Dagblaðið Vísir - DV - 07.03.1995, Side 5

Dagblaðið Vísir - DV - 07.03.1995, Side 5
ÞRIÐJUDAGUR 7. MARS Í995 5 Fréttir 40 hross dauð úr eitrun ■ : * r-; - ný tilfeUi í Blönduhlíð, 14 hross drápust í Seglbúðum en 11 í Fljótum Samkvæmt upplýsingum DV ligg- ur nú fyrir að hátt í íjörutiu hross hafa drepist vegna eitrunar sem staf- ar af heyi úr rúiluböggum. Hér er þó eingöngu um að ræða upplýsingar frá dýralæknum og bændum í Skaga- firði, Húnavatnssýslu og Landbroti. Grunur er um að fleiri heyeitrunar- tilfelli hafi komið upp á landinu. Rikke Mark Schultz, dýralæknir í Varmahlíð í Skagafirði, sagði við DV í gærkvöldi að ný tilfelli hefðu komið upp á bæ í Blönduhlíð í síðustu viku. Þar hefði þurft að fella tvö sýkt hross auk þess sem tvö önnur væru greini- lega sýkt og nú væri reynt að koma í veg fyrir að þau dræpust. „Síðan veit maður ekkert um framhaldið," sagði Rikke. Erlendur Bjömsson, bóndi í Segl- búðum í Landbroti, sagöi að hann hefði misst fjórtán hross úr heyeitr- un fyrr í vetur en þrjú missti hann síðastliðinn vetur. Hann taldi það einsdæmi að heyeitrun kæmi upp tvo vetur í röð á sama bænum. Ellefu hross hafa drepist að und- anfómu á Sigríöarstöðum í Fljótum. Vilhjálmur Svansson, dýralæknir á Hofsósi, sagði að eitrunin á þeim bæ væri nú yfirstaðin þannig að ekki væri búist við að fleiri dræpust. Ekki náðist í dýralækni á Sauðárkróki í gær en samkvæmt upplýsingum DV hafa að minnsta kosti fjögur hross drepist hjá hestaeigendum þar vegna heyeitrunar aö undanfómu og a.m.k. tvö í nágrannahreppnum, Skarðs- hreppi. Vignir Sigurólason, dýralæknir á Blönduósi, sagði að tvö hross hefðu drepist þar nýlega og talið væri víst að um heyeitrun hefði verið að ræða vegna rúllubagga. Vignir sagði að eitranin væri hugs- anlega talsvert bundin við Norður- land þar sem mikið væri um útigjöf. Hins vegar liggur ljóst fyrir að tugir hrossa hafa einnig drepist vegna heyeitranar á Austfiörðum og í Borg- arfirði undanfarna vetur. -Ótt Tálknafjörður: Hreppurinn vill líka kaupa hlut Valfells- verða eitt Starfsemi Glitnis hf. og Féfangs hf., dótturfyrirtækja íslandsbanka, hefur verið sameinuð. Heiti hins sameinaða fyrirtækis er Glitnir hf. Markmið sameiningar félaganna er að byggja upp sterkt fjármögnunarfyrirtæki sem veitt getur viðskiptavinum sínum ffamúrskarandi þjónustu. Félagið sérhæfir sig áfram í fjármögnun tækja; fjármögnun atvinnutækja af öllu tagi fyrir rekstraraðila og fjármögnun biffeiða og tölvubúnaðar fyrir einstaklinga. Skrifstofu Féfangs í Hafnarstræti hefur verið lokað og starfsemin flutt í aðsetur Glitnis í Armúla 7. Afgreiðslutími er ffá kl. 9 - 17 alla virka daga. Glitnirhf DÓTTURFYRIRTÆKI ÍSLANDSBANKA Ármúla 7, 108 Reykjavík. Sími 560 88 00. Myndsendir 560 88 10. Hreppsnefnd Tálknafiarðarhrepps samþykkti, samkvæmt heimildum DV, á lokuðum fundi á laugardag að freysta þess að kaupa hlutabréf Val- fellssystkina í Hraðfrystihúsi Tálknafiarðar. Mikil barátta stendur um bréfin og er Tálknafiarðarhrepp- ur fiórði aðilinn sem vill kaupa. Oddi hf. á Patreksfirði hafði áður gert til- boð í bréfin, sem og Pétur Thor- steinsson, framkvæmdastjóri HT. Þá hafa fiárfestar sem tengjast Sölumið- stöð hraöfrystihúsanna sýnt áhuga á kaupunum. Allir þessir aðilar, að Tálknafiarðarhreppi undanskildum, hafa það að markmiði aö sameinast Odda hf. á Patreksfirði. Björgvin Sigurjónsson, oddviti Tálknafiarðarhrepps, vildi ekki stað- festa að hreppurinn hefði samþykkt að leita eftir kaupum á bréfunum en viðurkenndi að málefni fyrirtækis- ins hefðu verið rædd á fundinum. „Það er verið að beijast um yfir- ráðarétt í fyrirtækinu og það er hlut- verk sveitarstjórnar að standa vörð um hagsmuni sveitarfélagsins. Við fylgjumst því grannt með gangi mála,“ segir Björgvin. Hraðfrystihús Tálknafiarðar seldi togara sinn, Tálknfiröing, til Vest- mannaeyja fyrir rúmu ári og hefur síðan ekki átt skip. Fyrirtækið á aft- ur á móti kvóta sem nemur aðeins 500þorskígildistonnum. -rt Húnaflói: Rækjukvóti aukinn Guðfinnur Finnbogascin, DV, Hólmavilc Rannsóknum Hafrannsóknastofn- unar á rækjuslóðinni í Húnaflóa lauk fyrir skömmu. Að þessu sinni vora tveir heimabátar leigðir til verkefn- isins, Grímsey frá Drangsnesi og Ásdís frá Hólmavík. Ekki reyndist unnt nú að kanna svæðið út af Ingólfs- og Ófeigsflrði vegna afleitra veðurskilyrða og vegna ógæfta tók verkið lengri tíma en upphaflega var áætlað. Að sögn Unnar Skúladóttur, fiski- fræðings h)á Hafrannsóknastofnun, hafa niðurstöður nú verið metnar og gerð hefur veriö tillaga til ráðuneyt- isins um að leyfilegur hámarksafli í flóanum á þessari vertíð verði auk- inn um 600 tonn, úr 1700 tonnum sem ákveðið var sl. haust í 2300 tonn. Miðfiörður verður þó áfram lokaöur, þar er aðeins um smárækju að ræða og í litlu magni. Vestfiröir: PéturvillM Pétur Bjamason og stuöningsmenn hans á Vestfiörðum hafa ákveðið að nota heitiö Vestfiarðalistinn yfir kosningasamtök sín. Þeir hafa óskað eftir listabókstafnum M. Ákveðið hefur verið að Konráð Eggertsson, fyrrum hrefnuveiðimað- ur, verði í 3. sæti listans.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.