Dagblaðið Vísir - DV - 25.02.1995, Síða 31

Dagblaðið Vísir - DV - 25.02.1995, Síða 31
LAUGARDAGUR 25. FEBRÚAR 1995 39 DV Skák Rætist draumur Kamsky-feðga? Aðatfundur 1995 Nú eru fimm ár síðan Gata Kamsky og Rustam faðir hans tóku þá afdrifa- ríku ákvörðun að afloknu opna mót- inu í New York að yfirgefa rússneska ættjörð sína fyrir fullt og allt. Gata var þá aðeins 15 ára gamall en hafði þegar getið sér gott orð við skákborð- ið - varð m.a. unglingameistari Sov- étríkjanna 12 ára gamall. Kamsky-feðgar lýstu þvi opinber- lega yfir að Gata fengi ekki næg tæki- færi í heimalandinu til að þroska hæfileikana og því hefðu þeir ekki átt annan kost en að flýja land. Gata ætlaði sér að verða heimsmeistari. Flestir tóku þessu fálega, enda var ekki að merkja að piltur hefði neitt sérstakt yndi af skák, þrátt fyrir ótví- ræða hæfileikana. Hann virtist eins og barinn til hlýðni af föður sínum og ýmsir gerðu því skóna að sá gamli hefði þarna fundið snjalla leiö sér til lífsviðurværis í vesturheimi. Síðan hefur Gata tekið framförum jafnt og þétt, þótt á stundum hafi árangur hans fallið í skuggann af uppátækjum föðurins. Rustam er fyrrverandi hnefaleikakappi og á það til að vera afar viðskotaillur. Rimm- ur hans við bandaríska skákmenn eru vel þekktar en trúlega eru Kam- sky-feðgar þó frægastir fyrir að hafa ásakað Kasparov um að hafa laumað slævandi lyíjum í svaladrykk Gata á stórmótinu í Linares. Eftir stórsigur Gata Kamsky gegn Valery Salov í áskorendaeinvígi þeirra í Sanghi Nagar á Indlandi aukast líkurnar á því aö draumur þeirra feðga um heimsmeistaratign rætist. Sigur Gata var svo öruggur að telja verður nokkuð tvísýnt um úrslit í væntanlegu einvígi hans við Karpov sem bar sigurorð af Gelfand. Sigurvegarinn í einvígi Karpovs og Kamskys ætti með réttu að teljast heimsmeistari FIDE en þríeykið Ka- sparov, Campomanes og Makarov hafa hins vegar ákveðið að eiginlegt heimsmeistaraeinvígi verði milli sig- urvegarans og PCA-meistarans. Þar á Kamsky raunar enn möguleika því að áskorendaeinvígi hans við Visw- anathan Anand um réttinn til þess að skora á Kasparov hefst 9. mars í Las Palmas. Umsjón Jón L. Arnason Varla verður sagt að Gata Kamsky sé sérlega spennandi skákmaður. Hann hefur fremur „þurran" skákst- íl - er afar vel lesinn í skákfræðum og tekur sjaldnast mikla áhættu. Gott dæmi um þetta er 3. skákin gegn Salov sem er áhugaverð frá fræðileg- um sjónarhóli en ekki léku meistar- arnir marga leiki frá eigin brjósti. Hvítt: Gata Kamsky Svart: Valery Salov Drottningarbragð. 1. d4 d5 2. c4 e6 3. Rc3 Be7 4. Rf3 Rf6 5. Bg5 h6 6. Bh4 Rbd7 7. e3 0-0 8. Hcl c6 9. Bd3 dxc4 10. Bxc4 b5 11. Bd3 a6 12. a4 bxa413. Rxa4 Da5 + 14. Rd2 Bb4 15. Rc3 c5 16. Rb3 Dd8 17. 0-0 cxd4 18. Rxd4 Bb7 19. Be4! Db8 Um þessa leiki þarf ekki að fjöl- yrða. Staðan sem fram er komin er vel þekkt, m.a. úr 12. einvígisskák Fischers og Spasskís í Laugardals- höllinni 1972. Fischer lék nú 20. Bg3(?) en eftir 20. - Da7 21. Rc6 Bxc6 22. Bxc6 Hac8 náði Spasskí að rétta úr kútnum og mátti minnstu muna að honum tækist að vinna skákina. 20. Rc6! „Endurbót" Kamskys á taflmennsku Fischers er vel þekkt. í einvígisbók- Aðalfundur Skeljungs hf. verður haldinn þriðjudaginn 14. mars 1995 í Ársal Hótel Sögu, Reykjavík, og hefst fundurinn kl. 14:00. Dagskrá: 1. Venjuleg aðalfundarstörf skv. 16. grein samþykkta félagsins. 2. Breytingar á samþykktum félagsins til samræmis við breytingar á lögum nr. 32/1978 um hlutafélög. 3. Önnur mál, löglega upp borin. Dagskrá, endanlegar tillögur og reikningar félagsins munu liggja frammi á aðalskrifstofu félagsins, hluthöfum til sýnis, viku fyrir aðalfund. Aðgöngumiðar og fundargögn verða afhent á aðalskrifstofu félagsins Suðurlandsbraut 4, 6. hæð, frá og með hádegi 7. mars til hádegis á fundardag, en eftir það á fundarstað. Skeljungur hf. Shell einkaumboð Eftir áskorendaeinvígi Gata Kamsky við Valery Salov í Sanghi Nagar á Ind- landi aukast likurnar á því að draumur Kamsky-feðga um heimsmeistara- tign rætist. inni eftir Friðrik Ólafsson og Frey- ,stein Jóhannsson segir Friðrik um 20. leik Fischers: „Hér var tvímæla- laust sterkara að leika 20. Rd4-c6, því að svarta drottningin er í rauninni betur sett á a7 en b8. Eftir 20. ..Bb7xc6 21. Be4xc6 Ha8-a7 22. Bh4-g3 njóta hvítu biskuparnir sín óhemjuvel, eru eiginlega aUsráðandi á borðinu.“ 20. - Bxc6 21. Bxc6 Ha7 22. Bg3 Re5 Friðrik bendir á 22. - Db6? 23. Ra4 Da5 24. Dd4 og vinnur. 23. Dd4 Bd6 24. Re4 Rxc6 Salov vill losna við hvíta biskupa- parið, jafnvel þótt það kosti slæma meðferð á kóngsstöðunni. Skárra er trúlega 24. - Rxe4 25. Bxe4 Hd8. 25. Rxffi + gxfb 26 Hxc6 Be5 27. Dg4+ Með þessum leik mun Kamsky loks víkja frá troðnum slóðum. Svo langt nær „teórían" nú á dögum. 27. - Kh7 28. De4+ Kg7 29. f4! Bc7 Ef 29. - Bxb2 er 30. f5 sterkt. i I A á # á a áá á & ÉL & A A S'ý ABCDEFGH 30. Bel! Lykilleikurinn. Biskupinn verður gríðarlega sterkur á c3 og þar að auki opnast sóknarfæri fyrir hrók- inn á kóngsvængnum. Nú er „eitraða peðið" banvænt. Ef 30. - Dxb2? 31. Bc3 Db5 32. Hbl og tjaldið fellur, t.d. 32. - Dd5 33. Bxf6+ Kg8 34. Dxd5 exd5 35. Bd4 o.s.frv. • 30. - Db5 31. Hf3 Hd8 32. Hg3+ Kh8 33. h3! ^ Lítill leikur sem treystir stöðuna. Vandi svarts er óleysanlegur. 33. - Dd5 34. Dc2 Bd6 Afbrigðið 34. - Bb8 35. Bc3 Be5 36. Bxe5 Ddl + 37. Kh2 fxe5 38. Df5!! er fallegt. 35. e4! Og þótt þessi sjálfsagða framrás kóngspeðsins sé nokkuð seint á ferð- inni er hún nú sterkari en nokkru sinni fyrr. Svartur gafst upp. Ef t.d. 35. - Db5 36. Hxd6 Hxd6 37. Dc8+ og mátar. AKAI FULLKOMIN SURROUND-HUÓMTÆKI MX-92 ALVÖRU HUÓMUR! TÆKNILEGAR IIPPLÝSINGAR: • Digital FM/MW/LW útvarp með 19 minnum •100 watta magnari • Forstilltur tónjafnari með 5 stillingum • Geislaspilari Tvöfalt Dolby segulband Innstunga fyrir heyrnartól og hljóðnema Fullkomin fjarstýring • Surround-hljóðkerfi • 10Ow hátalarar ifÓNVARPSMIÐSTÖÐIN SIÐUMULA 2 • SIMI 68 90 90

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.