Dagblaðið Vísir - DV - 28.01.1995, Blaðsíða 19

Dagblaðið Vísir - DV - 28.01.1995, Blaðsíða 19
LAUGARDAGUR 28. JANÚAR 1995 19 Eutíonin Charles MINÚmW. IWM"*1' * fcltei.; FwttertiftMnttW’ {w«U irttt**" »»» C«rt»* *.v*rt **w >&**» (>....«(.>'» n^n.u.i r.»wiiu» tn 0»*«w«U, ' ,»«»». <*- «<“ T“' Ch.ttf.. “ <**“' r.-.w« r*w. •<•*-« ™„, h,,»» wmMk. *• <*»“•* ,,,,,»1»»,»» •'■-■ ~ “•"■" 1 '•’"” cnH u» in-.CM!*."'* *«“"•*“"■ '•• <“’ IUM' ■>■.’»' •"’’»'• •» »«•"»»«■ tuti«Mn CK.*»lt>* M» »«*»•>» «***« uitortf»l*« in bMr>H th.tv.KM M >.. n »wW'Ml‘W' „.M ),n WOOU'K MWtt .nUnoetM M» M cUfctiM.tt mteittc* unrtur lu>( hK*0*»**>M*. Hw i.wu>nt hn. Wiwurtl M W»te. «» Oominh.-.. •tnmuttt* vtith uennomWi proWcm*. !»>*' »»•*»»*“* * nu.in crop ot bnn.mn* httrt, r«t*ott», Uh»« UUnrHrtttttt# 1» tiunlrt* t«> eveotnntn' *Wch a» rrnnee nnrt WMn. hut the*. ««.«« |» b'il'.lnc <« <<• ” omurtMe ttOttW unrost # the ttCtttwmtf t* hiwrnml. ioleta Barrios de Chamnn-n siDEwr, n.caraoua ^namorro : 55- F<r*t ttluctutl: 19so, Inwlíhlim ehn.noIcrUiic, n„,. ^ W.W.U ch*„M ... 8»«.' w mSTJÍISrST; Hitom Gontrni Arncrtc.u. crmnirv, Attnr *»»(« „„ ' ». Í*? o! IZn^rl' ‘T^fí Wo no,i,K;n' Æwh«nJír^; ™ •> »'«’ K.W l»e.íia5S2Jl",nw : so,""» "»> >**« * i»* *» s s,rs’ Vigdís Finnbogadóttir mtlMNT, ICÍIAND AU«. 64> «'»< e<ee<eNi 1660, 0l.«eB»'»<",<6 eh,.l„et»HS«e, »e,»e"W“e h.mt 'IXHMHtM. Iho Si Opnan í febrúarhefti timaritsins Cosmopolitan þar sem Vigdís er talin til þeirra kvenna sem stjórna heiminum. Kvenfólki fjölgar sem leiðtogiim: Konumar sem stjóma heiminum Ekki er langt síðan það heyrði til undantekninga aö konur væru kenndar við pólitík og eða væru stjórnmálaleiðtogar. Menn þekktu Indiru Gandhi, Goldu Meir og Marg- aret Thatcher. Listinn var því ákaf- lega stuttur. En ný nöfn og andlit hafa sprottið upp. Nú opnum við varla svo dagblað að ekki sé fjallað um konu sem hefur verið kosin til að stjórna landi sínu. Ennþá eru þó konur fáar í leiðtogastéttinni. Af um það bil 220 ríkisstjórnum í heiminum hafa aðeins 25 kvenleiðtoga (þá eru konungdæmi og forsetar tekin með). í öllum ríkisstjórnum heimsins eru aðeins 324 konur ráðherrar. í febrúarhefti Cosmopolitan er grein um nokkrar þær helstu konur sem stjórna heiminum. Þar á meðal er Vigdís okkar Finnbogadóttir en blaðið hefur valið mynd þar sem for- setinn heilsar Björk Guðmundsdótt- ur söngkonu til að skreyta greinina með. Aðrar konur sem um er fjallað eru Benazir Bhutto, forsætisráð- herra Pakistans, Violeta Barrios de Chamorro, forseti Nicaragua, Eug- enia Charles, forsætisráðherra Dom- iniska lýðveldins, Mary Robinson, forseti írlands, Gro Harlem Brundt- land, forsætisráðherra Noregs, Chandrika Bandaranaike Kumar- anatunga, forseti Sri Lanka, Begum Gro Harlem Brundtiand hefur vakiö mikla athygli fyrir skörungsskap en hún er þó sögð með litla kímnigáfu. Khaleda Zia, forsætisráðherra Bangladesh, og Tansu Ciller, forsæt- isráðherra Tyrklands. Vigdís Finnbogadóttir Sagt er að Vigdís Finnbogadóttir, 64 ára, hafi verið fyrsta konan í heim- inum sem kosin haíl verið lýðræðis- lega sem forseti. Upphafið að glæsi- legri kosningu hennar megi kannski rekja til kvennafrídagsins árið 1975. Mary Robinson, forseti írlands, hef- ur aukið fylgi sitt verulega og er afar vinsæl í heimalandi sínu. Þá var lokað verslunum, skrifstof- um, bönkum, skólum, blöðum, veit- ingahúsum og leikhúsum og eigin- menn urðu að sjá um börn og heim- ili. Vigdís er núna forseti íslands fjórða kjörtímabil sitt. „Áhrif frá kvennafrídeginum hafa eflaust hjálpað mér í kosningunum. Ég gaf fólki þann valkost að kona gæti líka verið þjóðarleiðtogi." Vigdís var fráskilin þegar hún tók við embætti og ein af fyrstu ein- hleypu konunum til að ættleiða barn á íslandi. Fréttamyndir frá því þegar hún var kosin sýna að þarna var öðruvísi forseti á ferðinni. Hún er ákafur málsvari alls þess sem ís- lenskt er, einkum íslenskrar menn- ingar. Vigdís var virtur þýðandi, kennari og leikhússtjóri áður en hún tók við embætti forseta. Hún gegnir ekki pólitísku hlutverki. Árið 1985 gagnrýndi hún þó afskipti ríkis- stjórnar af verkfalli flugfreyja og neitaði að skrifa undir skipun þess efnis að þær hæfu störf að nýju en það var á öðrum kvennafrídegi. Mary Robinson Mary Robinson, forseti írlands, 50 ára, var kosin forseti árið 1990. Mary gekk menntaveginn í Dyflinni og fór síðan í Harvard-háskóla í Bandaríkjun- um. Vinsældir hennar hafa aukist ár frá ári síðan hún var kosin og hefur hún nú um 93% fylgi á bak við sig. Mary hefur látið sig kvennabaráttu nokkru skipta og hefur hún m.a. ferð- ast um landið sitt og heimsótt konur í hinum margvíslegustu störfum. Gro Harlem Brundtland Gro Harlem Brundtland er 55 ára. Hún var fyrst kosin á þing árið 1981. Gro er oft borin saman við Margar- eti Thatcher vegna skorts á kímni- gáfu en mikils dugnaðar. Gro var aðeins 35 ára þegar hún varð einn af fyrstu umhverfisráðherrum heimsins. Gro Harlem varð jafn- framt yngsti og fyrsti kven-forsætis- ráðherra Noregs, aðeins 42ja ára. Violeta Barrios de Chamorro Violeta Barrios de Chamorro er forseti Níkaragva. Hún var fyrst kos- in árið 1990. Violeta er 55 ára gömul og tók fyrst þátt í pólitísku starfi árið 1978 eftir að eiginmaður hennar, Pedro Joaquín, lést. Benazir Bhutto Benazir Bhutto, forsætisráðherra Pakistans, er 41 árs og var fyrst kos- in árið 1988. Benazir er menntuð frá Radclifíe og Harvard í Bandaríkjun- um og Oxford þar sem hún varð fyrsti kvenforseti Oxford-sambands- ins. Henni var nánast steypt út í póli- tík eftir að faðir hennar, Ali Bhutto, lést í apríl 1979. Eugeniea Charles Eugenia Charles, forsætisráðherra Dóminíska lýðveldisins, er 75 ára gömul. Hún var fyrst kosin árið 1980. Hún er fyrsti kvenmaðurinn sem varð forsætisráðherra við Karíba- hafið. Chandrika Bandaranaike Kumaranatunga Chandrika Bandaranaike Kumar- anatunga, forseti Sri Lanka, 49 ára, var fyrst kjörin árið 1994 þannig aö hún hefur ekki verið lengi í starfi. Hún er alin upp í anda stjórnmál- anna og er líklegast eini stjórnmála- maðurinn í heimi sem er dóttir tveggja forsætisráðherra. Faðir hennar, Solomon, var leiðtogi Frels- isflokksins, eins og dóttir hans núna, og forsætisráðherra frá árinu 1956 til ’59. Móðir hennar, Sirimavo Bandar- anaike, var fyrsti kvenforsætisráð- herrann sem hlaut kosningu árið 1960 og gegndi því starfi til ársins 1965 og aftur frá 1970-77 og þegar Chandrika var kjörin forseti í nóv- ember sl. gerði hún móður sína aftur að forsætisráðherra. Begun KhaledaZia Begun Khaleda Zia, 49 ára, forsæt- isráðherra Bangladesh, var fyrst kjörin árið 1991. Eiginmaður hennar, Ziaur Rahman, var forseti Bangla- desh. Hann var myrtur árið 1981 en þá hóf kona hans nauðug afskipti af pólitík og hefur vakið mikla athygli síðan. Tansu Ciller Tansu Ciller, 48 ára, forsætisráð- herra Tyrklands, var fyrst kjörin árið 1993. Eins og margir jafnaldrar hennar í pólitík er hún menntuð frá Bandaríkjunum. Hún giftist aðeins sautján ára og á tvö börn. Hún telur sig algjöran Evrópubúa þó að land hennar skipti Evrópu og Ásíu. Tansu er persónulega kunnug Margareti Thatcher en hún hóf afskipti af stjórnmálum árið 1990. Þremur árum seinna var hún valin leiðtogi flokks síns. PUNTO bíll ársins 1995 Bílasýning um helgina Opið laugardag og sunnudag frá 13 til 16 ÍTALSKIR BÍLAR HF. Skeifunni 17-108 Reykjavík • Sími (91) 588 7620

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.