Dagblaðið Vísir - DV - 28.01.1995, Blaðsíða 48

Dagblaðið Vísir - DV - 28.01.1995, Blaðsíða 48
Veðrið á sunnudag og mánudag: Kalt á morgun Á sunnudag verður norðanátt, víða strekkingur austanlands. Éljagangur á Norðausturlandi en annars að mestu þurrt og léttskýjað sunnanlands og vestan. Frost á bilinu 8-15 stig. Á mánudag verður nokkuð hvöss suðaustanátt með snjókomu sunnan- og suðvestanlands en annars staðár verð- ur vindur fremur hægur og að mestu þurrt. Minnkandi frost. LOKI Eru þetta einhvers konar hrossaskattalækningar? Iðnskólinn í Reykjavík: Kassa með á aðra milljón króna stolið - skólagjöld nemenda Peningakassa með ávisunum var stolið af skrifstofu Iðnskólans síðdeg- is á mánudaginn. Þýfið er að miklum meirihluta ávísanir en einnig er um aö ræða peninga. Heildarupphæðin er langt á aðra milljón. Margar ávís- ananna voru stílaðar fram í tímann en þarna er um að ræða skólagjöld nemenda. Rannsóknarlögregla ríkisins er mað máhð til rannsóknar en þjófarn- ir eru enn ófundnir. Rannsókn hefur staðiðyfirámálinuinnanhúss. -rt Skattrannsóknastjóri: Vill upplýsingar umtryggingar hrossa Skattrannsóknastjóri hefur sent tryggingafélögunum erindi þar sem óskað er eftir upplýsingum um trygg- ingar á hrossum nokkurra aðila sem eiga viðskipti með hross. Ætla skatt- yfirvöld þannig að festa hendur á verðmæti hrossanna. Reyndar endursendu tryggingafé- lögin erindið þar sem það þótti of almennt orðað og ónákvæmt og því ógerlegt að taka á máhnu. Samkvæmt lögum er tryggingafé- lögunum skylt aö veita skattfyrir- völdum umbeðnar upplýsingar vegna rannsókna á skattamálum og eftir því sem DV kemst næst er ná- kvæmara erindi á leiðinni. 0Fennei Reimar og reimskífur bttlseti SuAuriandsbraut 10. S. 686489. Eldsvoði í Hraðfrystihúsi Sigurðar Agústssonar í Stykkishólmi í gær: Keyrðum logandi vörubrettin út segir verksmiðjustjóri, birgðir fyrir samtals 50 milljónir í húsinu „Við settum brettin inn i frysti- kiefa fyrir kaffitímann. Rétt áður en honum lauk urðum við vör við reyk og kiktum þarna inn. Þá sáum við hvers kyns var. Við vorum hræddir um að aht væri logandi fyrir innan og sprautuðum á þann eld sem við sáum. Þetta var mjög mikill reykur. Við keyrðum síðan logandi brettin út," sagði Hallur Viggósson hjá Hraðfrystihúsi Sig- urðar Ágústssonar í Stykkishölmi í samtali við DV. Milijónatjón varð í frystihúsinu í gærmorgun þegar eldur kviknaði í sex vörubrettum með rækju og skelfiski. Samtals um fimmtíu tonn af unnínni vöru voru inni í frystí- húsinu en aðeins hluti hennar varð sjálfum eldinum að bráð en óljóst var í gær með reykskemmdir. Starfsmönnunum tókst með snar- ræði að slökkva eldinn sjálfir í þeim brettum sem kviknaði i. Þeg- ar slökkvihð kom á vettvang logaði eldur ekki lengur en mikið starf var þá framundan við að reykræsta frystihúsið enda hafði þykkur mökkur lagst um allt húsið. Tahð er að svokallaður plast- krumpari, tæki sem setur plast ut- an um vörubretti, hafi skihð eftir glóð í einu af vörubrettunum sem verið var að vhma með. Þannig hafi eldurinn kviknað í plastinu og umbúðunum og síðan komist á mihi vörubretta þegar starfsmenn- irnir fóru í kaffitima. Hallur sagði að vörubrettin sex væru ónýt. Tjónið á þeim er tahð 3,3 mhlónir króna. Óljóst var í gær hvort um frekara tjón var að ræða í verksmiðjunni. Pullvíst er þó talið að a.m.k. þurfi aö skipta um tals- vert af umbúðum á öðrum birgðum en þeim sem urðu sjálfum eldinum að bráð. Hallur sagðist hafa vitneskju um það að áður hefðí kviknaði í út frá þeim tækjum sem hita plast utan um vörubretti. -Ótt Þverárvirkjun: Krapavatnfyllti stöðvarhúsið Guöfinnur Finnbogason, DV, Hólmavík: Hér sést hvar aðrennslisstokkur Þverárvirkjunar fór í sundur skammt ofan stöðvarhússins DV-mynd Guðfinnur Finnbogason Sunnudagur Mánudagur „Það ætlar ekki af okkur að ganga," varð Þorsteini Sigfússyni orkubús- stjóra að orði þegar snjóhengja hafði falliö á aðrennslisstokk Þverárvirkj- unar við Hólmavík og tekið hann í sundur í þrengslunum skammt ofan stöðvarhússins. Óhemju krapavatn flæddi um allt og fyllti hæð stöðvarhússins og 32 sentímetra djúpt vatn var á gólfi efri hæðarinnar þar sem rafalar og annar viðkvæmur búnaður er. Þetta gerðist rétt áöur en starfsmenn orkubúsins komu til vinnu í gærmorgun. Strax var hafist handa við að veita vatninu frá mannvirkjunum. Flóðið fékk framrás í farvegi Víðidalsár og fór yfir brúna svo ófært varð yfir hana um stundarsakir þar til tækjum varð þar viðkomið. Allt rafmagn fór af á stóru svæði um leið. Nokkra tíma tók að tengja fram hjá stöðvarhúsinu og komst þá rafmagn á að nýju. FRÉTTASKOTIÐ 562*2525 Hafir þú ábendingu eða vitneskju um frétt, hringdu þá í síma 562 2525. Fyrir hvert fréttaskot, sem birtist eða er notaö í DV, greiöast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotið í hverri viku greiöast 7.000. Fullrar nafnleyndar er gætt. Við tökum viö fréttaskotum allan sólarhringinn. RITSTJORN - AUGLYSINGAR - ASKRIFT - DREIFING: 563 2700 BLAÐAAFGREIÐSLA OG ÁSKRIFT ER OPIN: Laugardaga: 6-14 Sunnudaga: lokað Mánudaga: 6-20 Þriðjudaga - föstudaga: 9-20 BEINN SÍMI BLAÐA- AFGREIÐSLU: 563 2777 KL 8-8 LAUÖARDAGS- 0(3 MANUOAGSMORGNA Frjálst,óháð dagblað LAUGARDAGUR 28. JANUAR 1995.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.