Dagblaðið Vísir - DV - 28.01.1995, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 28.01.1995, Blaðsíða 6
6 LAUGARDAGUR 28. JANÚAR 1995 Stuttar fréttir Útlönd x>v Sprengja Grosní Rússneskar sveitir halda áfram aö dæla sprengjuin á úthverfi Grosní. Margir óbreyttir borgar- ar hafa látist. Nordmenn óánægðfa’ Norömenn eru ekki ánægðir meö það að Rússar halda því fram aö Norömenn hafi með noröur- ljósaflauginni veriö aö prófa þá. DeðtumOJ. Sækjendur í máli O.J. Simp- sons saka hina frægu veijend- ur hans um óheiðarlcga málsmeöferö og allt er óvfst um hvemig málinu veröur fram hai Ekkisamkomulag Rabin forsætisráðherra telur aö ekki muni nást samkomulag milli Paiestlnumanna og Israela um kosningar á Gaza á næstunni. Jeltsínrekur Jeitín hefur rekið varaforsætis- ráðherra sinn, Nikolai Yegorov, vegna klúðursins í Tsjetsjeníu. SkotidáKabul Óvinir forseta Afganistans hófu í gær eldflaugaárás á Kabui, höf- uðborg landsins. Margir óbreytt- ir borgarar dóu en ekki er vitað hve margir. Balladur gagnrýndur Balladur, forsætisráðherra Frakklands, var harðlega gagn- rýndur af hægri mönnum í gær eftir að birtar voru nýjar skýrslur um póiitíska spiliingu. Gingrich efast Gingrich, for- seti Banda- ríkjaþings, seg- ir að lánveiting til Mexíkó geti. fariö fyrir þing- iö í næstu viku en efast um að máli fari auð- veldlega í gegn. Nifatt líf stíðarf angelsi Sprengjumaður ÍRA var dæmd- ur í nífalt lífstíðarfangeisi í gær fyrir að sprengja í loft upp fisk- búð í Belfast þar sem á annan tug manna létust. Serbarnmta Bosníuserbar neituðu að ieyfa embættismönnum SÞ að hitta' bosniskan blaðamann sem þeir hafa í haldi eftir að hafa rænt honum úr bíi á vegum SÞ. Reuter hafa lækkað íverði Hlutabréf hafa lækkað nokkuð í verði á hlutabréfamarkaði í New York síðustu daga og var FT-SE 100 3.061,69 stig þegar höllinni var lokað á fimmtudagskvöld. Einnig var um smávægiiega lækk- un að ræða í Tokyo. Hlutabréf hækk- uðu hins vegar nokkuð í kauphöll- inni 1 Lundúnum, Frankfurt og Hong Kong. 92ja og 98 oktana bensín hefur lækkað lítillega í verði og sama gildi um hráoiíu. Sykur hefur lækkað nokkuð í verði á markaði í Lundúnum meðan kaffi hækkaði. Norömenn óttaslegnir vegna bráðræðis Jeltsíns í kjamorkumálum: Var hálffullur með finqur á takkanum - Gro Harlem neitaði í tvo daga að sjá alvöru málsins Gísli Kristjánsson, DV, Ósló: „Einhverjir rússneskir herforingj- ar vildu nota norska eldflaugarskotið til að reka slyðruorðið af hernum eftir hrakfarirnar í Tsjetsjeníu," sagði Per Tresselt, sendiherra Nor- egs í Rússlandi, í gær eftir viðræður við ráðamenn í Kreml. Norsk stjórnvöld ákváðu í gær, tveimur dögum eftir skotið fræga frá Andeyju, að taka málið upp við rúss- nesk stjórnvöld og leita skýringa á uppistandinu sem varð í Kreml eftir að norðurljósaflaugin fór á loft. Sendiherrann sagöi eftir fundi sína að Rússar gætu í raun og veru engar nothæfar skýringar gefið. Aðeins væri hægt að velta vöngum yfir ástandinu í Kreml. í fyrstu neituðu bæði Gro Harlem Brundtland forsætisráðherra og Björn Tore Godal utanríkisráðherra að tjá sig um málið. Norskir flölmiðl- ar hafa hins vegar farið hamfórum síðustu daga vegna hugsanlegrar kjamorkuárásar Rússa. Farið hefur verið í saumana á geislavörnum landsins og afleiðingar kjarnorku- árásar riflaðar upp. Einkum þykir skelfilegt til þess að hugsa að Borís Jeltsín forseti var að eigin sögn með flngurinn á sjálfum takkanum. Grunur leikur á aö hann hafi verið hálffullur. Nú virðist sem Jeltsín hafi ekki fengið boð um yfir- vofandi árás frá hernum heldur frá fréttastofunni Interfax sem komst ótrúlega snemma á snoðir um málið. Reynist þetta rétt hirti Jeltsín ekki um að kynna sér ástandið sjálfur. Hann hugsaði um það eitt aö sýna almenningi að stjórn landsins væri í góðum höndum hjá honum. Norðmenn segja nú að þeir verði sjálfir aö sjá um að tilkynningar um eldflaugaskot frá Andeyju rati rétta boðleið í rússneska kerfinu. Ella geti Kolbjörn Adolfsen, eldflaugastjóri á Andeyju, kallað kjarnorkuárás yfir Noreg með áhuga sínum á norður- ljósunum. Þessir menn voru á leið til vinnu á kanó í Koblenz í Þýskalandi í gær. Áin Rín hefur vaxið gífurlega í fárviðrinu sem gengið hefur yfir Evrópu síðustu daga og flest hús í borginni eru umflotin. Auk rigningar var stormur i Þýska- landiígær. Simamynd Reuter Salfræðingur um Eric Cantona: Fékk ekki næga útrás í æsku Stjórn enska knattspyrnufélagsins Manchester United hefur ákveðið að banna knattspymumanninum Eric Cantona að leika fleiri leiki með að- alliði félagsins á þessari leiktíð. Can- tona réðst á áhorfanda á leik Crystal Palace og Manchester United sl. mið- vikudag eftir að hafa verið rekinn af leikvelli fyrir brot. Cantona spark- aði í manninn og barði. Auk þess að víkja Cantona úr aðal- liðinu var hann sektaður um sem nemur tveggja vikna kaupi en félagið getur ekki sektað hann meira en það. Hann fær að æfa með félaginu og leika meö varaliðinu. Cantona hefur einnig verið vikið úr franska lands- liðinu og sviptur fyrirliðatitlinum. Cantona mun þurfa að mæta til yfirheyrslna hjá aganefnd Knatt- spyrnusambandsins eftir tvær vikur og einnig hjá lögregluyfirvöldum í næstu viku en fómarlamb karate- sparks Cantona, hinn tuttugu ára gamli Matthew Simmons, hefur kært hann fyrir atvikið. Sá þykir nú ekki bamanna bestur og hefur oftlega lent í útistöðum við lögregluna. Mikið hefur verið flallað um málið í breskum flölmiðlum og gamlir knattspyrnukappar hamast við að fordæma athæfi Cantona. Sálfræö- ingar hafa einnig veriö dregnir inn í umræðuna og sagöi einn í gær að Cantona heföi að öllum líkindum ekki fengið nægilega útrás í æsku og þess vegna væri hann svo villtur. Hann sagðist einnig telja að líkja mætti skapsmunum Cantona við skapsmuni tveggja ára barna. Reuter Kauphallir og vöruverð erlendis | Var Leifur Eiríksson með sýfilis? Víkingamir bám ábyrgð á því að kynsjúkdómurinn sýfilis barst til Evrópu frá Ameríku en ekki spænskir og portúgalskir sæfarar eins og áöur var haldiö. Þetta kemur fram i nýrri rannsókn sem gerð var á skaddaöri höfuökúpu víkings sem fannst um 200 km fyrir utan Stokkhólm. Kúpan er talin vera af manni sem var uppi á ámnum 900 til 1000. Rannsókn- in sýnir að kynsjúkdómurinn var kominn til Evrópu 500 árum fyrr en áður var talið, eða strax á 10. Öld. Ef þessi niðurstaða vísinda- mannanna er rétt eru allar líkur á að það haíi verið Leifur Eiríks- son sem fann Vínland en ekki einhver Kólumbus. Kastró breytti Kúbu í klósett Hin vinsæla salsa-söngkona og kúbverskur útlagi, Celia Cruz, lýsti því yfir í gær að á 36 ára valdatíö sinni hefði Kastró náð að breyta Kúbu í klósett. Ástand- ið í landinu væri hræðilegt. Cmz berst nú af fullum krafti íyrir því að koma á lýöræði i landinu. Hún ræddi um það mál við Ernesto Samper, forseta Kólombíu. Hún sagði að Kúbveijar hefðu í upp- hafi verið ánægðir með Kastró en nú væri þolinmæði allra á þrotum. Barndeyr úrhungri vegna dóp- neyslu foreldranna Áflán mánaöa drengui* dó úr hungri rétt fyrir síðustu jól vegna þess að báðir foreldrar hans höfðu látist vegna ofneyslu eitur- lyfla. Drengurinn dó undir jólatré flölskyldunnar og fannst þar ínn- an um óopnaöa jólapakka fyrst sl. miðvikudag. Fjölskyldunnar haföi þá verið saknað í meira en mánuö. Nágrannar bmtust inn á heimilið, sem er í Norður-Wales, og fundu þar rotnandi lík og mik- ið af sprautunálum og kókaíni. Reuter

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.