Dagblaðið Vísir - DV - 25.02.1995, Page 18
18
LAUGARDAGUR 25. FEBRÚAR 1995 ,
Dagur í lífi Torfa Geirmundssonar hárskera:
Verkfall
ágætt
umræðuefni
Torfi er hér með Gunnar Guðjónsson, meistara sinn og samstarfs-
mann, undir hnífnum. DV-mynd GVA
Það var ekki skemmtilegt að
vakna á mánudagsmorguninn. Það
er einmitt á mánudögum sem ösku-
karlamir koma eldsnemma og það
er ekki nokkur leið að sofa við þann
hávaða sem þeir framleiða. Því er
ég óvenjusnemma á ferðinni á
mánudögum og framkvæmi því
meira þann dag en aðra. Þessi varð
samt mjög sérstakur þó ekki væri
það á skipulagi dagsins.
Ég byijaöi sem sagt daginn
snemma og var mættur með vinnu-
buxumar mínar til hreinsunar hjá
Úðafossi um leið og þar var opnað.
Ég hafði áhyggjur af því að hreins-
unin væri það dýr að nær væri að
kaupa sér nýjar buxur á útsölu.
Mér til mikillar ánægju var miði á
hurð hreinsunarinnar þar sem
boðinn var 30 prósenta afsláttur í
febrúar.
Verkfall gott
umræðuefni
Stundvíslega klukkan 9 opnaði
ég síðan hársnyrtistofuna og
skömmu seinna var fyrsti við-
skiptavinur dagsins sestur í stólinn
hjá mér og hófum við að ræða verk-
fall kennara.
Ég: Jæja, hvemig list þér á verk-
fali kennara? Heldur þú að þeir
leysi það nokkuð fyrr en í haust?
Hann: Það vona ég ekki. Þeir eiga
bara að láta þessa kennara finna
fyrir því. Þeir em alls ekki með svo
slæm laun þegar allt er talið.
Ég: En hvað um nemendur? Þetta
bitnar á þeim.
Hann: Já, það er náttúrlega kenn-
urum að kenna og því verða þeir
að blæða fyrir það.
Þar með var ég mát og spurði
hvort ég ætti að stytta bartana eða
bara aö þynna þá.
Næsti viðskiptavinur var góð-
hjörtuð eldri kona í hárlitun og þar
kvað við annan tón. Kennarar áttu
alla hennar samúð. Ég tók að sjálf-
sögðu ekki afstöðu en mikiö er það
gott að hafa umræðuefni sem allir
em tilbúnir að taka þátt í. Kenn-
araverkfallið er góð tilbreyting frá
veðrinu sem er oftast umræðuefn-
iö.
NewYork-ferð
undirbúin
Þegar ég fékk hlé notaði ég það
til að athuga hvort ég fengi flug til
New York 11. mars en þar var ég á
biðlista. Ég hringdi í hinn frábæra
ferðaskrifstofumann Fred sem
starfar á Samvinnuferðum. Fred
hefur einstakt lag á að frnna fyrir
mann það ódýrasta og besta í ferða-
lögum frá og til þessa lands. Því
miður hafði honum ekki tekist það
ómögulega, það var ekki til nema
saga class farmiði. Það er því útséð
um að ég komist beint til New York
en þangað verð ég að komast til að
taka við World Masters Award.
Komi ég ekki í eigin persónu fæ ég
engin verðlaun. Ég setti það því í
hans hendur aö koma mér þangað
með krókaleiðum um leið og ég
bölvaði einokun Flugleiða á öllu
flugi frá landinu.
Nýrgalli keyptur
Það er fátítt að við hársnyrtifólk
tökum okkur matarhlé en það varð
ég að gera þennan dag. Mig vantaði
tilfinnanlega fót til að vera í á sýn-
ingunni í New York. Því fékk ég
mér göngutúr í verslunina 17 á
Laugaveginum (ég versla aldrei í
Kringlunni). Þar var dúndurútsala
sem var í samræmi við fjárhag
minn. Ég hafði aldrei komið í þessa
stóru og fallegu verslun fyrr og var
því hálffeiminn. Það var alveg aö
ástæöulausu því ég fékk þar mjög
góða afgreiðslu. Ungur og myndar-
legur drengur, ættaður frá Akur-
eyri, dansaði í kringum mig og
klæddi mig upp í flottan galla á
mjög góðu verði. Hann var svo
kurteis og vel upp alinn að hann
hafði hvorki orð á því að ég væri
of gamall fyrir verslun sem heitir
17 né með of mikla ístru til að passa
í fötin þar. Að geyma fyrir mig
ávísun var líka sjálfsagt því þó ég
fengi þetta á góðu verði var ekki
þar með sagt að ég ætti fyrir því.
Rakstur í beinni
útsendingu
Það var eins gott að ég keypti
þessi fót þvi þegar ég kom í vinn-
una aftur þá var Eiríkur, hinn eini
og sanni, í símanum og vildi fá mig
í viðtal í sinn rómaða þátt á Stöð
2. Ekki vildi hann gera mikið úr
þeim verðlaunum sem ég hafði
fengiö en viidi endilega fá mig til
að raka sjálfan mig í beinni útsend-
ingu. Þetta varð til að ég man ekki
mikið hvað ég gerði seinni part
þessa mánudags annað en að hugsa
hvemig ég ætti að verjast spurn-
ingum hans.
Klukkan 19.40 var ég mættur á
förðunardeild stöövarinnar og til-
búinn í þessa þolraun að raka sjálf-
an mig fyrir framan sjónvarpsvél-
arnar og tala um leið viö einn
mesta kjaftask landsins. Þetta
slapp en það hefði verið auðveldara
að hafa hnífinn á kjammanum á
Eiríki heldur en á sjálfum mér. Þá
hefði hann þagað en ég haft orðið.
Þegar þessari martröð var lokið
var virkilega þörf á að fara í góða
sturtu til aö þvo af sér svitann því
það er heitt í sviðsljósinu. Klukkan
var að verða 21 þegar ég slapp frá
Eiríki en ég þurfti að ljúka nokkr-
um verkefnum áður en ég tók á
mig náðir. Síðustu klukkustundir
dagsins fóru í að ganga frá aðal-
fundarboði fyrir Meistarafélag hár-
skera og ég rétt náði að skríða í
rúmiö fimm mínútur fyrir mið-
nætti.
Finnur þú fimm breytingar? 298
PIB Copanríagen
Og hvað með prentfrelsið, ef ég má spyrja?
Nafn:
Vinningshafar fyrir tvö hundruð nítugustu og sjöttu
getraun reyndust vera:
1. Guðrún Á. Völundard., 2. Bjarni R. Ingvarsson,
Fálkakletti 8, Frakkastíg 20,
310 Borgamesi. 101 Reykjavík.
Myndiraar tvær virðast við fyrstu
sýn eins en þegar betur er að gáð
kemur í ljós að á myndinni til
hægri hefur fimm atriðum verið
breytt. Finnir þú þessi fimm atriði
skaltu merkja við þau meö krossi
á myndinni til hægri og senda
okkur hana ásamt nafni þínu og
heimilisfangi. Að tveimur vikum
liðnum birtum við nöfn sigurveg-
aranna.
1. verðlaun:
Zodiac Sigma 300 sími að verðmæti kr.
4.950 frá Hljómbæ, Hverfisgötu 103,
Reykjavík.
2. verðlaun:
Úrvalsbækur. Bækurnar sem eru í verð-
laun heita: Líki ofaukið og Bláhjálmur úr
bókaflokknum Bróðir Cadfael aö verð-
mæti kr. 1.790. Bækurnar eru gefnar út
af Ftjálsri fjölmiölun.
Vinningarnir verða sendir heim.
Merkiö umslagið með lausninni:
Finnur þú fimm breytingar? 298
c/o DV, pósthólf 5380
125 Reykjavík