Dagblaðið Vísir - DV - 28.01.1995, Blaðsíða 40

Dagblaðið Vísir - DV - 28.01.1995, Blaðsíða 40
48 / Andlát Guðmundur Jóhannesson vélfræð- ingur, Lágholti 11, Mosfellsbæ, varð bráðkvaddur fimmtudaginn 26. jan- úar. Héðinn Vilhjálmsson loftskeytamað- ur lést á Hrafnistu í Reykjavík 26. janúar. Soffia Ólafsdóttir andaðist á Sól- vangi, Hafnarfirði, fóstudaginn 27. janúar. Lórenz Halldórsson, Víðilundi 3, Ak- ureyri, lést á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri miðvikudaginn 25. jan- úar. Ólöf Ólafsdóttir, Norðurbrún 30, lést 26. janúar. Málfríður Loftsdóttir, Kjarrhólma 28, er látin. Jarðarfórin hefur farið fram. Björg Guðmundsdóttir frá Syðra- Vatni lést í Sjúkrahúsi Skagfirðinga, Sauðárkróki, fimmtudaginn 26. jan- úar. Jarðarfarir Jónina Þórunn Jónsdóttir, fyrrum húsfreyja, Vorsabæ, verður jarð- sungin frá Voðmúlastaðakapellu, Austur-Landeyjum, laugardaginn 28. janúar kl. 14. Guðríður Ólafsdóttir, Selási 1, verður jarðsungin frá Áskirkju, Fellum, laugardaginn 28. janúar kl. 14. Hjördís Björnsdóttir, Birna Dís og Helga Björk Jónasdætur verða jarð- sungnar frá Dómkirkjunni í Reykja- vík laugardaginn 28. janúar kl. 13.30. Útíor Bellu og Petreu Vestfjörð fer fram frá Ögurkirkju laugardaginn 28. janúar kl. 14. Bátsferð með Fagra- nesi frá ísafirði kl. 12 sama dag. Áður auglýst bílferð fellur niður. Steinn Ágúst Baldursson, sem lést 20. janúar sl. á vökudeild Landspítal- ans, verður jarðsunginn frá Stykkis- hólmskirkju laugardaginn 28. janúar kl. 15.15. Ferð verður frá BSÍ kl. 11. Sveinn Gunnar Salómonsson og Hrafnhildur Kristín Þorsteinsdóttir, Nesvegi 7, Súðavík, verða jarðsungin frá Dómkirkjunni laugardaginn 28. janúar kl. 10.30. Hrafnhildur Kristín Þorsteinsdóttir, Túngötu 4, Súðavík, verður jarðsungin samtímis. Útför Axels Svanbergs Þórðarsonar kennara fer fram frá Fossvogskap- ellu mánudaginn 30. janúar kl. 15. Sýningar María Másdóttir sýnir í Baðhúsinu María Másdóttir útskrifaðist með B.F.A. gráðu frá Rockford Collage í Bandaríkj- unum 1986. Hún hefur tekið þátt í 4 sam- sýningum í Bandaríkjunum, 3 hérlendis og er þetta þriðja einkasýning Maríu hér á landi. María sýnir olíupastelmyndir unnar á pappír. María er með vinnustofu í Borgartúni 19, sem heitir Stúdíó Höfði og er vinnustofan opin á mánudagskvöld- um milli kl. 20 og 23. Baðhúsið er í Ár- múla 30. Tilkynningar Félag eldri borgara í Rvík og nágrenni Aðalsveitakeppni bridgedeildar byijar kl. 13 í dag í Risinu, félagsvist kl. 14. Dansað 1 Goðheimum kl. 20 í kvöld. Margrét Thoroddsen er til viðtals um tryggingar og skattamál nk. þriðjudag. Panta þarf viðtal í s. 5528812. Félag eldri borgara Kópavogi Heimsókn eldri borgara Garðabæ að Fannborg 8 (Gjábakka), laugardaginn 28. janúar kl. 14. Fjölbreytt dagskrá og kaffi- hlaðborð. Húsið öllum opið. Silfurlínan Síma- og viðvikaþjónusta fyrir eldri borg- ara alla virka daga frá kl. 16-18. Sími 616262. Skaftfellingafélagið í Rvík Félagsvist sunnudaginn 29. janúar kl. 14 í Skaftfellingabúð, Laugavegi 178. SÁÁ - Félagsvist Félagsvist verður spiluð í kvöld kl. 20 í Úlfaldanum og mýflugunni, Armúla 17A. Allir velkomnir. Félagsstarf aldr- aðra Gerðubergi Mánudagur 30. janúar. kl. 10. Ferð í Hella- og Hólakirkju. Samvera og hug- leiðing um vináttuna. Kl. 13.30 er kynning á Sparidögum á Hótel Örk. Þriöjudagur 31. janúar: Aðstoð við skattframtöl frá Skattstofu. Upplýsingar og skráning í síma 79020. Bagga og Haukur Árið 1963-1964 heimsóttu Bagga og Hauk- ur 1 árs gamalt barn á Landakotsspítala reglulega í eitt ár. Fyrrnefnt barn sem nú er orðin fullþroska kona óskar eftir að hafa samband við þau, eða einhvern sem getur bent henni á hvar hægt sé að ná í Böggu og Hauk. Hún veit ekki eftir- nafn þeirra. Vinsamlegast hringið í síma 874556 (Bára). Kvikmyndasýning í Norræna húsinu Sunnudaginn 29. janúar kl. 14 verður sænska kvikmyndin „Vi pá Saltkrákan tjorven och skrállan" sýnd í Norræna húsinu. Sól, skemmtileg ævintýri og uppátæki einkennir lífið á eyjunni Salt- kráku í skeijagarði Stokkhólms. Þar eyð- ir fjölskyldan Melkerson sumarfríunum sínum. I þessari mynd kyssa stelpurnar frosk og þá kemur prinsinn siglandi á skútu og skömmu seinna er haldið brúð- kaup og líf færist í tuskurnar. Myndin er tæplega 90 mín. að lengd og er með sænsku tali. Allir eru velkomnir og að- gangur ér ókeypis. Íslensk-ameríska félagið Opið hús verður sunnudaginn 29. jan. í Hard Rock Café, á vegum íslensk-amer- íska félagsins, þar sem boðið verður upp á beina útsendingu á úrslitaleik Amer- íska fótboltans „Superbowl". Leikurinn hefst kl. 23.15, en húsið verður opnað kl. 22. Aðgangur veröur ókeypis fyrir félaga Íslensk-ameríska félagsins. Að þessu sinni leika San Francisco 49ers á móti San Diego Chargers. Búist er við spenn- andi keppni í Superbowl að þessu sinni, þar sem þessi lið hafa leikið betur en nokkru sinni áður á keppnistímabilinu. Stúdentamessa í Langholtskirkju Sunnudaginn 29. janúar kl. 11, verður haldin stúdentamessa í Langholtskirkju. Fyrir henni standa guðfræðinemendur og hafa þeir allan veg og vanda af henni í nánu samstarfi við sóknarprestinn sr. Sigurð Hauk Guöjónsson. Messan verður með hefðbundnu sniði og koma nemar að flestum þáttum hennar. Eðvarð Ing- ólfsson predikar, Baldur Gautur Baldurs- son aðstoðar viö útdeilingu og íris Kristj- ánsdóttir og Karitas Kristjánsdóttir lesa ritningarlestra. Allir velkomnir. Gleðisveitin Ebbi og Lukkutríóið í kvöld skemmtir gleðisveitin Ebbi og Lukkutríóið gestum Hótel ísland en þar mun m.a. fara fram árshátíð DV. Hljóm- sveitin leikur þekkt stuðlög frá ýmsum timum, sjálfu sér og öðru til skemmtun- ar. Andlegur leiötogi sveitarinnar er trommuleikarinn Eðvald Einar Stefáns- son (Ebbi). Forsöngvari sveitarinnar er Guðmundur Pálsson sem leikur á gítar. Öm Arnarsson leikur einnig á gítar og á bassa leikur norðanmaðurinn Stefán Gunnarsson. Tapað fimdið Ljúfurer týndur Ljúfur er hvitur með blágrátt bak og hvíta stjörnu á bakinu. Hann er 1. árs gamall fress, frekar stór miðað við aldur. Ljúfur er mjög fallegur, loðinn og mjúkur en ómerktur. Harrn hvarf frá Reykjavík- urvegi í Hafnarfirði. Ef einhver hefur orðið var við Ljúf eða getur gefið ein- hveijar upplýsingar um hann er hann beðinn að hafa samband í síma 50709. Leiðrétting við „Skoðanir annarra" Meinlegar villur slæddust inn í ofannefndan dálk sl. miðvikudag, er vitnað var í grein Kristjóns Kolbeins viðskiptafr. í Vísbendingu frá 19. jan. sl. - Því birtist hér ívitnaður kafli leiöréttur. „Þrátt fyrir að fjárfesting heimila hafi virst fjármögnuð nær einvörð- ungu með lánsfé árið 1994, er reiknað með að hreinn spamaður verði nokkru meiri en árin 1992 og 1993... Fjárhagsstaða heimila í heild verður að teljast vel viðunandi. Heildareignir þeirra, að meðtöldum innstæðum í lífeyrissjóðum, eru metnar á hátt í þúsund milljarða króna en til frádráttar eru skuldir við lánakerfið, sem eru áætlaðar um 290 milljarðar króna." LEIKFÉLAG REYKJAVÍKUR Litlasviðkl. 20.00 ÓSKIN (GALDRA-LOFTUR) eftir Jóhann Sigurjónsson Föstud. 3. febr., næstsióasta sýn., sunnud. 12. febr., siöasta sýning. Fáarsýnlngareftir. Stóra svið kl. 20. LEYNIMELUR 13 eftir Harald Á. Sigurðsson, Emil Thoroddsen og Indriða Waage. Föstud. 3. lebr., 30. sýn., laugard. 11. febr., næstsiðasta sýn., laugard. 25. febr., allra síðasta sýning. Litla svið kl. 20: ÓFÆLNA STÚLKAN eftir Anton Helga Jónsson. Á morgun kl. 16, fáein sæti laus, mlðvikud. 1. febr. kl. 20, sunnud. 5. febr. kl. 16, fimmtud. 9/2. Söngleikurinn KABARETT Höfundur: Joe Masteroff, eftir leikriti Johns Van Drutens og sögum Christophers Isherwoods 7. sýn. i kvöld, hvit kort gilda, uppselt, 8. sýn. fimmtud. 2. febr., fáein sæti laus, brún kort gilda, 9. sýn. laugard. 4. febr., upp- selt, bleik kort gllda, sunnud. 5. febr., miövd. 8.febr„ fimmtud. 9/2, föstud. 10/2, fáeln sætl laus. Miðasala verður opin alla daga nema mánudaga frá ki. 13.00-20.00. Miðapantantr i sima 680680 alla virka daga frá kl. 10-12. Munið gjafakortin okkar Greiðslukortaþjónusta. Leikfélag Reykjavíkur- Borgarleikhús Bæjarleikhúsiö Mosfellsbæ LEIKFÉLAG MOSFELLSS VEITAR MJALLHVÍT OG DVERGAfWIR 7 i Bæjartelkhúsinu, Mosleltsbæ í kvöld, uppselt. 29. Jan., uppselt. 4. tebr., uppselt. 5. febr., uppselt. Ath.l Ekki er unnt að hleypa gestum I salinn ettlr að sýntng er hafln. Símsvari allan sðlarhringlnn I sima 667788 Tónleikar Raötónleikar Tónlistar- skóla Hafnarfjarðar í vetur gengst Tónlistarskóli Hafnar- fjarðar fyrir femum tónleikum þar sem kennarar skólans koma fram. Tónleik- amir em á sunnudögum í Hafnarborg og Víöstaðakirkju. Þessir tónleikar em styrktartónleikar fyrir efnilega nemend- ur skólans. Á fyrstu tónleikunum, sunnud. 29. jan. kl. 17, leikur Sigurður Marteinsson píanóleikari. Á efnisskránni er Ensk svíta nr. 2 í a-moll eftir J.S. Bach sem Sigurður lék á Háskólatónleikum í Norræna húsinu 7. mars sl. Ingveldur Ýr Jónsdóttir Söngtónleikar veröa haldnir í Vina- minni, Safnaðarheimilinu á Akranesi á morgun sunnudaginn 29. janúar kl. 15.15. Það eru þau Ingveldur Ýr Jónsdóttir söngkona og Kristinn Öm Kristinsson píanóleikari sem verða meö þá og munu flytja íslensk og spænsk lög, óperuaríur úr þekktum óperam og lög úr vinsælum söngleikjum. Leikhús ÞJÓDLEIKHÚSIÐ Sími 11200 Smiöaverkstæðið kl. 20.00 TAKTU LAGIÐ, LÓA! eftir Jim Cartwright Frumsýning fid. 2/2, nokkur sæti laus, 2. sýn. sud. 5/2,3. sýn. mvd. 8/2,4. sýn. föd.10/2. Litla sviðið kl. 20.30 OLEANNA eftir David Mamet 4. sýn. I kvöld Id. 28/1,5. sýn. fld. 2/2,6. sýn. sud. 5/2,7. sýn. mvd. 8/2,8. sýn. föd.10/2. Stóra sviðið kl. 20.00 FÁVITINN eftir Fjodor Dostojevski í kvöld, uppselt, fíd. 2/2, sud. 5/2, nokkur sæti laus, föd. 10/2, uppselt, id. 18/2. GAURAGANGUR eftir Ólaf Hauk Simonarson sud. 29/1, uppselt, mvd. 112, föd. 3/2, nokk- ur sæti laus, Id. 11/2, sud. 12/2, fid. 16/2. Ath. Fáar sýningar eftir. GAUKSHREIÐRIÐ eftir Dale Wasserman Laud. 4/2, næst siðasta sýnlng, næstsiö- asta sýnlng, fid., 9/2, siöasta sýning. Ath. siðustu 2 sýningar. SNÆDROTTNINGIN eftir Évgeni Schwartz Byggt á ævintýri H.C. Andersen Sud. 29/1 kl. 14.00, nokkur sæti laus, sud. 5/2, nokkursæti laus, sud. 12/2, sud. 19/2 uppselt. Gjafakort i leikhús - Sigild og skemmtileg gjöf. Miðasala Þjóðleikhússins er opin alla daga nema mánudaga frá kl. 13 til 18 og fram að sýningu sýning- ardaga. Tekið á móti símapöntunum virka daga frá kl. 10. Grænalinan99 61 60. Bréfsím!611200. Simi 1 12 00-Greiöslukortaþjónusta. Leikfélag Akureyrar Á SVÖRTUM FJÖÐRUM - úr Ijóðum Davíðs Stefánssonar SÝNINGAR: Sunnudag 29. jan. kl. 20.30. Mlðvikudag 1. febr. kl. 18.00. Fimmtudag 2. febr. kl. 20.30. ÓVÆNT HEIMSÓKN eftir J.B. Priestley SÝNINGAR: Laugardag 28. janúar kl. 20.30. Föstudagur 3. febr. kl. 20.30. Laugardagur 4. febr. kl. 20.30. Miðasalan i Samkomuhúsinu er opin aila virka daga nema mánudaga kl. 14-18 og sýningardaga fram að sýn- ingu. Simi 24073. Simsvari tekur við miðapöntunum utan opnunartíma. Greiðslukortaþjónusta. ÍSLENSKA ÓPERAN Sími 91-11475 La Tbáuiata Frumsýning 10. febrúar 1995 Tónlist: Giuseppc Verdi Frumsýntng fös. 10. febrúar, örfá sæti laus, hátíðarsýning sunnud. 12. febrúar, örfá sæti laus, 3. sýn. föstud. 17. febr., 4. sýn. laugd. 18. febr. Miðasalan er opin kl. 15-19 daglega, sýningardaga tii kl. 20. SÍM111475, bréfasími 27384. GREIÐSLUKORTAÞJÓNUSTA. LAUGARDAGUR 28. JANÚAR 1995 99 *56* 70 Hvernig á að svara auglýsingu í svarþjónustu Þú hringir í síma 99-5670 og eftir kynninguna velur þú 1 til þess aö svara smáauglýsingu. Þú slærö inn tilvísunarnúmer auglýsingar, alls 5 stafi. ‘ Þá heyrir þú skilaboð auglýsandans ef þau eru fyrir hendi. Þú leggur inn skilaboö að loknu hljóömerki og ýtir á ferhyrninginn aö upptöku lokinni. Þá færö þú að heyra skilaboðin sem þú last inn. Ef þú ert ánægö/ur meö skilaboðin geymir þú þau, ef ekki getur þú talað þau inn aftur. Hvernig á að svara atvinnu- auglýsingu í svarþjónustu Y hringir í síma 99-5670 og eftir kynninguna velur þú 1 til þess aö svara atvinnuauglýsingu. ^ Þú slærö inn tilvísunarnúmer auglýsingar, alls 5 stafi. ^ Nú færð þú aö heyra skilaboð auglýsandans. ^ Ef þú vilt halda áfram ýtir þú á 1 og heyrir þá spurningar auglýsandans. ^ Þú leggur inn skilaboö aö loknu hljóömerki og ýtir á ferhyrninginn aö upptöku lokinni. ^ Þá færð þú að heyra skilaboðin sem þú last inn. Ef þú ert ánægö/ur með skilaboðin geymir þú þau, ef ekki getur þú talað þau inn aftur. yf Þegar skilaboðin hafa veriö geymd færð þú uppgefiö ieyninúmer sem þú notar til þess aö hlusta á svar auglýsandans. Mikilvægt er aö skrifa númeriö hjá sér því þú ein(n) veist leyninúmerið. ^ Auglýsandinn hefur ákveöinn tíma til þess aö hlusta á og flokka svörin. Þú getur hringt aftur í síma 99-5670 og valiö 2 til þess að hlusta á svar auglýsandans. Þú slærö inn leyninúmer þitt og færð þá svar auglýsandans ef þaö er fyrir hendi. Allir í stafræna kerfinu meö tónvalssíma geta nýtt sér þessa þjónustu. HiNU^am 99*56*70 Aðeins 25 kr. mínútan. Sama verð fyrir alla landsmenn.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.