Dagblaðið Vísir - DV - 25.02.1995, Qupperneq 35
LAUGARDAGUR 25. FEBRÚAR 1995
43
Mikilvægt er aö þekkja raunveruleg einkenni kulnunar svo að hægt sé aö koma í veg fyrir hana og rugla
henni ekki saman viö þunglyndi eða hyskni.
Kulnun eða
starfsþreyta,
hvað er nú það?
„Helduröu að ég sé útbrunn-
inn?“ sagöi maðurinn viö Nökkva
lækni. „Yfirmaður segir að ég
brenni upp eins og hvert annað
kerti ef ég vinn áfram eins og ég
geri!“ Nökkvi þekkti manninn að
góðu einu. Hann var bæði hug-
myndaríkur og duglegur og ógnaði
greinilega gömiu stjórnunarkerfi á
vinnustað sínum.
Eitt vinsælasta tískuorð liðinna
ára er kulnun eða bum-out. Margir
yfirmenn og starfsmenn sveifla
þessum orðum í kringum sig eins
og sverð og skildi; sækja fram og
verja sig. Orðið réttlætir alls kyns
leti og ómennsku og margir ágætir
starfsmenn eru barðir niður með
hrakspám um yfirvofandi kulnun.
Nökkvi læknir þolir ákaflega iila
þegar þetta orð er notað gagnrýnis-
laust en hann gerir sér glögga grein
fyrir því að starfsþreyta er vel
þekkt fyrirbæri hjá fjölmörgum
stéttum. Mikilvægt er að þekkja
raunveruleg einkenni kuinunar
svo að hægt sé að koma í veg fyrir
hana og rugla henni ekki saman
við þunglyndi eða hyskni.
Ástæður starfsþreytu geta verið
fjölmargar. Margir byija á nýjum
vinnustað fullir eldmóði. Smám
saman dofnar eldmóðurinn og
menn uppgötva að vinnan býður
ekki upp á þau tækifæri sem lofað
var í upphafi. Léleg samvinna á
vinnustað, kulnun, baknag og deil-
ur stuðla að versnandi liðan starfs-
fólks og grefur undan vinnugleði
ogeðlilegujákvæðu sjáifsmati. Lít-
il uppörvun og afskiptaleysi frá
hendi yfirmanna verkar neikvætt
á flesta. Einhæf eða ruglingskennd
vinnubrögð leiða til vanmeta-
kenndar og efasemda. Eigin vanda-
mál starfsmannsins auka líkur á
kulnun; tilfinningaleg viðkvæmni
Álækravaktiniú
og vanhæfni að setja öðrum mörk.
Óeðlilegt vinnuálag veldur starfs-
þreytu.
Kulnun eða starfsþreyta lýsir sér
einkum á þijá vegu:
1. Tilfinningaleg þreyta eða ör-
mögnun. Starfsmanninumfinnst
að hann hafi ekkert að gefa lengur.
Hann kvíðir því að fara í vinnu og
ýtir á undan sér verkefnum.
2. Menn verða óhkir sjálfum sér.
Sá sem áður var jákvæður og fullur
af eldmóði verður áhugalaus og
neikvæður gagnvart samstarfs-
fólki og verkefnum.
3. Starfsmaðurinn finnur fyrir
eigin vanhæfni; afköstin minnka
og hann telur sig ekki ráða við
starfið og fyllist vanmetakennd.
Sjálfsöryggi hverfur eins og dagg-
ardropar á vordegi
Þetta getur leitt til aukinnar
áfengisneyslu og svefnleysis og
margs konar líkamlegra einkenna
eins og höfuðverkja, magaverkja,
hjartsláttartruflana og vöðva-
verkja. Slíkir spennukvillar geta
orðið til þess að mætingar verða
slæmar og aíköst í starfi lítil sem
síðan eykur enn þá tilfinningalegu
örmögnun sem er aðaleinkenni
kulnunar.
Starfsþreyta minnir um margt á
þunglyndi enda eru mörg einkenni
hin sömu. Sjúklingurinn getur þó
oft rakið vanhðan sína til vinnunn-
ar og þeirra vonbrigða sem hann
finnur fyrir á vinnustað.
Úrræði:
Best er að leysa vandann með þvi
að tala um erfiðleika við samstarfs-
menn og fá þannig góð ráð og upp-
örvun. Yfirmenn verða að gæta
þess að hrósa þeim sem vel gerir;
uppörva fólk, umbuna og koma
fram við starfsfólk sitt af fullri
virðingu. Leysa verður úr deilum
í starfsmannahópnum og tala út
um hlutina. Glögg skifverða að
vera á mihi vinnustaðar og heimil-
is svo að menn fari ekki með vinn-
una með sér heim eða í frí. Gott er
að gera eitthvað til að koma í veg
fyrir það að þreyta frá vinnustað
festist (gönguferöir, sund, hlaup,
tómstundagaman). Það er slæmt
að vera mikið einn bæði á vinnu-
stað og heima fyrir. Ef vinnuálagið
er mikið má reyna að brjóta upp
einhæfnina, sldpuleggja vinnuna
öðruvísi svo að fólki finnist það
hafa eitthvaö að segja um gang
mála á vinnustaðnum. Gott er að
skipta um starfsvettvang ef ein-
hæfnin verður fullmikil. Ef um
raunverulegt þunglyndi er að ræöa
þarf stundum að grípa til þung-
lyndislyfja.
Úrslitaleikur í
Reykjavfkurmóti innanhúss
Meistaraflokkur karla
VALUR-FYLKIR
að Hlíðarenda sunnudaginn 26. febrúar,
kl. 17.15
Aðgangur kr. 500. Ókeypis fyrir börn.
Knattspyrnuráð Reykjavíkur
Uppboð
Eftirtaldar bifreiðar verða boðnar upp að Melabraut 18, Hafnarfirði, laugar-
daginn 25. febrúar 1995, kl. 13.30:
HT-688, Volvo 244 '86, BP-688, Volvo FB88 74, IX-495, Volvo 345
'88, GS-808, Volvo 345 '82, IK-186, Nissan double cab '87, TF-843,
Lada station '91, JI-729, Toyota Lite-Ace '88. DT-127, MAN 16.240 72,
EH-775, Mercedes Benz 309D '76, IM-907, Dodge Aries '85, ÞA-033,
Suzuki LT.185 '84, ÞA-034, Suzuki LT. 230 EH '87, HD-869, Mazda 929
'84, FÞ-322, Chevrolet Citation '80, HJ-774, Fiat Regata '85, HU-560,
Ford Escort '86, GN-169, Toyota Carina '82, JR-535, Peugeot 205 '88,
HL-812, Mitsubishi L300 Minibus '85, II-683, Porsche 924 '82, RU-914,
Toyota Hilux '91, IY-317, Ford Sierra '88, GH-887, BMW 318 '82, UD-
618, Ford E350 Econoline '87, KS-259, Daihatsu Charade '89, LA-656,
Mitsubishi Lancer '83, HL-823, Ford Escort '85, LD-687, Mitsubishi Lanc-
er '86.
Einnig er fyrirhugað að selja muni úr þrotabúi Málmverks hf.
Greiðsla við hamarshögg 0, , , . . ,, ,
Syslumaðurinn i Hafnarfirði
Þú kemur með bílinn,og við ökum þér heim.
Blllinn veröurtilbúinn eftir 4 tíma
VIÐ ERUM FLUTTIR AÐ FOSSHÁLS113-15
EFTIR 14 ÁR í DUGGUVOGI
BILRUÐUR- ISETNINGAR
FRAMRUÐAN
FOSSHÁLSI 13-15 SÍMI 587 0022
r
Sparidagar á
Hótel Örk
Holl hreyfmg og
útivera,
skemmtun, glens
og gaman alla
daga.
Ókeypis aukanótt
Sparidagarnir lengjast um einn dag ykkur að kostnaðarlausu
og hefjast nú með kynningarfundi og kvöldverði á sunnu-
dagskvöld svo að dagskráin geti byrjað af fullum krafti strax
á mánudagsmorgun.
Innifalið:
Gisting, morg-
unverður af
hlaðborði, þri-
; réttaður kvöld-
verðurogeld-
fjörugt félagslíf
undir stjóm
Sigurðar Guð-
mundssonar alla
daga og kvöld.
Sparidagar verða:
5., 12., 19. og
26. mars, 2. apríl
Verð kr. 15.800
fyrir manninn í 5 daga í tvíbýli.
Aukagjald fyrir einbýli kr. 1.500
á nótt.
Atthagafélög í Reykjavik athugið!
Nú er vinsœlt aó hilta gamla vini 0£ kunningja á sparidög-
um á Hótel Örk.
Kynnið ykkur h venter sveitungar ykkar verða á sparidögum
og bókió sömu daga.
\
&
^HÓTaÖCK
HVERAGERÐI, sími 98-34700. Fax 98-34775