Dagblaðið Vísir - DV - 25.02.1995, Qupperneq 21

Dagblaðið Vísir - DV - 25.02.1995, Qupperneq 21
 LAUGARDAGUR 25. FEBRÚAR 1995 21 Skemmtir kviddómend- um í Simpsonmálinu Anna Mjöll Ólafsdóttir: Anna Mjöll Ólafsdóttir býr i Los Angeles þar sem allt er á öörum endan- Simpson í réttarsal ásamt verjanda sínum, Robert Shapiro. um vegna réttarhaldanna yfir O.J. Simpson. Anna Mjöll Ólafsdóttir, sem er við nám í tónlistarskóla í Los Ange- les, mun í dag standa á fjölunum fyrir framan kviðdómendur í mál- inu gegn O.J. Simpson. „Dómarinn, Lance Ito, ákvað að stytta kviðdómendum stundimar og bauð þeim þess vegna á sýningu á ímyndunarveikinni eftir Moliere. Ástæða þess að ég tek þátt í sýning- unni er sú að ein leikkonan forfall- aðist og leikstjórinn, sem er vin- kona mín, bað mig um að hlaupa í skarðið. Ég á að leika fjögurra ára stelpu sem gerir allt vitlaust. Reyndar sagði leikstjórinn að ég væri sú einá sem kæmi til greina í hlutverkið, hvort sem það var nú hrós eða ekki. Þetta verður aö minnsta kosti mjög spennandi og ekki síst vegna þess hveijir áhorf- endurnir eru,“ segir Anna Mjöll. „Kviðdómendur eru annars lok- aðir inni á hóteh og verða það kannski fram á sumar ef réttar- höldin standa lengi. Þeir fá bara að hitta fjölskyldur sínar um helg- ar og stundum á kvöldin. Þeir fá að horfa á sjónvarp eftir að búið er að ritskoða efnið. Og þóknunin sem þeir fá er bara 5 dollarar á dag.“ Anna Mjöll bætir því við að í varúðarskyni verði kviðdómend- um ekið í leikhúsið í rútu með skyggðu gleri. Anna Mjöll segir marga Los Angelesbúa og aöra Bandaríkja- menn gera sér ferð að morðstaðn- um, það er heimili Nicole, fyrrver- andi eiginkonu Simpsons. Fólk flykkist einnig á veitingastaöinn þar sem Nicole var morðkvöldið og einnig að heimili Simpsons sjálfs. Að sögn Önnu Mjallar eru margir Bandaríkjamenn farnir að þreytast á réttarhöldunum sem sjónvarpað er beint á mörgum sjónvarpsrásum í margar klukkustundir á dag. „Það er þó rætt um málið hvar sem maður kemur og svo virðist sem allir viti allt um það. Og allir hafa skoðanir á málinu. Það hefur verið Qöldi skoðanakannana í gangi all- an tímann. Einn maður, sem sjón- varpsmenn spurðu, kvaðst ekki halda að Simpson væri sekur held- ur maðurinn sem öll sönnunar- gögnin beindust að! Ég veit ekki hvort Simpson er sekur eða sak- laus en ef maður er sekur og getur borgað fyrir að sleppa þá er náttúr- lega eitthvað að kerfinu. Og það er það sem fólk er að velta fyrir sér núna. Níutíu prósent þeirra sem ég tala við eru þeirrar skoðunar að Simpson sé sekur. En lögfræð- ingaliðið sem Simpson er með er stjarnfræðilega gott og þaö gæti alveg látiö hann sleppa." Anna Mjöll hefur haft í nógu að snúast að undanfórnu þvi hún lýk- ur námi í tónlistarskólanum í mars og er núna að undirbúa geislaplötu. Hún segir alveg óráðið hvað taki við eftir námið. „Það fer bara eftir því hvar ég fæ eitthvað að gera.“ LAGUNA—gullfallegur og glcesilegur \ LAGUNA er nýr bíll - nýtt sköpunarverk frá franska bílaframleiðandanum Renault. Ný kynslóð Renault bíla hefur verið að skila sér á markaðinn á síðustu árum og hvarvetna vakið verð- skuldaða athyglifyrir glœsilega en jafnframt fmmlega hönnun ogframúrskarandi aksturseiginleika. Renault 19, Clio, Twingo og Safrane - allt bílar sem notið hafa hylli almennings og lof gagnrýnenda. Renault Laguna er stór, kröftugur og rennilegur fjölskýldubíll Spameytinn að hœtti Renault en snarpur Einstök ytri hönnun hefur skilað sér í loftmótstöðu, san er með því lœgsta sem gerist. Laguna er rúmgóður í alla staði. Sœtin og þcegindi farþega hafa alltaf verið einkenni á Renault en í Laguna er gaigið skrefi lengra og reynt að gera enn betur. Þegar sest er upp í Laguna kemur strax í Ijós hversu vandaður, þœgilegur og ömggur þessi bíll er. Allurfrágangur, allt yfirbragð, sérhvert smáattiði ber vott um mikinn metnað og virðingu fyrir vcentanlegum eiganda. Á bak viðfagurt útlit em sterkar öryggiskröfur í hönnun ogframleiðslu Laguna. Virkt öryggi felst í frábcemm aksturseiginleikum, ömggum hanlum, góðrí ýfirsýn og góðu vinnuumhverfi ökwnanns. Það leynir sér ekki að þessum bíl er unun að aka - ekki síst sem stoltur eigandi. Komdu og reynsluaktu honum um helgina. að hætti RENAULT! Bifreiðar & landbúnaðarxélar hf. SUÐURLANDSBRAUT 14 • SÍMI 568 1200 • ÁRMÚLA 13 ■ SÍMI 553 1236

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.