Dagblaðið Vísir - DV - 28.01.1995, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 28.01.1995, Blaðsíða 15
LAUGARDAGUR 28. JANUAR 1995 15 ' ' ■ V."-; Fimmtán hús i Súðavík eru ónýt eftir snjóflóðið og mörg skemmd. Fjárhagslegt tjón er því mikið fyrir utan manntjón sem aldrei verður bætt. Hreinsun er hafin og hjól atvinnulífs eru að byrja að snúast á ný. Mikið starf bíður heimamanna. DV-mynd Heiðar Guðbrandsson IIHk \ s" \f~: IHPvJ y / 'f ■ .&! Haldið af stað á ný Hreinsun er nú hafin af fullum krafti í Súðavík eftir snjóflóðið mikla og dýrkeypta. Hjól atvinnu- lífsins eru að byrja að snúast á nýjan leik eftir harmleikinn. íbú- arnir hafa haft í nógu að snúast enda röskunin mikil. Fjöldi manna á um sárt að binda og erfiðust er staða þeirra sem misstu ástvini sína. Höggið var þungt í sumum fjölskyldum og í raun ógerlegt að setja sig í spor þeirra sem misstu börn, foreldra og maka. Hjartahlýja og samúð Súðvíkingar fundu þó einlæga samúð þjóðarinnar allrar og sam- hug á erfiðri stundu. Hugur þjóðar- innar kom best í ljós í söfnuninni „Samhugur í verki“. Þjóðarviljinn kom fram. Allir sem vetthngi gátu valdið lögðu sitt af mörkum. Þjóðin kom fram sem einn maður. Árang- urinn varð enda stórkostlegur og er verðugur stuðningur við þá sem misstu allt sitt í náttúruhamförun- um. Manntjónið verður ekki bætt en söfnunin sýndi hug fólksins. Fjárstuðningurinn verður til þess að hjálpa þeim sem misstu til þess að byrja upp á nýtt. Ekki þýðir að gefast upp þótt á móti blási. Pistilskrifari sat undirbúnings- fundi fyrir landssöfnunina fyrir hönd síns blaðs. Þar sameinuðust Rauði krossinn, Hjálparstofnun kirkjunnar, stjómvöld og alhr stærstu fjölmiðlar landsins í þessu skyndiverkefni. Alvara hvíldi yfir fundunum, svo sem von var, en einhugur fundarmanna var alger. Bregðast varð skjótt við og gera vel. Sú varð líka raunin. Það mega íslendingar eiga, þrátt fyrir dægur- þras um smámuni, að þegar veru- lega bjátar á þá standa þeir saman. Forseti íslands orðaði það svo í við- tah, þegar snör viðbrögð þjóðar- innar lágu fyrir, að íslendingar væra hjartahlýir. Vonandi verður þessi hjartahlýja landsmanna Súð- víkingum og íjölskyJdunni í Reyk- hólasveit huggun í sárum harmi. Hörmungaratburðurinn í Súða- vík hefur þjappað þjóðinni saman. Við erum fámenn hér og mikið munar um hvern og einn. Sárast var að sjá á eftir börnunum sem áttu lífið framundan. Erfittval En lífið heldur áfram þrátt fyrir mikið áfall. Uppbygging mun hefj- ast innan skamms í Súðavík. Starfsmenn Viðlagasjóðs hafa met- ið tjón á fasteignum í þorpinu. Fyrsta mat bendir til þess að fast- eignatjónið nemi 200-250 milljón- um króna. Fimmtán hús eru gjör- ónýt og mörg skemmd. Uppbygging í Súðavík verður væntanlega á öðr- um stað og öruggum gagnvart snjó- flóðum. Hreppsnefnd Súðavíkur hefur falið starfandi sveitarstjóra, Jóni Gauta Jónssyni, að gera tillög- ur að deihskipulagi fyrir nýja byggð á svokölluðu Eyrardals- svæði. Þeir sem misstu hús sín í snjó- flóðinu á Súðavík, og raunar þeir sem eiga hús sem naumlega sluppu, standa frammi fyrir erfiðu vali. Sumir hafa greinilega valið þann kost að flytja burt. Á meðal þeirra eru þeir sem urðu fyrir þyngsta áfalhnu. Fleiri snúa vænt- anlega aftur heim. Sé mat manna það aö ákveðin hús séu óörugg til búsetu ber skilyrðislaust að gera því fólki sem þar bjó kleift að koma sér upp húsi á öruggum stað. Ekki verður við það unað að fólk geti ekki gengið til hvílu öruggt um sig og sína. Það var og er á ábyrgð hins opinbera að fólki var leyft að reisa sér þau hús sem standa. Þar var byggt samkvæmt skipulagi. Staðan er hins vegar sú að sum hús, hvort sem þau eru í Súðavík eða á öðrum stöðum við svipaðar aðstæður, eru hreinlega verðlaus vegna þess að þau þarf að rýma jafnvel oft á vetri vegna snjóflóðahættu. „íbúarnir í hverfinu virðast á einu máli um að þeir ætli ekki aö vera hérna annan vetur, segir íbúi í Teiga- hverfi í Hnífsdal í viðtali við Morg- unblaðið í gær. Byggðin þar er á rauðu svæði þar sem hætta er á snjóflóðum. Húsin eru rýmd oft á vetri og ástandið hefur skaðleg áhrif á íbúana, einkum börnin. Húseigandinn segir í viðtalinu að húsið hafi verið á sölu í þrjú ár en ekki heföi einn maður komið að líta á það. í hverfinu eru tvær götur og húsin nýleg, ellefu að tölu. Fólkiö velji sjálft Vandinn sem menn standa frammi fyrir núna er hvort greiða beri út þau hús sem teljast óíbúðar- hæf eða hvort menn fái önnur hús og örugg á sama stað í skiptum Laugardagspistill Jónas Haraldsson fréttastjóri fyrir hitt. Kristján J. Jóhannesson, sveitarstjóri á Flateyri, ræðir í DV í gær þá hugmynd að ríkið kaupi húseignir sem eru á hættusvæðum vegna snjótlóöa og segir: „Það verð- ur aldrei samþykkt að ríkið kaupi og greiði út húseignir fólks sem býr á svæðum þar sem talin er snjó- ílóðahætta. Mín skoðun er sú að verði farin sú leið að kaupa eignir af fólki á þessum svæðum verði það að gerast með þeim hætti að það verði byggð hús á öruggara svæði og skipt við fólk. Það kemur ekki til greina að greiða út peninga beint.“ Hér talar sveitarstjóri sem eðli- lega á mikilla hagsmuna að gæta fyrir sitt byggðarlag. Hann vill halda sínu fólki. í raun er það svo að margir í sjávarþorpum, t.d. á Vestfjörðum, hafa búið við hreina átthagatjötra. Glæsileg einbýlishús þeirra hafa verið verðlítil eða verð- laus. Hús sem eru að brunabóta- mati allt að 15 milljónum króna hafa selst á 4-5 milljónir króna, hafi þau selst á annað borð. Sveit- arstjórinn heldur því áfram og seg- ir: „Kæmi til þess að ríkið keypti húseignina yrði að greiða hana samkvæmt mati og þá fengi húseig- andinn fullt verð án tillits til þess hvert mögulegt söluverð væri. Mörg þeirra húsa sem eru á um- ræddum svæðum eru keypt á markaðsverði. Þarna geti því verið um verulegan hagnað að ræða og það sem meira er margir mundu þá nota tækifærið og hverfa brott af svæöinu." Sveitarstjórinn sér fyrir sér mikinn kostnað samfé- lagsins vegna þessa og vill flutning innan byggðarlagsins og fjárveit- ingar í snjóflóðavamir sem reynd- ust gagnlegar fyrir ofan byggðina á Flateyri á dögunum. Ekki skal úr því dregið að snjó- flóðavarnir veröi efldar. Forsætis- ráðherra hefur hins vegar .bent á að þær varnir geti orðið svo dýrar að frekar borgi sig að kaupa upp hús á helstu hættusvæðum. Vand- séð er að hægt verði að kúga fólk til þess aö búa áfram þar sem það treystir sér ekki til að vera. Því er eðlilegt að fólk, sem á húseignir á sannanlegum hættusvæðum, fái eignir sínar greiddar samkvæmt mati og það velji sér síðan örugga búsetu að vild. Vonandi kjósa sem flestir að halda tryggð við sína heimabyggð. Þar ræður margt. Menn hafa atvinnu sína á staðnum, þar er þeirra fólk og land sem þeir þekkja. Flestum þykir vænt um sinn stað. Súðavík er ofarlega í huga fólks að vonum. Þar hefur veriö sýnt að auðvelt er að byggja upp á öruggum stað. Vilji menn hins vegar flytja annað, hvort sem það er innan sama atvinnusvæðis eða lengra burt, þá verður svo aö vera. Það sama gildir um fólk sem býr á öðr- um staðbundnum hættusvæðum í ákveðnum sveitarfélögum, t.d. í Hnífsdal, Flateyri, Patreksfirði, Siglufirði og víðar. Tilefni er gefið fyrir heildarmati á ástandinu. Endurmat á hættusvæðum Helstu snjóflóðafræðingar okkar hafa viðurkennt að mat okkar á snjóflóðahættu stenst ekki. Þaö þarf því gagngerrar endurskoðun- ar við. Umhverfisráðherra brá skjótt við og fékk hingað til lands norskan sérfræðing í snjóflóöa- vörnum. Sérfræðingurinn, Karst- en Lid, sat málþing um snjóflóða- varnir þar sem hann miðlaði af snjóflóðareynslu Norðmanna. Han sagði erfitt að segja til um það hvort tækni Norðmanna hefði gert það mögulegt að sjá fyrir snjóflóðið í Súðavík en sagði þó: „Ef litið er til reiknilíkana okkar þá er ljóst að snjóflóðið er innan þeirra marka sem við getum reiknað." Norski sérfræðingurinn sagði það einnig bundið í reglugerð í Noregi að ef útreikningar gerðu ráð fyrir að snjóflóð félli á svæði á þúsund ára fresti þá væri ekki byggt á því svæði. Ljóst má vera að viö getum mikið lært af Norðmönnum í þessum efn- um. Ráðherra á von á skýrslu sér- fræðingsins og í framhaldi af því samvinnu um snjóflóðavarnir hér- lendis. „Þetta mun byggjast á sam- vinnugrundvelli; staðbundinni reynslu ykkar af snjóflóðum fram að þessu og þeirri þekkingu og reynslu sem við Norðmenn höfum af snjóflóðavömum. Við getum náð árangri með því að sameina þetta tvennt,“ sagði Karsten Lid í sam- tali við DV fyrr í vikunni. Menn hafa því brugðið skjótt við á öllum vigstöðvum eftir harmleik- inn í Súðavík. Því starfi verður að halda áfram af fullum krafti. Augu okkar opnuðust en það var dýru verði keypt.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.