Dagblaðið Vísir - DV - 28.01.1995, Blaðsíða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 28.01.1995, Blaðsíða 22
22 LAUGARDAGUR 28. JANÚAR 1995 Sérstæð sakamál Morð í myrkri Raymond Baines var fimmtíu og níu ára. Dag einn vaknaöi hann við aðstæður sem áttu eftir að valda miklu umtali því þær voru svo sér- stakar. Við hlið hans lá kona hans, Lilly, látin. Hún hafði verið árinu yngri en hann. Hún hafði ekki dáið af eðlilegum ástæðum. Hún hafði verið myrt á hinn grimmilegasta hátt meðan hann svaf við hliðina á henni. Raymond horfði um hríð á illa útleikið lík konu sinnar, en hringdi síðan á lögregluna. Þegar hún kom á heimilið, í húsi við Green Lane, í Essex á Englandi, var ljóst að Raymond var ekki með sjálfum sér. Hann muldraði að einhver hefði myrt konu hans, og enginn dró í efa að það hafði gerst. Líkið af Lilly var alblóðugt. Einhver haföi slegið hana með náttborðs- lampanum, en síðan kyrkt hana. Engar vísbendingar Rannsóknarlögreglumennirnir reyndu um hríð að yfirheyra Ray- mond, en varð fljótlega ljóst að það yrði til einskis. Hann gat ekki gefið neina skýringu á því sem gerst hafði og sagðist ekki hafa orðið yar við neitt óvenjulegt, hvorki óboð- inn gest né átök. Hann hefði verið í fastasvefni þegar kona hans var ráðin af dögum. Aðspurður hvort þau hjón hefðu rifist kvöldið áður, eða hvort brestir hefðu verið komnir í hjónabandið, svaraði hann því til að svo hefði ekki verið. Hjónabandið heföi í öllu verið mjög gott. Tæknimenn rannsökuðu nú hús- ið hátt og lágt, ef vera skyldi að takast mætti að fmna einhverjar vísbendingar. í ljós kom að engu hafði verið stolið. Taska Lilly var á stól nærri rúminu, og hafði ekk- ert verið tekið úr henni. Þá voru skartgripir hennar óhreyfðir. Líkskoöun leiddi í ljós að Lilly haföi ekki verið kynferðislega mis- boðið, og viðræður við ættingja, vini og nágranna staðfestu fram- burð Raymonds um að hjónaband- ið hefði veriö gott. Þá vissi enginn til þess að Lilly hefði átt óvini. Spurningarnar fjórar Eitt af því sem þeim sem að rann- sókn málsins komu fannst nær óhugsandi að skýra var hvernig verið gat að Raymond hefði sofiö meðan kona hans varð fyrir fólsku- legri árás í rúminu við hliðina á honum. Jafnframt var spurt þriggja ann- arra spuminga. Hver haföi myrt Lilly Baines? Hvers vegna var hún myrt? Og hvemig hafði morðingj- anum tekist að komast inn í húsið? Aftur rannsökuöu tæknimenn báðar hæðir þess. Hvergi var að finna önnur fingraför en af hjónun- um, og hvergi minnstu vísbend- ingu þess að óboðinn gestur hefði komið í húsið. Þegar þessi niður- staða lá fyrir þótti aðeins ein skýr- ing koma til greina. Raymond Bai- nes væri að segja ósatt. Hann hlyti að hafa ráðið konu sinni bana. Raymond hélt þó sem fyrr fram sakleysi sínu. Því var enn á ný tek- ið að yfirheyra ættingja, vini og nágranna. Allir sögðu hins vegar sem fyrr að hjónabandið hefði virst vera gott og að þau hjón heföu virst mjög hrifin hvort af öðru. Bréfið Um hríð leit út fyrir að lengra yrði ekki komist í rannsókn máls- ins. Þá lagöi einn rannsóknarlög- reglumannanna til aö enn á ný yrði Lilly Baines. gerð leit í húsinu. Voru tæknimenn nú sendir á vettvang í þriðja sinn. Var þeim sagt að leita að öllu sem talist gæti óvenjulegt, hversu lítil- fjörlegt sem það kynni að virðast. Og nú bar leitin árangur. í læstu skríni, sem hafði fram til þessa ekki þótt geta tengst morðinu á neinn hátt, fannst innsiglað um- slag, og í því var bréf. Það var hand- skrifað, og tókst fljótlega að fá stað- fest að Lilly hafði skrifað það. í bréfinu sagði hún frá því að margoft á þeim ellefu árum sem hún haföi verið gift Raymond heföi hann ráðist á og slegið sig í svefni. Sagði hún að maður sinn fengi afar slæmar martraðir vegna atviks í síðari heimsstyijöldinni. Lýsingin í bréfinu sagði Lilly söguna af því sem komið hafði fyrir mann henn- ar á vígstöðvunum í stríðinu. Hann hafði verið tvítugur og hafst við í skotgröf þegar tveimur þýskum handsprengjum hafði verið kastað í hana. Höfðu þær sprungið svo að segja milli fótanna á bresku her- mönnunum sem í henni voru og létust félagar Raymonds sam- stundis. Síðan gerðu fjórir þýskir hermenn árás á skotgröfina. Þegar þeir fyrstu höfðu komið að brún skotgrafarinnar hafði Raym- ond tekist að skjóta tvo þeirra, en áður en hann áttaöi sig höföu hinir tveir stokkið niöur í hana. Þegar annar Þjóðverjanna ætlaði að Raymond Baines. Mary Baines. skjóta hann tókst Raymond að hleypa skoti af byssu sinni. Féll þá þýski hermaðurinn og valt á félaga sinn, sem lenti undir honum og gat sig vart hreyft um stund. Raymond sá að nú var um að tefla líf hans eða þýska hermannsins sem eftir lifði og hugðist skjóta hann. En þegar hann tók í gikkinn kom í ljós að ekkert skot var eftir í byssunni. Ekki var tími til að hlaða hana á ný og því ekki um annað að gera en yfirbuga þýska hermanninn sem var nú að losa sig undan lík- inu. 4 Hófust nú hörð átök, en meðan þau stóðu yfir náði Raymond taki á einhveiju sem hann gat slegið Þjóðveijann í höfuðið með. Lést hann þá. Ný yfirheyrsla í bréfi sínu sagði Lilly Baines frá því að maður hennar fengi oft mar- tröð, og fyndist hann þá á ný standa í átökunum í skotgröfinni við fjórða þýska hermanninn. Heföi það komið fyrir oftar en einu sinni að hann heföi ráðist á sig sofandi í rúminu. Venjulega vaknaði hún strax, svo að ekkert illt hefði hlot- ist af. Hún hefði getaö vakiö mann sinn og róað hann. En svo sagði í bréfi Lilly: „Gerist það hins vegar að maður- inn minn myrði mig í svefni er ekki hægt að telja hann ábyrgan. Hann veit ekki hvað hann gerir þegar hann fær matraðirnar." Bréfið vakti mikla athygli rann- sóknarlögreglumanna. Þeir tóku nú Raymond til yfirheyrslu, en gættu þess að nefna ekki tilvist bréfsins við hann. Fóru þeir að ræða við hann um stríöið og at- burði þess. Ekki leið á löngu þar til hann sagði þeim frá deginum þegar hann var í skotgröfinni og bjargaði lífi sínu að lokum með því að hafa betur en þýski hermaður- inn. Þótti nú ljóst að bréf Lilly ætti við rök að styðjast. Annað morð á árum áður Ekki var Raymond þó sagt frá bréfmu strax. Leitað var til tveggja geðlækna og þeir beðnir að gefa álit sitt á því hvort maður með martröð gæti ráðist á konu sína og myrt hana án þess að muna nokkuð um það eftir á. Var það samdóma álit beggja læknanna að Raymond Baines þjáðist af þvf sem nefnt var „mjög sterkar minningar um þann dag þegar hann þurfti að berjast fyrir lífi sínu“, og sögðu þeir að vitað væri um tilvik þar sem slíkar minningar hefðu haft mikil áhrif á viðkomandi árum saman. Þótti nú sem svar heföi fengist við spurningunum fjórum. En nýj- ar höfðu vaknað. Raymond hafði sagt að hann hefði verið kvæntur áður og bætt því við að fyrri kona hans, Mary, hefði einnig verið myrt. Raymond og Mary Baines höfðu búið í einni útborga London og dag einn í ágúst, níu árum eftir stríðið, hafði hann vaknað snemma morg- uns. Var kona hans þá ekki í rúm- inu við hlið hans. Báru sængurföt- in greinileg merki átaka. Hann brá yfir sig sloppi og fór að leita henn- ar. Þegar hann kom niður í eldhús- ið sá hann að bakdyrnar stóðu opn- ar. Úti í garðinum fann hann svo lík konu sinnar. Hafði hún verið slegin í höfuðið með múrsteini. Leiddu viðtöl við nágranna í ljós að hávaði hafði heyrst við húsið um nóttina, en enginn hafði þó kannað hvað væri á seyði. Viðtölin höfðu sömuleiðis borið með sér að enginn vissi til þess að neitt ósam- komulag ríkti milli Baines-hjón- anna. Þvert á móti hafði sambúð þeirra virst í besta lagi. Ekki hafði tekist að upplýsa morðið, og í ljósi þess sem geðlækn- arnir höfðu sagt þótti ljóst að Ray- mond heföi engar minningar haft um það morð, frekar en það síðara. Saklaus Þegar Raymond Baines kom fyrir rétt studdist verjandi hans að sjálf- sögðu fyrst og fremst við bréf Lilly og skýringar geðlæknanna. En jafnframt lagði hann fram niður- stöður athugunar sem sýndu að það var engan veginn óþekkt fyrir- bæri að sofandi menn réðust áfólk, og dæmi væru um að þeir heföi framið morð. Kviðdómur komst að þeirri nið- urstöðu að Raymond gæti ekki tal- ist ábyrgur fyrir morðinu á Lilly. Dómaranum þótti hins vegar rétt aö vekja sérstaka athygli á því hver hætta gæti stafað af honum þegar hann fengi martröð. Gerði hann það þvi að kröfu sinni aö Raymond fengi meðferð geðlækna til þess að fá bót á þessu meini sínu. Fallið var frá málsókn vegna morðsins á fyrri konunni, Mary, því ljóst þótti að henni myndi ljúka á sama hátt, með sýknun. Ekki væri hægt aö sakfella menn fyrir það sem þeir gerðu í svefni og hefðu enga minningu um, ekki einu sinni morð.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.