Dagblaðið Vísir - DV - 28.01.1995, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 28.01.1995, Blaðsíða 14
14 LAUGARDAGUR 28. JANÚAR 1995 Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvaemdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM Aðstoðarritstjóri: ELlAS SNÆLAND JÖNSSON Fréttastjórar: JÓNAS HARALDSSON og GUÐMUNDUR MAGNÚSSON Auglýsingastjóri: PÁLL STEFÁNSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar: ÞVERHOLTI 11, blaðaafgreiðsla, áskrift: ÞVERHOLTI 14, 105 RViK. SlMI (91)563 2700 FAX: Auglýsingar: (91 )563 2727 - aðrar deildir: (91)563 2999 GRÆN NÚMER: Auglýsingar: 99-6272 Askrift: 99-6270 AKUREYRI: STRANDG. 25. SlMI: (96)25013. BLAÐAM.: (96)26613. FAX: (96)11605 Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: ISAFOLDARPRENTSMIÐJA HF. Prentun: ÁRVAKUR HF. - Áskriftarverð á mánuði 1550 kr. m/vsk. Verð í lausasölu virka daga 150 kr. m/vsk. - Helgarblað 200 kr. m/vsk. Sértæk góðvild Mörkin eru óljós milli spillingar, fyrirgreiðslu og góð- vildar. Sumpart eru þetta þrjú orð yfir sama málið. Orða- munurinn lýsir fyrst og fremst misjöfnum sjónarhóli fólks. Þetta hefur til dæmis komið vel fram í opinberri umræðu um póhtísk ágreiningsefni í Hafnarfirði. Fyrrverandi bæjarstjóri Hafnarfjarðar og félagsráð- herra naut mikils stuðnings í prófkjöri Alþýðuflokksins, þótt hann næði ekki efsta sætinu, sem hann sóttist eftir. I prófkjörsbaráttunni birtust um hann greinar stuðnings- manna, þar sem meðal annars var lýst góðvild hans. Góðvild lýsir sér meðal annars í greiðasemi við náung- ann. Þessi góðvild eða greiðasemi er yfirleitt meira eða minna sértæk. Hún beinist einkum að þeim, sem næst standa og bezt sjást, af því að þörf þeirra er ljósari en hinna, sem fjær standa og sjást illa eða alls ekki. Góðvild og greiðasemi eru homsteinar í frumstæðu þjóðfélagi, þar sem réttur og velferð hefur ekki náð því stigi, sem er í auðugustu ríkjum Vesturlanda. Ættin og hreppurinn vom eins konar tryggingafélag í hörðum heimi liðinna alda. Þannig þraukuðu forfeður okkar. Nú á tímum hafa altækar aðgerðir að mestu leyst sér- tækar af hólmi. Lög og réttur ná í stórum dráttum jafnt til allra. Velferðin nær í stórum dráttum jafnt til allra. Við lifum í þjóðfélagi, sem telur höfuðhlutverk sitt að vera eins konar tryggingafélag fyrir lítilmagnann. Ættin, vinimir og hreppurinn skipta einstaklinginn miklu enn þann dag í dag. Þar gilda hinar sértæku að- gerðir áfram. Til stjómmálamanna em hins vegar gerðar þær kröfur í nútímanum, að þeir starfi fyrir heildina. í raun eru þeir þó flestir á kafi í sértækum aðgerðum. Hinir hörðustu líta á þetta sem góðvild sína og það gera líka margir fylgismenn þeirra. Þetta hefur verið áberandi í Alþýðuflokknum að undanfömu. í öðrum til- vikum er fremur talað um fyrirgreiðslur og stjómmála- menn tala jafnvel um sjálfa sig sem fyrirgreiðslumenn. Þeir, sem standa næst góðviljuðum fyrirgreiðslu- manni, fá svonefnda stóla, til dæmis sendiherraembætti. í næsta hring fyrir utan fá menn stöður í ríkiskerfinu. í þriðja hringnum fá menn svo sporslur, svo sem styrk hjá menntaráðherra eða íbúð hjá bæjarstjóra. Fjölmiðlarnir hafa tilhneigingu til að tala um góðvilj- aðar fyrirgreiðslur ráðamanna sem spillingu. Fara þeir í því að vestrænni fyrirmynd frá útlöndum. Þar vita menn, að það, sem einn fær, fá hinir ekki. Þar er tahn spilling að taka einn úr biðröðinni og þjónusta hann. MikiU fjöldi manna er sömu skoðunar hér á landi. Þess vegna hafa fjölmiðlar nokkum hljómgrunn, þegar þeir nefna dæmi um góðvild og fyrirgreiðslu og kalla þau spilhngu. Af stuðningi kjósenda við fyrirgreiðslumenn stjómmálanna má þó sjá, að þetta er umdeilt atriði. Hahdór Laxness lýsir þjóðarsál íslendinga í Innan- sveitarkroniku og segir þar meðal annars: „Afturámóti klífa þeir þrítugan hamarinn til að verða við bænarstað vina og frænda, enda mundi landsbygð á íslandi hafa lagst niður fyrir mörgum öldum ef eigi væri svo.“ Dálæti margra íslendinga á sértækum fyrirgreiðslum er arfur frá fyrri öldum, þegar hugarfar af því tagi var nauðsynlegt í lífsbaráttunni. Nú á tímum er þetta dálæti ekki lengur kostur, heldur dragbítur á vegferð þjóðarinn- ar inn í jafnréttis- og markaðsþjóðfélag nútímans. Því færri sem nota orðin góðvild og fyrirgreiðslu og því fleiri sem nota orðið spilhngu um hina umdeildu at- burði, þeim mun lengra er þjóðin á veg komin. Jónas Kristjánsson Ólga í Rúss- landsher út af Tsjetsjeníustríði Skýrt hefur veriö frá því að neyð- arsímalínan milli Rússlandsforseta og landvarnaráöuneytis, sú sem aðeins á að grípa til sé skyndiárás talin yfirvofandi, var í notkun í Kreml á miðvikudagsmorgun. Ástæðan var að yflrmenn í rúss- neskum loftvörnum höfðu túlkað eldflaugaskot Norðmanna til rann- sóknar á norðurljósum sem hern- aðarögrun við Rússland. Komið er á daginn að norskir aðilar höfðu tilkynnt Rússum fyrir- fram um eldflaugarskotið frá And- eyju í Lófót norður yfir Svalbarða, en sú vitneskja ekki komist tii skila á réttum stað í yfirherstjóminni. Hefur atvikið ekki eflt álit á þeim sem þar halda um stjórntauma, og var þó vart á niöurlæginu þeirra bætandi. Kæmleysisleg skyndiákvörðun um herferðina gegn Tsjetsjeníu og álappaleg framkvæmd hennar hef- ur beint sjónum manna, innan Rússlands og utan, að því hvemig komið er fyrir hernum sem fyrir rúmum hálfum áratug var talinn fær um að ryðjast yfir Vestur- Evrópu, kæmi ekki kjarnorkuógn- un á móti. Eftir sjö vikna bardaga hefur rússneski herinn látið þúsundir fallinna og særðra fyrir léttvopn- uðum sveitum Tsjetsjena, en þó ekki náð að leggja undir sig nema um helming höfuðborgarinnar Grosní. Komið hefur í ljós að lítt þjálfuðum nýliðum var att út í op- inn dauðann meö vélahernaði á borgarstrætum. Fréttamönnum ber saman um að óbreyttir hermenn jafnt og hðsfor- ingjar séu fulhr fyrirhtningar og haturs á stjórnendum í Moskvu, hernaðarlegum jafnt og póhtísk- um, sem sent hafa þá í þessa ófæru, varbúna að flestu leyti. Hershöfðingjar hafa komið fram Erlend tíðindi Magnús Torfi Ólafsson opinberlega, gagnrýnt herferðina til Tsjetsjeníu og framkvæmd hennar. Boris Jeltsín forseti er sagður hafa rekið þrjá hershöfð- ingja úr stöðum aðstoðarland- varnaráðherra fyrir þessar sakir. Pavel Gratsjof landvarnaráðherra, sem stjórnað hefur herferðinni í Tsjetsjeníu, kveðst hafa sett sex eða sjö hershöfðingja af fyrir að neita að hlýða fyrirskipunum. Öryggisráð Jeltsíns hefur lokið lofsorði á frammistöðu Gratsjofs, en eins og sakir standa hljómar það sem háð. Slíkt gerist samtímis því að hann lætur menn sína fara um þær götu Grosní sem rússneski herinn ræður og varpa sprengjum niður í hvern kjallara, án þess að grennslast eftir hverjir þar kunna aö vera fyrir. Kjallararnir hafa ver- ið athvarf óbreyttra borgara, eink- um kvenna og barna, sem ekki hafa getaö flúið borgina, fyrir stór- skotahríð og loftárásum. Rússlandsher telur um hálfa aðra milljón manna, en fiárframlag til hans er talið að raunghdi aðeins einn tuttugasti af því sem Banda- ríkjaher hefur úr að spila. Afleið- ingin er að rússneska herinn skort- ir allt, þjálfun, húsnæði, varahluti, eldsneyti, jafnvel virðurværi fyrir hermennina. Nú lætur ríkisstjórnin það boð út ganga, að herinn verði sjálfur að bera aukakostnað af herferðinni til Tsjetsjeníu af „varasjóði" sínum, sem er enginn til. Jeltsín hefur fyr- ir sitt leyti látið tiltækt fé ganga til að hækka mála lífvarðar síns og sérsveita innanríkisráðuneytisins sem ætlað er að gegna víkinga- sveitahlutverkum. Sami fundur Öryggisráðsins og bar lof á Gratsjof ályktaði að nú gætu sveitir innanríkisráðneytis tekið við af hernum í Tsjetsjeníu, en skyldu þó áfram mega kveðja th stórskotalið hans, vélaherdeildir og lofther. Samþykktin er því gerð th að láta sýnast svo aö herferðinni sjálfri sé lokiö, án þess þó að sú sé raunin. Loks segja rússneskir fréttamenn að meðal nánustu samstarfsmanna Jeltsíns í Kreml séu uppi ráðagerð- ir um að stofna enn einar sérsveit- ir, einkaher forsetans. Reynist þetta rétt ber það vott um að þar á bæ gera menn ráð fyrir að stríðið gegn Tsjetsjenum kunni að draga alvarlegan dilk á eftir sér og vilja vera við öllu búnir. Öllum sem kunnugir eru málum Rússlandshers ber saman um að Gratsjof landvamaráðherra og nánustu samstarfsmenn hans séu fyrirlitnir, bæði fyrir hernaðarlega vanhæfni og forkastanleg vinnu- brögð á ýmsum sviðum. Hershöfð- ingjarnir sem ráðherrann og Jelts- ín eru að víkja til hliðar era aftur á móti meðal þeirra virtustu og vinsælustu í hernum. Pavel Gratsjof landvarnaráðherra milli Viktors Tsérnomirdíns forsætisráðherra (t.h.) og Viktors Jerins innan- rikisráðherra á fundi Öryggisráðs Rússlands á miðvikudag. Símamynd Reuter Skoðanir annarra Að uppræta hryöjuverkamenn „ísraelssfiórn á rétt á aö krefiast þess að PLO geri allt sem hægt er th að stöðva hryðjuverkastarfsemi sem stjómað er frá Gaza og Jeríkó. En ísraelsmenn sjálfir hafa ekki getað upprætt hryðjuverk íslamstrú- armanna á landsvæðum undir ísraelskri stjórn. Jafnvel samkomulag um fullan frið mun ekki leiða samstundis til friðar, þótt það gæti gert erfiðara um vik fyrir liryðjuverkahópa að afla nýrra félags- manna.“ Úr forustugrein New York Times 25. janúar. Áfengi á elliheimilin „Sylvia Brustad, formaður félagsmálanefndar Stórþingsins, hefur vakið á sér mikla athygli fyrir að vhja opna fleiriáfengisútsölur og leyfa elhheimh- um að veita áfengi. Sumum finnst þetta á við að leyfa að bölva í kirkjum. Tillögur um aukið frjálsræði í áfengislöggjöfinni hafa sjaldan borið áfrangur í Nor- egi. Þess vegna á Sylvia Brustad hrós skhið fyrir að þora að taka málið upp.“ Úr forustugrein Verdens Gang 26. janúar. Hjálpum Mexíkó „Yfirheyrslur í þinginu sem miða að því að ná al- mennu samkomulagi um hvemig koma beri Mexíkó- mönnum th hjálpar munu þjóna efnahagslegum hagsmunum beggja vegna landamæranna ríkulega. Stjórnvöld og þingið geta komið því í kring og þau ættu að gera það. Það er engin góðgerðarstarfsemi að styrkja efnahag Mexíkós, það þjónar bandarískum hagsmunum." Úr forustugrein Washington Post 26. janúar.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.