Dagblaðið Vísir - DV - 04.02.1995, Side 13
LAUGARDAGUR 4. FEBRÚAR 1995
13
Sviðsljós
Jodie Foster og Randy Stone.
JodieFoster
ástfangin
Vinir Jodie Foster voru ekki
undrandi þegar hún birtist með
hinn fallega Randy Stone við hlíð
sér á frumsýningu nýjustu mynd-
ar hennar, Nell. Randy er nefni-
lega fluttur inn í hús Jodie ná-
lægt Los Angeles.
Arum saman hafa menn verið
að velta því fyrir sér hvort kvik-
myndastjaman hafi ekki viljað
vera í nánu sambandi t kjölfar
skelfdegrar reynslu 1981. Þá fékk
náungi, að nafhi John Hinckley
Jr„ Jodie á heilann og skaut að
Reagan forseta til að „sanna“ ást
sína.
Aöspurður vill Randy ekki láta
hafa neitt eftir sér um það hvort
skötuhjúin séu búin að gera ein-
hverjar áætlanir um sameigin-
lega framtíð.
Henry Leconte og Marie Sara.
Henry Leconte
í hnapp-
helduna
Tennisstjaman Henry Leconte
gekk nýlega að eiga Marie Söra
Bourseiller sem er eini kvenkyns
ríðandi nautabaninn í heimi.
Marie var fjórtán ára þegar hún
sá nautaat í fyrsta skipti. Það var
í bænum Camargue í Les-Saint-
es-Maries-de-la-Mer og þar var
brúðkaupið haldið. Gestir í brúð-
kaupinu vora auðvitað nauta-
banar auk nokkurra leikara og
stjómmálamanna. Meðal þeirra
síðastnefndu var Jacques Chirac,
borgarstjóri Parísar, en hann var
svaramaður við brúðkaupið.
Faðir Marie er óperustjóri í
Nancy. Móðir hennar, sem er lát-
in, var leikkona.
Að komast
upp á lagið
með fjármálin
Greiðsluþjónusta
SgP&fSSXisí
Sparisjóðurinn býður þér nú Greiðsluþjónustu,
sem er þægileg og örugg leið í fjármálum þínum
og heimilisins. Greiðsluþjónustan er fjölþætt
þjónusta sem kemur lagi á fjármál
ólíkra viðskiptavina sparisjóðsins.
Greiðsluþjónustan sparar þér tíma og fyrirhöfn,
skilvís greiðsla reikninga verður í takt við útgjöld
sem hægt er að jafna yfir árið ef þess gerist þörf.
Þessi þjónusta hentar þeim sem leiðist að standa
í biðröðum um hver mánaðamót og láta reikninga
ekki slá sig út af laginu.
SPARISJOÐIRNIR
-Jyrirþig og þína