Dagblaðið Vísir - DV - 07.03.1995, Page 13

Dagblaðið Vísir - DV - 07.03.1995, Page 13
ÞRIÐJUDAGUR 7. MÁRS' 1995 13 Fréttir Skattrannsóknarstjóri segir ásakanir tryggingayfirlæknis ekki svara verðar: Annað en refsimeðferð kom aldrei til greina * - mál Bj öms Önundarsonar og Stefáns Bogasonar sambærileg, segir heilbrigðisráðherra Tryggingastofnun ríkisins. „Menn hafa furðað sig á að þetta mál hafi verið á fárra vitorði. Það er einfaldlega vegna þess að hjá okkur ríkir trúnaðarskylda og við þegjum um mál þangað til þau verða opinber með dómi. Ásökunum um óheiöarleg vinnubrögð finnst mér því ekki einu sinni svaraverðar. En í þessu máh kom aldrei neitt annaö til greina en refsimeðferð," sagði Skúh Eggert Þórðarson skaftrannsóknarstjóri við DV um ásakanir Júlíusar Valssonar tryggingayfirlæknis þess efnis að komið hefði verið aftan að sér með nýlegri ákæru og síðan dómi vegna skattaundandráttar - hann hefði fengið bréf í júní 1993 um að „rann- sókn væri lokið“. Málsmeðferð skattayfirvalda stóð yfir í máh Júlíusar þegar hann var ráðinn tryggingayfirlæknir á vor- mánuðum síðasta árs. Þrír þættir slíkra mála Um bréfið frá 1993 sagði skattrann- sóknarstjóri: „Þetta er einfalt. Hér er um þrjá þætti að ræða: rannsókn hjá skatt- rannsóknarstjóra, síðan kemur end- urákvörðun hjá ríkisskattstjóra en þá ákvörðun skattrannsóknarstjóra um refsimeðferð. Bréf það sem Júlíus vísar th er tilkynning um fyrsta þátt- inn; að rannsókn sé lokið - en komið sé að næsta kafla; endurákvörðun. Þetta er allt samkvæmt lögum. í bréf- inu sagði ekkert um refsimeðferð enda er shkt aldrei gert. í öhum málum þar sem skattsvik eru yfir 100 þúsund fer fram refsimeðferð. í þessu máh var um að ræða skattsvik upp á 1.800 þúsund og endurákvörð- un upp á 11-12 hundruð þúsund sem voru vangoldnir skattar og álag aö auki. Þarna kom aldrei annað th en refsimeðferð - henni lauk í síðustu viku með 450 þúsund króna sekt að auki með dómi héraðsdóms. Meira hef ég ekki að segja og vil endilega að menn lesi þetta í dómsskjölun- um,“ sagði Skúh. Sighvatur Björgvinsson hehbrigð- isráðherra sagði aðspurður um hvort sakfehdur maður skyldi gegna stöðu tryggingayfirlæknis að hann væri ekki lögfræðingur en mundi óska eftir áhti ríkislögmanns: „Það sem viö höfum er annars veg- ar fordæmi Bjöms Önundarsonar og hins vegar Stefáns Bogasonar sem sagði upp eftir sambærhegt mál,“ sagði Sighvatur. Gagnrýnisvert Jón Sæmundur Sigurjónsson, formaður tryggingaráðs, sagði að þegar Júlíus sótti um starfið hefði hann haft framangreint bréf þar sem sagt heföi verið að hans máh hefði verið lokið. „Það var sannfærandi miðaö við umfang mála hinna fjögurra trygg- ingalæknanna sem síðan voru dæmdir. Það hefði verið langeðhleg- ast að Júlíus hefði verið tekinn í sömu púlju og þeir - en hann vísar í að honum finnist komið aftan að sér.“ Aðspurður hvort réttlætanlegt sé að sakfelldur maður vegna skatt- svika gegni starfi tryggingayfirlækn- is sagði hann: „Auðvitað hggur fyrir áht ríkislög- manns í máh hinna fjögurra lækn- anna. Máhð hlýtur þá að snúast um umfang, það er þyngd sakarinnar. Mér virðast málsatvik þau sömu en massinn annar. 1,8 mihjón er þó auð- vitað talsverð upphæð. Ákvörðun Mál Júlíusar Valssonar tók langan tíma í kerfinu: Töf vegna tengsla Skúla við Júlíus „Þetta er ekki óeðhlegur tími í málsmeðferð. Hún hefði hins vegar getaö verið nokkrum mánuðum skemmri ef ég hefði ekki óskað eftir að annar maður yrði settur í máhð hvað varðar refsiákvörðun," sagöi Skúh Eggert Þóröarson skattrann- sóknarstjóri um tímann sem það tók aö komast að niðurstöðu um refsi- meðferð í máh Júlíusar Valssonar tryggingayfirlæknis. Máhð gekk fyrir sig á eftirfarandi hátt: Fyrri hluta ársins 1993 sætti mál Júhusar meðferð hjá skattrannsókn- arstjóra. í júní 1993 var rannsókn lokið og máhð sent til endurákvörð- unar skattagjalda til ríkisskattstjóra. Henni var lokið 8. mars 1994 og voru gögnin þá send skattrannsóknar- stjóra á ný, samkvæmt þar að lút- andi reglum. í maí 1994 óskaði Skúh Eggert Þórðarson skattrannsóknarstjóri eft- ir að annar aðhi yrði settur í hans stað hvað varðaði refsiákvörðun þar sem honum þótti óviðeigandi að af- greiða hana þar sem hann tengist JúUusi persónulega. í júh 1994 kom svar frá ráðuneyti þess efnis að nýr maður yrði settur í máhð. Eftir það bað Júhus um frest til aö tjá sig um hugsanlega refsimeð- ferð. Honum var veittur fresturinn. í nóvember 1994 var þætti skattayfir- valda í raun lokið og máhð sent Rannsóknarlögreglu ríkisins. Ríkis- saksóknari gaf síðan út ákæru i mál- inu í febrúar. Dómur gekk í lok þess mánaðar. -Ótt Júlíus Valsson um framtíð sína sem tryggingayfirlæknir: Ætla að hugsa mitt ráð „Þaö er eftir að svara þessu, ég er ekki tilbúinn til þess í dag. Ég ætla að hugsa mitt ráð. Mér hggur ekkert á,“ sagði Júhus Valsson trygginga- yfirlæknir þegar hann var spurður hvort honum fyndist viðeigandi aö gegna starfi sínu áfram í ljósi þess að hann hefur nú verið sakfehdur fyrir skattsvik. Júhus vUdi ekki tjá sig frekar um máhö að öðru leyti en því að honum fyndist mál hans á engan hátt sam- bærilegt við mál Bjöms Önundar- sonar og Stefáns Bogasonar. „Þegar ég sótti um stöðima átti ég ekki von á að verða sakfeUdur," sagði Júlíus. -Ótt tryggingaráðs var gagnrýniverð en aUt má gagnrýna þá gert er. Við kom- umst að þeirri niðurstöðu að Júlíus hefði staðið við sínar skuldbindingar og svo má spyrja hvort það hefði átt að útiloka hann. Við tókum þá ákvörðun að hann hefði skotið und- an skatti en þetta væri hans fyrsta brot, hann væri mjög efnUegur lækn- ir og ákváðum að gefa honum sitt tækifæri," sagði Jón Sæmundur. -Ótt Sn/MKJkJUGL ySIMGA Laugardagurinn 4. man Smnberg Sigurgeirsson, Skipasundi 92,104 R. (TEFAL matvinnsluvél) Hafnarbúðin, Kambaseli 55,109 R. (YOKO ferdaútvarpstæki með segulbandi) Vilborg Sigurðard., Holtagerði 8,200 Kópauogur (AIWA vasadiskó með útvarpi) Þráinn Gunnarsson, Víðivangi 11,220 Hafn. (PHILIPS gufustraujárn) lnga Helma Guðfinnsd., Keilufelli 26,111R. (Fataúttekt í LEWTS búðinni) Vinningar verða 8endir til vinningshafa AUGLYSINGAR eól&ri&íkjur MARMARIS Sólarleikur Urval-Útsýn er skemmtilegur leikur þar sem þú getur unnið glæsilega vinninga. Þaö eina sem þarf að gera er að hringja í síma 99-1750 og svara þremur laufléttum spurningum um sumar og sól. Svörin við spurningunum er að finna í feröabæklingi Úrvals-Útsýnar „Sumarsór. Bæklinginn getur þii fengiö hjá ferðaskrifstofunni Úrval-Útsýn og umboösmönnum. Verð 39.90 mín. Glæsilegir ferðavmningar A í boði fyrir heppna pátttakendtor! Miðvikudagana 8., 15., 22. og 29. mars verður einn heppinn .þátttakandi dreginn úr pottinum og hlýtur hann 5000 kr. innborgun fyrir tvo inn á ferö til hins glæsilega sólarbæjar Marmaris í Tyrklandi. Heildarverðmæti hvers vinnings er því kr. 10.000. Allir sem svara öllum þremur spurningunum rétt komast í pottinn í hverri viku og einnig í aöalpottinn. 1. apríl kemur í Ijós hver dettur í lukkupottinn og hlýtur ævintýraferö fyrir tvo í tvær vikur til lands ævintýranna, Tyrklands, á hinn sólríka stað Marmaris við Miöjarðarhafið. 4 4 Heíldarverðmæti aðal- mmngs er kr. 150.000!!! Alltaf í fararbroddi þegar ævintýrln gerast erlendis!

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.