Dagblaðið Vísir - DV - 28.01.1995, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 28.01.1995, Blaðsíða 8
8 LAUGARDAGUR 28. JANÚAR 1995 Vísnaþáttur Jakob Thorarensen Jakob Thorarensen fæddist 18. maí 1886 á Fossi í Hrútafirði í Vest- ur-Húnaþingi en ólst upp á Strönd- um. Jakob nam trésmíði í Reykja- vík 1905-9 og tók sveinspróf í þeirri iðn 1910. Fyrri hluta ævinnar stundaði hann húsgagnasmíði en upp úr fertugsaldri helgaði hann sig ritstörfum einvörðungu. Jakob gaf út ein 10 ljóðasöfn um æfi sína og fjölda smásagnasafna. Víst er það að siðleysi hvers konar hefur aukist ár frá ári og guð og góðir siðir lítils eða einskis metnir. Er þessi ályktun Jakobs máske ekki svo ólíkleg skýring á þessari hnignun: Heldur ætla ég þessa þjóð þróttar minni í dyggðum, síðan fjandinn fór úr móð Fróns í öldnu byggöum. Kannski skýrir næsta vísa það hvers vegna vísnaþátturinn fær inni og tórir þrátt fyrir að hvar- vetna bíði göfugar vísdómsgreinar sem ekki er fært að birta vegna plássleysis: Ansi reynist rúmfrekt hér ruglið bjána og hengsla. Allt sem birta blöðum ber, bíður vegna þrengsla. Gott er að geta tekið forskot á himnarikissæluna. Svo kveður Jakob: Hún er slík að sveinninm sá, sem að nýtur Fríðar, hann á enga heimting á himnaríki síðar. Snuðrar mjög um mammonsbúr margur lána-seppi, en skatnar fæstir skilst mér úr Skilamannahreppi. Trúi ég að eitthvað hafi gasprið og gusugangurinn verið hjá þeim kappa er Jakob yrkir svo um: Þennan oft við undrumst mann, öfugt snið hans mundi, guð hefði átt að gera hann að geltnum sveitahundi. Eins og tíðarandinn er i dag meðal neyslufíkla og mammonsdýrkenda í samtíð vorri á þessi aldarfars- lýsing engu síður við nú en þá: Vísnaþáttur Valdimar Tómasson Eitthvað hefur íhaldssemin angrað Jakob bónda er hann kveður svo um hin yngri skáldmenni af skóla Magnúsar Ásgeirssonar: Mánnkyn hryggist margan veg myrkur byggir geiminn; efnishyggjan ógurleg yfir skyggir heiminn. Einn sé prófstíll allra þar: Engum bót skal mæla þeim, er Magnúss þýöingar þrjóskast við að stæla. Úrræði Jakobs eru reynandi ef ekki sést önnur leið: Oft er lífsins úfinn mar. Ást og hatri ei lyndir. Eina leið til auðmýktar er, að drýgja syndir. Vísu þessa hina næstu hripaði Jak- ob niður í bankabiðstofu er hann leit yfir hjörðina þar. Hafa grun- semdir hans kannski átt við rök að styðjast og margur stendur í þessum sporum er innt skal af hendi úttekt af greiðslukortum eft- ir jólamánuðinn. Vísan hljóðar svo: Margt skáldmenniðvar og er hald- ið þeim veikleika að flýja raun- veruleikann og dægurþrasið og hverfa á vit dagdrauma og duttl- unga. Svo kveður Jakob: í þagnar sal ég hlusta á hljóm, sem hjartað þráir dýpst. í lundum drauma lifir blóm en lífs í reynd ei þrífst. Mörg eru mannameinin og best er að sneiða hjá óþægindum sem þeim er þessi síðasta vísa greinir frá: Alls kyns mæða manninn slær, mörg er sálar kreppa; ólukka er að elska tvær og annarri þurfa að sleppa. INNANHÚSS- ARKITEKTÚR í frítíma yðar með bréfaskriftum Engrar sérstakrar undirbúningsmenntunar er krafist til þátttöku. Spennandi atvinna eða aðeins til eigin nota. Námskeiðið er m.a. um húsgögn og húsgagnaröðun, liti, lýsingu, list, þar tilheyrir listiðnaður, gamall og nýr stíll, blóm, skipulagning, nýtísku eldhús, gólflagnir,, vegg- klseðningar, vefnaðarvara, þar tilheyrir gólfteppi, hús- gagnaefni og gluggatjöld ásamt hagsýni o.fl. Eg óska án skuldbindingar að fá sendan bækling yðar um INNANHÚSS-ARKITEKT-NÁMSKEIÐ Nafn ......................... Heimilisfang ......................... Akademisk Brevskole A/S Jyllandsvej 15 9 Postboks 234 2000 Frederiksberg • Kobenhavn • Danmark Matgæðingur vikunnar__pv Sinnepsgrafiim lax „Ég hef mjög gaman af að elda, helst eitthvað villt og þá fisk, t.d. lax og silung. Fyrir nokkrum árum rakst ég í dönsku blaði á þessa uppskrift að sinneps- gröfnum laxi sem mér fannst vera góð tilbreyting frá hefðbundnum gröfnum laxi enda hefur þessi forréttur vakið mikla athygli rneðal gesta,“ sagði Þorbergur Karisson verkfræðingur og matgæðingur vikunnar. Þorbergur ætlar að kenna lesendum að sinnepsgrafa lax sem hann segir að sé einfalt að gera. „Það má hafa þennan lax sem forrétt en einnig er hann tilval- inn sem viðbót á kalt hlaðborð," sagði Þorbergur. „Þrátt fyrir að laxveiöi á síðasta ári hafi verið með minnsta móti hjá sumum eiga ef til vill einhverjir einn eftir í frystikistunni. Sumir hafa fengið nóg af reyktum laxi og gröfnum á hefðbundinn hátt með dilli, salti og sykri og þetta er þá góð tilbreyting," sagði Þorbergur ennfremur. Sinnepsgrafinn lax 1-1,5 kg laxaflak (beinlaust) 2 msk. gróft salt nýmalaður pipar ljóst dijonsinnep 1-1,5 dl púðursykur 1 dl gul sinnepskorn sem legið hafa um hálfa klukku- stund í köldu vatni Lítið eitt af púðursykri til skreytingar Fjariægið þau bein sem kunna að vera í flakinu með lítilli töng eða flísatöng. Stingið fiskinn með gaffli. Strá- iö salti yfir flakið og malið pipar yfir. Smyrjið um 'A-V, cm þvkkt lag af sinnepi á flakið og stráið púðursykri yfir. Látið drjúpa vel af sinnepskornunum og hyljið flakið með þeim. Látið standa í kæliskáp yfir nótt. Nokkur vökvi kemur úr fiskinum og sinnepinu. Mér hefur reynst best að setja þykkan álpappír undir flak- ið og bretta hann upp á jöðrum áður en ég byrja að koma kryddinu fyrir í kæliskápnum. Laxinn er nú „veiddur" upp úr álbakkanum og kom- ið fyrir á fati. Stráið púðursykri í rönd eftir miðju flak- inu til skrauts og berið fram. Með laxinum á mjög vel viö að hafa sellerípickles og hér er uppskrift að honum. 'A skrælt hnúðsellerí vatn, salt 1 dl 18% sýrður rjómi 1 dl rjómi sítrónusafi salt og pipar Skerið selleríið niður í smáa stöngla á stærð við eld- spýtur. Bregðið þeim í sjóðandi, léttsaltað vatn. Takið upp og látið kólna og drjúpa vel af þeim í sigti. Þeytið Þorbergur Karlsson er matgæðingur vikunnar. rjómann og biandið sósu úr honum og sýrða rjóman- um. Bragðbætiö með sítrónusafa, salti og pipar. Bland- ið næstum öllum sellerístönglunum varlega út í sós- una og skreytið með þeim sem afgangs eru. Þorbergur ætlar að skora á Ingvar Ágústsson, líf- efnafræöing hjá Síldarútvegsnefnd, að vera næsti matgæðingur. „Ingvar er mikill snillingur að búa til úr síld sem við íslendingar erum ekki nógu klárir í. Ég vona að hann komi með góðar ráðleggingar varð- andi hana,“ sagði Þorbergur Karlsson. Hinhlidin Þorramatur í uppáhaldi -segir Jóhannes Stefánsson, framkvæmdastjóri Múlakaffis A þorranum er háannatími hjá Jóhannesi Stefánssyni, fram- kvæmdastjóra Múlakaffis. „Við er- um búnir að vera með full kör í íjóra mánuði og erum núna að byrja að moka út,“ segir Jóhannes sem á næstunni fer alla leið til Noregs með þorramat handa ís- lendingum þar. Jóhannes hefur verið í veitinga- bransanum frá því að hann var sextán ára og kveðst ekki þekkja annað starf. Múlakaífi hefur verið rekið af fiölskyldu hans í nær 33 ár. Áður voru það helst verkamenn og vörubílstjórar sem sóttu staðinn en nú koma þangað menn úr öllum stéttum sem vilja fá „heimilismat", eins og Jóhannes orðar það. Fullt nafn: Jóhannes Stefánsson. Fæðingardagur og ár: 1. maí 1956. Maki: Guðný Guðmundsdóttir. Börn: Jón Örn, 14 ára, og Guðríður María, 11 ára. Bifreið: Toyota Carina ’93. Starf: Framkvæmdastjóri. Laun: Þokkaleg. Áhugamál: Líkamsrækt klukkan hálfsjö á morgnana og ferðalög inn á hálendið á Félaganum sem er vélsleðinn minn. - Hefur þú unnið í happdrætti eða lottó? Áldrei. Hvað finnst þér skemmtilegast að Jóhannes Stefánsson. gera? Að ferðast á vélsleðanum. Hvað finnst þér leiðinlegast að gera?- Mér finnst ekkert leiðinlegt. Uppáhaldsmatur: Þorramatur. Uppáhaldsdrykkur: Léttmjólk og vodka og tonic. Hvaða íþróttamaður stendur fremstur í dag? Magnús Scheving. Það er engin spuming. Uppáhaldstímarit: Veiðimaðurinn. Hver er fallegasta kona sem þú hefur séð fyrir utan maka? Það er erfitt að svara þessu. Ertu hlynntur eða andvígur ríkis- stjórninni? Hlynntur. Hvaða persónu langar þig mest að hitta? Árnold Schwarzenegger. Uppáhaldsleikari: Arnold Schwarz- enegger. Uppáhaldsleikkona: Judie Foster. Uppáhaldssöngvari: Raggi sót. Uppáhaldsstjórnmálamaður: Eng- inn sérstakur. Uppáhaldsteiknimyndapersóna: Engin sérstök. Uppáhaldssjónvarpsefni: Fréttir og veður. Uppáhaldsmatsölustaður: Minn eiginn. Hvaða bók langar þig mest að lesa? Ég er enginn bókaormur og les aldrei. Hver útvarpsrásanna finnst þér best? Bylgjan. Uppáhaldsútvarpsmaður: Jón Axel Ólafsson. Hvort horfir þú meira á Sjónvarpið eða Stöð 2? Stöð 2. Uppáhaldssjónvarpsmaður: Ingvi Hrafn Jónsson. Uppáhaldsskemmtistaður: Kaffi Reykjavík. Uppáhaldsfélag í íþróttum: KR. Stefnir þú að einhverju sérstöku í framtíðinni? Ég stefni að því aö þrauka. Hvað gerðir þú í sumarfríinu? Ég tók ekkert sumarfrí.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.