Dagblaðið Vísir - DV - 25.02.1995, Blaðsíða 7
LAUGARDAGUR 25. FEBRÚAR 1995
Fréttir
Engintöká
að hefja þing-
hald á ný
- segirDavíðOddsson
„í sjálfu sér væri hægt að kalla þing
saman. En þegar þingrof stendur til
er mánuður lágmarkstími sem þing-
menn skulda kjósendum sínum til
að gera grein fyrir sínum málum.
Nú stendur þannig á að það er að
hefjast norrænt þing hér í beinu
framhaldi af störfum Alþingis. Þá er
eftir einn mánuður til kosninga. Þess
vegna eru engin tök á þvi að hefja
þinghald á nýjan leik,“ segir Davíð
Oddsson forsætisráðherra, aðspurð-
ur hvort ástæða væri til að ríghalda
í þingrof nú um helgina.
Davíð var þá spurður hvort það
hefði verið frágangssök að kalla Al-
þingi saman í tvo eða þrjá daga eftir
Norðurlandaráðsþing:
„Þing hefði ekkert komið saman í
tvo daga í kosningamánuði. Það hefði
orðiö viku til tíu daga málfundur.
Slíkt gengur ekki.“
Sjólaskip
kaupa verk-
smiðjuskip
Sjólaskip hf. í Hafnarfirði hafa fest
kaup á 5 ára gömlu verksmiðjuskipi
í Eistlandi sem ber nafnið Heinaste.
Skipið er 120 metra langt og verður
skráð í Eistlandi en ætlunin er að
senda það á úthafskarfaveiðar með
vorinu. Frysting og bræðsla getur
fariö fram um borð og í áhöfn verða
um 80 manns, að stórum hluta Eist-
ar. Gengið var frá kaupunum í vik-
unni og mun skipið sigla fljótlega til
íslands. -kaa
Renault Laguna.
Sýning um helgina:
Renault
Laguna
Renaultumboðið Bifreiðar & land-
búnaðarvélar frumsýnir um þessar
mundir afar vel búinn Renaultbíl í
millistærðarflokki - Renault Lag-
una. Þessi bíll er næsta stærð fyrir
ofan hinn vinsæla Renault 19, ný
hönnun og ný týpa.
Af nýjungum í Laguna má nefna
að hann er búinn þjófavörn í fjarlæs-
ingu, þannig að ef bílnum er ekki
lokið upp með fjarlæsingunni er
heldur ekki hægt að setja hann í
gang. Stýring fyrir útvarp (með 6
hátölurum) er á stilk við stýrið,
þannig aö aldrei þarf að sleppa stýr-
inu né líta af veginum þó að verið
sé að flakka á milh útvarpsstöðva eða
stilla útvarpið.
Lagunabílamir verða til sýnis og
reynsluakstur nú um helgina.
meistarann
Skipulagður sparnaður
Þegar spara á skipulega er oftast erfitt að byrja,
en með smá þolinmæði kemstu fljótt upp á lagið
því æfingin skapar meistarann.
Sparisjóðurinn býður þér Skipulagðan spamað
sem aðstoðar þig við að setja markmið í spamaði.
í samráði við okkur í sparisjóðnum geturðu fundið þér
heppilega samsetningu spamaðarforma og við sjáum
síðan um alla framkvæmdina fyrir þig.
Skipulagður spamaður stuðlar að góðu skipulagi
á fjármálum þínum og getur aukið sparifé þitt
án teljandi fyrirhafnar.
SPARISJOÐIRNIR
-fyrir þig og þína
Hinar vinsælu
fartölvur komnar aftur
SX/33
„ ”
DX2/66
, / p
DX4/I00
Frábært tilboðsverd á nokkrum gerdum
Verslunin er opin laugardaga frá kl. 10:00 - / 4:00
NÝHERJI
SKAFTAHLÍÐ 24 - SÍMI 569 7700
Alltaf skrefi á undan
Þ