Dagblaðið Vísir - DV - 09.02.1995, Page 8
8
FIMMTUDAGUR 9. FEBRÚAR 1995
Útlönd_____________________________________________________________
Að mlnnsta kosti 27 létu ffið í hörðum jarðskjálfta 1 Kólumbíu:
Horfðum á framhlið
hússins hrynja niður
Öflugur jarðskjálfti skók borgir og
bæi í vesturhluta Kólumbíu í gær og
herma fréttir að tuttugu og sjö
manns að minnsta kosti hafi látið líf-
ið og rúmlega tvö hundruð særst.
Tugir íbúðarhúsa og skrifstofubygg-
inga eyðilögðust 1 skjálftanum sem
mældist 6,4 stig á Richter.
„Við horfðum á hluta framhliðar
dagblaðsbyggingarinnar springa og
síðan brotna og falla niður á götu,“
sagði Rosmira Corro, fréttastjóri
dagblaðsins La Tarde í borginni Pe-
reira. „Fólk hér er skelfingu lostið."
Suður-Ameríka
IPV1
brother.
Merkivélarnar
Verð frá kr. 13.995
Nýbýlavegi 28 - sími 44443.
9 9*17*50
Verð kr. 39,90 mín.
Dregið daglega og
stjörnumáltíð fyrir tvo frá
McDonald's fyrir þá heppnu!
Munið að svörin við
spurningunum er að finna í
blaðaukanum DV-helgin
sem fylgdi DV síðasta
fóstudag.
Björgunarsveitamenn fjarlægja lík manna sem fórust I öfiugum jarðskjálfta
sem lagði tugi húsa I Pereira i Kólumbíu í rúst og varð tugum manna að
bana. Símamynd Reuter
Svo virðist sem skemmdir og
manntjón hafi nær eingöngu verið í
iðnaðar- og kafiiborginni Pereira
sem er um 150 kílómetra vestan höf-
uðborgarinnar Bogota þar sem skrif-
stofufólk hljóp út á götu í hræðslu
sinni.
Carlos Alberto Pulido Barrantes,
yfirmaður lögreglunnar, sagði að
rúmlega sextíu byggingar hefðu
eyðilagst í Pereira, þar á meðal aðset-
ur fylkisstjórnarinnar, háskóli,
bankar, lögreglustöð og skrifstofu-
byggingar. Neyðarástandi var lýst
yfir í borginni og björgunarsveitir
með hjálpargögn voru sendar á stað-
inn.
íbúar í Pereira, þar sem 300 þúsund
manns búa, sögðu frá því að vatn
hefði beinlínis stokkið upp úr sund-
laugum, þakplötur hefðu losnað og
stórar sprungur hefðu myndast í
veggjum húsa. Sjónvarpsmyndir
sýndu hvar björgunarsveitarmenn
og vegfarendur leituðu að fórn-
arlömbum í húsarústunum.
Sjónarvottar sögðu að rafmagn
hefði farið af borginni og símasam-
band hefði rofnaö þegar jarðskjálft-
inn varð laust fyrir klukkan tvö eftir
hádegi að staðartíma. Juan Manuel
Arango borgarstjóri lýsti yfir út-
göngubanni í miðborginni og sendi
þangað aukinn íjölda hermanna og
lögreglu til aö koma í veg fyrir rán
og gripdeildir.
Reuter
Magrar en árangursríkar vikur hjá Gro Harlem Brundtland:
Þurrt hrökkbrauð að morgni
og svo aftur í hádeginu
- sósur, sætabrauð og koníak efst á bannlistanum í megrunarkúmum
Gísli Kristjánsson, DV, Ósló:
Það er bannað að sýna nestispakka
á skrifstofu Gro Harlem Brundland,
forsætisráðherra Noregs. Ritari
hennar er þó grunaður um að blóta
á laun. Því neitar hann og segist fara
út til að maula brauöið sitt. Allir
Norðmenn hafa með sér nesti í vinn-
una, nema Gro sem er á ströngum
en árangursríkum megrunarkúr.
Norskir fjölmiðlar fylgjast náið
með framgangi mála hjá Gro. Árang-
urinn er veginn og mældur og nú
munu nær sjö kíló hafa horfið frá
því um áramót. Enginn vill þó gefa
upp hve mörg prósent það eru. í
Noregi er þyngd Gro ríkisleyndar-
mál.
Dagblaðið norska hóf um áramótin
leikinn með aukakíló forsætisráð-
herrans. Þá spurðist að Gro hefði
skráð sig í meðferð hjá megrunar-
konu að nafni Grete Roedes. Dag-
blaðið greindi frá máhnu með for-
síðuuppslætti og nokkurra síðna
umfjöllun. Eftir það hafa önnur blöð
tekið megrunarmálið upp og keyra
Að mati skopteiknara Aftenposten
hugsa Norðmenn ekki um annað en
aukakilóamissi Gróu og höfuð-
djásnsmissi Sonju um þessar mund-
ir.
það fram af miklum þunga.
Upplýst er að Gro má bara borða
50 grömm af hrökkbrauði á morgn-
ana. Magurt álegg má vera á brauð-
inu svo fremi að það innihaldi ekki
meira en 80 hitaeiningar. Sama
skammt fær hún í hádeginu og auk
þess grænmeti að vild.
Til kvöldverðar má hún hafa 150
grömm af kjöti eða fiski og 100
grömm af kartöflum og ómælt af
grænmeti. Sósur eru stranglega
bannaðar, sem og sætabrauð og
rjómakökur. Undanrennu má hún
hafa út á kaffið en sykur er strang-
lega bannaður.
Allt áfengi er einnig í banni og kon-
íaksglasið, sem Gro var vön að fá sér
á kvöldin, er nú jafnfjarri og höfuð-
djásnið stolna af kolh Sonju drottn-
ingar.
„Vhji er allt sem þarf,“ er haft eftir
megrunarfræðingnum Grete Roede.
Enginn efast um að Gro er viljasterk
kona og því vonast menn th að sjá
hana í þyngdarflokki með Sonju
drottningu í vor.
Stuttar fréttir i>v
Bardagarfluftir
Bardagar Rússa og Tsjetsjena
hafa flust burt frá Grosni eftir að
uppreisnarmenn fluttu stöðvar
sinai' þaðan.
Síraon Peres,
utanríkisráð-
herra ísraels,
lýsti yfir
ánægju sinni;
með aðgerðir
J’elstínumanna
gegn herskáum
öflum sem eru
andvíg friðarsamningnum við
ísrael og sagði þær marka tíma-
mót.
Horfff í vestur
Jozef Oleksy, nýr forsætisráð-
herra Póllands, ætlar að leggja
áherslu á samskipti við Vestur-
lönd.
Perúmenn sprengja
Flugvélar Perúmanna gerðu
loftárásir á stöðvar Kkvadora við
umdeild iandamæri ríkjanna.
Lítil aðstoð
Aðstoð Vesturlanda við þróun-
arlöndin hefur ekki veriö minni
i tvo áratugi.
í uppnámi
Bandaríkjamenn eru reiðubún-
ir aö hætta við kjamorkusamn-
ing við Norður-Kóreumenn ef
þeir neita að tala við sunnan-
menn.
Syndiríland
Franski sundmaðurinn á leiö
yfir Atlantshafið nær landi í dag
á Barbados.
Grænviðskipti
Gro Harlem Brundtland, for-
sætisráðherra Noregs, segir að
fyrirtæki verði að „hugsa grænf ‘.
Málamiðlun
Danir og Færeyingar ætla að
reyna að ná málamiðlun i deil-
unni um rannsókn á banka-
hneykslinu i Færeyjum.
Majorsnupraður
Major, forsætisráðherra Breta,
var snupraður á þingi fyrir að
kaha formann Verkamanna-
flokksins kjána.
GæsiaiAngóla
Öryggisráð SÞ hefur heimilað
rúmlega sjö þúsund friðargæslu-
hða í Angóla th að bínda enda á
striðið þar.
Savimbitilbúinn
Jonas Sav-
imbi, leiðtogi
uppreisnar-
mannaUNlTAí
Angóla, sagðist
thbúinn að
hitta dos Santos
að máh og gæti
sætt sig við
hann á forsetastóli ef hann fylgdi
réttri stefnu.
Engintengsl
Gonzalez, forsætisráðherra
Spánar, neitar að stjóm sín teng-
ist dauðasveitum á 9. áratugnum.
Reutcr
Ertu ekki búinn að tryggja þér
númer í Happdrættinu?