Dagblaðið Vísir - DV - 25.02.1995, Side 6

Dagblaðið Vísir - DV - 25.02.1995, Side 6
6 LAUGARDAGUR 25. FEBRÚAR 1995 Stuttar fréttir Utlönd Dehaene, for- sætisráðherra Belgíu,sérenga ástaeðu til af- sagnarutanrík- isráðherra sins vegna mútu- málsins sem framkvæmda- sfjóri NATO tengist lika. Zhírínovskítiliraks Öfgamaðurinn Zhírínovskí er á leiöinni í tveggja daga heimsókn til Iraks þar sem hann ætlar m.a. aö hitta Saddam Hussein. A-Þjóðverjar dæmdir Tveir fyrrum A-þýskir öryggis- verðir fengu árs dóm í gær fyrír að skjóta mann sem reyndi að flýja yflr múrinn árið 1965. Risaeðliffóstiir f undið Kínverskii- vísindamenn segj- ast hafa fundið risaeðlufóstur í steinrunnu fomsögulegu eggi sem þeir hafa unnið með. 70 þúsund í verkfall Yfir 70 þusund fmnskar hjúkr- unarkonur fóru í verkfall í gær. VitlausiDiömi Giscard d’Estaing, fyrr- um forseti Frakklands, sem er mikill kvennamaður, er vitlaus í Di- önu prinsessu afWales. Hann segir hana miklu fallegri en ljós- myndír sýni. Jeeves á Irfi Breski leikarinn Stephen Fry, sem hvarf sl. laugardag eftir að hafa fengið á sig slæman leikdóm, lét loks í sér heyra í gær. Rússar misst marga Rússar segjast hafa misst 1146 hermenn í bardögunum í Tsjetse- níu og 5000 hafa særst. 30létust Þijátíu brúökaupsgestir á heimleiö létust á Indlandi þegar rúta þeirra steyptist í á. Norðmenn gæti ESB Norðmenn haía boðist til að gæta ytri landamæra ESB gegn því að þeir þurfi ekki að sýna vegabréf viö komu til ríkja ESB. Berlusconireiður Silvio Berlusconi réðst harka- lega á Scalfaro, forseta ítaliu, í gær og sakaöi hann um að fótum- troða þjóðarhagsmuni Ítalíu með því að boða ekki til kosninga. Reuter Dow Jones í Wall Street: 4000 stiga múrinn rof inn Dow Jones hlutabréfavísitalan í kauphöllinni við Wall Street í New York sló enn eitt sögulega metið þeg- ar 4000 stiga múrinn var rofinn á fimmtudag. Ástæða hækkunarinnar er einkum rakin til þess aö banda- ríski seðlabankinn muni ekki hækka vexti á næstunni. AUs hefur bankinn hækkað vextina sjö sinnum á einu ári til aö halda aftur af verðbólgu. Áhrifa frá Wall Street gætti í flest- um stærstu kauphöllum heims á fimmtudag nema í Asíu. í London dró einnig úr ótta við aukna verð- bólgu og FT-SE100 hlutabréfavísital- an fór í 3049 stig. Verð á olíu og hrávörum hefur þok- ast upp á við síðustu daga. Mest hefur 98 okt. bensín hækkað. Reuter - Fin.Times Danir salta banka- málið í Færeyjum Danska stjómin ákvað í gær að salta máiið um Færeyjabanka en þeir voru búnir að bjóða Færeying- um að þeir mættu velja í sérfræð- inganefnd sem myndi skoða aðdrag- anda og framkvæmd þess þegar Den Danske Bank seldi hlutabréf sín í Færeyjabanka og skildi bankann eft- ir með gífurlegar skuldir sem leiddi tii þrots. Færeyingar hafa fram að þessu ekki viljað sjá sérfræðinga- nefnd heldur viija þeir að dómarar rannsaki máiið og vilja þannig draga Hæstarétt Danmerkur inn í málið en það vill danska ríkisstjórnin ekki heyra á minnst. Máhð stendur því þannig nú að Danir hafa dregið til baka tilboð sitt um að sérfræðingar skoði máhö og því mun engin rann- sókn fara fram. Stjómin telur ekki ástæðu til þess að máhð verði skoðað sérstaklega ef Færeyingar vilja ekki taka þátt sjálfir. Ákvörðun dönsku stjómarinnar kom lögmanni Færeyja, Edmund Joensen, ekki á óvart. Hann sagðist ahan tímann hafa reiknað með þess- ari niðurstöðu. Hann túlkar yfirlýs- ingu Poul Nyrup Rasmussens, for- sætisráöherra Dana, þannig að hann útiloki ekki að hægt verði að taka málið upp aftur. Uffe Eheman Jensen, formaður Venstre, stærsta stjómarandstöðu- flokksins í Danmörku, segir að Poul Nymp geti ekki snúið sig út úr mál- inu á þennan hátt. Nyrup muni neyð- ast til að taka máhð upp aftur. „Það verður að fást niðurstaða í þetta mál því annars mun það verða til aö skapa mikla og óþarfa spennu í sambandi Færeyja og Danmerkur. Þaö eru ahs kyns sögur á sveimi um þetta mál og þær verður að kveða niður,“ segir Uffe Eheman. Rítzau Franski knattspyrnusnillingurinn og vandræðabarnið Eric Cantona var i gær dæmdur í sjö mánaða bann frá keppni f ensku knattspyrnunni. Honum var auk þess gert að greiða jafnvirði rúmrar milljónar í sekt. Hann mun áfram verða í herbúðum Manchester United. Á myndinni sjást Cantona og Alex Ferguson, framkvæmdastjóri Manchester, mæta i yfirheyrslur í gær. Símamynd Reuter Franski knattspymimiaðurínn Eric Cantona: Sjö mánaða bann og milljón króna sekt Enska knattspyrnusambandið dæmdi franska knattspymumann- inn Eric Cantona í gær i sjö mánaða kepnisbann og einnar miíijónar króna sekt vegna árásar á áhorfanda á leik Crystai Palace og Manchester United í ensku knattspyrnunni fyrr í vetur. Graham Kelly hjá enska knatt- spymusambandinu sagði í gær að sér fyndist þessi dómur ekki of væg- ur. Maurice Watkins, lögfræðingur Man. Utd, sagði eftir dóminn aö sér fyndist hann harður og forráðamenn Man. Utd sögðu í gær að niðurstaðan kæmi þeim á óvart. Man. Utd sektaði Cantona á dögunum og setti hann í keppnisbann út tímabihð. Lögfræð- ingur Man. Utd sagði enn fremur í gær að Cantona yrði áfram á launum hjá Man. Utd en fengi engar auka- greiðslur^ess má geta að vikulaun Erics Camona hjá Man. Utd era um ein milijón króna. Hvorki Man. Utd né Cantona ætla að áfrýja dómi enska knattspymusambandsins frá í gær. Ljóst er eftir þennan dóm í gær að Eric Cantona mun leika áfram með Manchester United á næsta keppnis- tímabili. Rætt hefur verið um hugs- anlega sölu hans eða lán til ítalska hðsins Inter Milan en nú má ijóst vera að ekkert verður af því aö þessi snjalli knattspyrnumaöur yfirgefi ensku meistarana Manchester United og stuðningsmenn United fagna eflaust þessum málalokum. dtskoðuð Gísli Kristjánsson, DV, Óstó: Norska utan- ríkisráöuneytið lét ritskoða sjónvarpsviðtal við Sonju Nor- egsdrottningu i haust vegna vinsamlegra ummæla henn- ar um Evrópusambandiö, ESB. Orð drottningar í viðtahnu mátti skilja sem svo að hún styddi aðild að ESB. Drottning komst svo að orði að Norðmenn væru hluti af hinni evrópsku fjölskyldu og hlytu aö verða þaö framvegis. Norsk blöð hafa komist yfir frumgerð viötalsins og birt um- mæh drottmngar. Hefð er fyrir því að konungsfjölskyldan blandi sér ekki í stjórnmál og því voru „mistök“ drottningarinnar khppt út. Utanríkisráðuneytið vill ekk- ert segja um málið. Prinsessanfær enginverkefni Gísli Kristjánsson, DV, Óstó: „Við verðum að taka tilht til þess að prins- essan er upp- tekin viö nám sitt,“ segirHans Tholen, Norð- urlandafulltrm Flóttamanna- hjálpar Sameínuðu þjóðanna, um ástæðu þess að Marta Lovísa Noregsprinsessa fær ekkert að gera fyrir stofnunina þótt hún hafi á Qórða ár verið þar vináttu- sendiherra. Marta heimsótti síð- ast flóttamenn á Fílabeinsströnd- inni fyrir þremur árum. Norömenn undrast þetta tóm- læti í garð Mörtu og grunar að meira búi að baki en ströng skóla- sókn. Hún hafi undanfarið verið mjög laus viö nám og eytt miklum tíma við reiðmennsku og annað „útstáelsi" í Englandi. íslendingarnota Internetððmest Gisli Kristjánsson, DV, Óstó: íslendingar eru Evrópumeist- arar í notkun á Intemetinu. Mið- að viö fólksflölda hafa fleiri land- ar vorir tryggt sér samband við netið en þekkist í öðrum löndum Evrópu. Raunar er þaö svo aö Norðurlandabúar eru hrifnari af þessum samskiptamáta en þjóð- irnar sunnar i álfunni. Það er AP-fréttastofan sem lét kanna máliö eftir að Helmut Kohl, kanslari Þýskalands, opin- beraði óvart fUllkomna fáfræði sína um máhð. Hann var í sjón- varpsviðtah spurður hvað hon- um sýndist um' hinn nýja „infobahn" Intemet Kohl hélt aö spyrjandinn hefði sagt „autobahn" og lét þess getið að sér þætti hundleiðinlegt að lenda í umferðarhnútum þar. Frekari rannsókn málsins leiddi í ljós að margir helstu leið- togar Evrópuríkja voru síst betur að sér um máhð en Kohl. Þannig notar Fehpe Gonzales, forsætis- ráöherra Spánar, alls ekki tölvu við störf sín. Sömu sögu er að segja af forsætisráöherrum Ítalíu og Hollands. Hollenski forsætis- ráðherrann segir til dæmis að hann hafi óbeit á tölvum. Evrópumeistari þjóöarleiðtoga á þessu sviði er Martti Ahtisaari Finnlandsforseti. Hann er t.d. í stööugu sambandi við Marko son sinn í New York um Intemet. AP-fréttastofan gerðiDávið Odds- syni, fuhtrúa Evrópumeistar- anna, ekki þann heiður að kanna hvoxt hann notaði Intemet.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.