Dagblaðið Vísir - DV - 07.03.1995, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 07.03.1995, Blaðsíða 4
4 Í>RIÐJUÐAGUR 7. iMARSr!99& Fréttir Sigrún Þóra, 18 ára Siglfirðingur, slösuð og í kraga eflir rán á Laugavegi: Skelltu hálsinum aftur á bak og spörkuðu í mig ungur maður gaf henni tæp 10 þúsund til að bæta það sem var rænt „Eg var að ganga upp í sjoppu þeg- ar tveir menn á miúi 25 og 30 ára komu að mér og báðu um veskið mitt. Ég hélt þeir væru að gera að gamni sínu. Síðan hentu þeir mér upp að grindverki og spörkuðu tvi- svar fast í magann á mér og rifu fót- in. Þeir tóku veskið en ég stóð upp viö grindverk sem náði mér upp að öxlum. Þeir skelltu hálsinum aftur á bak þrisvar til fjórum sinnum þannig að hálsinn sveigðist aftur og ég heyrði alltaf smelli í hálsinum. Ég öskraði svo mikið að þeir hlupu í burtu,“ sagði Sigrún Þóra Theodórs- dóttir, 18 ára, frá Siglufirði sem var rænd á Laugaveginum síðasthðiö fimmtudagskvöld. 9.300 krónur voru í veskinu en það var nánast aleiga hennar því hún er nýlega komin til Reykjavíkur til að leita sér að vinnu. Asgeir Ásgeirsson hafði samband við DV eftir að hann las um ránið í blaðinu fyrir helgi. Hann kenndi í brjósti um stúlkuna og kvaðst vilja bæta henni peningatjónið - hann væri aflögufær og afhenti henni ávís- un í gær. „Mér brá svo þegar ég las um ránið og stúlkuna sem var í bæjarferð í heimsókn. Það er greinilega ekki hægt að koma í bæinn án þess aö vera rotaður og rændur. Ég sárvor- kenndi henni. Mig munar nú ekkert um þetta. Það er gott að láta eitthvað af sér leiða öðru hvoru. Maður setur annað eins í hluti af minna tilefni," sagöi Ásgeir. „Það þarf að fara að stöðva þessa ofbeldisöldu. Það eru örugglega meiri glæpir hér en í New York miðað við mannfiölda. Þar gengur maður um helstu götur óhræddur. Hér þorir maður ekki nið- ur í bæ um helgar," sagði hann. Sigrún Þóra fékk mikinn hnykk á hálsinn í árásinni og hefur þurft að vera í kraga og haft talsverða verki. Hún fer í skoðun á fimmtudag. Henni hefur ekki orðið ágengt í atvinnuleit- inniennþá. -Ótt Vestfírðir: Samið um svipaðog aðrirfengu Alþýðusamband Vestfiaröa hef- ur gert nýja kjarasamninga við atvinnurekendur. Vestfirðing- arnir tóku ekki þátt i samninga- þófinu hér syðra á dögunum. Hins vegar eru kjarasamningar þeirra mjög líkir þeim sem geröir voru á dögunum. Aö sögn Óðins Baldursson á skrifstofu ASV er það helst frá- brugðið 1 samningum fyrir vesúm að allir þeir sem störfuðu hjá fisk- vinnsiustöðvunum í febrúar fá fastráðningarsamning um leið og kjarasamningurinn tekur gildi. Þeir þurfa ekki að bíöa eftir að hafa unnið 9 mánuði hjá sama atvinnurekenda til að öðlast þessi réttindi. Óðinn sagði að i raun og veru heföu fastráðningarsamningarn- ir alltaf haldið á Vestfiörðum, öfugt við það sem var annars staðar á landinu. Rósa Júlfa Steinþórsdóttir krýnd fegurðardrottning Austurlands. DV-mynd Örn Ragnarsson Kristilegir: Munu bjóða fram í tveim kjördæmum Kristileg stjómmálahreyfing mun líklega aðeins bjóða fram í tveimur kjördæmum í kosningunum í vor. Ákveðin hefur verið röð efstu manna á framboðslista hreyfingar- innar í Reykjavík í komandi kosning- um. Fyrsta sætið skipar Árni Bjöm Guðjónsson húsgagnasmíöameist- ari. Á eftir honum eru á listanum þau Kristján Árnason verkamaður, Ar- nór Þórðarson kennari, Guðlaug Helga Ingadóttir borgarstarfsmaður, Þór Sveinsson sölumaður, Andrés G. Guðbjartsson framkvæmdastjóri og Skúh Marteinsson vaktmaður. Unnið er að framboðslista á Reykjanesi og mun Guðmundur Örn Ragnarsson prestur skipa efsta sæt- ið. Að sögn Guðmundar hefur einnig verið til athugunar að bjóöa fram á Suðurlandi en óvíst er hvort af þvi verði. Annars staðar verður ekki boðið fram. -kaa Sú fegursta austanlands Þetta er stúlkan fagra frá Höfn í Homafirði, Rósa Júlía Steinþórsdótt- ir, sem hlaut nafnbótina fegurðar- drottning Austurlands í fegurðar- samkeppninni í Valaskjálf á Egils- stööum á laugardag. Hún keppir því fyrir hönd Austurlands um titihnn ungfrú ísland. Rósa Júha er 19 ára, dóttir Sólveig- ar Sveinbjörnsdóttur og Steinþórs Hafsteinssonar. Hún stundar nám á náttúrufræðibraut Framhaldsskóla A-Skaftafehssýslu og stefnir á nám í Háskóla íslands. Hún á einn bróður og er sjálf landsliðsmaöur í knatt- spyrnu. í dag mælir Dagfari Út með íhaldið Þjóðvakinn hennar Jóhönnu ætlar að standa undir nafni. Flokkurinn hefur gefið út sína fyrstu yfirlýs- ingu. Hún er ekki af verri endan- um. Þjóðvaki segist ekki vifia mynda sfióm með íhaldinu. Þjóð- vaki vih vinstri sfióm og það strax. Þetta er karlmannlega mælt enda hefur Jóhanna Sigurðardóttir ver- ið fræg fyrir það á sínum sfióm- málaferli að sefia mönnum afar- kosti. Hundrað sinnum gekk hún á dyr meðan hún var ráðherra og hún gekk einmitt úr Alþýðuflokkn- um af því að hún vildi ekki starfa með Jóni Baldvin og þeim alþýðu- flokksmönnum sem ekki vom henni alltaf sammála. Og Jóhanna gekk úr ríkissfiórninni af því að hún var ekki sammála ríkisstjóm- inni og ríkissfiómin ekki sammála henni. Jóhanna kaus sömuleiðis og stofna sinn eigin flokk af því hún gat ekki hugsað sér að starfa meö fólki í öðrum flokkum og úr öðrum flokkum. Jóhanna vih vera ein og starfa ein og eiga samstarf við þá eina sem gegna henni. Nú vih Jóhanna ekki starfa meö íhaldinu og varla fer Jóhanna að starfa með Alþýðuflokknum í ríkis- sfióm. Að minnsta kosti bíða þeir í Alþýðflokknum í ofvæni eftir því að hún gefi út sams konar yfirlýs- ingu varðandi Alþýöuflokkinn enda vilja kratar margt til þess vinna aö losna við að þurfa að vinna með Jóhönnu aftur. Það em svona sfiómmáiamenn sem þjóðin þarf á að halda, sem ekki em sífellt að gera öðrum til hæfis og starfa með öörum, þannig að enginn veit hver starfar með hveijum. Jóhann vill skera á þessa samsuðu og þetta eilífa samstarf og hún býður öðmm vinstri flokk- um til samvinnu með því skilyröi að þeir séu henni samstiga og gegni henni. Annars er hún farin úr því samstarfi og lýsir yfir því að hún sé ákveðin í því fyrirfram að starfa ekki með neinum. Kjósendur þurfa að vita hvaða flokkar ætla ekki að starfa saman, frekar en hitt hverjir ætla að starfa saman. Útilokunaraðferðin er hag- kvæm að því leyti. Nú hefur að vísu enginn spurt Sjálfstæðisflokkinn um það hvort hann vilji starfa með Jóhönnu. Kannski hefur Jóhanna frétt að íhaldið vilji ekki hafa hana með í ríkissfióm og þá er auðvitað sterk- ur leikur að vera á undan íhaldinu aö segja það og þá er það líka útr- ætt mál aö hvomgur vill starfa með hinum og gott að kjósendur viti það, svo þeir fari ekki aö kjósa íhaldið eða Jóhönnu í þeirri blekk- ingu að þessir flokkar gangi saman í eina sæng eftir kosningar. Hitt er miklu áleitnari spurning hvort hinir vinstriflokkamir vilji starfa með Jóhönnu. Vill einhver starfa með Jóhönnu? Hver er að biðja um vinstri sfióm? Állaballar hafa biðlað ákaft til íhaldsins, Jón Baldvin er nú þegar í einni sæng með íhaldinu, Kvenna- hstinn hefur lýst yfir því að hann sé reiðubúinn í ríkisstjórn með hveijum sem er og Halldór Ás- grímsson lokar engum dyrum til íhaldsins fyrr en úrsht liggja fyrir. í raun og vem eru allir flokkar uppteknir af þeirri tilhugsun að starfa með íhaldinu nema Jóhanna og ef svo fer að íhaldið getur vahð úr og fyrir liggur að íhaldið muni mynda sfiórn, þá er Jóhanna í rauninni að segja að hún vilji ekki í rikisstjóm. Og til hvers eiga þá kjósendur að kjósa Þjóðvaka Jó- hönnu ef hún á enga möguleika á aö komast í ríkisstjórn? Yfirleitt er fólk að kjósa flokka til að þeir kom- ist til áhrifa en ef það er fyrirfram gefið að Þjóðvaki kemst ekki til annarra áhrifa en þeirra að sitja í stjórnarandstöðu á móti íhaldinu, hvers vegna þá að kasta atkvæðinu á glæ? Aðrir flokkar hljóta að vera him- inlifandi yfir þessari yfirlýsingu Jóhönnu og Þjóðvakalistans. Þeir þurfa þá ekki að óttast samkeppni frá henni um sfiómarbandalag við íhaldið. Þá hefur samkeppnisaðil- um fækkað um einn. Þá þarf ekki að hafa áhyggjur af því að Jóhanna fari undir sæng með Davíð og Dav- íð þarf þá ekki að eyða tíma sínum í stjómarmyndunamðræður við Jóhönnu, úr því hún hefur afþakk- aö það fyrirfram. Mikið lifandis skelfing hlýtur hann að vera feginn. Dagfari

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.