Dagblaðið Vísir - DV - 25.02.1995, Page 15

Dagblaðið Vísir - DV - 25.02.1995, Page 15
LAUGARDAGUR 25. FEBRÚAR 1995 15 Nokkrum dögum fyrir jól lögðu formenn allra þingflokka sameig- iniega fram frumvarp um breyting- ar á ýmsum ákvæðum mannrétt- indakafla stjórnarskrárinnar. Var það í samræmi við ályktun Alþing- is á hátíðarfundinum á Þingvöllum á lýðveldisafmælinu í sumar sem leið, ályktun sem nefnd var þjóð- argjöf. í önnunum kringum jólin fór frumvarpið ekki hátt og um það urðu litlar sem engar umræður á opinberum vettvangi. Það var ekki fyrr en Alþingi kom saman á ný í lok janúar að frmnvarpið komst í hámæli enda höfðu þá borist um- sagnir um það frá fjölmörgum ein- staklingum og samtökum. f þessum umsögnum var víða að finna harða gagnrýni á ýmis efnisatriði frum- varpsins. Vildu menn jafnvel meina að formenn þingflokkanna hefðu brugðist fyrirheitum sem gefin hefðu verið með ályktun AI- þingis. Á það var líka deilt að frum- varpið hefði komið ailt of seint fram eða hálfu ári eftir samþykkt- ina á Þingvöllum. í umsögnunum, sem Aiþingi bár- ust, var að finna athugasemdir viö nær allar greinar frumvarpsins. Segja má að fjögur atriði hafi helst verið í brennideph í málflutningi gagnrýnenda. í fyrsta lagi þóttu ýmis réttarfarsleg ákvæði, svo sem um stöðu fanga og flóttamanna, ófuUnægjandi. í öðru lagi þótti verkalýðshreyfingunni félagafrelsi gert of hátt undir höfði meðan staða og réttur verkalýðsfélaga í frum- varpinu væri óljós. í þriðja lagi þóttu ákvæði um að takmarka mætti tjáningarfrelsi með lögum gefa stjómvöldum alltof mikið svigrúm á kostnað grundvallarreglu stjómar- skrárinnar. Og í fjórða lagi var að því fundið að mikilvæg efnahagsleg og félagsleg réttindi, svo sem rétt til atvinnu og opinberrar framfærslu, væri ekki að finna með nægilega af- dráttarlausum og skýrum hætti í frumvarpinu. Það sjónarmið kom líka fram aö holur hljómur væri í mannrétt- indaboðskapnum þar sem ekkert væri í frumvarpinu að finna um jafnan atkvæðisrétt manna. Væri lítið unnið við samþykkt nýs mannréttindakafla stjómarskrár- innar ef þar væri ekki tekið af skar- ið um slíkt grundvallaratriði lýð- ræðisins. En þeir vom líka ýmsir utan Al- þingis sem töldu þessa gagnrýni að flestu leyti léttvæga. Frumvarpið fæli í sér mikla réttarbót og eyddi óvissu á mörgum sviðum. Var til dæmis bent á ákvæði um að ekki mætti skylda menn til að vera í félög- um og ákvæði um réttarstöðu manna gagnvart frelsissviptingu. Bæri að samþykkja frumvarpið óbreytt. í opna skjöldu? Hin hvassa gagnrýni á stjórnar- skrárfrumvarpið virðist hafa kom- ið formönnum þingflokkanna, rík- isstjóminni og þingmönnum al- mennt mjög á óvart. Svo er að sjá sem þeir hafi talið samstöðu þing- flokkanna um frumvarpið trygg- ingu fyrir því að það sigldi lygnan sjó gegnum þingið. Á tímabili var uppnámið slíkt að útlit var fyrir að frumvarpið dagaði uppi. Svo viðamiklar voru ýmsar athugasemdir sem þinginu bárust að menn vom famir að halda að ógerlegt væri að halda málinu til streitu miðað við það hve fáir dagar voru til þingslita. Niöurstaðan varð samt sú að reyna að finna mála- miðlun sem tæki tillit til gagnrýn- innar og þingflokkamir gætu orðið sammála um. Þetta virðist hafa tekist, því þegar þetta er skrifað seint á föstudag er útlit fyrir að frumvarpið verði samþykkt með breytingartillögum formanna þingflokkanna. Þingmenn og ríkis- stjóm varpa væntanlega öndinni léttar, enda hefði það verið Alþingi til lítils álitsauka ef þjóðhátíðar- samþykktina hefði dagað uppi. Óneitanlega er sú hugsun þó áleitin að skynsamlegra hefði verið að gefa sér meiri tíma til þessa verks og af tvennu illu, að fá gall- aða stjómarskrá eða Alþingi að veröa fyrir álitshnekki, hefði síðari kosturinn verið betri. Kristján IX. afhendir stjórnarskrána 1874. Styttan er fyrir framan Stjórnarráðshúsið við Lækjargötu. DV-mynd GVA Stjómarskráin áfram bitbein Á gömlum grunni Stjómarskrá íslands er efnislega í grundvallaratriðum óbreytt frá því að hún var sett við lýðveldis- stofnunina 1944. Mannréttinda- kaflar hennar eru enn eldri; þeir era nánast óbreyttir frá stjórnar- skránni sem Kristján IX. Danakon- ungur færði íslendingum á þjóðhá- tíðinni 1874. Og enn má rekja sög- una lengra aftur í tímann, því þessi mannréttindaákvæði era nánast tekin orðrétt upp úr grandvallar- lögum Dana frá 1849, sem aftur era byggð á frelsisskrám í Frakklandi, Bandaríkjunum, Bretlandi og víðar á 18. öld. Mannréttindaákvæði stjórnar- skrárinnar hvíla með öðrum orð- um á gömlum grunni; byggja á hefð sem löngu er orðin samofin skiln- ingi okkar og vitund um eðli lýð- ræðis og mannréttinda. En þjóðfé- lagið hefur að sönnu breyst í tímans rás og ýmislegt gerst sem hugsuðir og brautryðjendur lýð- ræðis og mannréttinda gátu ekki Laugardags- pistiUiim Guðmundur Magnússon fréttastjóri séð fyrir. Þess vegna er ekki óeðli- legt að stjómarskráin sé löguð að hugmyndum og hagsmunum nú- tímans. Endurskoðun mannrétt- indakaflans var löngu orðin tíma- bær. Aftur á móti er ekki sama hvemig að endurskoðuninni er staðiö vegna þess að hún snertir sjálfan kjarnann, undirstööuna, í stjómskipan okkar og réttindum borgaranna. Ónógarumræður Þótt stjórnarskrárfrumvarpið hafi komið fram rétt fyrir jól skap- aðist sem fyrr segir ékíti grandvöll- ur fyrir opinberam umræðum um það fyrr en þegar þing kom saman í lok janúar. Umræður um þetta stóra mál hafa því aðeins farið fram í einn mánuð þegar það er til lykta leitt. Þessi tími er að mínu mati alltof stuttur. Er í rauninni ósktij- anlegt að formenn þingflokkanna skuli leyfa sér að bjóða upp á þetta þegar stjómarskráin á í hlut. Hitt er verra að frumvarpið eins og það htur út eftir endurskoðun- ina síðustu daga er í ýmsum atrið- um gatiagripur. Verst er að það virðist ætla að bjóða upp á ágrein- ing um grundvallaratriði í stað þess að taka af skarið með einföldu og ljósu orðalagi eins og verið hefur aðalsmerki stjómarskrárinnar. Og málfarið á hinum nýja texta er hka sums staðar aðfinnsluvert út af fyr- ir sig og stingur í stúf við gamla textann. Viðurkenna ber að ýmislegt í stjórnarskrárfrumvarpinu er tti mikilla bóta. Ég nefni tti dæmis afdráttarlaus ákvæði um frelsi manna tti aö standa utan félaga, það að orðið „prentfrelsi“ verður nú „tjáningarfrelsi" og ýmis rétt- arfarsleg atriði. Ósktijanlegt er hins vegar hvers vegna felld er nið- ur 75. grein stjórnarskrárinnar sem kveður á um skyldu allra vopnfærra manna til að taka þátt í vörnum landsins. Þá kemur nýtt orðalag á 74 gr. stjórnarskrárinnar ankannalega út. Þar segir eftir breytinguna: „Rétt eiga menn á að stofna félög í sérhveijum löglegum ttigangi, þar með talin stjórnmála- félög og stéttarfélög, án þess að sækja um leyfi til þess.“ Nýmæhn þama eru að stjórnmála- og stéttar- félög eru sérstaklega talin upp í skýringarskyni. Mér sktist að það sé gert tti að friða verkalýðshreyf- inguna. Slíkar skýringarsetningar eiga hins vegar ekki heima í stjóm- arskrá. Almenna reglan er sú að textinn sé almennur, einfaldur og knappur. Skýringar, greinargerðir, útleggingar og túlkanir eiga heima annars staðar. Óþægtiegast af öllu við stjórnar- skrárbreytinguna nú er þó að upp skuli kominn alvarlegur ágreining- ur um túlkun sumra ákvæða frum- varpsins mtili Geirs H. Haarde, formanns þingflokks Sjálfstæðis- flokksins, sem ber höfuðábyrgð á stjórnarskrármálinu í hetid, og Ragnars Aðalsteinssonar, for- manns Lögmannafélagsins, sem verið hefur helsti talsmaður gagn- rýnenda framvarpsins. Ragnar tel- ur að þær orðalagsbreytingar sem síðast vora gerðar á frumvarps- greinum um félagsleg og efnahags- leg réttindi feh í sér róttæka efnis- breytingu. Ýmis slík réttindi, sem ekki hafi verið að finna í upphaf- lega framvarpinu, hafi nú verið fest í stjómarskrá. Þessu mótmælir Geir afdráttarlaust og segir að að- eins sé um orðalagsbreytingar að ræða. Hvor hefur rétt fyrir sér? Alhr hljóta aö vera sammála um að það er ekki gæfulegt að slikur grandvallarágreiningur um texta- sktining skuli vera til staðar um leið og stjórnarskrárbreyting er samþykkt. Frekari endurskoðun Stjórnarskrám ætti ekki að þurfa að breyta oft. Æsktiegast er að þær fái að standa óhreyfðar meðan for- sendur þeirra standast. Stöðugar breytingar á þeim eftir tískusveifl- um eða geöþótta stjórnmálamanna eru beinlínis hættulegar. Þetta gtidir ekki síst um shk grundvall- aratriði sem mannréttindaákvæði eru. Þess vegna heíði verið best að sú endurskoðun sem nú fór fram hefði getað gtit í langan tíma og stjórnarskrármálið legið óhreyft næstu árin. Því miður var staðið svo klaufa- lega að málum að borin von er að friður skapist um stjómarskrána. Og þeir sem hreyfa munu málinu á næsta þingi geta líka með sanni sagt að óþolandi sé að búa við þá óvissu sem skapast hefur um sum hinna nýju ákvæða. Ennfremur að tti lengdar geti það ekki gengið að svo stórt mannréttindamál sem jafn atkvæðisréttur er sé ekki stjómarskrárbundið. Þess vegna er útht fyrir að sljórn- arskráin okkar verði áfram á dag- skrá stjómmálanna í staö þess að friður og samhugur ríki um hana eins og brýn þörf er á.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.