Dagblaðið Vísir - DV - 04.02.1995, Qupperneq 2

Dagblaðið Vísir - DV - 04.02.1995, Qupperneq 2
2 LAUGARDAGUR 4. FEBRÚAR 1995 Fréttir Álverið í Straumsvik: mjw u ■ w w m Kostir a nyjum kerskála kannaðir myndi skapa ríflega 100 ný störf Iðnaðarráðuneytið kynnti í gær sameiginleg áform stjómvalda og eigenda ísals um stækkun álversins í Straumsvík. Samningar hafa tekist við Alusuisse um að kanna kosti á byggingu nýs kerskála í Straumsvík. íslensk stjómvöld hafa síðustu mán- uði verið aö kanna möguleika á meiri álframleiðslu og meðal þeirra kosta sem hafa veriö skoðaðir er flutningur nýs kerskála í eigu þýska álfyrirtæk- isins VAW. Hátt álverð á heimsmark- aði hefur ekki skemmt fyrir þessum áformum. Fyrsti viðræðufundur var í London um síðustu mánaðamót. Þar var tek- in ákvörðun um að vinna sameigin- lega úttekt á þeim kostum sem til greina koma. Úttektin mun bæði taka til tæknilegra og rekstrarlegra þátta og á vinnu við hana að vera lokið fyrir 1. mars nk. Samhliða verð- ur rætt um fyrirkomulag á eignar- haldi og rekstri nýja kerskálans. Þegar álitlegasti kosturinn hefur verið vaiinn ætla stjórnvöld og eig- endur ísals, auk hugsanlegra nýrra aðila, að taka sér 6 mánuði í undir- búningsvinnu. Byggingártími nýs kerskála er áætlaður 2 ár þannig að að meðtöldum undirbúningstíma gæti skálinn verið kominn í notkun í lok ársins 1997. Með nýjum kerskála er verið að tala um 60% stækkun á álverinu. Núverandi framleiðslugeta ísals er um 100 þúsund tonn þannig að fram- leiðslan færi í 160 þúsund tonn á ári. Starfsmenn ísals í dag eru í kringum 400 og myndi kerskálinn skapa ríf- lega 100 ný störf. Umsvif vegna bygg- ingar skálans eru þá ótahn. Tilvísanadeilan: Læknar ræddu við Sighvat „Það má segja að engin niðurstaða hafi náðst á fundinum en menn lýstu yflr vilja sínum inn að þeir vildu gjaman afla sér heimildar til að ræða saman áfram til að koma í veg fyrir óvissu og óöryggi. Við hefðum kosið að ráðherrann hefði breytt vióhorfi sínu en lítum á að það sé möguleiki á því, fram að þeim tíma sem samn- ingurinn rennur úr gildi, að ná landi. Til þess þurfa læknar að vera tilbún- ir að taka þátt í viðræðum sem kannski væru út frá tilvísunarkerf- inu en það er ekkert gefið að slíkt samþykki fáist,“ sagði Sverrir Berg- mann, formaður Læknafélags ís- lands, í samtali við DV um tilvísun- ardeiluna. Formenn læknafélaganna áttu í gær fund með heilbrigðisráðherra, Sighvati Björgvinssyni, þar sem deiluaðilar kynntu sjónarmiö sín. -PP Formaður Læknafélags íslands, Sverrir Bergmann, átti fund með heilbrigðisráðherra, Sighvati Björgvinssyni, i gær ásamt starfsbræðrum sínum, þeim Gesti Þorgeirssyni, formanni Læknafélags Reykjavikur, og Sigurði Björns- syni, formanni Sérfræðingafélagsins. Sverrir segir menn hafa skýrt sín sjónarmiö á fundinum án þess að ná neinu samkomulagi. DV-mynd ÞÖK Friðrik Sophusson fjármálaráðherra: Kröf ur Flóabandalagsins kosta 8-9 milljarða - en kröfur Alþýðusambandsins 4 milljarða Stuttar fréttir Fjárfrekur rfltissjóður Ríflega fjórðungur landsfram- leiðslunnar í fyrra hafhaöi sem tekjur í ríkissjóði, eða alls 109,6 milíijarðar. Fréttablað ijármála- ráðuneytisins skýröi frá þessu. Miskunnarsamtráð Ungur menntskælingur, Stefán Pálsson, hefur fengið leyfi út- varpsráðs til að taka þátt í spum- ingakeppni framhaldsskólanna þrátt fy rir aö hann sé á framboös- lista. RÖV skýrði frá þessu. Vafasamtfrumvarp Amnesty Intemational telur aö sfjómarskrárfrumvarpið stand- ist ekki alþjóðlegar kröfur í mörgum veigamiklum atríðum og jafnvel í ósamræmi við þær skyldur sem ísland hefur tekið á sig við fullgildingu alþjóðlegra mannréttindasáttmála. ÁTVRgagnrýnd Bókfærður auglýsingakostnaö- ur ÁTVR á síðæta ári var rúra- lega Ú5 milijónir króna á árinu 1993.1 nýlegri skýrslu Rxkisend- urskoðunar er gagnrýnt hversu stór hluti þessarar ijárhæðar fór í styrki tíl einstaklinga og félaga. -kaa „Ég hef látið reikna út hvað kröfur Flóabandalagsins á hendur ríkinu muni kosta ríkissjóð. Það er á mifli 8 og 9 milljarðar króna. Meginástæð- an er auðvitað sú að þeir eru að fara fram áverulega meiri hækkun skatt- leysismarka en ASÍ gerir í sínum kröfum. ASÍ-kröfumar myndu kosta ríkissjóð um 4 milljarða. Til að menn átti sig á tölunni sem kröfur Flóa- bandalagsins myndu kosta ríkissjóð er hún það sama og fer á ári í elli- og örorkulífeyri og tekjutryggingar almannatrygginga til samans," sagði Friðrik Sophusson fjármálaráðherra í samtali við DV í gær. Friörik sagðist ekki líta á þessa Davíð Oddsson forsætisráöherra hefur skipað Þorstein Pálsson dóms- málaráðherra seturáðherra í kæm bæjarstjóra og formanns bæjarráðs í Hafnarfirði um viðskipti Hagvirk- is-Kletts og fyrrverandi meirihluta kröfugerð ASÍ og Flóabandalagsins á hendur ríkinu sem endanlegar. „Það verður að gera þá kröfur til aðila vinnumarkaðarins að þeir komi með sameiginlegar tillögur til ríkisstjómarinnar frá öllum þeim aðilum sem em í samningum, bæði þeim á almenna vinnumarkaðnum og opinberum starfsmönnum. Ríkið getur ekki verið að semja við hvem hóp fyrir sig. Það er útilokað. Þess vegna ber ekki að taka þessar tillögur sem endanlegar enda stangast þær á í stórum dráttum,“ sagði Friðrik. Fjármálaráðherra sagðist vilja taka það fram að hann teldi að ríkið ætti ekki að koma að kjarasamning- Alþýðuflokks í bæjarstjóm Hafnar- fjarðar. Rannveig Guðmundsdóttir félags- málaráðherra vék sæti viö meðferð og úrskurð kæm um ákvarðanir bæjarstjómar Hafnarfjarðar um unum sjálfum. Atvinnulífið eigi og hljóti að gera það. „Ríkið á ekki að koma að kjara- samningum nema í undantekningar- tilfellum þegar um kreppu er að ræða. Þá vil ég einnig benda á, og það skiptir miklu máli, að í kröfum verkalýðshreyfingarinnar á hendur ríkinu em ekki gerðar tíllögur um það að auka tekjur eða draga úr út- gjöldum ríkissjóðs á móti. Þær munu óhjákvæmilega leiða til aukins hafla- reksturs ríkissjóðs, skattahækkunar eða vaxtahækkunar ef ekkert kemur á mótí,“ sagði Friðrik Sophusson fjármálaráðherra. fjármálaleg viöskipti við Hagvirki- Klett hf. á árunum 1992-1994. Lögum samkvæmt átti forsætisráðherra að skipa seturáðherra í málinu. Ekki náðist i Þorstein Pálsson í gær. Þorsteinn er seturáðherra DV neitað um aomynða MiðhúsasiKrið „Það er nú kannski ekki sérstök leynd í kringum málið en við telj- um ekki rétt að verið sé að trufla Danina á meöan þeir eru að vinna í þessu. Ég skil það svo að þeir hafi ekki áhuga á þvi aö baða sig í fjölmiðlaljósi á meðan þeir em að rannsaka silfriö. Þess vegna fékkst þú þessa línu frá mér eftír að ég hafði farið aðeins yfir málið með þeim sem hafa borið ábyrgð á því fyrir okkar hönd,“ sagði Sturla Böðvarsson, formaður þjóðminjaráös, aðspuröur um þá miklu leynd sem viröist hvila yfir rannsókn silfursjóðsins frá Mið- húsum sem nú er til rannsóknar á danska þjóðminiasafninu. Blaðamaður DV var í Kaup- mannahöfn á dögunum og hafði fengið vilyrði Peters Henriksen, forvarðai' á danska þjóðminja- safninu og umsjónarmanns rann- sóknar silfursjóðsins, til mynda- töku á Miðhúsasilfrinu ef skrif- legt leyfifengist hjá ísienska þjóð- minjasafmnu. Leyfið fékkst liins vegar ekki heldur var sent sím- bréf út til blaðámanns þar sem ítrekað var það fjöimiðlabann sem i gildi væri. „Þetta er í höndum eins þjóð- minjaráðsmanna, Helga Þorláks- sonar, og safnsljóra Þjóðminja- safnsins, Lflju Árnadóttur, og þetta varð nú niðurstaðan," segir Sturla. Lilja Árnadóttir neitaði að tjá sig um raáliö að öðru leyti en því aö það þætti ekki eðlilegt að fjalla um rannsóknina fyrr en niöur- staða lægi fyrir og vísaði á Sturlu Böðvarsson ef frekari upplýsinga værióskaö. -pp Dómsmálaráð- herrar Norður- landa funda Dómsmálaráðherra Noregs, Grethe Faremo, hefur boðað tii fundar, í samráði við Þorstein Pálsson dómsmálaráðherra, með starfsbræðrum sínum á Norður- löndum um framtið vegabréfa- mála á Norðurlöndum. Fundur- inn verður haldinn í Ósló eftir helgi.Qg lýkur á þriðjudag. Frá því á sjöunda áratugnum hafa Norðurlöndin verið eitt vegabréfasvæði en í framhaldi af því að Danir hafá í hyggju að undirrita Schengen-samkomulag ESB-ríkja ef svo yröi er líklegt aö Islendingar verði krafðir vega- bréfa viö komu tíl Ðanmerkur. Ekki er Ijóst hvort Svíar og Finnar, sem nýlega samþykktu ESB-aðild, gerist aðilar aö Schengen-samkomulaginu en ef svo er standa íslendingar og Norðmenn utan þess vegabréfa- svæðis sem aörar Norðurlanda- þjóðir eru aðfljar að. Rætt hefur verið um sem iík- lega lausn á málinu aö þaö verði leyst með því að útvíkka EES- samkomulagiö eða horfa til þess á hvem hátt Danir leysa vanda- málin sem kunna að skapast hjá þeim gagnvart Færeyingum og Grænlendrngum. Fyrri kosturinn erþólíklegriensáseinni. -pp Fjölgar á Seifossi Regína Thoiarensesi, DV, SeJfoesi: fbúar á Selfossi voru 4136 hinn 1. deserober sl. og hafði tjölgað um 85 frá 1. desember 1993. Senni- lega bætast margir fieiri við í ár því Þorsteinn Pálsson, fram- kvæmdasfióri Kaupfélags Ámes- inga, KÁj fær margt verslunar- fólk til KA í ár sem vonandi verð- ur eins duglegt að fjölga mann- kyninu og framkvæmdasfjórinn. Hann er fimm barna faðir.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.