Dagblaðið Vísir - DV - 07.03.1995, Blaðsíða 7

Dagblaðið Vísir - DV - 07.03.1995, Blaðsíða 7
ÞRIÐJUDAGUR 7. MARS 1995 7 Fréttir Kolófært á vegum í Norður-Þingeyjarsýslu: Allt undir einum skaf li Gylfi Kristjánsson, DV, Akureyri: „Þaö er alveg sama hvert litið er, þaö er allt kolófært og þótt við höfum verið að að reyna að opna einhverja vegi þá snjóar og skefur strax í slóð- ina aftur," segir Guðni Oddgeirsson hjá Vegagerð ríkisins í N-Þingeyjar- sýslu en það umdæmi nær allt frá Tjörnesi að sunnan og austur í Gunn- ólfsvik. Guðni segir að umdæmið, sem er tæplega 200 km langt, sé mjög erfltt enda tækjakostur Vegagerðarinnar lítill, aðeins tveir vegheflar, þrír minni bílar og tvær jarðýtur. „Við ráðum hreinlega ekki við þetta ástand sem nú hefur skapast því það er stanslaus ofankoma og skafrenn- ingur. Snjómagnið á allri leiðinni frá Tjömesi og hingað austur fyrir Þórs- höfn er geysilega mikið og það má eiginlega segja að allur vegurinn sé undir einum stórum skafli. Við höfum enga sjóflutninga hingað þannig að allar nauðsynjavörur era fluttar landleiðina. Nú erum við famir að velta fyrir okkur að safna saman bflum í lest og láta þá fara strax í kjölf- ar raðningstækjanna áður en slóðina fyllir aftur,“ sagði Guðni. Höjdum að okkur höndum „Ástandið er verst á leiðinni frá Hofsósi og nánast alla leiöina hingað til Siglufjarðar og allt á kafi í snjó,“ segir Gísh Felixson hjá Vegagerð rík- isins í Skagafirði en hann hefur að- setur á Siglufirði. Gísli segir að stórhríð og skafrenn- ingur hafi verið nánast upp á hvern einasta dag að undanfomu og það sé ekkert lát þar á. „Veðurstofan spáir þessu veðri áfram alveg fram á helgi og við getum nánast ekkert annað gert en halda að okkur höndum, það þýðir ekkert að reyna að moka því þetta fyllist samstundis aftur,“ segir Gísh. Hann segir að mesti snjórinn sé í Fljótum og ekkert hafi verið reynt að ryðja þar í sveitinni. Bændur hafi gripið til þess ráðs að fara á ölfugum jeppum, dráttarvélum eða snjósleðum með mjólkina niður á þjóðveginn til Siglufjarðar og það sé oft erfið barátta. „Þetta er mjög erfitt ástand en vonandi fer það að lagast," segir Gísli. Vegagerðin opnaði veginn um Víkurskarð milli Eyjafjarðar og Fnjóskadals í gærmorgun. Skafrenningur var í Víkurskarðinu og var ákveðið að hafa öflugt snjóruðningstæki þar allan daginn í gær til að haida leiðinni opinni. DV-mynd gk. Hótel ísland kynnir skemmtidagskrána ÞÓ LÍÐI ÁR 0G ÖLD BJÖRGVIN HALLDÓRSSON - 25 ÁRA AFMÆLISTÓNIÆIKAR BJÖRGVIN IIAl.LDORSSON liiur ytir dagsverkið sem (iaegurlagasöngvari á htjómplötum í aldarfjórðung, ogvið he.vrum nær (>» lög f'rá glæstum f'erli - f'rá 1909 lil okkar daga \€» á^, Næstu sýningar: Grstasöngvari: SIGKÍDI R BEINTEINSDÓ'mR Leikniynd og leiksíjórn: 1 BJÖRNG. BJÖRNSSON M mjómsveitarsljórn: M GUNNAR ÞÓRDARSON Jj ásamt 10 nianita lUjtímsveii Kynnir: ,jH JÓN AXKL ÓI4AFSSON ^ Danshöi’undur: HKLKNA JONSDÓTTIR Dansarar úr BATTl Ilokknum 11. mars 18. mars 25. mars 1. april 8. april 12. apríl 19. april 22. april 29. apríl Matseðill Súpa: Koníakstónuó humarsúpa með rjómatoppi Aöalréttur: Lambapiparsteik með gljáöu grœnmeti, kryddsteiktum jaröeplum og rjómapiparsósu Kjtirréttur: Grand Marnier istoppur meö hnetum og súkkuölaói, karamellusósu og ávöxtum Verð kr. 4.600 - Sýningarv. kr. 2.000 Dansleikur kr. 800 Sértilboð á hótelgistingu sími 688999 HPff AslAND Bordapantanir i sima 687111 $ SUZUKI —----------- Skeifan 17, sími 568-5100 SUZUKl BÍLAfí HF. Swifl sedan, sjálfsk. '91, ek. 66 þ. Kr. 730.000. '93, ek. 27 þ. Kr. 990.000. Dalhatsu Applause 4 dyra, sjálfsk., '91, ek. 20 þ. Kr. 890.000. LandCruiser, 5 dyra dísil, sjálfsk., '88, ek. 172 þ. Kr. 1.750.000. MMC Pajero, 3 dyra '85, ek. 160 þ. Kr. 620.000. '86, ek. 185 þ. Kr. 630.000. Suzukl Swift, 5 dyra 90, ek. 83 þ. Kr. 550.000. Subaru statlon GL '88, ek. 93 þ. Kr. 720.000. '89, ek. 105 þ. Kr. 850.000. Volvo 240 GL, sjálfsk. '87, ek. 10Q þ. Kr. 750.000. '87, ek. 150 þ. Kr. 650.000. Daihatsu Feroza EL II '90, ek. 77 þ. Kr. 990.000. Ford Bronco XLT '87, ek. 80 þ. Kr. 990.000. Citrodn BX 16 TRX 5 dyra, sjálfsk., '88, ek. 96 þ. Kr. 580.000. Vltara JLX, 3 dyra '91, ek. 82 þ. Kr. 1.150.000. Suzuki Samurai '91, ek. 66 þ. Kr. 795.000. '92, ek. 46 þ. Kr. 890.000. Fiat Panda 4x4 '92, ek. 12 þ. Kr. 590.000. Fiat Uno 45 '94, ek. 17 þ. Kr. 680.000. Vltara JLX, 5 dyra '93, ek. 29 þ. Kr. 1.950.000, sóllúga, 30" dekk. Toyota Camry GLI '88, ek. 99 þ. Kr. 790.000. Góðir bílar Góð kjör

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.