Dagblaðið Vísir - DV - 07.03.1995, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 07.03.1995, Blaðsíða 2
2 ÞRIÐJUDAGUR 7. MARS 1995 Fréttir_______________________________________ Þing Norðurlandaráðs: Þingið er annað og meira en veislusamkomur - segir Geir H. Haarde, nýkjörinn forseti Norðurlandaráðs Eru þing Norðurlandaráðs nokkuð annað en veislusamkomur þar sem þú verður veislustjóri út árið? „Þing Norðurlandaráðs eru annað og meira en veislusamkomur. Þar fer fram mjög mikil starfsemi sem við íslendingar höfum í gegnum árin haft mikið gagn af. Mikilvægi þessa samstarfs hefur sjaldan verið meira en núná. En auðvitaö er gestum sýnd ákveðin gestrisni þegar þeir koma í opinberum erindagjörðum til annars lands. Ég held að það hafi verið eðli- lega að því staöið." Tímaritið Economist hefur lýst nor- rænu samstarfí sem miðaldra ástar- sambandi sem beri engan ávöxt. Það kosti hátt í 10 milljarða á ári og komi fyrst og fremst norrænum flugfélög- um til góða. Á það er bent að helstu breytingarnar hin siðari ár hafi kom- ið utan frá, til dæmis EFTA. í raun hafi ekkert gerst á vettvangi Norður- landaráðs síðan það var stofnað á sjötta áratugnum. Hvað segir þú um þessa gagnrýni? „Á fyrstu árum þessa samstarfs náðist mikill árangur sem miðaði að því að gera samskipti milli borgara þessara landa bæði einfaldari og auð- veldari. Þetta þekkjum við íslending- ar mjög vel enda höfum viö notið góðs af því, til dæmis hvað varöar möguleika til atvinnu, búsetu og náms, vegabréfafrelsi og aðgang að almannatryggingum. Hins vegar má til sanns vegar færa að á síðasta ára- tug hafi komið ákveðin stöðnun í samstarfið en á því er að verða breyt- ing. Núna er ætlunin að koma sam- starfi landanna í afmarkaöan og ákveðinn farveg utan um tiltekin mál sem hafa norrænt gildi í stað þess að þenja þaö yfir alla skapaða hluti. Markmiðið er að einbeita sér að þeim þrem málaflokkum sem pólitísk samstaða hefur tekist um; hefðbund- in norræn málefni, til dæmis á sviði menningarmála, Evrópusamskiptin og málefni nærhggjandi svæða, til dæmis Eystrasaltslandanna. Einmitt núna séu menn að komast út úr þess- um erfiðleikum sem vissulega voru fyrir hendi. Hins vegar má ekki gleyma því að norræn samvinna fel- ur í sér margt annað en samskipti stjómmálamanna og ríkisstjóma. Samstarfið nær þvers og kruss um öll þjóðfélögin, þvert yfir samtök, fé- lög, stofnanir og sveitarfélög. Og þrátt fyrir að leiðir hafi skihð í sam- bandi við ESB þá er mikil samstaða um að halda samstarfinu áfram. Fyr- ir okkur íslendinga er það afar mikil- vægt.“ Hans Engell, formaður danskra íhaldsmanna, segir þingið í Reykja- vík hafa verið „fiaskó“. Staðfestir það ekki mat Economist? „Hans EngeU dró í raun þessa full- yrðingu til baka síðar á þinginu. Þessi stóm orð féUu í umræðu um skipulagsmál. Spumingin var að af- greiða þau á sjálfu þinginu eða í haust. Gildistaka þessara skipulags- breytinga hefði í báðum tilfeUum orðið í ársbyijun 1996 þannig að þetta var deUa um keisarans skegg enda náðist samstaða allra um lokaaf- greiðsluna." Oftar en ekki var fundarsalurinn tómur þrátt fyrir að umræður stæðu yfir. Ber það ekki vott um áhuga- leysi? „Stór hluti af starfseminni fer fram á minni fundum og er ekki sýnilegur í sjálfum fundarsalnum. Á göngum og í hliðarherbergjum eru málin rædd og mörg vandamál leyst. Þetta er alþekkt á Alþingi íslendinga." Ef maður lítur til baka. Hvað stendur upp úr i samstarfi Norðurlandanna? „Það er náttúrlega hinn sameigin- legi vinnumarkaður, vegabréfafrels- ið og félagsmálasáttmáUnn. Og sá aðgangur sem við íslendingar höfum haft að norrænum menntastofnun- um hefur veriö mikfis virði fyrir unga fólkið. Auk þessa hafa ríkin öll notið góðs af þeirri samræmingu sem átt hefur sér stað í lagasetningu land- anna. AUt gengur þetta út á það að auðvelda samskiptin fyrir hinn al- menna borgara. Að margra mati er þetta samstarf ríkjanna til fyrir- myndar. Víðs vegar um heiminn þykir þetta gott dæmi um árangurs- ríka samvinnu." Fyrir hverju munt þú beita þér sem nýkjörinn forseti Ncrðurlandaráðs? „Það Uggur í hlutarins eðU að mitt meginverkefni næstu mánuðina Yfirheyrsla Kristján Ari Arason verður að koma í höfn þeim tillögum um endurskipulagningu Norður- landaráðs í kjölfar þess að Svíþjóð og Finnland hafa gengið í Evrópu- sambandið. Að auki vænti ég þess aö það megi efla samstarf þeirra landa sem liggja aö norðurheim- skautssvæðinu. Þá verður það æ brýnna að efla aðstoðina við Eystra- saltslöndin, ekki síst vegna þeirrar óvissu sem einkennir þróunina í Rússlandi." Ertu sannfærður um að Norður- landaráð eigi framtíð fyrir sér? „Ef ráðið ber gæfu til þess að endur- skipuleggja sig í takt við tímann þá tel ég að það eigi áfram fiUlan rétt á sér. Sú niöurstaða sem fékkst á nýaf- stöðnu þingi bendir til þess að það sé vilji fyrir því að viöhalda þessu samstarfi." • Hvaða áhrif hefur innganga Sviþjóð- ar og Finnlands i Evrópusambandið á samstarf Norðulandanna? „Án efa munu ýmis málefni, sem hafa verið fyrirferðarmikU á nor- rænum vettvangi, flytjast yfir á þennan evrópska vettvang. Reyndar er það þannig aö Norðurlöndin hafa verið of lítU eining tU þess að finna lausnir á ýmsu sem lýtur að viðskipt- um, fjármálum og efnahagsmálum. Þar hafa EFTA, EES og Evrópusam- bandið reynst betri vettvangur. Margir telja til dæmis að EES-samn- ingurinn sé mikUvægasti norræni samningurinn sem hafi verið gerður. Hættan er hins vegar sú að Finnar og Svíar verði svo uppteknir af nýj- um viðfangsefnum innan Evrópu- sambandsins að þeir hafi ekki mann- skap og tíma til að sinna norræna samstarfinu sem skyldi. Mér sýnist þó allt benda til þess að þeir muni leggja áherslu á þetta samstarf, rétt eins og Danir.“ Væri ekki einfaldast að ísland sækti um aðild að Evrópusambandinu til að efla Norðurlandasamstarfið? „Nei, það tel ég ekki. Þá væru Norð- urlöndin einungis orðin að htlu hér- aðssambandi innan Evrópusam- bandsins og starfsemin myndi þynn- ast út. Auk þess hefur Noregur ný- lega hafnað aöild í þjóðaratkvæða- greiðslu. Noröurlandasamstarfið er orðið rótgróið og vert að halda fast í það. í þessu sambandi má ekki gleyma að Norðurlöndin búa að sam- eiginlegum menningararfi sem teng- ir þjóðfélagsþegnana saman, ekki síst í viðhorfum til þjóðfélagsins og lýðræðisins." Hvernig verður skipulagi Norður- landaráðs háttað á næstu árum? „Það má gera ráð fyrir að yfirbygg- ingin verði minni. Nú er til umræðu að Norðurlandaráðsþing verði ein- ungis haldið einu sinni á ári en ekki tvisvar eins og verið hefur og breyta nefndaskipulaginu, aðlaga það breyttum áherslum. Þetta er kannski partur af þessum megrunarkúr sem sumir eru að tala um að ráðið þurfi að fara í, Enn fremur er ráðgert að halda sérstakar ráðstefnur um tiltek- in viðfangsefni sem ætti að tryggja markvissara starf." Hver væri staða íslands á alþjóða- vettvangi án Norðurlandaráðs? „Við værum ósköp einmana og eig- inlega munaðarlaus ef við ættum I ekkivísangóðanstuðninghjáfrænd- * þjóðum okkar. Við megum ekki gera htið úr þessu samstarfi. Það skiptir g okkur miklu máh að vera hluti af ■ þessari norrænu fjölskyldu, ekki síst í samskiptum okkar við umheiminn. i Það væri margt öðruvísi hér á landi ' ef við hefðum ekki tekið þátt í þessu samstarfi í gegnum árin.“ Svíar komu í veg fyrir það á nýaf- ' stöðnu þingi að samþykkt væri til- laga frá Islendingum um varnir gegn losun eiturefna í höfin og íslendingar eiga í fiskveiðideilu við Norðmenn. Eru þetta ekki lýsandi dæmi um að brestir séu komnir í samstarfið? „Nei, það tel ég ekki vera. Þetta eru dæmi um mál sem þarf að leysa í samskiptum þjóðanna. Norður- landaráð er heppilegur vettvangur til þess að ræða máhn og leysa deilu- mál. Auðvitað kemur upp póhtískur ágreiningur mihi landanna annað veifið en þá er hepphegt að hafa formlegan og óformlegan vettvang th að ræða máhn.“ Innan Norðurlandaráðs er áhugi fyr- ir stofnun sérstaks norðurheim- skautsráðs. Er þetta ekki dæmi um aukna yfirbyggingu? „Það tel ég ahs ekki vera. Innan þessa nýja ráös munu menn einkum fialla um verndun umhverfisins. Það þarf vart að tíunda mikhvægi þessa málaflokks fyrir okkur íslendinga sem lifum af veiöum á þessu svæði. Umhverfisslys virða engin landa-- mæri og þess vegna verður að leysa máhn með samstarfi þeirra landa sem í hlut eiga. Að mínu mati á Hall- dór Ásgrímsson lof skhið fyrir sitt frumkvæði í þessu máli.“ Við afhendingu bókmenntaverðlaun- anna endaði Einar Már Guðmunds- son ræðu sína á því að Norden væri í orden. Ert þú sammála því? „Þetta var mjög vel aö orði komist hjá skáldinu. Ég tek hehshugar und- ir þessi orð. Það var ánægjulegasta verkefni mitt á þinginu að afhenda honum þessi verðlaun. Þau voru verðskulduð.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.