Dagblaðið Vísir - DV - 25.02.1995, Síða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 25.02.1995, Síða 24
24 LAUGARDAGUR 25. FEBRÚAR 1991 R.E.M. í póli- tíkina Liösmenn R.E.M. hafa opin- berlega gengið til liðs við flokk græningja á írlandi. Stipe og fé- lagar voru við upptökur á plöt- unni Monster í Dyflinni í fyrra er þeir komust í kynni við John Gormley, frambjóðanda græn- ingja til embættis borgarstjóra í Dyflinni. Þeir lögðu honum lið í baráttunni og hvort sem það var liðsinni þeirra að þakka eða ekki, þá vann Gormley kosningamar. Hann varð þar með fyrsti „græni“ borgarstjórinn í Dyfl- inni. Neil Young og Pearl Jam í samstarf! Þær merkilegu fréttir hafa borist frá Seattle að Pearl Jam og Neil Young hafi tekið upp sam- starf og séu að vinna að plötu sem vonast er til að komi út í sumar. Aðdragandi þessa athyglisverða samstarfs var stuttur en liðs- menn Pearl Jam og Neil Young hittust skömmu fyrir áramót á Rock N’ Roll Hall of Fame hátíð- inni þar sem Young var heiðrað- ur. Þar tók hann lagið með Pearl Jam meira upp á grín en í alvöru en öllu gamni fylgir nokkur al- vara eins og nú virðist vera að koma á daginn. Nýr trymbill í Soul Asylum Grant Young, trommuleikari Soul Asylum, hefur vinsamlegast verið beðinn um að taka trumb- ur sínar saman og hafa sig á brott úr hljómsveitinni. Liðsmenn sveitarinnar segja að þessi upp- sögn hafi legið í loftinu lengi; Young hafi ekki átt allskostar samleið með þeim félögum og því ekki annað að gera en að láta hann róa. Eftirmaður Youngs við trommusettið í Soul Asylum verður stúdíótrommarinn Sterl- ing Campbell en hann lék á nokk- ur ásláttarhljóðfæri á síðustu plötu hljómsveitarinnar; þeirri ágætu plötu Grave Dancer’s Union. Hver hefur áhrif á hvern? Annað athyglisvert samstarf sem er í uppsiglingu er samvinna söngvarans og lagasmiðsins Nick Cave og söngkonunnar Kylie Minogue. Cave, sem er upprunn- inn í Ástralíu eins og Minogue, hefur hingað til ekki stigið mjög í vænginn við sykursætt vellu- popp á borð við það sem Minogue hefur þrifist á, þannig að menn bíða spenntir eftir því hver hef- ur áhrif á hvem í þessu sam- starfi. I 1501)1 A BYLGJUNNII DAG KL. 10.00 Ss SlÐASTA VIKA FYRIR 2 VIKUM VIKUR Á LISTANUM topp 4® 1 1 3 4 - NÝTTÁ TOPPNUM— DANCING BAREFOOT U2 2 2 1 6 SON OF A PREACHER MAN DUSTY SPRINGFIELD 3 3 2 6 THE MAN WHO SOLD THE WORLD NIRVANA a> 8 13 4 THE BALLAD OF PETER PUMKINHEAD CRASH TEST DUMMIES 5 4 4 8 WHATEVER OASIS 6 5 10 4 I LOVE THE NIGHT LIFE ALICIA BRIDGES 7 6 5 6 CRUSH WITH EYELINER R.E.M. 8 10 21 3 THESE BOOTS ARE MADE FOR WALKING SAM PHILLIPS 9 7 9 6 GLORY BOX PORTISHEAD (Jo) 16 22 3 THIS COWBOY SONG STING & PATO BANTON 11 1 ••• NÝTT Á LISTA ••• WHERE DID YOU SLEEP LAST NIGHT NIRVANA <S> 17 23 4 EVERLASTING LOVE GLORIA ESTEFAN (u> 20 23 4 SHE’S A RIVER SIMPLE MINDS (5) 23 25 5 STRONG ENOUGH SHERYL CROW 15 - - 1 WHEN I COME AROUND GREEN DAY 16 12 15 3 AÐEINS STEINAR f VEGG NEMENDUR V.!. 17 9 8 8 HIBERNACULUM MIKE OLDFIELD (2) 26 - 2 OLD POP IN AN OAK REDNEX (5) 24 31 4 BETTER DAYS AHEAD TYRELL CORPORATION 20 13 6 11 ODE TO MY FAMILY CRANBERRIES 21 11 12 4 BASKET CASE GREEN DAY 22 21 20 5 SCATMAN SCATMAN JOHN (23) 34 39 3 NO MORE I LOVE YOUS ANNIE LENNOX (5) 28 - 2 HOLD ON JAMIE WALTERS 25 15 11 5 FELL ON BLACK DAYS SOUNDGARDEN (#) 40 2 - HÁSTÖKK VIKUNNAR - SOMEDAY l'LL BE SATURDAY NIGHT BON JOVI 27 19 19 6 THE REASON IS YOU NINA 28 14 7 5 THANK YOU FOR HEARING ME SINEAD O’CONNORI 29 - - 1 LIVE MY LIFE FOR YOU FIRCHOUSE da) 38 - 2 AS I LAY DOWN SOPHIE B. HAWKINS 31 - - 1 ÞAR SEM ALLT GRÆR NEMENDUR F.B. 32 - — 1 INDEPENDED LOVE SONG SCARLET 33 18 14 6 FREAK OUT JET BLACK JOE 36 36 3 IF I WANTED TO MELISSA ETHERIDGE 35 - - 1 LOVE ME FOR A REASON BOYZONE 36 22 17 10 WE HAVE ALL THE TIME IN THE WORLD LOUIS ARMSTRONG 37 - - 1 TAKTU MIG NEMENDUR F.Á. 38 27 28 5 TELL ME WHEN HUMAN LEAGUE 39 - - 1 YOU WREAK ME TOM PETTY 40 - - 1 MENTAL PICTURE JON SECADA Kynnir: Jón Axel Ólafsson blenski listinn ersamvinnuverkefni Bylgjunnar. DVog Coca-Cola á Islandi. Listinn erniðurstaða skoðanakönnunarsem er framkvæmdafmarkaðsdeild DVi hverri viku. Fjöldi svarenda er á bilinu 300 til 400, á aldrinum 18 til 35 ára af öllu landinu. Jafnframt er tekið mið af gengi laga á erlendum vinsældalistum og spilun þeirra á islenskum útvarpsstöövum. Islenski listinn birtist á hverjum laugardegi I DV og er frumfluttur á Bylgjunni kl. 16.00 sama dag. Listinn er birtur, að hluta. I textavarpi MTV sjónvarpsstöðvarinnar. Islenski listinn tekur þátt I vali “World Chart" sem framleiddur er af Radio Express i Los Angeles. Einnig hefur hann áhrif á Evrópulistann sem birturerí tónlistarblaðinu Music & Media sem errekið af bandaríska tónlistarblaðinu Billboard. fffiUHttEtil GOTT ÚTVARP! Yfirumsjón með skoðanakönnun: Hrafnhildur Kristjánsdóttir - Frámkvæmd könnunar: Markaðsdeild DV - Tölvuvinnsla: Dódó - Handrit: Sigurður Helgi Hlöðversson, Agúst Héðinsson og ívar Guðmundsson - Tæknistjórn og' framleiösla: Þorsteinn Ásgeirsson og Þráinn Steinsson - Útsendingastjórn: Halldór Backman og Jóhann Garðar Ólafsson - Yfirumsjón með framleiöslu: Ágúst Héðinsson - Kynnir: Jón Axel Ólafsson Byssuglaðir rapparar Dasean Cooper, einn af liðs- mönnum rappsveitarinnar Da Lench Mob, sem betur er þekkt- ur undir nafninu J-Dee, var á dög- unum dæmdur í 29 ára fangelsi fyrir morð á vini unnustu sinn ar. Þetta er ekki eina áfallið fyr ir Da Lench Mob því annar liðs maður sveitarinnar, Terry „T- Bone“ Gray, bíður réttarhalda fyrir morð og líkamsárás. Plötufréttir The Bruce Dickinson Band er þessa dagana að ganga frá útgáfu á tvöfaldri tónleikaplötu, en Dick- inson söng áður með Iron Maiden við góðan orðstír... Madder Rose er með nýja plötu í uppsiglingu sem búist er við að komi út í byrj- un apríl... Búið er að fastákveða 13. mars sem útgáfúdag á fyrstu plötu hinnar athyglisverðu hljómsveitar Elastica... og Boy George aðdáendur mega búast við glaðningi meö vorinu því gamla brýnið er komið til leiks á ný... Martin Kemp fár- sjúkur Martin Kemp, annar Kemp- bræðranna, sem gerðu garðinn frægan á síðasta áratug með hljómsveitinni Spandau Ballet, liggur nú þungt haldinn á sjúkra- húsi eftir að læknar fjarlægðu æxli úr höfði hans. Kemp, sem sneri sér að kvikmyndaleik ásamt bróður sínum fyrir nokkrum árum, missti skyndi- lega meðvitund á heimili sínu í Lundúnum en hafði ekki kennt sér neins meins fram að því. -SþS- Á toppnum U2 sitja aðra vikuna í röð á toppi íslenska listans með lagið Dancing Barefoot en lagið er að finna í myndinni Threesome. Þrjú efstu sæti listans haldast óbreytt Nýtt Hæsta nýja lagið á íslenska list- anum í þessari viku á Nirvana. Það er lagið Where Did You Sleep Last Night og kemur beint inn í ellefta sæti listans. Þetta er fjórða lagið sem slær í gegn af Unplug- ged plötu þeirra. Hástökkið Hástökk vikunnar á New Jers- ey hljómsveitin, Bon Jovi. Þeir sendu frá sér seint á síðasta ári safn sinna bestu laga en þar var einnig að finna tvö ný lög sem nú hafa bæði komist inná Islenska listann. Það fyrra var Always, en núna tekur lagið Someday I’ll Be Saturday Night fjórtán sæta stökk, úr fjörutíu í tuttugu og sex.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.