Dagblaðið Vísir - DV - 07.03.1995, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 07.03.1995, Blaðsíða 14
14 ÞRIÐJUDAGUR 7. MARS 1995 Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM Aðstoðarritstjóri: ELlAS SNÆLAND JÓNSSON Fréttastjórar: JÓNAS HARALDSSON og GUÐMUNDUR MAGNÚSSON Auglýsingastjóri: PÁLL STEFÁNSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar: ÞVERHOLTI 11, blaðaafgreiðsla, áskrift: ÞVERHOLTI 14, 105 RVlK. SlMI (91)563 2700 FAX: Auglýsingar: (91 )563 2727 - aðrar deildir: (91 )563 2999 GRÆN NÚMER: Auglýsingar: 99-6272 Áskrift: 99-6270 AKUREYRI: STRANDG. 25. SlMI: (96)25013. BLAÐAM.: (96)26613. FAX: (96)11605 Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: ISAFOLDARPRENTSMIÐJA HF. Prentun: ÁRVAKUR HF. - Áskriftarverð á mánuði 1550 kr. m/vsk. Verð I lausasölu virka daga 150 kr. m/vsk. - Helgarblað 200 kr. m/vsk. Marklítil stjórnmál Ríkisstjómir eru ekki myndaðar um stefnuskrár og málefnasamninga, heldur um ráðherrastóla. Póhtískir forustumenn, sem hafa kastað flokksbundinni hug- myndafræði fyrir borð, eiga auðveldara með að ná saman um myndun ríkisstjómar og era fljótari að því en hinir. Ríkisstjómin er hin nýjasta á þessari leið og því gott dæmi um þetta. Hún skhur eftir sig slóð vanunninna verka. Hún mundi of seint eftir þjóðareign fiskimiða og jöfnun kosningaréttar. Aðilar vinnumarkaðarins þurfa sífellt að minna hana á loforð úr gömlum þjóðarsættum. Fyrir fáum áratugum skildu ríkisstjórnir eftir sig spor, góð eða vond eftir aðstæðum. Þá var lagt niður margfalt krónugengi, komið á fót vísi að innflutningsfrelsi, land- helgin stækkuð nokkram sinnum, komið upp verðtrygg- ingu fjárskuldbindinga og kosningaréttur lagfærður. Nú er lítið um slík mál og enn minni hkur á, að stjóm- málamenn taki þau alvarlega. Stundum er eins og þeir leggi sig í líma við að reyna að efna ekki loforð sín, þótt auðveld séu. Þeir vhdu ekki einu sinni muna eftir þjóðar- eign fiskimiða fyrr en nokkrum dögum um seinan. Um þessar mundir geta stjómmálamenn á thtölulega einfaldan og ódýran hátt stuðlað að þátttöku íslendinga í hálaunuðum störfum á sviði upplýsingahraðbrautar- innar. En þeir nenna bara ekki að margfalda bandvídd gangaflutninga á nýja símakaphnum th útlanda. Orð standa ekki lengur. í gamla daga hefði þótt stór- mál, að forseti Alþýðusambandsins kvartaði yfir, að ríkis- stjómir stæðu ekki við sinn hlut í þjóðarsættum. Núna yppta menn bara öxlum út af slíkum ummælum, halda áfram að rjúfa gamlar þjóðarsættir og semja nýjar. Kjósendur hafa líka breytzt. Þeir ganga ekki lengur berserksgang th að knýja stjómmálaflokkana th að jafna kosningaréttinn. Þeir fylgjast bara með mátthtlum und- anbrögðum foringjanna eins og áhorfendur í leikhúsi. Kjósendur kasta ekki tómötum í leikhúsi stjómmálanna. Raunar er þjóðin að missa áhuga á stjómmálum. Nærri helmingur spurðra getur ekki ákveðið sig í skoð- anakönnunum. Rúmlega helmingur spurðra er sáttur við árlegan tugmihj arðabrana verðmæta í landbúnaði, þótt hann geri ísland að láglaunasvæði Vesturlanda. Viðhorf unghða í stjómmálaflokkunum er svipað. Sjaldgæft er orðið, að í þá gangi fólk með slíkan áhuga á málefnum, að það standi uppi í hárinu á flokksforingj- um, svo sem tíðkaðist fyrir fáum áratugum. Svo virðist sem nú séu flestir ungliðar htið annað en framagosar. Þar á ofan er fólk aftur farið að sækja atvinnu sína th stjómmálaflokka og að þessu sinni mest th Alþýðu- flokksins, svo sem frægt hefur orðið á kjörtímabihnu. Stólar og stöður hggja á lausu fyrir getusnauða flokks- sauði, meðan atvinnuleysi ríkir úti í þjóðfélaginu. Framaheftir unghðar era famir að flakka milh flokka eftir því sem kaupin gerast á eyrinni. Einn daginn er upprennandi stjómmálamaður kominn í þriðja sæti á einum framboðshsta í Reykjavík og nokkrum vikum síð- ar er hann kominn í annað sæti á öðrum hsta. Stj ómmálaflokkamir era smám saman að færast í sthblöndu klúbbs og íþróttafélags. Fólk sækir félagslíf og spennu í flokkana, en ekki málefni. Það fær tækifæri th að hrópa og kaha með strákunum sínum. Og leikmenn flækjast milh hða. Póhtíkin verður að kappleikjum. Þetta ferh heldur áfram eftir kosningar. Fyrstir th að mynda stjóm verða þeir, sem ekki bera neinar málefna- byrðar, heldur blína sem fastast á ráðherrastólana. Jónas Kristjánsson ‘ LböRraAN l Við skulum hafa fagmennsku í fyrirrúmi jafnt hjá lögreglu og öðrum og nýta sérþjálfun manna þar sem hún á við. Koma björgunarsveit- ir í stað lögreglu? Það er með naumindum að hægt sé að koma orðum á blað yfir þá endaleysu sem viðgengst í málefn- um lögreglunnar þessa dagana. í Reykjavík ríður yfir hvert ránið á fætur öðru, á Akureyri, Keflavík og víðar láta þjófar greipar sópa um verslanir og önnur fyrirtæki þar sem einhverra aura er von, stórbrunar hafa orðið t.d. í Kefla- vík og nú síðast í Reykjavík, sprengjuhótanir hafa verið, t.d. á Alþýðuflokksþinginu í Keflavík, og hvað er gert? Á vettvang eru send- ir þeir örfáu lögreglumenn sem á vakt eru hverju sinni og varla við- leitni í þá áttina að kalla út aukið lögregluhð því ekki er til „kvóti“ til að greiða þeim aukavinnu. Það þarf fjölmennt lið manna til að bjarga fómarlömbum, loka af svæðum, stjóma umferð, leita að brotamönnum, vernda eigur fólks, sjá til þess að sakargögn spilhst ekki og aðstoöa fólk í þeirri ringul- reið sem skapast, og hvað er gert? Það eru kallaðir út sjálfboðaMðar úr björgunarsveitunum sem em almennir borgarar, teknir úr ann- arri vinnu, og hafa ekki undirgeng- ist neinar kvaðir um þagnarskyldu né aðrar kröfur sem gerðar em til lögreglumanna. Þessir menn hafa enga þjálfun til að starfa við þær aðstæður sem að undan em taldar og ábyrgðarhluti hjá yfirmönnum lögreglunnar að kalla þá til starfa við slíkar aðstæður. Björgunar- sveitamenn hafa ekki hlotið þjálfun í að fást við „uppspíttaða" ofstækis- menn og gera sér enga grein fyrir hvemig er að fást við þá, ekki frek- ar en ráðamenn eða dómarar sem lesa lýsingar lögreglumanna af skýrslum og trúa þeim ekki, aMa vega eru viðbrögð þeirra slík. Þeir hafa ekki þjálfun í; umferðarstjórn, leit að brotamönnum, verndun sakargagna. Því er hætta á að nær- vera þeirra geti leitt tfl þess að sak- argögn spilMst og ummerki sem lögreglan getur hagnýtt sér máist út af þeirra völdum. KjaUarinn Valur Ármann Gunnarsson lögreglumaður í Keflavík Gengið í störf lögreglunnar Ekki ætla ég að kasta rýrð á það starf sem björgunarsveitirnar vinna og eru þjálfaðar til, sem er leit og björgun, en þegar þær eru farnar að taka að sér lögreglustörf í sjálfboðavinnu á meðan lögreglu- menn sitja launalausir heima þá er of langt gengið. Þá komast yfir- völd upp með það að tækjavæða ekki lögregluna, að sögn vegna fjárskorts, og vísa til þess að við þurfum ekki búnað eins og fjór- hjóladrifnar bifreiðar, gúmbáta o.fl. þar sem við getum aMtaf kallað í sjálfboðahðasveitir okkur til að- stoðar. Ég spyr nú hvað gerist ef við þurfum á björgunarsveitum að halda á sama tíma og þær eru við leit eða æfingar uppi á hálendinu og færð er þannig að ófært er fyrir farartæki lögreglunnar eða er það sjálfsagt að sveitirnar láti búnað- inn eingöngu af hendi berist ósk frá lögreglu? Svari nú hver fyrir sig. Fagmennska í fyrirrúmi Við skulum hafa fagmennsku í fyrirrúmi, jcifnt hjá lögreglu og öðr- um og nýta sérþjálfun manna þar sem hún á við. Við björgunar- sveitamenn vM ég segja: Hættið að láta misnota ykkur því ef lögreglan kallar í ykkur þá á það ekki að gerast fyrr en þeir hafa ekki meiri mannskap og þvi spuming hvort ykkur beri að fá greidd laun og annan kostnað sem þið verðið fyrir vegna útkaMsins. Almenningur, athugið TM almennings beini ég þessum orðum. Ætlið þið að láta það kyrrt Mggja að misindismenn láti greipar sópa um eigur ykkar og valdi ykk- ur oft á tíðum óbætanlegu tjóni, vegna þess að yfirvöld eru búin að lama löggæslu í landinu og þar með búin að vemda glæpamennina. Ég ákalla almenning til aðstoðar um kröfur á eflingu löggæslunnar í landinu en krafa lögreglunnar er að tryggt verði eðlMegt fiármagn til reksturs hennar sem ekki hefur verið tíl margra ára. Valur Ármann Gunnarsson „Það er með naumindum að hægt sé að koma orðum á blað yfir þá enda- leysu sem viðgengst í málefnum lög- reglunnar þessa dagana.“ Skoðanir annarra i Borgar kannski „Landsbanki íslands lokar reikningum sínum fyrir síðasta ár með þeim niðurstöðum að ef bankinn eigi að geta haldið áfram starfsemi innan laga um við- skiptabanka þurfi hann að fá 1.250 miMjóna króna víkjandi lán - það er lán sem hann mun ef til vMl borga ef hann hefur efni á því einhvem tímann í framtíðinni. í kjölfarið óskar eftirMtsstofnun EES eftir að ríkisbankarnir íslensku geri grein fyrir stuðningi ríkisins við rekstur þeirra. Og þegar þær upplýsingar Mggja fyrir mun stofnunin sefia þessum stuðningi skorður.“ Leiðari Morgunpóstsins 6. mars. Þarff nýja forystu „Sfiórnvaldsaðgerðir hafa gengið hart að afkomu einstakMnganna á kjörtímabiMnu sem nú er að líða. Nú þarf að þræða hinn gullna meöalveg að rétta þeirra hlut og leita einnig leiða til þess að tryggja atvinnu og afkomu atvinnulífsins. Þetta er erfitt verkefni, en ég er sannfærður um að það þarf nýja forystu í landsmáMn, til að ná árangri. Það er alveg ljóst að núverandi stjórnarflokkar munu halda áfram að starfa saman eftir kosningar og hjakka í sínu fari.“ Jón Kristjánsson í Tímanum 4. mars. Tímamótaþing „Nýafstaðið þing Norðurlandaráðs var tinjamóta- þing vegna þess, að tillaga forsætisnefndar um fram- tíðarskipulag þess var samþykkt einróma. Það feMir starfsemi ráðsins að þeim miklu póMtísku breyting- um, sem urðu með aðMd Svía og Finna að Evrópu- sambandinu um sl. áramót. Þingið samþykkti þann ramma, sem verður um formlega samvinnu Norður- landa í framtíðinni, en hins vegar á eftir að taka endanlegarákvarðanirumnánariútfærslu...“ Leiðari Mbl. 4. mars.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.