóðstjórn- Rikið kaupi hús á snjóflóðahættusvæðum: Mjög vafasamt að skilyrða það við búsetu - segir Össur Skarphéðinsson umhverfisráðherra „Við settum strax niður hóp ráðuneytisstjóra til að undirbúa allar þessar reglur. Sá kostur sem menn hafa ekki skoðað hingað til er að í stað þess að byggja rándýr- ar snjóflóðavamir verði fólki bætt tjón með því að stuöla að því að það geti byggt á öruggum stað á viðkomandi atvinnusvæði. Þetta á við þegar um er aö ræða nýtt og breytt hættumat frá hendi opinberra aðila. Þetta er hugsun- in en ég ætla ekki að kveða upp endanlegan dóm í því,“ segir Dav- íð Oddsson forsætisráðherra vegna hugmynda um að keyptar verði upp eignir fólks á snjóflóða- hættusvæðiun. Kristján J. Jóhannesson, sveit- arstjóri á Flateyri, sagði í DV í gær að það kæmi ekki tfl greina aö aðstoð yrði í beinum peninga- greiðslum kæmi tfl hennar. Hún ætti einfaldlega að vera í því formi að byggt yrði innan þeirra sveitarfélaga. „Það er nauðsynlegt að það fari fram nýtt hættumat alls staðar á landinu. Komi það í ljós að hús hafi verið byggð á hættusvæðum þá verða sveitarstjómir og ríkis- valdið að bregðast viö, það er ljóst,“ segir Sighvatur Björgvins- son heilbrigðisráðherra. „Verði sú leið farin að aðstoða fólk sem býr á hættusvæðum meö því að ríkið leysi til sín hús þeirra, þá er mjög vafasamt að skilyrða það viö ákveðna búsetu á einhverjum tilteknum stað,“ segir Össur Skarphéöinsson um- hverfisráöherra. -rt ar. Stjórnin hélt fund á ísafirði á verkefnin fram undan. fimmtudag þar sem fariö var yfir „Þessu fé verður aöallega varið til Spennistöö Dalbær 200 HlnHll'** metrar Njaröarbraut 10 Fyrra snjóflóðið féll kl. 6.25 aö morgni þess 16. janúar Fjögur ný hús í byggingu „ý'iif, Síöara snjó-\ flóöið féll um kl. 21 þann 16. jan. Gjoreyðilogö hús □ Skemmd hús ■— Mörk hættusvæðis □ Hættulaust svæði □ Hættusvæði 1. Barnaheimili 2. Stjórnsýsla 3. Póstur og sími 4. Frystihús 5. Heilsugæsla 46 48*, að styrkja einstaklinga og fjölskyld- ur sem ekki fá bætur annars staðar. Við höfum rætt við heimamenn í Súðavík og emm að mynda okkur verklagsreglur og átta okkur á mál- inu í heild. Við munum ræða við alla og reyna að átta okkur á vanda hvers og eins. Við leggjum áherslu á að vinna þetta starf í samvinnu við heimamenn. Þetta snýst um óbeint tjón sem þarf að skoða. Þá getur komið til þess að lagt verði fé í ein- hvers konar samfélagsleg verkefni," sagðiPétur. -rt Viölagatryggingar: Bæturá samaháttog ef um bruna væri aðræða - segir Ásgeir Ásgeirsson „Viðlagatrygging er eins og brunatrygging húseignar. Þaö eru öll hús í lögbundinni bruna- tryggingu og þá sjálfkrafa í við- lagatryggingu. Ef um tjón er að ræða þá er slíkt einfaldlega greitt út samkvæmt brunabótamati húsanna. Varðandi tjón vegna snjóflóðanna greiðir tryggingin tjón sem verður á húseignum og lausafé," segir Ásgeir Ásgeirsson hjá Viðlagatryggingu íslands. Ásgeir segir að viðlagatrygging nái einnig tfl innbús en það sé þó háð því að eigandinn sé með heimflistryggingu. „Tryggingin nær til tjóns af völdum snjóflóða, eldgosa, skriðufalla, jarðskjálfta og sjáv- arflóða. Þá er um að ræða sér- staka tryggingu sem nær til eigna sveitarfélaga, svo sem hafnar- mannvirkja, veitumannvirkja og holræsakerfa. Ef um er að ræða innbú þá er það aðeins bætt ef eigandinn er með innbúið í trygg- ingu,“ segir Ásgeir. -rt

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.