Dagblaðið Vísir - DV - 28.01.1995, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 28.01.1995, Blaðsíða 28
LAUGARDAGUR 28. JANÚAR 1995 „Með þessu framtaki viljum við koma til móts við þann áhuga sem við finnum meðal fólks á göngu- skíðaíþróttinni," sagði Friðrik Ein- arsson, framkvæmdstjóri Skíðasam- bands Islands, í samtali við Trimms- íðuna. Skíðasambandiö ætlar í dag, 28. janúar, og á morgun, 29. janúar, að gangast fyrir ókeypis kennslu og kynningu á gönguskíðum fyrir al- menning. Kennslan fer þannig fram að þeir sem áhuga hafa á að nýta sér þetta mæta viö stúkuna við Laugar- dalsvöllinn en þar hafa Skíðasam- bandsmenn fengið inni. Kennt verð- ur í fjórum hrinum og hefst sú fyrsta klukkan 11.00 og síðan klukkan 13.00, Friðrik Einarsson, framkvæmda- stjóri Skíðasambands íslands. DV-mynd Sveinn 15.00 og 17.00. Dagskrá og tímasetn- ingar eru eins báða dagana. Hver kennslustund hefst á því að fulltrúar frá Skátabúðinni, Útilífi og Fálkan- um kynna fyrir þátttakendum nauð- synlegan gönguskíðabúnað. Farið verður í gegnum það helsta í sam- bandi viö áburð og notkun hans, klæðnað og fleiri undirstöðuatriði sem tengjast göngu á skíðum og með- ferð á búnaðinum. Leiðbeint verður um val á búnaði og þarna geta ein- hverjir, sem ekki eiga nauðsynlegan búnað, fengið lánað það sem upp á vantar, bæði skíði, skó og stafi. Þegar búið er að fara gegnum und- irstöðuatriðin er lagt af staö á skíð- unum og stefnt eftir troðinni braut inn í Laugardal undir leiðsögn þjálf- ara. Að sögn Friðriks er stefnt að því að hver leiðbeinandi sé ekki með Skíðagöngufólk á Miklafúni. Miklatúnið er einn fjölmargra staða innan borgarmarkanna sem henta vel til skíða- göngu. fleiri en 10 með sér í hóp svo að hver göngugarpar sem verið hafa í og einn geti fengið persónulega til- sögn. Toppfólk leiðbeinir „Þarna verða þaulvanir skíöa- fremstu röð. Það nægir að nefna nöfn eins og Auði Ebenesardóttur, Sigur- geir Svavarsson, Baldur Hermanns- son og marga fleiri. Það er reynsla okkar að flestir ná tiltölulega fljótt valdi á grunnatriðum skíðagöngu og leiðbeiningar af þessu tagi gera fólki kleift að nýta skíðin. Við byrjum á jafnsléttu en prófum svo að fara í brekku og renna okkur svolítið. Síð- an göngum við léttan hring og reikn- um meö að hver hópur fái að minnsta kosti klukkutíma. Okkur sýnist að Helstu skíðagönguleiðir innan borgarmarkanna Reykvíkingar eiga margra kosta völ þegar lánið leikur við þá og nátt- úran setur niður nægan snjó til þess að göngufæri sé fyrir skíði hér á lág- lendinu. Miklatúnið nýtur stöðugra vinsælda enda miðsvæöis, slétt og þægilegt. Hringurinn á Miklatúninu, sem yfirleitt er troðinn strax og fær- ið leyfir, er rétt um einn kílómetri. Göngustígamir í Laugardal eru oft ágætir til skíðagöngu og stundum er troöin sérstök skíðabraut. Þar er hægt að ganga um 3,5 kílómetra hring eftir stígum á nær sléttu landi. Öskjuhlíðin býður upp á brattari brekkur fyrir þá sem vilja taka meira á því þar eru stígarnir ekki alltaf ruddir en sé nægur snjór er um- hverfið skemmtilegt. Elliðaárdalurinn er mjög skemmti- legur og tengist Fossvogi með göngum undir Breiöholtsbraut. Hægt er að renna sér á skemmtileg- um skógarstígum á eyjunni milh kvislanna eða fara stóran hring (ca 6 km) frá hitaveifustokknum neðst og alla leið upp að Árbæjarlaug. Fossvogurinn er sléttur og þægilegur og þar er nú kominn breiður og finn stígur sem er góður fyrir gönguskíði. Strax og snjóalög aukast er auðvelt að róla um allan dalinn fram og til baka eftir því sem nefið vísar og út- haldið leyfir. Upp úr Elliðaárdal er auðvelt að ganga eftir stíg sunnan við ána upp í Vatnsendahæð og eftir veginum áleiðis upp að Vatnsenda er greið leið að stinga sér inn á stíg- ana í Heiðmörkinni. Heiðmörkin er sannarlega paradís skíðagöngu- manna. Ágætt er að leggja bílnum við Elliðavatnsbæinn eða hinum megin skammt frá Vífilsstöðum og ganga um víðlenda mörkina. Þar sem trjágróður er einhver fýkur snjór síð- ur í burtu og er oft hægt að finna göngufæri þar þó ekki virðist nægur snjór annars staðar. Á stígunum milli hávaxinna greni- trjáa norðan og austan við Norska bústaðinn, sem margir kannast við, er auðvelt að ímynda sér að maður sér kominn djúpt inn í erlendan Svartaskóg. Finnist mönnum þetta ekki nóg má auðvitað benda á skíða- svæðin í Bláíjöllum og Skálafelli þar sem jafnan eru troðnar brautir séu skíðasvæðin á annað borð opin. Menn deila hart um hvort svæðið sé betra og einfaldast er að fara á báða staðina og dæmi svo hver fyrir sig. Brautin í Bláfjöllum er ekki eins mishæöótt og sú í Skálafelli en auð- velt er að beina för sinni úr Bláfjöll- um suður í Grindaskörð, að Þríhnúk- um, meðfram Kóngsfelli eða eitthvað annaö um víðáttuna. Það sama má segja um Skálafellið. Sá sem ekki vill vera í troðinni braut hefur víð- lendar heiðar til þess að velja um og getur farið þangaö sem hugurinn girnist og þoliö leyfir. Gönguskíða- maðurinn er algjörlega frjáls eins og fuglinn fljúgandi og er ekki upp á neinar biðraðir eða stólalyftur kom- inn við að stunda sína íþrótt. Laugardalurinn sé mjög skemmtilegt göngusvæði og hægt að fara ýmsar krókaleiöir um garðana þar.“ Leið- beinendumir munu fylgjast með sín- um nemendum allan hringinn og svara fyrirspurnum og kenna fólki að hrinda í framkvæmd ýmsum tækniatriðum. Að lokinni skíðaferð verður boðið upp á heitan kakóbolla á leiðarenda og það er heildverslunin Katla sem býður kakóið. Ef allt fer að vonum verður kannski klein- ustúfur með kakóbollanum. Kakó- bolli er ómissandi að lokinni skíða- ferð og gaman að bera saman bækur sínar við aðra þátttakendur að lok- inni kennslu. „Við viljum sannfæra fólk um að gönguskíði eru auðveld og ódýr iþrótt sem hægt er að stunda nær hvar sem er svo framarlega sem snjór er undir skíðin. Það þarf ekki Umsjón Páll Ásgeir Ásgeirsson sérstakan klæðnað. Sá sem er vanur að skokka fer í sinum venjulega trimmgalla á skíðin. Jafnvel alveg óvanur göngumaður er fljótur að ná valdi á því að geta notað skíðin." Aukin samvinna Skíðasambandið er, að sögn Frið- riks, með það í undirbúningi að auka samvinnu viö þau íþróttafélög sem helst leggja áherslu á gönguskíði en það eru Skíðafélag Reykjavíkur, íþróttafélag kvenna og íþróttafélagiö Hrönn og vonast er til að fulltrúar þessara félaga verði á staðnum og kynni sín félög. Fari svo að snjóleysi komi í veg fyrir að kennslan geti far- ið fram í Laugardal verður kennt í Bláfjöllum bæði laugardag og sunnu- dag og munu þátttakendur safnast saman við skála Breiðabliks í Blá- fjöllum en tímasetningar haldast óbreyttar. „Ég vonast til að sjá sem allra flesta," sagði Friðrik að lokum. Varið ykk- ur í um- ferðinni Það eru ekki allir í aðstöðu til þess að hlaupa á gangstígum eða á vemduðum svæðum og neyðast til þess aö hlaupa úti í umferðinni sem er ávallt varasamt. Umferöarreglur hlauparans eru eftirfarandi: Ekki reikna með að bílstjórinn sjái þig. Gerðu alltaf ráð fyrir því að hann fari yfir á rauðu, aki fyrir þig eða yfirleitt aö hiö versta í hverri stöðu gerist. Hlauptu á móti umferðinni ef þú getur ekki hlaupið á gangstétt. Þegar þú ert að hlaupa í vegöxl- inni á móti umferðinni hafðu þá alltaf vara á þér gagnvart umferð sem kemur úr gagnstæðri átt. Mundu að vera ávallt með end- urskinsborða um leið og birtu tekur að bregða og reyndu að klæðast litskrúöugum fatnaði til þess að vekja athygli bílstjór- anna. Haltu ró þinni þó gusurnar gangi yfir þig úr pollunum og ein- hver aki næstum yfir tærnar á þér á umferöarljósum. Trimm________________________________pv Skíðasamband íslands: Ókeypis skíðakennsla - fyrir almenning

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.