Dagblaðið Vísir - DV - 28.01.1995, Blaðsíða 43

Dagblaðið Vísir - DV - 28.01.1995, Blaðsíða 43
LAUGARDAGUR 28. JANÚAR 1995 51 Afmæli Jón Laxdal Amalds Jón Laxdal Arnalds, héraðsdómari í Reykjavík, Fjólugötu Ua, Reykja- vík, er sextugur í dag. Starfsferill Jón fæddist í Reykjavík. Hann lauk stúdentsprófi frá MR1955, embættisprófi í lögfræði frá HÍ1961 og stundaði framhaldsnám í hug- verka- og auðkennarétti í London 1961-62 og í Munchen og Kaup- mannahöfn 1962. Jón var stjórnarráðsfulltrúi 1964-65, deildarstjóri í atvinnumála- ráðuneyti 1966-69, ráðuneytisstjóri sjávarútvegsráðuneytis 1970-84, hæstaréttarlögmaður 1985, dósent við HÍ1984-87, borgardómari 1987-92 og er héraðsdómari í Reykjavíkfrá 1992. Jón var kennari við HÍ1984-87 og prófdómari frá 1984. Hann sat í stjórn Verðjöfnunarsjóðs fiskiðnað- arins 1969-84, var formaður stjórnar Hafrannsóknastofnunar 1974-78, formaður stjórnar Rannsóknastofn- unar fiskiðnaðarins 1974-85, hefur verið formaður ýmissa gerðardóma, hefur átt sæti í og verið formaður í ijölmörgun opinberum nefndum, einkum um sjávarútvegsmál, sat í FAO-nefndinni 1983-84, hefur verið fulltrúi íslands í ýmsum alþjóðleg- um nefndum um fiskveiðimál, í sendinefnd íslands á hafréttarráð- stefnum SÞ1974-82 og í ýmsum við- ræðunefndum íslendinga við aðrar þjóðir um fiskveiðiréttindi. Jón var sæmdur Kommandör- kross sænsku Norðurstjörnunnar 1975 og riddarakrossi íslensku Fálkaorðunnar 1979. Fjölskylda Jón kvæntist 24.8.1963 Sigríði Eyþórsdóttur, f. 21.8.1940, leiklistar- kennara. Þau skildu 1990. Kona Jóns er Ellen Júhusdóttir, f. 18.10.1935, félagsráðgjafi. Hún er dóttir Júlíusar Björnssonar, verk- fræðings í Reykjavík, og Estellu D. Björnsson húsmóður sem eru bæði látin. Börn Jóns og Sigríðar eru Eyþór, f. 24.11.1964, tónlistarmaður í Reykjavík; Bergljót, f. 15.10.1968, leikkona á Akureyri. Albróöir Jóns er Ragnar, f. 8.7. 1938, alþm. í Reykjavík. Hálfbræður Jóns, samfeðra, eru Sigurður Stein- grimur, f. 9.3.1947, verkfræðingur og framkvæmdastjóri í Reykjavík; dr. Andrés, f. 4.12.1948, gróður- verndarfulltrúi í Mosfellsbæ; Einar, f. 6.2.1950, ritstjóri í Reykjavík; dr. Ólafur, f. 5.1.1954, jarðvegsfræðing- ur, búsettur í Mosfellsbæ. Hálfsystir Jóns, sammæðra, er Elín Stefánsdóttir, f. 4.12.1953, læknir í Reykjavík. Foreldrar Jóns: Sigurður Amalds, f. 15.3.1909, stórkaupmaður og út- gefandi í Reykjavík, og Guðrún Jónsdóttir Laxdal, f. 1.3.1914, kaup- kona í Reykjavík. Ætt Föðurbróðir Jóns var Einar Arn- alds borgardómari. Sigurður er son- ur Ara Arnalds, alþm. og sýslu- manns á Seyðisfirði, Jónssonar, b. á Hjöllum í Gufudalssveit, Finnsson- ar, b. á Hjöllum, Arasonar, bróður Jóns, afa Björns Jónssonar ritstjóra, fóður Sveins forseta. Móðir Sigurðar var Matthildur, systir Ragnars, fóður Ævars R. Kvarans leikara. Matthildur var dóttir Einars H. Kvarans rithöfund- ar. Guðrún er dóttir Jóns Laxdals, tónskálds í Reykjavík, Jónssonar, hafnsögumanns á Akureyri, Guð- mundssonar. Móðir Jóns Laxdals var Guörún Grímsdóttir Laxdal, bókbindara á Akureyri. Móöir Guð- rúnar var Elín Matthíasdóttir, skálds og prests, Jochumssonar, b. í Skógum i Þorskafirði, Magnússon- ar. Móðir Jochums var Sigríður Aradóttir, systir Guðrúnar, langömmu Áslaugar, móður Geirs Hallgrímssonar. Móðir Matthíasar var Þóra Einarsdóttir, systir Guð- Jón Laxdal Arnalds. mundar, föður Theodóru skáldkonu og Ásthildar Thorsteinsson, móður Muggs. Móðir Elínar var Guðrún, systir Þórðar, föður Björns forsætisráð- herra. Systir Guðrúnar var Sigríð- ur, móðir Matthíasar Þórðarsonar þjóðminjavarðar. Guðrún var dóttir Runólfs, b. á Saurbæ á Kjalarnesi, Þórðarsonar. Jón er erlendis á afmælisdaginn. Andlát Sveinn G. Salómonsson. Hjónin Sveinn Gunnar Salóm- onsson, f. 29.10.1946, og Hrafnhild- ur Kristín Þorsteinsdóttir, f. 2.7. 1945, sem áttu heima að Nesvegi 7 í Súðavík, og sonardóttir Hrafn- hildar Kristínar, Hrafnhildur Kristín Þorsteinsdóttir yngri, f. 8.9. 1993, sem átti heima að Túngötu 4 í Súðavík, létust í snjóflóðinu í Súðavík, mánudaginn 16. janúar sl. Hrafnhildur Þorsteinsdóttir, eldri. Hrafnhildur Þorsteinsdóttir, yngri. Sveinn Gunnar lætur eftir sig uppkomna dóttur en Hrafnhildur Kristín lætur eftir sig fjögur upp- komin börn auk þess sem þau áttu uppeldisson. Foreldrar Hrafnhildar Kristínar yngri eru Þorsteinn Örn Gestsson og Sigríður Rannveig Jónsdóttir. Hálfsystir Hrafnhildar Kristínar yngri er Linda Rut Ásgeirsdóttir. Útför Sveins, k.h., Hrafnhildar Kristínar, og sonardóttur hennar, Hrafnhildar Kristínar yngri, verð- ur gerð frá Dómkirkjunni í Reykja- vík í dag, laugardaginn 28. janúar, kl. 10.30. Þeim sem vilja minnast þeirra er bent á Björgunarsveitina í Súðavik. Hjördis Björnsdóttir. Hjördis Björnsdóttir, f. 15.10.1957, og dætur hennar, Bima Dís Jónas- dóttir, f. 23.8.1980, og Helga Björk Jónasdóttir, f. 17.5.1984, sem áttu heima að Túngötu 8 í Súðavík, lét- ust í snjóflóðinu í Súðavik, mánu- daginnlð.janúarsl. Birna Dís Jónasdóttir. Eiginmaður Hjördísar og faðir Birnu Dísar og Helgu Bjarkar er Jónas S. Hrólfsson. Systir Birnu Dísar og Helgu Bjarkar er Sigurrós Jónasdóttir. Hjördís, Birna Dís og Helga Björk verða jarðsungnar frá Dómkirkj- Helga Björk Jónasdóttir. unni í Reykjavík í dag, laugardaginn 28.janúar,kl. 13.30. Blóm og kransar eru vinsamlegast afþakkaðir en þeir sem vilja minn- ast hinna látnu eru beðnir um að láta björgunarsveitir njóta þess. £Ímh ðiifiiy 9 9 • 1 7*00 Verö aöeins 39,90 mín. 1| Læknavaktin Apótek Gengi Ökumenn íbúóarhverfum Gerum ávallt ráö fyrir . \ börnunum L-V yZJ ingju með afmælið 29. janúar 90 ára Katrín Júltus- dóttir, áðurtfiheimil- isaðMiðgarðil áHúsavíken núáHrafnistu, Hafnarfirði. 85 ára Anna Pálmey Hj artardóttir, íragerði 12, Stokkseyri. Hún tekur á móti gestum frá kl. 15-18 Austurbrún 4, Reykjavík. Kristin Hulda Eyfeld, Vitastíg 12, Reykjavík. Húneraðheiman. Haukur Claessen, Vesturbraut 7, Keflavik. Gyða Sigurðardóttir, Sjávarflöt 2, Stykkishólmsbæ. Þorsteinn Jónsson (áafmæli30.1.) fráGjögrií Strandasýslu, Hverahlíö 17 (Ási), Hvera- gerði. Hanntekurá móti gestum að Álfheimum 46 sunnudaginn29.1. frá kl. 15-18. 50ára 80ára Sveinungi Jónsson, Litlahvammi 5, Húsavík. 75ára______________ Álfheiður Guðjónsdóttir, Torfnesi, Hlíf 2, ísafiröi. Þórunn Klemensdóttir, Bræðraborgarstíg 21b, Reykjavík. GuðleifKristjánsdóttir, Staðarhvammi 7, Hafnarfiröi. Sigrún Stefánsdóttir, Kleifarseli 33, Reykjavik. Sólveig Ingvarsdóttii', Ytri-Veðrará, Mosvallahreppi. 40ára 70 ára Svanhvít Friðriksdóttir, Fögrubrekku 16, Kópavogi. Jóhanna Tryggvadóttir, Kirkjuvegi 4, Hafnarfirði, Bryndís Leifsdóttir, Snorrabraut58, Reykjavik. Hákon Haukdal Jónsson, Skúlagötu 40b, Reykjavík. 60 ára Gunnlaugur Sigvaldason, Hofsárkoti, Svart'aðardalshreppi. Fríður Jóhannesdóttir, Birkilundi7, Akureyri. Sigrún Margrét Sigmarsdóttir, Guðlaug Eliasdóttir, Hólabraut3, Hafharfirði. Páll Hinrik Hreggviðsson, Njálsgötu 28, Reykjavík. Sveinfríður Jóhannesdóttir, Austurströnd8, Selljamamesi. Helga Bjarndís Nönnudóttir, Stóra-Krossholti, Vesturbyggð. Gunnlaugur Stefán Vigfússon, Hólavegi 71, Siglufirði. Gísli Hafþór Jónsson, Básenda 14, Reykjavik, Pálína Þorsteinsdóttir, Svínafellil, Suðurbæ, Hofshreppi. Védís Thoroddsen, Lönguhlíð 6, Vesturbyggð. Hörður Gunnsteinn Jóhannsson, Búðasíðu4,Akureyri.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.