Dagblaðið Vísir - DV - 25.02.1995, Page 30
38
LAUGARDAGUR 25. FEBRÚAR 1995
Meiming_________________________________________________________________x>v
Dr. Maggi Jónsson, menningarverðlaunahafi DV í byggingarlist:
Ekki hefðbundin skólabygging
Dr. Maggi Jónsson, menningarverðlaunahafi DV í byggingarlist.
DV-mynd GVA
„Það var lagður mikill tími í for-
sendur og forvinnu fyrir þennan
skóla. Fjölbrautakerflð var nýtt og
vitneskja um þarfir þess til skólaum-
hverfis takmörkuð. Það sýndi sig að
veigamikil rök voru fyrir vægi fé-
lagslegra samskipta til jafns við að-
stöðu til skipulagðra námsstarfa. Til
að uppfylla þessar þarfir þurfti bygg-
ingu sem vék í verulegum atriðum
frá þeim skólahúsum sem hefð var
fýrir," segir dr. Maggi Jónsson, arki-
tekt og menningarverðlaunahafi DV
í byggingarlist.
Maggi fékk verðlaunin fyrir hús
fjölbrautaskólans á Selfossi en í um-
sögn dómnefndar segir: „Sterk heiid-
arhugmynd er meginstyrkur verks-
ins þar sem kennslustofur vísa móti
norðri en suðurhlutinn er opið, sam-
nýtt miðrými undir hallandi gler-
vegg eftir byggingunni endilangri.
Tölvustýrðir hlerar undir glerinu
tempra birtu, hita og hljóð. Hönnun
fjölbrautaskólans er djörf lausn sem
sýnir hugrekki höfundar og byggj-
enda og hefur megnað að taka við
breyttum áherslum á löngum bygg-
ingartíma."
Það var árið 1982 sem fyrstu teikn-
ingar að skólahúsinu litu dagsins
ljós. Byggingu hússins var ekki lokiö
fyrr en á síöasta ári enda liðu nokkur
ár milli þess sem fyrri hluta var lok-
ið þar til ráðist var í seinni hluta.
„Byggingin þarf auðvitað að þjóna
ákveðnum tilgangi og hann vorum
við að reyna að skilgreina. Það hafði
ekki áður verið byggöur sérhannað-
ur skóli fyrir íjölbrautakerfið," út-
skýrir Maggi.
Dr. Maggi hefur hannað milli sjötíu
og áttatíu byggingar og margar af
þeim eru skólar. Hann hefur tvisvar
áður verið tilnefndur til Menningar-
verðlauna DV, í fyrra fyrir kirkjuna
á Blönduósi og árið þar á undan fyr-
ir grunnskólann á Breiðdalsvík.
Þegar hann var spurður um hug-
myndina að baki skólabyggingunni,
svaraði hann: „Hugmyndin byggir á
að allur skólinn sést og skynjast sem
ein fjölbreytt heild. Hann er miðsæk-
in bygging, auðrötuð og býður upp á
marga kosti til félagslegra sam-
skipta. í miðrýminu „er“ skólinn, öll
kennslurými opnast þangað, þar eru
nemendur og starfsliö hluti alls
skólasamfélagsins. Þgr er aðstaða
fyrir einstaklinga og hópa af öllum
stærðum bæði til vinnu og félags-
legra samskipta. Einfaldleiki rými-
skipunar er megineinkenni bygging-
arinnar. Heimamenn reyndust síðan
mjög jákvæðir gagnvart byggingunni
og ákveðnir í að byggja þetta hús.“
Maggi segist vera ánægöur með
bygginguna sem er nú að mestu lok-
ið. Hann hafði náið samstarf við
byggingamefnd og stjómendur skól-
ans og fylgdist mjög vel með fram-
kvæmdunum meðan á þeim stóð en
daglegt eftirlit var í höndum bygg-
ingarstjóra. Nú er aðeins eftir að
ljúka innréttingu í bókasafn skólans.
Maggi hannaði stækkun á Mýrar-
húsaskóla á Seltjarnamesi og ísaks-
skóla, auk þess sem-hann teiknaði
hugvísindahús Háskóla íslands,
Odda, svo eitthvað sé nefnt. „Það
hefur nú æxlast þannig að ég hef
teiknað talsvert af skólum. Mér
finnst það mjög skemmtilegt þó mér
finnist gaman að teikna alls kyns
byggingar," segir hann.
Byrjaði
sem húsasmiður
Maggi hóf feril sinn með því að
útskrifast með sveinspróf í húsa-
smíði frá Iönskólanum í Reykjavík
árið 1957. Hann segir að það sé ekki
verra að vera lærður húsasmiður
þegar farið er út í arkitektúr og það
komi sér vel í starfinu. Áður en hann
fór í arkitektamám hélt hann til Sví-
þjóðar þar sem hann lærði bygginga-
tæknifræði. Þaðan útskrifaðist hann
árið 1960. Maggi varð B. Arch. og
M. Arch. frá University of Michigan
í Bandaríkjunum árið 1971 og doktor
í byggingalist frá sama háskóla árið
1974.
Áður en Maggi hélt til Bandaríkj-
anna starfaði hann við arkitektastörf
hjá Ark. Schuvert í Stokkhólmi,
Skipulagi Reykjavíkur og hjá Sig-
valda Thordarson arkitekt. Þá starf-
aði hann við byggingareftirlit við
Háskóla íslands, hjá Skarphéðni Jó-
hannssyni arkitekt, var byggingar-
stjóri Norræna hússins 1966-1968,
aðstoðarkennari viö Michigan há-
skólann, byggingarstjóri HÍ, ráðgjafi
um bygginga- og skipulagsmál við
HÍ frá 1979. Prófessor í byggingarlist
viö University of Michigan 1990 og
hefur rekið eigin arkitektastofu frá
árinu 1973. Hjá honum starfar nú
Stefán Ingólfsson arkitekt.
- Hvemig leggst það í þig að fá
Menningarverðlaun DV?
„Mér finnst þessi verðlaun vera
mjög virðingarverður hlutur og
kannski eini staðurinn í almennri
umræðu íjölmiðla í landinu þar sem
byggingar eru afdráttarlaust taldar
til Usta. Það er mjög sjaldgæft að ht-
ið sé á byggingar sem menningarleg
verðmæti. Það er hvatning fyrir mig
aö fá þessi verölaun og Uka fyrir þá
sem stóðu aö þvi að byggja þetta
hús. Svona bygging verður ekki reist
nema þeir sem vilji byggja hana
standi vel að baki henni.“
Maggi er kvæntur Sigríði Soífiu
Sandholt, kennara við Skóla ísaks
Jónssonar, og eiga þau eina dóttur,
Sólrúnu Melkorku, sem er 15 ára.
Hann segist ekki vera mikiU frí-
stundamaður en á hesta og hefur
gaman af hesta- og veiðiferðum.
Ari Kristinsson, menningarverðlaunahaíi DV í kvikmyndum:
Sumamóttin var skemmtilegust
„Mér Ust mjög vel á að fá þessi verð-
laun - þetta er mikil viðurkenning.
Bíódagar voru fyrsta íslenska kvik-
myndin sem hafði úr nægilega mikl-
um peningum að spUa þannig að
hægt var að gera þetta eins og maður
hafði óskað. Þetta var í fyrsta skipti
sem maður hafði öU þau tæki sem
mann hefur langað til að vinna
með,“ segir Ari Kristinsson, verð-
launahafi DV í kvikmyndum.
Ari segir aö þeir Friörik Þór Frið-
riksson hafi verið með fleiri og betri
tæki í Bíódögum heldur en þeir höfðu
til umráða í Bömum náttúrunnar.
„ÚtUtið á Bíódögum er nokkuð dýr-
ara. Þaö sem ég er ánægðastur með
í myndinni eru nætursenumar úr
sveitinni þar sem hin íslenska sum-
amótt fær að njóta sín. Þetta var
skemmtilegasta ögrunin í þessari
kvikmyndatöku," segir Ari sem sneri
síðan dæminu við í kvikmyndinni Á
köldum klaka þar sem hann þurfti
að kvikmynda í snjóbyl og frosthörk-
um. „Maður er oröinn sérfræðingur
í öUum íslenskum veðrum," segir
Ari og hlær.
Borginni breytt
Fyrir utan hversu góð tæki Ari
hafði við tökur á Bíódögum þótti
honum tímabiUð sem sagan gerist á
vera mjög áhugavert. „Mér fannst
Uka skemmtUegt að mynda áhorf-
enduma í kvikmyndahúsinu. Þetta
var eitt viðamesta verkefnið, sem
farið hefur verið út í, í íslenskri kvik-
myndagerð. HeilU götu var breytt og
hún færð aftur á bak í tíma, skipt
um ljósastaura og gluggum breytt.
Þetta var gríðarlega mikið umfang í
leikmynd. Við þurftum að taka
vinstri umferð aftur upp og Banka-
strætið yngdist um þrjátíu ár, m.a.
var Málarinn endurreistur. Þetta var
mjög skemmtilegt.
Bíódagar vom aUt öðmvísi að um-
fangi en maöur hafði fengist við áö-
ur. Starfsfólk var mUdu fleira og
tækin stærri. Böm náttúrunnar vom
mun minni mynd að umfangi. Bíó-
dagar hafa fengið mjög góðar viðtök-
ur. Það er verið að sýna myndina um
aUan heim. Friðrik Þór er með hana
núna í Japan og þessa dagana er
verið að frumsýna hana í Bonn og
Hamborg. Bíódagar fengu Amanda-
verðlaunin en þau era viðurkenning
fyrir bestu norrænu myndina.
Myndin hefur farið víða um heim á
k vikmyndahátíðir. “
Heilt íbúðar-
hverfl í byggingu
Ari hefur mikið að gera þessa dag-
ana við undirbúning á nýrri kvik-
mynd, Djöflaeyjunni, en tökur á
henni hefjast í sumar. „Við emm að
fara að byggja heljarmikið bragga-
hverfi upp við Sorpu. Það verða
byggðir fimmtán braggar, nokkur
hús og tvær blokkir. Þama verður
endurreist heilt hverfi en þaö verður
langviðamesta verkefniö sem farið
hefur verið út í,“ segir hann.
Ari hefur verið viðloðandi kvik-
myndagerð í fimmtán ár og hefur
tekiö tíu myndir á þeim tíma. Fyrsta
myndin var Rokk í Reykjavík, þá
kom Nýtt líf, Dalalíf, Skammdegi,
Löggulíf, Skytturnar, Magnús, Böm
náttúmnnar, Bíódagar, Á köldum
klaka og hann leikstýrði Pappírs-
Pésa. Hann hefur aðallega unnið með
Þráni Bertelssyni og Friöriki Þór
Friörikssyni.
Ferill Ára byijaði í rauninni með
teiknimyndagerð þegar hann var í
Handíða- og myndlistarskólanum. Þá
var hann beðinn að gera titla á sjón-
varpsmynd, Litla þúfu, eftir Ágúst
Guðmundsson. „Ég þurfti aö kvik-
mynda þessa titla sjálfur og það
kveikti áhugann. Síðan var ég að-
stoðarmaður Ágústs í kvikmyndinni
Landi og sonum. Ég byrjaði í raun
að fikta við þessa teiknimyndagerð
1973 en þá fyrir sjálfan mig. Upp úr
1970 kviknaði fyrst áhugi minn á ljós-
myndun," segir Ari.
Hljómsveit kvik-
myndagerðarmanna
Áður hafði hann verið tónlistar-
maður og lék með hljómsveitinni
Trix. „Við spiluðum í SÚfurtunghnu
í þijú ár og ég lék á hljómborð."
Það virðist fylgjast nokkuö að, tón-
list og kvikmyndagerð því Ari hefur
stofnað hljómsveit með nokkrum
kvikmyndagerðarmönnum. Hún er
þannig skipuð, Hrafn Gunnlaugsson,
trommur, Ágúst Guðmundsson, gít-
ar, Hilmar Oddsson, bassa, JúUus
Kemp, hljómborð, Óskar Jónasson,
saxófón, og Ari á hljómborð. „Við
ætlum að fara að byija æfingar í
Laugarnesinu hjá Hrafni. Það er því
miður ekki enn komið nafn á hljóm-
sveitina. Við vomm saman á nám-
skeiöi í Kaupmannahöfn fyrir stuttu
og þar kom í ljós að af þeim tíu sem
vom þarna vom níu hljóöfæraleik-
arar og þá var ákveðið að stofna
hljómsveit."
Ari er kvæntur Margréti Pálsdótt-
ur og eiga þau tvö börn, Kristin, 24ra
ára, og Bergþóru, 8 ára, en hún leik-
ur stórt hlutverk í nýrri kvikmynd
Hilmars Oddssonar sem enn er
ósýnd, Tár úr steini, og er að fara
að leika í kvikmyndinni Draumadís-
ir.
Þekkist á fléttunni
Það sem flestir taka eftir í fari Ara
Kristinssonar er síða hárið. Hann
segist vera búinn að safna í fimm ár.
„Þetta er orðið svohtið erfitt en ég
hef ekki enn fengið mig til að kUppa
fléttuna af.“ Ari segir að þetta hafi
byijað þegar hann fór inn á hár-
greiðslustofu og rakarinn skildi eftir
Utla fléttu og sagði að hann gæti
kUppt hana af þegar hann væri orð-
inn leiður. „Sá dagur er bara ekki
enn kominn og fléttan er komin nið-
ur í mitti,“ segir Ari og bætir við aö
þetta hjálpi talsvert á sýningum í
útlöndum því núna man fólk eftir
honum.