Dagblaðið Vísir - DV - 25.02.1995, Qupperneq 28
28
LAUGARDAGUR 25. FEBRÚAR 1995 .
Menning
Jan Davidsson, menningarverðlaunahafi DV í listhönnun:
Fólk er sólgið
í eitthvað ekta
Svíinn Jan Davidsson, sem hlýtur list-
hönnunarverðlaun DV fyrir hönnun á
útifatnaði Sjóklæðagerðarinnar hf.,
kveðst hafa fæðst inn í fagið.
„Á uppvaxtarárum mínum var Borás
og nágrenni, þaðan sem ég er, textíliðn-
aðarsvæði. Foreldrar mínir unnu við
þetta og ég hef eiginlega kynnst öllum
greinum þessa iðnaðar," segir Jan.
Hann leggur áherslu á að hann hafi
sérstaklega gaman af fatahönnun en
vill þó ekki kalla sig hönnuö. Það er
þó engu að síður Jan sem er maðurinn
á bak við form og Uti í faUegum eðal-
kappflíkum 66°N og öðrum vinsælum
útiklæðnaði fyrirtækisins.
.Jan kom fyrst tU íslands árið 1970
sem ráðgjafi í fataiðnaði en hefur átt
lögheimili hér síðan 1981. Hann hefur
þó ekki búið hér allan tímann heldur
starfað sem ráðgjafi hjá fyrirtækjum
í Noregi og Bandaríkjunum og verið
klæðskeri í West End í London. Und-
anfarin tvö ár hefur hann hannað
útifatnað hjá Sjóklæðagerðinni.
Sjálfur gengur hann á fjöh og rennir
sér á skíðum svo að hann veit hvemig
flikumar eiga að vera til að geta þjónað
sínum tílgangi. „Það þýðir ekki að sitja
við skrifborð og ímynda sér hvemig
hlutimir eiga að vera. Ég gæti ekki
unnið öðmvísi en ég geri.“
Jan hefur ákveðnar skoðanir á því
hvað þurfi að gera til að flíkur verði
eftirsóknarverðar fyrir kaupendur.
„Menn verða í fyrsta lagi að setja sér
ákveðin markmið. Það má ekki vera
gjá á núlU þeirra sem skapa og þeirra
sem stjóma fyrirtækjunum. Menn
verða að skilja hvað þeir eru meö í
höndunum. Það er sorglegt að sjá
hversu mikUr peningar hafa farið tU
spUlis í ullariðnaðinum. Þar vantar
yfirsýn. Það er stórt gap miUi sköp-
unarinnar og þekkingarinnar á iðn-
framleiðslu. Það vantar vöruþróun
sem tengist markaðssetningu. Menn
verða að vera það sem þeir era og
búa til eitthvað sem er sérstakt fyrir
ísland. Það var til dæmis rangt að
ætla sér að keppa við ítalskar ullar-
vörur og fá í því skyni ítalskan hönn-
uð. íslendingar geta ekki allt í einu
orðið ítalir."
Jan leggur áherslu á að Sjóklæða-
gerðin hf. sé fyrirtæki sem hafi verið
að þróast í langan tíma og það hafi
jafnframt verið í tengslum við sjáv-
arútveginn. „Hér eru framleidd
bestu sjóklæðin í heiminum. Um
helmingur framleiðslunnar er flutt-
ur út en það er lítið talað um það.
Þróun útifatnaðar fyrirtækisins mið-
ast við veðurskUyrðin á íslandi.“
Frægð Bjarkar gefur
ýmsa möguleika
Það er mat Jans að hér séu van-
nýttir möguleikar á mörgum sviðum.
Hann nefnir sem dæmi frægð Bjark-
ar Guðmundsdóttur. „Það mætti tU
dæmis gera sér mat úr„avant garde“
Jan Davidsson fatahönnuður fæddist inn í fagið.
tísku. Ég sé líka fyrir mér Bjarkar-
ilmvötn og margt fleira í þeim dúr.
En þá yrðu menn líka að nálgast
■ þann markað á réttan hátt. Það má
ekki verða eins og gerist svo oft að
margir ætli að græða á því sama sem
leiöir svo til þess að þeir eyðileggja
bæði fyrir sjálfum sér og öðrum.
Svona möguleikum verður að sýna
virðingu."
Tengsl við söguna era möguleiki
sem Jan telur mikilvægan. „Fólk er
sólgið í það sem er ekta. Það vill
meira en einhver föt sem bara hanga
DV-mynd Brynjar Gauti
á herðatrjám í verslun. Það væri
hægt að byggja upp ullar- og skinna-
iðnaðinn með því að notfæra sér leit
fólks að rótunum, þaö er með því að
nálgast sálina eða ímyndina í sög-
unni og útfæra hana. En þetta þarf
að gera af mikilli fagmennsku."
að fólk væri að lesa bókina og hef
fengið talsverð viðbrögð frá lesend-
um. Það eru náttúrlega stærstu verð-
laun sem hver höfundur fær að ein-
hver lesi bókina," segir Sigurjón Sig-
urðsson, Sjón, sem hlaut menningar-
verðlaun DV í bókmenntun fyrir bók
sína Augu þín sáu mig sem út kom
fyrir síðustu jól.
„Þessi bók er ástarsaga úr seinni
heimsstyrjöldinni og segir frá kynn-
um ungrar þjónustustúlku á gisti-
heimUi í N-Þýskalandi og hrakins
manns á flótta. Hún er látin annast
flóttamanninn þegar hann er hýstur
þar í nokkra daga í lok styrjaldarinn-
ar. Inn í þetta flétta ég ýmsum sögum
og leik mér með gamalt minni úr
gyðingabókmenntum sem er leir-
maðurinn."
Tilvitnun
í Davíóssálma
Nafnið á bókinni, Augu þín sáu
mig er tilvitnun í Davíðssálma.
„Þetta er úr þeim stað í Davíðssálm-
um þar sem hebreska orðið Gólem
kemur fyrir en það er einmitt nafn
leirmannsins. Nafnið er úthugsað og
var ákveðið fyrir tveimur árum,“
segir Sjón sem byrjaði að vinna við
þessa bók árið 1990.
„Ég byrjaði á að setja saman sögu
sem ég ætlaði mér auðvitað að klára
einhvern tíma en svo fór með þá sögu
að þessi tók hana yfir. Þessi saga sem
úr varð átti því aldrei að verða til
heldur fæddist við vinnslu á annarri
sögu. Það var mikU undirbúnings-
vinna fyrir þessa bók og ég þurfti aö
lesa ógrynni af bókum til að fræðast.
Ég ætlaði alltaf að skrifa um leir-
manninn en þetta er í raun saga
móður hans.“
Sjón segir að margt fólk hafi gefið
sig á tal við hann og rætt um þessa
sögu. „Þetta er fólk á öUum aldri sem
virðist hafa haft gaman af henni. Ég
er mjög ánægður með þessi viðbrögð
þar sem ég lét renna saman ein-
hveija tilraunamennsku og skemmti
fólki um leið.“
Fyrstabindi
afþremur
Augu þín sáu mig er fyrsta bindi
af þremur og Sjón segist vera að
leggja grunn að annarri bókinni. í
þeirri bók færist sagan til íslands og
er á vissan hátt um föður leirmanns-
ins. Fyrsta bókin endaði í lok síðari
heimsstyrjaldarinnar og þessi nýja
mun taka við þar sem frá var horfið.
Hún mun lýsa lífinu í Reykjavík á
þeim tíma og fram til ársins 1962.
Sagan gerist einnig í London og ein
af aðalpersónunum er maður sem
bjó þar þannig að ég hef aðeins verið
að kynna mér þær kringumstæður
sem hann bjó í,“ segir Sjón.
Vinnur fyrir Björk
Hann er nú búsettur í London
ásamt eiginkonu sinni, Ásgerði Jún-
íusdóttur, og 2ja ára dóttur, Júníu.
Ásgerður er í söngnámi í borginni.
Sjón starfar fyrir Björk Guðmunds-
dóttur í London. „Ég sé um tölvu-
banka hennar á alþjóðlegu tölvuneti
og einnig ritstýri ég tímariti sem gef-
ið verður út af upplýsingamiðstöð
Bjarkar. Það verður gefið út um allan
heim. Þetta er mjög skemmtilegt
Sigurjón Sigurðsson, Sjón, er menningarverðlaunahafi DV í bókmenntum.
DV-mynd GVA
„Ég átti alls ekki von á að fá verðlaun undanförnum áram, sem hefur vakið
fyrir þessa bók. Hins vegar er þetta mesta athygli og fólk virðist hafa tek-
sú bók, af þeim sem ég hef skrifað á ið eftir. Ég hef mikið orðið var við
starf og rnikil vinna,“ segir Sjón sem
er ekki alveg ókunnur blaðamennsk-
unni. „Ég hef gaman af blaða-
mennsku ef ég fæ að ráða mér svolít-
ið sjálfur. Annars er mjög gott að fá
þessi verðlaun núna því þau minna
mann á ritstörfin og halda mér við
efnið.“
Björk Guðmundsdóttir og Sjón eru
vinir til margra ára og því kemur
honum fátt á óvart í hennar lífi. „Hún
er í hörkuvinnu aö ganga frá nýrri
plötu.“
Augu þín sáu mig er þriðja skáld-
saga Sjóns en áður hafa komið út
skáldsögumar Stálnótt, 1987, og Eng;
ill, pípuhattur og jarðarber, 1989. Á
síðasta ári sendi hann frá sér langt
ljóð um Dag Sigurðarson og einnig
átti hann erótíska sögu í smásagna-
safninu Tundur dufl.
Sjón segist kunna vel við sig í Lon-
don enda sé þar menningarlíf í mikl-
um blóma. „Það er mikið líf hér og
margt að gerast í listum og bók-
menntum."
Verðlaunahafar á
bókmenntahátíð
Annað kvöld ætla þeir Einar Már
Guðmundsson, menningarverð-
launahafi DV í fyrra, og Sjón að lesa
úr verkum sínum á norrænni bók-
menntahátíö í Swansea á Englandi.
Þar stendur yfir mikil bókmenntahá-
tíö, UK Year of Literature, en það
mun vera einn mesti bókmenntavið-
burður í Englandi á árinu.
Sjón segir að það sem hggi helst fyrir
hjá sér á næstunni sé að passa upp á
að enginn gleymi Björk og að dóttirin
eigi nóg brauð handa íkomunum.