Dagblaðið Vísir - DV - 04.02.1995, Side 29
LAUGARDAGUR 4. FEBRÚAR 1995
41
Sviðsljós
Meryl Streep nýtur aðdáunar barnanna sinna fjögurra fyrir afrekin í kvik-
myndinni Ógnarfljóti.
Meryl Streep:
Fjögurra bama
móðir á fullu
Meryl Streep, dáðasta kvikmynda-
leikkona heims, er 45 ára og fjögurra
barna móðir. Á fundi með frétta-
mönnum, þar sem hún var að aug-
lýsa spennumyndina Ógnarfljótið,
hafði hún gaman af að segja frá því
hvað bömin væru fjörug.
„Þegar ég er á ferðalagi með þau
er svo mikil fyrirferð á þeim á flug-
völlum að ég get næstum því heyrt
fólk hvíslast á um að þau séu illa
uppalin."
Áð sögn Meryl líta börnin ekki á
móður sína sem kvikmyndastjörnu.'
Þau nenna yfirleitt ekki að sjá mynd-
imar sem hún leikur í en þau hafa
þó haft gaman af Ógnarfljótinu.
Yngsta bamiö er Louisa sem er 3
ára. Elstur er Henry sem 14 ára,
næst kemur Mamie sem er 11 ára og
þriðja í röðinni er Grace, 8 ára.
Meryl kveðst aldrei hafa orðið jafn
hrædd á ævinni og við tökurnar á
Ógnarfljóti. „Ég samþykkti ýmislegt
sem ég myndi aldrei gera aftur. Það
er sama hversu vel maður undirbýr
sig. Maður er alveg háður náttúruöfl-
unum þegar maður situr í gúmbát í
stríðum straumi. Ég æfði líkamsrækt
í fjóra mánuði fyrir tökurnar og
lærði aö sigla á fljóti. En þegar alvar-
an blasir við er þetta aö allra mestu
leyti komið undir afstööu manns
sjálfs. Ef maður er þeirrar skoðunar
að maður geti þetta þá getur maður
það, annars er maður í lífshættu,“
segir Meryl sem notfærði sér stað-
gengfl í örfá skipti viö tökurnar.
Hún segir það mat manna að konur
hafi sérstaka hæfileika í hættulegar
fljótasiglingar. Þær reyni ekki í ör-
væntingu að berjast á móti en það
geti þær reyndar ekki gert jafn vel
og karlar, heldur láti þær sig fljóta
með straumnum og hlusti á fljótið.
í viötalinu við fréttamenn viður-
kennir Meryl að hafa orðið fyrir von-
brigðum með viðtökurnar á kvik-
myndinni Hús andanna. Henni
fannst leikstjórinn Bille August hafa
unnið gott verk og hún kveðst gjarn-
an vflja vinna meö honum aftur.
„Hann er einn af uppáhaldsleikstjór-
unum mínum. Hann notar helst
fyrstu tökuna og gerir hlutina ekki
flóknari en nauðsynlegt er,“ segir
Meryl og líkir Bille við Cíint East-
wood.
í kvikmyndinni Brýmar í Madi-
sonsýslu leikur Meryl á móti Clint
sem einnig leikstýrir myndinni. Tök-
um á kvikmyndinni, sem gerð er eft-
ir metsölubók, lauk í nóvember.
Næsta mynd, sem Meryl leikur í,
heitir Before and after og er hún
einnig gerð eftir metsölubók. í þeirri
mynd leikur Meryl á móti Liam Nee-
son.
Systkinin Michael og Sharon Stone.
Sharon Stone:
Aóstoðar bróöur sinn
Michael Stone, bróðir Sharon
Stone, segir það systur sinni og öðr-
um fjölskyldumeðlimum að þakka
að honum tókst að hætta fíkniefna-
neyslu. Fyrir fjórtán árum var Mic-
hael, sem er 43 ára, dæmdur í tveggja
ára fangelsi fyrir aö hafa fíkniefni í
fórum sínum.
Michael hefur fengist við ýmislegt
á undanfómum árum en er um þess-
ar mundir að þreifa fyrir sér í kvik-
myndabransanum. Hann leikur í
vestranum The Quick and the Dead
með systur sinni og Gene Hackman.
Myndin verður frumsýnd síðar á
þessu ári. Að sögn Michaels hefur
það verið oröað við hann að leika í
tveimur tfl þremur öðrum kvik-
myndum en hann kveöst ekki viss
um að hann vilji leggja kvikmynda-
leik fyrir sig. Hann kveðst hafa miklu
meiri áhuga á handritagerð og leik-
stjórn.
Illar tungur segja að Michael njóti
góðs af frægð systur sinnar en hann
bendir á að Sharon sé alltof greind
tfl að taka áhættu bara tfl að gera
bróður sínum greiða. „Sharon hefur
hjálpað mér mikið og kynnt mig fyr-
ir mönnum á bak við tjöldin í Hofly-
wood. Hún hefur einnig leiðbeint
mér um þaö hvemig maður kemst
af í þessum heimi.“
Michael er nýtrúlofaður Tamöru
Beckwith sem er upprennandi
stjarna. Tamara, sem er bresk, er 24
ára. Hún á átta ára dóttur og Micha-
el á 17 ára son frá fyrra hjónabandi.
Tamara átti sjálf við fíkniefnavanda
að stríða og segist því skflja hvað
Michael hefur gengið í gegnum.
opnar
~' \ Framsóknarmenn í Reykjaneskjördæmi opna aðalkosningaskrifstofu sina að
W \ D ) BæJarhrauni 22 (2. hæð) í Hafnarfirði á laugardaginn 4. febrúar kl. 17-19.
------' Á opnunarhátfðinni flytur Siv Friðleifsdóttir ávarp, Jóna Einarsdóttir spilar á
harmóniku, söngur og frambjóðendur verða með leyniatriði. Léttar veitingar.
Kosningaskrifstofan verður opin í febrúar virka daga milli kl. 16-20 og
laugardaga kl. 10-16. Opnunartími í mars og apríl verður auglýstur nánar I I
síðar. Kosningarsími 565 5705
AUGL YSINGAR
563 2700
markaðstorg
tækifæranna
Notaðir bílar
hjá Brimborg
Saab 9000 turbo
árg. 1988, ek. 70.000 km, dökkgrár, metallic,
sjálfskiptur, sóllúga, rafd. rúður, speglar og
læsingar, útv., segulb. Toppviðhald alla tíð.
Verð 1.290.000. Ath. skipti á ódýrari.
Allt að 36 mán. greiðslukjör
og skipti á ódýrari
Visa - Euro raðgreiðslur
Opið laugardag 12-16
FAXAFENI 8 • SIMI 91- 685870
Volvo 850 GLE
árg. 1993, ek. 30.000 km, hvítur, ABS, spól-
vörn, sjálfsk./sport, econ og vetrarstilling,
vökva-, velti- og aðdráttarstýri, útv., segulb.,
átta hátalarar, spoiler o.m.fl., 6 mán. ábyrgð.
Verð 2.450.000. Ath. skipti á ódýrari.
Daihatsu Feroza EL-II
árg. 1991, ek. 80.000 km, vinrauður, 5 gíra,
fjórhjóladrifinn, m/lágu drifi, útv. og segul-
bandi. Verð 1.090.000. 6 mán. ábyrgð.
MMC Lancer GLXi
árg. 1992, ek. 31.000 km, blár, metallic, 5
gira, vökvastýri, rafdr. rúður, speglar og
læsingar. Allur nýyfirfarinn. Verð 990.000.
Ath. skipti á ódýrari.
Mazda 626 GLXI
16 ventla, árg. 1992, ek. 31.000 km, vínrauð-
ur, sjálfskiptur, rafdr. rúður, speglar og læs-
ingar, sumar- og vetrardekk. Toppeintak.
Verð 1.590.000. Ath. skipti á ódýrari.
Subaru Legacy GL
árg. 1990, ek. 75.000 km, beige, metallic, fjór-
hjóladrifinn, vökva- og veltistýri, útv., seg-
ulb., rafdr. rúður, læsingar og speglar. Verð
1.190.000. Ath. skipti á ódýrari.
J
i