Dagblaðið Vísir - DV - 28.01.1995, Blaðsíða 21

Dagblaðið Vísir - DV - 28.01.1995, Blaðsíða 21
LAUGARDAGUR 28. JANÚAR 1995 21 DV | 1.(1) Conon Eye Joe Rednex | 2. ( 2 ) Think Twice Ceiine Dion $ 3. ( 3 ) Set You Free N-Trance | 4. { 4 ) Here Comes the Hotstepper ini Kamoze t 5. ( 7 ) Total Eclipseof the Heart Nicki French | 6. ( 6 ) Tell Me When Human League t 7. ( - ) BasketCase Green Day t 8. (10) Bump N Grind R. Kelly t 9. (- ) She's a River Simple Minds i 10. ( 5 ) Love Me for a Reason Boyzone New York (lög) Bretland (LP/CD) t 1.(3) The Color of My Love Celine Dion | 2. (1 ) Carry on up the Charts - The Best.. Beautiful South t 3. ( 4 ) Dummy Portishead i 4. ( 2 ) Always and Forever Eternal J 5. ( 5 ) Definitely Maybe Oasis J 6. ( 6 ) Parklife Blur J 7. ( 7 ) Crocodile Shoes Jimmy Nail t 8. (10) No Neod to Argue Cranberries Cross Road 4 9. ( 8 ) The Best of Bon Jovi t 10. ( - ) University Throwing Muses Bandaríkin (LP/CD) Human League lifir enn - ný plata hljómsveitarinnar, hin sjöunda í röðinni, kom út í vikunni Hljómsveitin Human League er síður en svo hætt störfum. Hún hef- ur starfað aila tíð frá stofnun en for- sprakkinn, Phil Oakey, segir að fer- iUinn hafi ekki alltaf verið dans á rós- um. Hann er hins vegar bjartsýnn á betri tíð og segist ekki trúa öðru en að ný plata hljómsveitarinnar, sem kom út á mánudaginn var, eigi eftir að fá góðar viðtökur. Platan heitir Octopus. Á henni er að finna lagið Tell Me When sem kom út á smáskífu skömmu fyrir áramót og hefur hljó- mað nokkuð í útvarpi að undanfómu. Human League er nú aðeins tríó, Oakey, Joanne Catherall og Susan Sulley. Þau era stolt af fortíð hljóm- sveitarinnar sinnar sem stóð á há- tindi frægðarinnar árin 1981 og ‘82 þegar platan Dare kom út. Hún hafði meðal annars að geyma lagið Don’t You Want Me sem komst á toppinn víða um heim og var einmitt vin- sælasta lagið í Ameríku þegar hljóm- sveitin kom hingað til lands og spil- aði í nafni Listahátíðar. En Joanne Catherall segir að erfitt hafi reynst að fýlgja eftir vinsældunum ffá því í byrjun níunda áratugarins. „Sakleysið og spilagleðin, sem ein- kenndu Dare, getur einfaldlega að- eins verið til staðar á einni plötu,“ segir hún. „Síðan urðum við náttúr- lega að halda áff am að þróa og þroska tónlistina. Á næstu plötu á eftir gleymdum við okkur yfir tæknileg- um hlutum, vorum til dæmis í nokkr- ar vikur að taka upp trommuheilann einan og það hvemig við gengum til verka bitnaði á árangrinum. Phil Oakey telur ekki að tónlist Human League hafi dalað með áran- um. Máli sínu til stuðnings bendir hann á plötuna Romantic? sem kom út árið 1990. „Fólk lítur á vinsælda- listana til að sjá hvemig þeirri plötu reiddi af og afgreiðir hana síðan sem mistök á ferli hljómsveitarinnar," segir hann. „Ég held hins vegar að lögin á Romantic? séu sterkari en á Dare. Málið er að platan er uppfuil af prýðilegu poppi, fluttu af fólki sem átti við alvarleg þunglyndisvanda- mál að stríða og fékk engan stuðning Human League: Fækkað hefur um helming í hljómsveitinni síðan hún stóð á hátindi frægðarinnar. frá nokkrum einasta manni við það sem það var að reyna að gera. í kjölfar þessa skipti Human * League um plötufyrirtæki og áður en ráðist var í gerð plötunnar Octopus var fenginn upptökustjóri til að hafa yfirumsjón með verkinu. Sá er Ian Stanley sem meðal annars hefur unn- ið með Pretenders, Sisters Of Mercy og Tears For Fears. Þetta er í fyrsta skipti síðan Dare var hljóðrituð sem Human League ræður sér upptöku- stjóra. Það er alrangt ef einhver heldur að við séum ánægð með að senda frá okkur plötur á fimm ára fresti og hverfa síðan sjónum þess á miili, seg- ir Phil Oakey. „Óskastaða okkar væri sú að taka upp plötu á átján mán- aða ffesti og eyða tímanum fram að næstu plötu við að fylgja henni eftir. Þetta hefur ekki gengið, meðal ann- ars vegna þess hve illa við skipuleggj- um starfið. En við gerð Octopus gerð- um við okkur grein fyrir að Human League er nokkuð sem við viljum fást við það sem við eigum eftir ólifað.“ Tónlistargetraun DV og Japis Tónlistargetraun DV og Japis er léttur leikur sem allir geta tekið þátt í og hlotið geisladisk að launum. Leikurinn fer þannig fram að í hverri viku era birtar þrjár léttar spmningar um tónlist. f Þrír vinningshafar, sem svara öll um spurningum rétt, fá svo geisla disk í verðlaun ffá fyrirtækinu Jap is. Að þessu sinni er það safndiskur inn Concept In Dance sem er í verð laun en þar koma meðlimir hljóm sveitarinnar Prodigy mikið við sögu. Hér koma svo spumingamar: 1. Hvaða íslenska transhljómsveit gaf nýverið út plötuna AN-THEM í Bretlandi? 2. Hvað heitir nýtt lag frá Björk sem kemur út á lítilli plötu bráð- lega? 3. Hvaða hafa komið út margar „minninga“plötur? Dregið verður úr réttum lausnum 3. febrúar og rétt svör verða birt í blaðinu 11. febrúar. Hér era svörin úr getrauninni sem birtist 14. janú- ar: 1. Kurt Cobain. 2. Urge Owerkill. 3. Húgó. Vinningshafar í þeirri getraun, sem fá plötuna Sleeps With Angels með Neil Young í verðlaun, era: Vinningshafarúrsíðustugetraunfengu plötuna Sleeps With Angels með Neil Young í verðlaun. Elmar Freyr Víðisson Völusteinsstræti 12,415 Bolungar- vík. Sindri Snær Thorlacius Selvogsgrunni 12,104 Reykjavík. Katrín Kristjánsdóttir Brunnstíg 1, 220 Hafnarfjörður.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.