Dagblaðið Vísir - DV - 04.02.1995, Page 17

Dagblaðið Vísir - DV - 04.02.1995, Page 17
LAUGARDAGUR 4. FEBRÚAR 1995 17 Tíska Chanel. Dragtir aftur í tísku Tískublöðin Elle og Vogue hafa lýst yfir mikilli ánægju sinni með það að tískukóngarnir skuli nú loksins hafa gert dragtinni hátt undir höfði. Vinsælasta tímabil dragtanna á þessari öld var frá 1947 og fram á miðjan næsta áratug. Þá varð hver kona að eiga að minnsta kosti eina dragt í klæðaskápnum. Á seinni árum hafa dragtir helst verið eins konar vinnufót. Á tískusýningum að undanfórnu hafa verið sýndar dragt- ir til nota viö öll tækifæri. Jakkarnir eru flestir síðir og aðskomir og pilssíddin er frá hné og upp úr. Saint Laurent. Versace. Skilafrestur skattframtals rennur út 10. febrúar Leiðbeiningabæklingur með skattframtali hefur að geyma nauðsynlegar upplýsingar varðandi framtalsgerðina. Kynntu þér bæklinginn vel - og útfylling framtalsins verður auðveldari en'þig grunar. Rétt útfyllt skattframtal tryggir þér rétta skattlagningu. Eyðublöð liggja frammi hjá skattstjórum og umboðsmönnum þeirra, og í Reykjavík í bönkum, bankaútibúum og sparisjóðum. Þá er minnt á mikilvægi þess að varðveita launaseðla. Ef þörf krefur eru þeir sönnun fyrir því að staðgreiðsla hafi verið dregin af launum. Skattframtalinu á að skila til skattstjóra í viðkomandi umdæmi og mundu að taka afrit af framtaiinu áður en því er skilað. Skilaðu tímanlega og forðastu álag! RÍKISSKATTSTJÓRI HVlTA HÚSIO / SlA

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.