Dagblaðið Vísir - DV - 25.02.1995, Blaðsíða 12
12
LAUGARDAGUR 25. FEBRÚAR 1995 .
Erlend bóksjá
Metsölukiljur
Hægur vals
í Cedar Bend
Bretland
Skáldsögur:
1. Frederick Forsyth:
The Fist of Qod.
2. Anne Rice:
Interview with the Vampi re.
3. Mary Wesley:
An Imaginative Experience.
4. Peter Hoeg:
Miss Smilla's Feeling for
Snow. .
5. Anne Rice:
The Wampire Lestat.
6. Sebastian Faulks:
Birdsong.
7. Dick Francis:
Decider.
8. Rosie Thomas:
Other People's Marriages.
9. Robert James Walter:
Slow Waltz in Cedar Bend.
10. Edith Wharton:
The Buccaneers.
Rit almenns eðlis:
1. JungChang:
Wild Swans.
2. W.H. Auden:
Tell Me the Truth about Love.
3. Andy McNab:
Bravo Two Zero.
4. Quentin Tarantino:
Pulp Fiction.
6. N.E. Thing Enterprises:
Magic Eye.
6. R. Bauvai & A. Gilbert:
The Oríon Mystery.
7. Konrad Spindler:
The Man in the ice.
8. R. Philtips 8i L. Land:
The 3.000 Miie Garden.
9. Bill Bryson:
The Lost Contlnent.
10. J. Cleese & R. Skynner:
Lífe and how to Survive It.
<Byggt t> The Sunday Times)
Danmörk
Skáldsögur:
1. Michaei Crichton:
Afsloringen.
2. Jorn Riel:
En arktisk safari og andre
skroner.
3 Jostein Gaarder:
Sofies verden.
4 Peter Hoeg
Froken Smillas
fornemmelse for sne.
6. Jette Kjærboe:
Rejsen til kærlighedens o.
8. Jung Chang:
Vilde svaner.
7. Anne Rice:
En vampyrs bekendelser.
(Byggt á Politikan Sendag)
Af og til koma út ástarsögur sem
snerta viðkvæma strengi í hjörtum
lesenda, hvort sem þeir búa í Vestur-
bænum eöa Súdan og hljóta því gíf-
urlegar vinsældir. „Love Story“ eftir
Erich Segal (1970) var ein slík. „The
Bridges of Madison County“ eftir
Robert James Waller (1992) er ný-
legra dæmi. Ekkert lát er á vinsæld-
um þeirrar sögu. Hún hefur þannig
verið á metsölulista New York Times
yfir innbundnar bækur í hátt í þrjú
ár og er þar enn.
Segal gekk illa aö fylgja óvenjuleg-
um vinsældum bókar sinnar eftir
þótt hann sendi frá sér fleiri skáld-
sögur í svipuöum dúr. Waller virðist
ætla aö ganga betur. Önnur saga
hans, „Slow Waltz in Cedar Bend“,
kom út árið 1993. Hún hefur gjaman
verið á metsölulistum síðan þótt
gengi hennar sé auðvitað ekkert í lík-
ingu við fyrstu bókina. Þessi saga
kom nýveriö út í pappírskilju.
Ást á miðjum aldri
Eins og í fyrstu sögunni segir Wall-
er hér frá yfirþyrmandi ást fólks á
miðjum aldri. Sögusviðið er þó víð-
ara en áður. Annars vegar banda-
rískur skólabær, Cedar Bend. Hins
vegar Indland þar sem aðalpersón-
umar eiga stefnumót við fortíðina
og ástina.
Þessar söguhetjur eru Michael Til-
man, óvenjulegur prófessor og ein-
fari, og Jelhe Braden, eiginkona nýs
háskólakennara sem kemur til bæj-
arins. Þau hittast í samkvæmi og
veröldin tekur á sig nýjan svip í hug-
um þeirra.
Sagan lýsir því hvemig þau drag-
ast hvort að öðru en einnig þeim
hindrunum sem eru í vegi ástarinn-
ar. Jellie á að baki leyndardómsfulla
fortíð sem dregur hana alla leiö til
Indlands. En Michael lætur slíkt lítil-
ræði ekki aftra sér frá að finna hina
einu sönnu ást og leitar hennar í ind-
verskum afkima.
Sagan er öll í stíl fyrri bókarinnar,
stutt og hnitmiðuð, en á stundum í
hástemmdara lagi.
Þriðja sagan
Þess má geta að þriðja skáldsaga
Wallers er að sjá dagsins Ijós í Banda-
ríkjunum um þessar mundir.
Hún heitir „Border Music" og virð-
ist af svipuðum toga og fyrri bækurn-
ar ef marka má ritdóm í bókablaði
New York Times. Söguhetjumar em
sem fyrr á miðjum aldri - Jack Car-
mine, Texasbúi sem hlaut andleg
ekki síður en líkamleg sár í Víetnam-
stríðinu, og Linda Lobo sem vinnur
fyrir sér sem nektardansmær. Þau
Umsjón
Elías Snæland Jónsson
hittast og reyna aö njóta lífsins sam-
an en fortíðin ílækist fyrir þeim.
Gagnrýnandinn skrifar um söguna
af takmarkaðri virðingu en viður-
kennir þó að höfundinum takist aö
ná sterkum tökum á tilfinningum
lesenda. Lokaorð hans um bókina
eru í samræmi við þetta: „Lesið hana
og grátið."
SLOW WALTZ IN CEDAR BEND.
Höfundur: Robert James Waller.
Warner Books, 1994.
dv
Metsölnkiljur
Bandaríkín
Skáldsögur:
1. T, Clancy & S. Pieczenik:
Tom Clancy's Op-Center.
2. Allan Folsom:
The Day after tomorrow.
3. Dean Koontz:
lcebound.
4. LaVyrie Spencer:
Family Blessíngs.
5. Robin Cook:
Fatal Cure.
6. Judith Krantz:
Lovers.
7. Julie Garwood:
Prince Charming.
8. Míchael Crichton:
Disclosure.
9. E. Annie Proulx:
The Shipping News.
10. Ken Follett:
A Dangerous Fortune.
11. Peter Hoeg:
Smilla's Sense of Snow.
12. Barbara Deiinsky:
For My Daughters.
13. þouisa May Alcott:
Little Women.
14. Michael Palmer:
Natural Causes.
15. Virginia Henley:
Disired.
Rit almenns eðlis:
1. B.J. Eadie & C. Taylor:
Embraced by the Light.
2. Jerry Seinfeld:
Seinlanguage.
3. Newt Gingrich, D. Armey o.fl:
Contract with America.
4. Delany, Deiany & Hearth:
Having Our Say.
6. Thomas Moore:
Care of the Soul.
6. M. Scott Peck:
The Road Less Travelled,
7. Thomas Moore:
Soul Mates.
8. Maya Angelou:
Wouldn't Take Nothíng for
My Journey now.
9. M. Hammer og J. Champy:
Reengineering the Corporation.
10. Karen Armstrong:
A Hístory of God.
11. M. Scott Peck:
Further along the Road Less
Traveled.
12. Maya Anagelou:
I Know why the Caged Bird Sings.
13. Sherwin B. Nuland:
How We Die.
14. BaileyWhite:
Mama Makes up Her Mind.
15. Erma Bombeck:
A Marriage Made in Heaven ...
(Byggt á New York Times Book Reuiew)
Vísindi
Gegnbein-
þynningu
Vísindamönnum við Kaliforn-
iuháskóla i San Francisco hefur
tekíst að flnna meðferð gegn bein-
þynningu sem gefur góða raun.
Þar er um að ræöa náttúrulegt
hormón sem bætti tilraunastofu-
dýrum að fullu upp beinmassa
sem glataðist af völdum bein-
þynningarinnar.
„Við lítum á þessa meöferð sem
stórt stökk fram á við í tilraunum
okkar til að auka beinmassa og
draga úr beinbrotum af völdum
beinþynningar,“ segir Nancy
Lane aðstoðarprófessor sem
vann að rannsókninni.
Hefðbundin meðferð getur
komiö í veg fyrir frekari bein-
þynningu en hún getur ekki bætt
upp þann beinmassa sem hefur
glatast, eins og hormónið getur.
Úlfur, elgur
og fura
Flestir líffræðingar telja að vel-
gengni plöntuæuia og kjötætna í
dýraríkinu sé háð grósku í jurta-
ríkinu. Annað hefur þó komið á
daginn, að minnsta kosti á eyju
einni í Superior vatni í Banda-
ríkjunum. Þar hafa vísindamenn
komist að því að það eru úlfarnír
sem ráða grósku ákveðinnar teg-
undar furutrjáa. Úlfarnir lifa
neftulega á elgdýrum sem aftur
lifa á furutrjánum.
Uinsjón
Guðlaugur Bergmundsson
Eggjaþjófurinn hafður fyrir rangri sök:
Sjötíu ára misskiln-
ingur loks leiðréttur
„Þetta er í fyrsta sinn sem fósturvís-
ir úr þessum stóra hópi kjötætna
meðal risaeðla hefur fundist og þetta
er sá hópur sem var forveri fugl-
anna,“ segir steingervingafræöing-
urinn Mark Norell, sem ásamt
bandarískum og mongólskum starfs-
bræðrum sínum fann 75 milljóna ára
gamlan steingerving í Góbí-eyði-
mörkinni í Mongóhu sumarið 1993.
Talið er næsta víst að risaeðla þessi
hafi setið á eggjum sínum, rétt eins
og fuglar gera, og styrkir fundur vís-
indamannanna kenningar um að
risaeðlur séu forfeður fugla nútím-
ans.
Steingerði fósturvísirinn er af teg-
und sem gefið var latneska heitið
Oviraptor, en það þýðir eggjaþjófur-
inn. Skepna þessi gekk upprétt
var á hæð við sæmilegan
mann. Höfuð eðlunnar var lítið á
löngum hálsi, kjálkar voru tannlaus-
ir og ofan á trýninu var hnúfur eins
og horn. Fullorðið dýr var ekki
ósvipað íjaðralausum strúti meö
eðluhala að sjá.
Fósturvísirinn var í eins konar
fósturstelhngu þegar hann fannst
inni í fimmtán sentímetra löngu eggi
sínu. Fósturvísirinn var nær alveg
heill, svo hann hefur sjálfsagt verið
tilbúinn að klekjast út.
Þetta er ekki í fyrsta sinn sem risa-
eðluegg finnast í Góbí-eyðimörkinni.
Áriö 1923 fundust einnig risaeðluegg
í þessari eyðimörk og voru þaö fyrstu
risaeðlueggin sem nokkurn tíma
höfðu fundist. Það var bandarískur
vísindamaður, Roy Chapman
Andrews, sem fann þau á stað sem
er 160 kílómetra frá hreiðri eggja-
þjófsins. Og það var reyndar
Andrews sem gaf risaeðlunni þetta
nafn fyrir misskilning. Eggin sem
Andrews fann voru talin vera frá
risaeðlu sem át eingöngu jurtir. Ekki
voru fósturvísar í þessum eggjum og
þar sem beinagrind af eggjaþjófi lá
ofan á eggjunum gaf Andrews risa-
eðlunni þetta óskemmtilega nafn.
Hann hélt nefnilega að skepnan hefði
drepist á meðan hún var að éta eggin.
Nú eru vísindamenn á því að eðlan
sem Andrews fann hafi veriö að
klekja út eigin eggjum eða vemda
ungviði sitt en ekki aö éta annarra
manna egg.
Maður í
réttri stærð
Allt bendir til að risaeðlur hafi verið ranglega sakaðar um að sitja um
egg granna sinna eftir að risaeðluungi fannst inni í eggi sínu í
Góbí-eyðimörkinni
Góbi-eyðimorkin (Asia)
1.300.000 ferkm
Ruglinginn má rekja til þess að árið 1923 fundu
steingervingafræðingar risaeðlubeinagrind sem lá
ofan á leifum af risaeðlueggjum sem talið var að
væru frá annarri tegund. Nýjustu uppgötvanir hafa
nú sannfært vísindamenn um að fullorðna dýrið og
eggin hafi verið af sömu tegund
Risaeðluegg Kænuegg
Risaeðlueggið sem larmst var
u.þ.b. 15 sm iangt og
6,5 sm breitt
Oviraptor
(Eggjaþjófur
á latinu)
Vamir tó-
baksjurtar
Eitt þeirra efna sem mann-
skepnan hefur haft hvað mesta
ánægju af er svokölluð salisýl-
sýra sem finnst m.a. í aspiríntöfl-
unum sem við tökum við haus-
verk. Nafn sitt dregur sýran af
latneska orðinu salix sem þýðir
víðir, enda finnst hún í víðitrjám.
Bandarísklr visindamenn vildu
prufa kemúngu um að sýra þessi
væri til fleira brúkleg og gerðu
tilraunir þar sem þeir komu i veg
fyrir að salisýlsýran myndaðist í
tóbaksjurtum. Árangurinn varð
sáað tóbaksjurtirnar, sem þannig
var ástatt um, létu í minni pok-
ann fyrir alls kyns sýkingum á
meðan frænkur þeirra meö sýr-
unni i stóðust allar árásir.
Salisýlsýran reynist því vera
hín besta vörn gegn ýmsu fleiru
en hausverk okkar mannanna.
Frummaður
yngist
Nýjar rannsóknir, sem gerðar
voru með hátæknibúnaði á bú-
stað Pekingmannsins svokallaöa,
hafa leitt í ijós að hann er tiu
þúsund árum yngri en áöur var
taliö. Þaö var Huang Peihua, pró-
fessor viö kínverska vísinda- og
tækniháskólann, sem stóð fyrir
rannsóknunum síðastliðin tíu ár.
„Pekingraaðurtnn var uppi fyr-
ir 585 íil 250 þúsund árum en ekki
fyrir 700 til 200 þúsund árum eins
og áður var haidiö," segir Huang
sem rannsakaði helli Peking-
mannsins.
/