Dagblaðið Vísir - DV - 09.02.1995, Side 12
12
FIMMTUDAdim í). FlímU'JAIt I<JÍ).r»
Utgáfufélag: FRJALS FJÚLMIÐLUN HF
Stjórnarformaóur og útgáfustjóri: SVEINN R EYJOLFSSON
Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HORDUR EINARSSON
Ritstjórar: JONAS KRISTJANSSON og ELLERT B. SCHRAM
Aöstoðarritstjóri: ELIAS SNÆLAND JÖNSSON
Fréttastjórar: JONAS HARALDSSON og GUÐMUNDUR MAGNUSSON
Auglýsingastjóri: PALL STEFANSSON
Ritstjórn. skrifstofur. auglýsingar. smáauglýsingar: ÞVERHOLTI 11,
blaðaafgreiósla. áskrift: ÞVERHOLTI 14. 105 RVlK. SlMI (91)563 2700
FAX Auglýsingar: (91)563 2727 aðrar deildir: (91 )563 2999
GRÆN NUMER: Auglýsingar: 99-6272 Askrift: 99-6270
AKUREYRI: STRANDG. 25. SlMI: (96)25013. BLADAM.: (96)26613.
FAX: (96)11605
Setning, umbrot. mynda- og plotugerð:
ISAFOLDARPRENTSMIDJÁ HF.
Prentun: ARVAKUR HF. Askriftarverð á mánuði 1550 kr. m/vsk.
Verð i lausasolu virka daga 150 kr. m/vsk. Helgarblað 200 kr. m/vsk.
Þjóðargjöf klúðrað
íslenzka ríkið og embættismenn þess munu halda
áfram að tapa málum fyrir Qölþjóðlegum mannréttinda-
dómstólum, ef illa unnið og aíleitt afturhaldsfrumvarp
formanna allra þingflokka um nýjan mannréttindakaíla
stjórnarskrárinnar verður samþykkt á Alþingi.
Einn höfunda frumvarpsins er hæstaréttardómari,
sem var ráðgjafi íslenzka ríkisins, þegar það fór hrakfór-
ina fyrir mannréttindadómstóli Evrópu í máli, sem rit-
höfundurinn Þorgeir Þorgeirson sótti með góðum ár-
angri. Ríkisvaldið virðist ekkert hafa lært af því.
Það er hart aðgöngu, að embættismenn ríkisins og
forustumenn stjórnmálaflokkanna hyggjast gefa þjóðinni
stjórnarskrárkafla, sem í ýmsum atriðum stendur að
baki þeirri stjórnarskrá, sem danskur kóngur gaf íslend-
ingum að þeim forspurðum fyrir meira en heilli öld.
Ákvæði frumvarpsins um tjáningarfrelsi eru hlaðin
undantekningum í anda íslenzkrar embættismannastétt-
ar. Þau minna á hhðstæð undanbrögð í nokkrum frum-
vörpum um aðgang að opinberum upplýsingum. Þau
frumvörp hafa sem betur fer ekki náð fram að ganga.
Aðferð frumvarpshöfundanna er svipuð og höfunda
frumvarpanna um upplýsingaskyldu stjórnvalda. Fyrst
eru sett fram ákvæði í samræmi við alþjóðlegar hefðir.
í næstu grein eru þau dregin til baka með undantekning-
arákvæðum, sem yfirvöld geta túlkað sér í hag.
Amnesty International hefur sent stjórnarskrárnefnd
Alþingis umsögn um frumvarpið að mannréttindakaflan-
um. í umsögninni segir, að frumvarpið standist ekki al-
þjóðlegar kröfur í veigamiklum atriðum og sé ekki í sam-
ræmi við skyldur, sem ísland hefur tekið á sig.
Virðing íslands á alþjóðlegum vettvangi hefur beðið
hnekki af smíði þessa frumvarps. Það er forkastanlegt,
að alþjóðasamtök, sem hafa öðlast frægð af vemdun lítil-
magnans fyrir harðstjórum þriðja heimsins, skuh þurfa
að taka íslenzka ríkið á hné sér th rassskelhngar.
Athugasemdir Amnesty em svo fjölþættar, að tæpast
stendur steinn yfir steini í fmmvarpinu. Þar vantar
ákvæði um mannréttindi á tímum neyðarástands, um
mannréttindi flóttamanna og ákvæði um bann við ihri
meðferð af hálfu lögreglu, sem dæmi hafa verið um.
Amnesty gagnrýnir líka ófullnægjandi ákvæði um
tjáningarfrelsi. Sú gagnrýni fer saman við gagnrýni af
hálfu nýstofnaðs Málfrelsissjóðs, sem rithöfundar og
hstamenn hafa stofnað th að berjast fyrir umbótum á
lögum um málfrelsi, prentfrelsi og tjáningarfrelsi.
Verzlunarráð íslands hefur lagzt á sveif með Amnesty
og Málfrelsissjóði og raunar fleiri aðhum, svo sem Lög-
mannafélagi Islands, th vamar tjáningarfrelsi. Bendir
ráðið á, að ýmis takmarkandi atriði í frumvarpinu séu
ekki í samræmi við Mannréttindasáttmála Evrópu.
Aht er, þegar þrennt er. Alþingi íslendinga hefur í
þrígang orðið sér th minnkunar með efnisrýrum mont-
samþykktum um þjóðargjöf. Eitt sinn gaf Alþingi fræ og
áburð á hálendið, en kindur átu síðan gjöfma. Næst gaf
Alþingi þjóðarbókhlöðu með langvinnum harmkvælum.
í þetta skipti gleymdu ráðamenn Alþingis að undirbúa
nógu vel háhrar aldar afmæh lýðveldisins. Þeir ætluðu
að bjarga Alþingi fyrir horn með sérstökum auka- og
afmælisfundi á Þingvöhum, þar sem samþykkt var að
láta smíða nýjan mannréttindakafla í stjómarskrána.
Embættismönnum hefur fatazt smíðin hrapahega. Og
formenn þingflokkanna sitja uppi sem hverjir aðrir aular
með afturhaldsfrumvarp, sem bezt er, að fái hægt andlát.
Jónas Kristjánsson
Um 30% af ferskum bolnfiski, sem landað er hérlendis, fer nú um innlenda markaði, segir m.a. i grein Svan
Hvers vegna
fiskmarkaði?
í stefnu Þjóðvaka er lögð mikil
áhersla á fiskmarkaöi sem tæki til
að leysa ýmis þau mál sem erfið-
leikum valda í sjávarútvegi í dag.
Með því að afli fari um fiskmarkaði
má tryggja eðlilega verðmyndun,
eftirlit með lönduðu magni verður
auðveldara og tortryggni milli út-
gerðarmanna og sjómanna minnk-
ar. Þá tryggja fiskmarkaðir betri
nýtingu hráefnis og eru mikilvægir
fyrir nýsköpun í vinnslu sjávaraf-
urða.
Netum alltland
Á undanfórnum árum hafa fisk-
markaöir verið að stíga sín fyrstu
skref hér á landi. Nú í síðustu viku
má segja að hring hafi verið lokað
þegar markaður á Húsavík tengdist
neti fiskmarkaða um landið. í gegn-
um þaö net geta aðilar keypt og
selt íisk milli staða um allt land.
Fiskvinnsla, sem á aðgang að
hráefni á markaði, þarf ekki að eiga
skip og kvóta. Slík fiskvinnsla get-
ur sérhæft sig og einbeitt sér að
vinnslu og markaðsmálum fyrir
sinar afurðir. Hún getur þess vegna
haft forsendur til aö bjóða hærra
verð í „sína“ tegund. Sterk og sam-
keppnishæf fiskvinnsla á allt að
vinna í slíku kerfi. Jafnframt
myndi slíkt fyrirkomulag létta af
þeirri „kvöð“ sem veriö hefur á
sveitarfélögunum að leggja skattfé
í útgerð og kvótakaup. Sala gegn-
um fiskmarkaði gerir það að verk-
um að það er aukaatriði hvort selj-
andinn ber einkennisstafina EA
eða GK.
Verðmætaaukning
Mörg fiskyinnsluhús, sem ekki
eiga skip en treysta á markaðina,
eru að vinna dýrmæta vöru á sér-
hæfða markaði úr hráefni sem ekki
KjaUarinn
Svanfríður Jónasdóttir
varaformaður Þjóðvaka
hefur notið hylli stórverkenda.
Heilmikið þróunarstarf hefur átt
sér stað á undanfómum árum
vegna tilkomu markaðanna en um
30% af ferskum botnfiski, sem
landað er hérlendis, fara nú um
inplenda fiskmarkaði.
Það fyrirkomulag, sem hefur
bæði mismunað og misboðið sjó-
mönnum víða um land, að sumir
eru að landa á fóstum samningum
hjá eiganda og sumir á tonni á
móti tonni hjá óskyldum aðila, yrði
úr sögunni og kjarasamningar sjó-
manna og útgerðarmanna tækjust
án þeirrar tortryggni sem nú á sér
stað og veldur vaxandi spennu í
samskiptum þessara aðila og mik-
illi óánægju sjómanna. Verðmynd-
un á fiskmarkaði fer eftir framboði
og eftirspurn. Fiskverkendur vega
og meta hve hátt verð þeir geta
greitt miöað við það afurðaverð
sem þeir eru að fá og sjómenn fá
umbun fyrir nýjan og vel með far-
inn fisk.
Sérhæfmg er nauðsynleg í fisk-
iðnaði rétt eins og í öðrum iðnaöi.
Gróin fiskvinnsluhús, sem í árar-
aðir hafa unnið allan afla af eigin
skipum, blandaðar tegundir af
misgömlum fiski, þurfa vissulega
aðlögun að slíku kerfi. Þau þurfa
aö huga að því hvaða tegundir er
heppilegast fyrir þau að vinna mið-
að við að borga markaðsverð fyrir
hráefnið. Sum eru þegar farin að
þreyfa sig inn í slíkar breytingar
með því að tengjast markaði beint,
sérhæfa sig í hráefniskaupum,
bæði af eigin skipum og á mark-
aöi, og selja á markaði þær tegund-
ir sem þau ekki kjósa að vinna sjálf.
Markmiðið hlýtur að vera arð-
bær og samkeppnisfær fiskiðnaður
sem getur greitt markaðsverð fyrir
hráefni og mannsæmandi laun.
Svanfríður Inga Jónasdóttir
„Með því að afli fari um fiskmarkaði
má tryggja eðlilega verðmyndun, eftir-
lit með lönduðu magni verður auðveld-
ara og tortryggni milli útgerðarmanna
og sjómanna minnkar.“
Skoðanir annarra
Áfellisdómur
yfir utanríkisþjónustu
„í stjórnsýslunni er áríðandi að fylgja reglum og
að festa ríki. Þetta gildir um öll svið hennar. í utan-
ríkisþjónustunni getur öll lausung og geðþótta-
ákvarðanir beinlínis skaðað ímynd íslensks stjórnar-
fars. í utanríkisþjónustu þróaðra lýðræðisríkja gilda
ákveönar og fastmótaðar reglur. Pólitísk einkavina-
væðing á þar ekki heima. Skýrsla Ríkisendurskoðun-
ar er áfellisdómur yfir vinnubrögðum utanríkisráð-
herra.“ Úrforystugrein Tímans 8. febr.
Fráleit tímasetning
„Það er ekki hægt að amast við þeirri stefnu ríkis-
stjórnarinnar að kjarasamningar við opinbera
starfsmenn nú eigi aö ráðast af þeim samningum sem
vonandi nást á hinum fijálsa vinnumarkaði. Það
væri algjörlega óhugsandi fyrir ríkisstjórnina að
hafa aöra stefnu en þá og það skilja auðvitaö allir
sem vilja skilja það... Kennarar bíða úrlausnar all-
margra sérmála. Eðlilegt er að gengið sé til samn-
inga við þá vegna breytinga á eðh og umfangi þeirra
starfs. Tafir á þeim samningum eru ekki síður á
ábyrgð ríkisins. Það breytir hins vegar engu um það
að tímasetning verkfalls nú er fráleit og allur málatil-
búnaður og kröfugerð kennara er að þessu sinni á
villigötum.“
Úr forystugrein Viðskiptablaðsins 8. febr.
Raunsæjar tillögur
„Tillögur Alþýðuflokksins varðandi komandi
kjarasamninga eru í senn raunsæjar og réttlátar.
Mikilvægt er að verðbólguhringekjan fari ekki í gang
að nýju. Það er einnig mikilvægt að kjarasamningar
takist sem fyrst til að koma í veg fyrir verkfoll og
til að tryggja þaö að uppsveiflan í efnahagsmálum
haldist. íslenskt launafólk þarf á því að halda nú
eftir mörg mögur ár.“ Úr forystugrein Alþbl. 8. febr.