Dagblaðið Vísir - DV - 28.01.1995, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 28.01.1995, Blaðsíða 10
10 LAUGARDAGUR 28. JANÚAR 1995 íslenska óperan vaknar til lífsins: Gamall draumur að syngja á móti Diddú - segir Ólafur Ámi Bjamason sem syngur hlutverk Alfredos í La Traviata „Þetta er í annað skiptið sem ég syng í íslensku óperunni, hið fyrra var á listahátíð er ég söng hlutverk hertogans í Rigaletto eftir Verdi. Ég stökk þá inn í uppfærslu sem gesta- söngvari. Einnig söng ég í uppfærslu á La Bohem í Borgarleikhúsinu og kom þá líka inn í sýningu. Þetta er í fyrsta skipti nú sem ég er með í sýningu frá upphafi," segir Ólafur Árni Bjamason tenór sem nú er kominn heim til að syngja hlutverk Alfredos í La Traviata í íslensku óperunni. Þar syngur Ólafur Árni aðalhlutverkið á móti Sigrúnu Hjálmtýsdóttur. Frumsýning verður 10. febrúar. La Traviata var áður sett upp hjá íslensku óperunni fyrir ellefu árum og þá sungu Garðar Cortes og Ólöf Kolbrún Harðardóttir aðalhlutverkin. Ólafur Árni býr í Þýskalandi þar sem hann hefur starfað undanfarin ár en hann hefur nú ákveðið að flytja til Ítalíu með vorinu ásamt eiginkonu sinni, Margréti Ponzi, og tveimur börnum, Ástríði, 4ra ára, og Bjarna sem er átján mánaða. „Ég ætla að búa á Ítalíu í framtíðinni." Gekkvelí keppni Ólafur Árni vakti mikla athygli sl. haust er hann tók þátt í keppni ungra tenórsöngvara í Svíþjóð, Jussi Björl- ing keppninni, og lenti í fjórða til flmmta sæti. Ólafur Árni hlaut þriðju verðlaun í keppni ungra söngvara í New York í byrjun síðasta árs og eft- ir þá góðu frammistöðu var honum boðið að syngja fyrir stjórnendur Metropolitian-óperunnar. Þá söng Ólafur Árni á afmælistónleikum söngkonunnar Marilyn Horne í, Carnegie Hall og fékk mikið lof fyrir m.a. frá hinum heimsþekkta söngv- ara Pavarotti. Undanfarin ár hefur Ólafur Árni verið fastráðinn hjá Musik Theater im Revier im Gels- enkirchen. Ólafur Árni kom frá New York fyr- ir viku en hann hélt tónleika í Stam- ford í Connecticut þar sem Ólafur Vignir Albertsson lék undir. „Ég átti síðan að halda tónleika í New York en var svo óheppinn að fá vírus og missti röddina. Eg varð því að fresta þeim tónleikum," útskýrir söngvar- inn. í læri hjá meistaranum Eftir að Ólafur Ámi söng fyrir stjómendur Metropolitian-óperunn- ar fékk hann styrk til að fara til ítal- íu og vinna hjá meistara Nicola Resc- igno. „Hann er mjög frægur stjórn- andi, starfaði yfir þrjátíu ár í Texas, og kynnti t.d. Placido Domingo fyrir Bandaríkjamönnum auk þess að vera besti vinur Mariu Callas. Það má lengi telja fræga fólkið sem unnið hefur með honum,“ segir Ólafur Árni sem fékk aö starfa með meistaranum í sex vikur. Ég óskaði eftir því við hann að koma hingað til lands og stjóma tónleikum mínum og Sinfón- íuhljómsveitar íslands 23. júní nk. Mér var að berast svar frá honum þar sem hann lýsir yfir áhuga á að koma, tilboðið fannst honum spenn- andi enda hefur hann aldrei komið hingað fyrr.“ Ólafur Árni Bjarnason syngur hlutverk Alfredos í La Traviata sem frumsýnd verður I íslensku óperunni 10. febrúar. DV-mynd GVA Ólafur Árni segist vera búinn að segja upp starfi sínu hjá Gelsenkirc- hen. Hins vegar mun hann taka að sér gestahlutverk þar á næsta ári. Þá hefur hann í höndunum tilboð um aö leika í Madama Butterfly í Köln í haust. „Einnig mun ég syngja aftur Stamford, hlutverk Alfredo í La Tra- viata þannig aö nóg er að gera hjá mér á næstunni." í mörgum hljómsveitum Ólafur Árni ólst upp í vesturbæn- um, hann er fæddur 18. júní 1962 og stundaöi nám í hárgreiðslu og tækni- teiknun viö Iðnskólann í Reykjavík samtímis því sem hann stundaöi nám í Tónlistarskóla íslands í klassískum gítarleik. Hann lék með mörgum hljómsveitum á sínum yngri árum og var í m.a. í hljómsvéit í Hagaskóla ásamt þeim Braga Ólafssyni, Friöriki Erhngssyni og Einar Erni Benedikts- syni sem síðar voru þekktir sem Syk- urmolar. Árið 1986 hóf hann söngnám hjá tengdamóður sinni, Guðrúnu Tóm- asdóttur, og síðan hjá Sigurði De- metz við Nýja tónlistarskólann 1987-88. Það var einmitt Guðrún sem hvatti hann til að leggja sönginn fyr- ir sig og það varð úr að Ólafur Árni hélt til Bandaríkjanna þar sem hann lærði söng hjá Klöru Barlow við Indi- ana University í Bloomington. „Ég fór í margs konar iðnnám til að fá námslán en þau fengust ekki út á tónhstamám þá.“ Kærkomið tækifæri Ólafur Árni segir að það hafi lengi staðið til að hann tæki þátt í upp- færslu hér heima. „Það getur verið erfitt að gefa sér tíma þegar maður er fastráöinn annars staðar," segir hann. „Núna fékk ég tækifæri til þess að komast frá, gat fengið þriggja mánaða frí til að syngja á móti Diddú en það hefur mig lengi langað til. Staða íslensku óperunnar hefur ver- ið óviss og því var erfitt að ákveða langt fram í tímann. Síðan hringdi Ólöf Kolbrún Harðardóttir í mig og spurði hvort ég hefði þennan tíma lausan. Raunar ætlaði ég að fara til Leipzig og syngja í Carmen en haföi ekki gefið endanlegt svar þannig að ég gat breytt því. Mig langaði mikið til að vinna með í uppfærslu á verki frá A til Ö í stað þess að stökkva inn í miðja uppfærslu eins og ég hef gert áður. Ég hef alltaf verið gestur í sýn- ingum hér á landi,“ segir Ólafur Árni. Æfingar á fullu Æfingar á La Traviata hófust á milli jóla og nýárs. Kolbeinn Ketils- son mun taka við af Ólafl Árna í lok mars en hann er einnig að koma fram í fyrsta skipti í aðalhlutverki hér á landi. Ólafur Árni fór til Bandaríkj- anna um áramótin en kom hingað aftur 17. janúar og þá hófust æfingar á fullum krafti. „Æfmgarnar hafa gengið mjög vel. Þó aðstæöur séu ekki fyrsta flokks þá er mjög skemmtilegt aö vinna hér. Það leggjast allir á eitt um að gera eitthvað virkilega gott. Maður tekur eftir í stóru húsunum í útlönd- um hversu rútíneraðar sýningar eru og fólk er nánast hætt aö fá frumsýn- ingarfiðring. Hér kappkosta allir viö að gera vel og það skapar ákveðna stemningu. Fólkið hér er líka svo kraftmikið." Ólafur Árni söng þetta sama hlut- verk, Alfredo í La Traviata, í Palma á Mallorca í fyrravor. „Það var mjög skemmtilegt. í Palma eru settar upp ijórar til fimm óperur á ári og þá eru fengnir gestasöngvarar. Ég fékk þetta boö í gegnum umboðsaðila minn, Colombia Artist." Söngelsk fjölskylda Ólafur og Margrét kona hans, sem einnig er söngkona, hafa notað dag- ana hér heima til að fara í sundlaug- arnar á hverjum degi. „Það er svo yndislegt að komast í heita pottinn. Börnin elska að svamla í heitu vatn- inu.“ Ólafur, segir að fjölskyldan sé mjög sátt við að flytjast til Italíu enda sé Margrét hálfítölsk. „Ég hef nánast ekkert verið á Ítalíu og þarf að ná ítölskunni betur. Það eru fá en mjog stór og góð óperuhús á Ítalíu og ég vona að maður fái eitthvað að gera enda hefur mér verið sagt að það sé skortur á ungum tenórum þar,“ segir Ólafur. Margrét er aðalgagnrýnandi Ólafs og hann segir að þau syngi oft saman heima. „Við höfum því miður ekki sungið saman opinberlega enn þá en hver veit. Margrét hefur sungið ís- lensk ljóðalög á tvennum tónleikum í Dortmund og í Gelsenkirchen. Þjóð- verjar eru mjög hrifnir af íslandi og öllu sem þaðan kemur.“ Mikil samkeppni Sigurvegari Jussi Björling keppn- innar var Kínveiji en Ólafur Árni segir að margir góðir söngvarar séu að koma frá Austurlöndum. „Þetta er mjög skipulagt fólk og það vinnur allt öðruvísi en við frá Vesturlönd- um. Samkeppnin er mjög mikil í heiminum og á sama tíma hallar undan fæti hjá stórum óperuhúsum. Það er veriö að spara á öllum sviðum og líka -í óperuhúsunum. Hins vegar finnst mér söngvarar margir vera miklu betri núna en áður og því er samkeppnin mjög hörð,“ segir Ólafur Árni Bjarnason sem óperuunnendur munu sjá á sviði íslensku óperunnar eftir nokkra daga.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.