Dagblaðið Vísir - DV - 04.02.1995, Síða 18
18
LAUGARDAGUR 4. FEBRÚAR 1995
Dagur í lífi Iilju Ólafsdóttur, forstjóra SVR:
Rabb við pottfélaga
hápunktur morgunsins
Viðhorf viðskiptavina, starfsmannamál og endurskoðun leiðakerfisins með erlendum ráðgjöfum voru nokkur
þeirra mála sem Lilja Ólafsdóttir, forstjóri SVR, sinnti á mánudaginn. DV-mynd Brynjar Gauti
Mánudagurinn 30. janúar hófst
eins og virkir dagar gera venjulega
hjá mér meö því að ég dreif mig í
fótin og skellti í mig einu glasi af
ferskum gulrófusafa en það er
morgunmaturinn sem eiginmaður-
inn útbýr á hverjum morgni. Síðan
lá leið okkar í sundlaugamar í
Laugardalnum eins og vanalega.
Sundspretturinn var hressandi og
það var kærkomin tilbreyting að
hitastigið var ofan við núllið.
Hápunktur morgunsins er að
setjast í pottinn að afloknu sundinu
og ræða við hina daglega pottfé-
laga. Okkar pottur er venjulega sá
kaldasti, 38-39 stiga heitur, nema í
dag þegar hann var lokaður vegna
hita. Við félagarnir urðum því að
gera strandhögg í næsta potti og
vorum að sjálfsögðu ekki eins
heimarík og þaulsætin eins og við
hefðum verið á okkar yfirráða-
svæði. Satt að segja náðum við ekki
því háflugi hugans í morgunrabb-
inu sem við erum vanalega svo
sammála um að einkenni hópinn.
En það var notalegt samt.
Ég kom í vinnuna klukkan tutt-
ugu mínútur yfir átta. Þótt það sé
upphaf daglegs vinnutíma á skrif-
stofu SVR virtust allir vera komnir
á fullt skriö við störf sín þegar ég
rölti inn ganginn. Það liggur já-
kvæðni og jafnvægi í loftinu á skrif-
stofu SVR sem fyllir mig þæginda-
tilfmningu þótt ég hafi aðeins starf-
að þar í tæpan mánuð.
Rætt um viðhorf við-
skiptavina
Skrifborðið mitt hefur þá undar-
legu náttúru að vera sífellt þakið
pappírum og mitt fyrsta verk á
morgnana, eftir að hafa kveikt á
tölvunni og prentaranum, er að
fara í gegnum það sem liggur fyrir.
Ég er vön að hafa daghókina í tölvu
en þurfti að skipta yfir í handvirka
dagbók þegar ég skipti um starf um
áramótin. Nú er verið að koma í
gang dagbókarkerfi á tölvunetinu
en ég er ekki búin að læra almenni-
lega að nota það.
Fundur, sem ákveðinn var með
samstarfsaðila kl. níu, féll niður.
Tímann gat ég notað til að skrifa
tiilögu að reglum um reykingar
sem síðan verða unnar áfram í
samstarfi við starfsmenn fyrirtæk-
isins. Klukkan tíu átti ég stuttan
fund með einum af stjórnendum
borgarinnar.
Fram að hádeginu fór tíminn í
að huga aö úrbótum á aðstöðu fyr-
ir vagnstjóra á Lækjartorgi og að
ræða við samstarfsmann um hug-
myndir að könnun á viðhorfi við-
skiptavinanna til þjónustu fyrir-
tækisins. Verið er að vinna að end-
urskoðun leiöakerfisins með er-
lendum ráðgjöfum og ég fór stutt-
lega yfir stöðu þeirra mála eftir
hádegið. Einnig fór nokkur timi í
umræður um starfsmannamál og
ýmsir aðilar hringdu vegna ólíkra
málefna. Unnið er að skipulags-
breytingum í fyrirtækinu og fund-
ur var ákveðinn á morgun vegna
þeirrar vinnu.
Um hálfQögur hitti ég forstjórann
hjá einum af stærstu birgjum fyrir-
tækisins og við skruppum niður á
lager og verkstæði. Þaö sem eftir
var vinnudagsins fór í að huga að
umsögn um umferðaröryggisáætl-
un sem umferðarnefnd hefur óskað
eftir.
Þorramatur á
rólegu kvöldi
Á mánudagskvöldum heimsækj-
um við hjónin venjulega móður
mína ásamt syni okkar og tengda-
dóttur og borðum kvöldmat hjá
henni. í þetta sinn voru fleiri gestir
þar í þorramat og við horfðum á
fréttir í sjónvarpinu áður en við
fórum heim.
Kvöldið var óvenjurólegt, meira
að segja síminn þagði. Kisurnar
mínar fengu því næga athygli og
þótti gott að liggja í kjöltu minni á
meðan ég horfði á danska fram-
haldsmyndaflokkinn Þorpið í sjón-
varpinu. Yfirleitt gef ég mér ekki
tíma til að lesa blöðin fyrr en á
kvöldin og á mánudögum er blaða-
lestur ekki fyrirferðarmikill, ég
rétt hljóp yfir DV.
Ég gekk svo frá þvottinum sem
ég þvoði um helgina á meðan við
hjónin fórum yfir hugmyndir að
endurnýjun á sturtubaðinu og
ákváðum hvemig skyldi staðið að
þeim. Það var gott að svífa inn í
draumalandið, mátulega þreytt að
loknum þægilegum degi.
[|Ks=
ar
Finnur þú finnn breytingar? 295
Greifynjan er stungin af með mjólkurpóstinum. Getur yðar náð
drukkið siðdegisteið mjólkurlaust?
Nafn:
Heimili:
Vinningshafar fyrir tvö hundruð nítugustu og þriðju
getraun reyndust vera:
1. Sunna K. Jónsdóttir, 2. William Jensen,
Einholti, Brændgárdvej 5, 3tv,
755 Stöðvarfirði. 7400 Heming, Danmörku.
Myndirnar tvær virðast við fyrstu
sýn eins en þegar betur er að gáð
kemur í ljós að á myndinni tii
hægri hefur fimm atriðum verið
breytt. Finnir þú þessi fimm atriöi
skaltu merkja við þau með krossi
á myndinni til hægri og senda
okkur hana ásamt nafni þínu og
heimilisfangi. Að tveimur vikum
liðnum birtum við nöfn sigurveg-
aranna.
1. verðlaun:
Zodiac Sigma 300 sími aö verðmæti kr.
4.950 frá Hljómbæ, Hverfisgötu 103,
Reykjavík.
2. verðlaun:
Úrvalsbækur. Bækurnar sem eru í verð-
laun heíta: Líki ofaukiö og Bláhjálmur úr
bókaflokknum Bróðir Cadfael aö verð-
mæti kr. 1.790. Bækurnar eru gefnar út
af Fijálsri fjölmiðiun.
Merkið umslagið með lausninni:
Finnur þú fimm breytingar? 295
c/o DV, póstltólf 5380
125 Reykjavík