Dagblaðið Vísir - DV - 25.02.1995, Page 23
LAUGARDAGUR 25. FEBRÚAR 1995
23
Sviðsljós
Cantona í afslöppun
íV-Indíum
Franski fótboltakappinn Eric Can-
tona var á dögunum í fríi með fjöl-
skyldu sína í Vestur-Indíum. Þangað
flúði hann frá lögreglu og íjölmiðla-
fólki. Sænska blaöið Expressen hafði
upp á Cantona í Guadeloupe þar sem
hann var að kenna syni sínum Rafa-
el, sem er sex ára, að kafa. Cantona
er einnig sagður hafa farið á segl-
brettanámskeið og leikið sér í körfu-
bolta auk þess sem hann stjanaði í
kringum Isabellu konu sína sem er
komið fimm mánuði á leið.
Viðmælendur Expressen sögðu
Cantona hafa verið úti við aUan dag-
inn. Hann sást hins vegar ekki á bör-
um eða diskótekum.
Það kemur heim og saman við það
sem félagar hans segja í Englandi.
Þegar þeir fara á krána er hann
heima hjá fjölskyldu sinni.
En þegar honum þykir brotið á sér
verður hann óöur. í ensku pressunni
er hann kallaöur Eric the maniac.
Fyrir nokkrum vikum réðst Cantona
á áhorfanda á knattspyrnuvelli og
sparkaði í hann. Cantona er einnig
sagður hafa ráöist á sjónvarpstöku-
mann sem reyndi að festa hann á
filmu á baðströnd með fjölskyldunni.
Framtíð Cantona í Manchester Un-
ited er óviss.
Slappað af í körfubolta.
Eric Cantona buslar í sjónum við
Guadeloupe.
Michael Jackson.
Vilja Madonnu
og Jackson
framseld
Hópur múslírna 1 Pakistan held-
ur fast við þá kröfu sína að aö
poppstjörnunar Michael Jackson
og Madonna verði framseldar frá
Bandaríkjunum. Viija múslím-
arnir að Michael og Madonna
komi fyrir rétt vegna meintra
hryöjuverka.
Múslímarnir segja að popp-
stjömurnar hafi eyðilagt líf þús-
unda múslima með þvi að snúa
hugum þeirra frá trú og siðferði.
miAUST
f
LAN
HJA OKKUR ER MIKIÐ URVAL NOTAÐRA BILA Á GÓÐU VERÐI OG
SÉRLEGA HAGSTÆÐUM KJÖRUM. VERIÐ VELKOMIN OG LÁTIÐ
SÖLUMENN OKKAR AÐSTOÐA VIÐ AÐ FINNA RÉTTA BÍLINN.
ALLT AÐ kr. 600.000 VAXTALAUST LÁN TIL ALLT AÐ 2JA ÁRA
SAMNINGALIPRIR SÖLUMENN OKKAR VEITA PÉR GÓÐA ÞJÓNUSTU
ÞU GERIR HAGSTÆÐU BÍLAKAUPIN HJÁ OKKUR!
BÍLAÞINGjHEKLU
N O T A Ð I R Ætm B í L A R
Bílaþing Heklu • Laugavegi 174 • Sími 569 5660 • Fax 569 5662
OPNUNARTÍMI: MÁNUDAGUR - FÖSTUDAGUR KL. 9.00-18.00, LAUGARDAGUR KL. 12.00-16.00