Dagblaðið Vísir - DV - 04.02.1995, Page 23
LAUGARDAGUR 4. FEBRÚAR 1995
23
dv__________________Kvikmyndir
Litbrigði næturinnar í Regnboganum:
Sálfræðing-
ur í leit að
morðingja
Regnboginn frumsýndi í gær
spennumyndina Litbrigði næturinn-
ar (Colour of Night) með Bruce Will-
is í aðalhlutverki. Óstytt útgáfa
myndarinnar fór eitthvað fyrir
brjóstið á Bandaríkjamönnum en
Willis á ásamt mótleikkonu sinni,
Jane March, eldheitar ástarsenur í
myndinni. Útgáfan sem Regnboginn
sýnir er ívið lengri en sú sem sýnd
var í Bandaríkjunum.
Bruce Willis leikur sálfræðinginn
Bill Capa sem bregst illa við sjálfs-
morði eins sjúklinga sinna og ákveð-
ur að flytja sig um set frá New York
til Los Angeles. Þar tekur á móti
honum gamall skólafélagi og starfs-
bróðir sem stuttu síðar er myrtur.
Bob ákveður að leita morðingja vinar
síns en kynnist um sama leyti hinni
fógru Rose sem fullnægir öllum hans
leyndustu þörfum. Eftir því sem
kynni hans og Rose verða nánari
verður erfiðara fyrir hann að ein-
beita sér að því hver myrti vin hans
en sjúklingar hans eru hver öðrum
dularfyllri.
Bruce Willis er óþarft að kynna,
hann er meðal vinsælustu leikara í
Bandaríkjunum og á það kannski
fyrst og fremst að þakka leik sínum
í Die Hard myndunum. Hin unga
breska leikkona, Jane Marsh, er ekki
óvön því að vera fáklædd fyrir fram-
an kvikmyndavélarnar en hún lék
annað aðalhlutverkið í The Lovers,
Bruce Willis leikur sálfræðing sem
eltist við morðingja i Color of Night.
kvikmynd Jean-Jacques Annaud,
sem vakti mikla hneykslun og umtal
fyrir nokkrum árum.
Richard Rush er leikstjóri sem far-
ið hefur frekar lítiö fyrir en á að
baki nokkrar athyglisverðar kvik-
myndir. Hafa aðrir leikstjórar verið
ósparir á hól honum til handa. Má
þar nefna Francois Truffaut og Stan-
ley Kubrick. Rush hefur þurft að
berjast fyrir myndum sínum og er
nærtækasta dæmið The Stunt Man
sem margir telja snilldarverk. Það
tók tvö ár að koma henni í dreifmgu
eftir að Rush haföi fullgert myndina.
Tcheky Karyo leikur Nostradamus. Með honum á myndinni er Assumpta
Serna sem leikur seinni konu hans.
Nostradamus í Háskólabíói:
Maðurinn sem spáði fyr-
ir um framtíð heimsins
Nafnið Nostradamus lætur kunn-
uglega í eyrum, enda verið að vitna
í tíma og ótíma í spádóma hans en
honum tókst að sjá marga stórvið-
burði í mannkynssögunni fyrir þótt
stundum verði að leggja út frá texta
hans til að fmna samhengið.
Nostradamus lifði fyrir hundruðum
ára og er myndin byggð á ævi hans.
Við fylgjumst með ungum dreng sem
er hræddur við drauma sína og sýn-
ir. Þegar öll fjölskylda hans deyr í
plágunni miklu reynir Nostradamus
að snúa baki vð krafti sínum og byrja
nýtt líf en getur ekki sniðgengið það
sem honum hefur vitrast. Nostra-
damus spáði nákvæmlega fyrir um
eigin dauðdaga og margt hefur rætst
af því sem hann spáði. Enn eiga at-
burðir eftir að gerast í framtíðinni
sem hann hefur sagt fyrir um.
Techeky Karyo leikur Nostrada-
mus. Hann er fæddur í Tyrklandi en
hefur búið alla sína tíð í Frakklandi
og er meðal vinsælustu leikara þar í
landi. Karyo vakti fyrst athygh utan
heimalands síns þegar hann lék
leyniþjóustumanninn sem þjálfar
upp Nikita í samnefndri kvikmynd
Luc Bessons. Leikstjórinn Roger
Christian hefur leikstýrt einni kvik-
mynd áður, The Sender, en í mörg
ár vann hann við sviðshönnun og
leikmyndgerð með mönnum eins og
Ken Russell, George Lucas og Ridley
Scott.
í tilefni árs afmœlis:
Nautalundir fyrir 2
meö kartöflum, salati og kryddsmjöri
1.990 kr.
Borðað á staðnum eða
tekið með heim.
<t
HARÐAR
Barnabox:
-Konungur Ljónanna
límmiðar eða límmiða-
bækur fylgja hverju
barnaboxi.
Píta m/ buffi, frönskum og sósu
Hamborgari m/ frönskum og sósu l l»l»l
Ásamt fjölda annara Ijúfengra rétta.
Opnunartími
11.30-22.00
Samsung VX-306 tveggja hausa myndbandstœki
með aðgerðastýringum ó skjá sjónvarps, sjálfvirkri
stafrœnni myndskerpu, upptökuminni, þœgilegri
fjarstýringu, Scart-tengi o.m.fl.
Fengum nokkur stykki á þessu frábœra verði!!!
Samsung VX-395 fjögurra hausa myndbandstœki
með aðgerðastýringum á skjá sjónvarps, sjálfvirkri
stafrœnni myndskerpu, upptökuminni, fjarsfýringu,
Jog-hjóli, Scart-tengi, tengi fyrir sjónvarpsmyndavél,
Long Play, hœgmynd og margt fleira.
Að sjálfsögðu f
™ST ■ i ÆF Samkort
greiðslukjör við allra hœfi l
*nt númer:
Grensásvegi 11
Sími: 886 886 Fax: 886 888