Dagblaðið Vísir - DV - 04.02.1995, Qupperneq 49
LAUGARDAGUR 4. FEBRÚAR 1995
Túbuleikarinn Harri Lidsle.
TónlistúrBleika
pardusinum og
Jurassic Park
Einn þáttur í starfi Sinfóníu-
hljómsveitar íslands er að halda
árlega tónleika sem eru sérstak-
lega ætlaðir ungu fólki. Hljóm-
sveitin reið á vaðið með slíka tón-
leika í fyrra og var þá leikið fyrir
fullu húsi og voru viðtökur
feiknagóðar. í þetta sinn hefur
verið fenginn til liðs við hljóm-
sveitina finnskur túbuleikari,
Harri Lidsle aö nafni.
Tónleikar
Túba er ekki algengt einleiks-
hljóðfæri. Sennilega er hún
þekktust hér á landi af tónverk-
inu Tobbi túba sem oft hefur ver-
ið leikið á tónleikum Sinfón-
íunnar. í þetta sinn verður Tobba
sleppt en í staöinn verður leikiö
Göngulag filsungans (Baby Elep-
hent Walk) eftir Henri Mancini
og Czardas eftir Monti, en það
verk er skrifað fyrir fiðlu. Harri
Lidsle hóf að læra á básúnu níu
ára gamall en sneri sér að túb-
unni þrettán ára gamall. Hann
hefur víða komið fram sem ein-
leikari.
Auk áðurnefndra verka eru á
efnisskrá tónleikanna þáttur úr
5. sinfóníu Beethovens og úr
kvikmyndum, meðal annars úr
Jurassic Park eftir John Williams
og Bleika pardusinum eftir Henri
Mancini. Hljómsveitarstjóri er
Osmo Vánská og kynnir er Einar
Örn Benediktsson. Tónleikarnir
eru í Háskólabíói í dag og hefjast
kl. 20.00.
Bikarúrslit í
handbolta
Þaö verður mjög mikiö um aö
vera í íþróttum um helgina og
keppt á mörgum vígstöðvum.
Hæst ber úrslitaleikina í bikar-
keppninni í handbolta og má bú-
ast við mikilli stemningu í Laug-
ardalshöliinni á morgun. í bikar-
úrsiitum kvenna leika Fram-
Stjaman og er það viðureign
efstu liöanna í deildinni og er
öruggt að þar verður um jafha
íþróttir
og spennandi viðureign að ræða.
Sá leikur hefst kl. 13.30. KA og
Valur leika síðan til úrslita í bik-
arkeppni karla kl. 17.00. Valur er
almennt talið vera með sterkasta
liðið í deildinni um þessar mund-
ir og selur sig örugglega dýrt en
KA-liðiö er mikið stemningslið
og verða örugglega í miklum ham
í dag og má því búast við spenn-
andi og tvísýnni viöureign.
Af öörum íþróttaviöburöum
helgarinnar má nefha að Norður-
landamótinu í keilu lýkur í dag,
en þar hefur verið boðið upp á
frábæra og spennandi leiki. Hin
árlega SKjaldarglíma Ármanns
er i dag og eru það margir sem
hafa gaman af þessari þjóðlegu
íþrótt íslandsmótið í badminton
fer fram um helgina og heil um-
ferð verður í úrvalsdeildinni í
körfubolta annað kvöld. Þá verð-
ur einnig leikið f 1. deild kvenna
í körfúboltanum. Eins og sjá má
af framangreindu verður helgin
einstaklega flörug á sviði íþrótta.
OO
Éljagangur og hvassviðri
í dag verður suðvestlæg átt á land-
inu. Víða verður kaldi og allhvasst í
Veðrið í dag
éljum sem munu ganga yfir sunnan-
og suðvestanlands. Skýjað verður
meö köflum en að mestu þurrt norð-
an- og austanlands. É1 verða annars
staðar á landinu. Hitinn verður
sunnan- og austaniands aðeins yfir
frostmarki. Á Vestfjörðum er spáð
smávægilegu frosti og eins á Norður-
landi en frostið' ætti ekki aö vera
meira en tvö stig. Á höfuðborgar-
svæðinu veröur suðvestlæg átt með
éljum og hitinn um eina gráðu.
Sólarlag í Reykjavík: 17.24
Sólarupprás á morgun: 9.57
Síðdegisflóð i Reykjavík: 21.38
Árdegisflóð á morgun: 9.55
Heimild: Almanak Háskólans
Veörið kl. 12 í gær:
Akureyri skýjað 0
Akumes rigning 3
Bergsstaðir skýjað 1
Bolungarvík alskýjað -1
Keflavíkurflugvöllur rigning 2
Kirkjubæjarklaustur skúrásíð. klst. 3
Raufarhöfn skýjað 0
Reykjavík alskýjað 3
Stórhöfði rigning 5
Bergen rigning 6
Helsinki léttskýjað 0
Kaupmarmahöfn skýjað 2
Stokkhólmur skýjað -1
Þórshöfn skýjað 7
Amsterdam skýjað 7
Berlín skýjað 3
Feneyjar þokumóða 9
Frankfurt skýjað 4
Glasgow skúr 9
Hamborg alskýjaö 4
London súld 10
LosAngeles heiðskírt 14
Lúxemborg skýjað 3
Mallorea alskýjað 13
Montreal heiðskírt -17.
New York heiðskirt -8
Nice léttskýjað 14
París skýjað 7
Róm heiðskírt 13
Vín skýjað 4
Washington heiðskírt -i
Síöastliðið Ðmmtudagskvöld hóf
vinsæii bar-píanisti í Evrópu,
Ricky Danieis, leik á Café Óperu
og Café Romance og mun hann
skemmta gestum staöanna næstu
tvo mánuði.
Ricky Daniels er fyrst og fremst
þekktur fyrir iiflega framkomu í
söng og leik og hefur hann skemmt
gestum flestra vinsæiustu píanó-
bara á Spáni, í Þýskalandi, Noregi,
Danmörku, Sviss og Hollandi en
þar hefur hann verið vinsæll
skemmtikraftur á Maxim's, þess
fræga píanóbars, sem margir ís-
lendingar þekkja. Það verður því
sannkölluð partístemning á Óperu
og Romance með Ricky Daniels á
næstu vikum.
61
Bruce Willis leikur nú í tveimur
myndum í Regnboganum. Hér
er hann i hlutverki sinu í Reyfari.
Heitasta verð-
launamyndin
Regnboginn hefur sýnt undan-
farið við miklar vinsældir úrvals-
myndina Reyfari, (Pulp Fiction)
sem segir frá ófyrirleitnum
glæpamönnum á sjöunda ára-
tugnum. Fjölmargir þekktir leik-
ara fara með hlutverk í mynd-
inni, má þar nefna John Travolta,
Uma Thurman og Bruce Willis.
Hér á landi hefur myndin fengið
Kvikmyndir
góða dóma hjá gagnrýendum
ekki síður en erlendis.
Gagnrýnendur sem hafa að
undanfömu verið aö birta niður-
stöður sínar yfir síðasta ár hafa
ekki skiliö Pulp Fiction útundan
og viröist hún vera sigurvegari
hjá mörgum. í Los Angeles Var
Pulp Fiction valin besta kvik-
myndin og fékk auk þess þrjár
aðrar viðurkenningar; besti leik-
stjóri (Quentin Tarantino), besti
leikari (John Travolta) og besta
handritiö (Tarantino). Eins og
kollegar þeirra í Los Angeles
völdu kvikmyndagagnrýnendur í
Boston og New York Pulp Fiction
bestu mynd ársins 1994 og Quent-
in Tarantino besta leikstjórann.
Það má því með sanni segja að
þessi ungi og eftirtektarverði
leikstjóri sé kominn á breiðu
brautina í kvikmyndabransan-
um.
Nýjar myndir
Háskólabíó: Skuggalendur
Laugarásbíó: Timecop
Saga-bíó: Pabbi óskast
Bíóhöllin: Wyatt Earp
Stjörnubíó: Frankenstein
Bíóborgin: Leon
Regnboginn: Litbrigði næturinn-
ar
Mjallhvít og
dvergamirsjö
Leikfélag Mosfeilsveitar hefur
sýnt undanfamar helgar við
miklar vinsæidir fjölskylduleik-
ritið Miallhvít og dvergana sjö og
Leikhús
er næsta sýning í dag kl. 15.00.
Leikstjóri verksins er Guörún Þ.
Stephensen og vann hún líka
leikgerðina upp úr hinni frægu
barnasögu. Með hlutverk Míjall-
hvítar fer Dagbjört Eiríksdóttir.
Gunnhildur Sigurðardóttir fer
með hlutverk drottningarinnar
en alls taka 24 leikarar þátt í sýn-
ingunni. Jens Hansson samdi
tónlist við leikritið og Jón Sævar
Baldvinsson gerði leikmynd.
Gengið
Almenn gengisskráning LÍ nr. 31.
■ 03. febrúar 1995 kl. 9.15
Eining Kaup Sala Tollgengi
Dollar 67,080 67,280 67,440
Pund 106,120 106,440 107,140
Kan. dollar 47,700 47,900 47,750 *
Dönsk kr. 11,1950 11,2400 11,2820 5
Norsk kr. 10,0820 10,1230 10,1710
Sænsk kr. 9,0140 9,0500 9,0710-1
Fi. mark 14,2440 14,3010 14,281
Fra. franki 12,7340 12,7850 12,8370
Belg. franki 2,1446 2,1532 2,1614,
Sviss. franki 52,2200 52,4300 52,9100
Holl. gyllini 39,4000 39,5600 39,7700
Þýskt mark 44,1900 44,3200 44,5500
it. líra 0,04172 0,04192 0,04218
Aust. sch. 6,2730 6,3050 6,3370
Port. escudo 0,4267 0,4289 0,4311
Spá. peseti 0,5078 0,5104 0,5129
Jap.yen 0,67420 0,67620 0,68240
irsktpund 104,780 105,300 105,960
SDR 98,54000 99,03000 99,49000
ECU 83,2900 83,6200 84.1700