Dagblaðið Vísir - DV - 07.03.1995, Blaðsíða 32
Þjóðvaki:
Fleiri greiddu
atkvæði en voru
-segirÞorken
„Það komu fleiri atkvæði upp úr
kassanum en sem nam félagsmönn-
um á kjörskrá. Þetta var eins ólýð-
ræðislegt og hugsast getur og sæmir
ekki hreyfingu sem kennir sig við
heiðarleika," segir Þorkell Steinar
Ellertsson, bóndi að Ármóti, vegna
niðurstöðu sem varð á fundi Þjóð-
vaka um skipan efstu sæta framboðs-
lista á Suðurlandi.
Þorkell segir að fyrr í vetur hafi
farið fram tilnefningar félagsmanna
Þjóðvaka um það hveijir skipuðu
efstu sætin og þar hafi hann fengið
32 atkvæði en Þorsteinn Hjartarson
aðeins 16 atkvæði. Þessi niðurstaða
hafi ekki verið miðstjóminni í
Reykjavík þóknanleg og því hafi ver-
ið boðað til fundar með aðeins sólar-
hrings fyrirvara og þar hafi Þor-
steinn orðið ofan á og hann sjálfur
ekki lengur inni á listanum.
„Þessu máli er engan veginn lokið.
Það er sáttafundur í dag en miðað
við gang málsins er ótrúlegt að það
leysist," segir Þorsteinn. -rt
Þorsteinn Hjartarson:
Botna ekkert
íþessu
„Ég botna ekkert í þessu, hann var
sjálfur viðstaddur þegar kosið var.
og þegar gengið var frá listanum. Þá
voru tveir fulltrúar hans viðstaddir
talninguna og það gerði enginn at-
hugasemd,“ segir Þorsteinn Hjartar-
son, efsti maður á hsta Þjóðvaka,
vegna þeirra ásakana Þorkels Stein-
ars Ellertssonar að fjöldi þeirra sem
kusu og þeirra sem voru á kjörskrá
hafi ekki farið saman.
-rt
Loðnan út af Jökli:
Vika í hrygningu
„Við vorum að enda við að svampa
í dalhnn. Það er góð veiði en engin
risaköst," sagði Lárus Grímsson,
skipstjóri á Júpíter ÞH, við DV í
morgun þar sem hann var að leggja
af stað tíl Þórshafhar með 1300 tonn
af loðnu. Það tók hann 6 tíma að fá
í skipið.
Lárus segir vera 9 skip á miðunum
suður af Snæfellsjökh. Hann segir
að hluti loðnunnar sé þegar búinn
að hrygna og það sé líklega um vika
í að hrygning heíjist fyrir alvöru.
Lítil veiði var í nótt hjá skipum út
af Suður- og Austurlandi. -rt
LOKI
Kannski Þjóðvakamenn syðra
hafi líka vakið upp einhver
atkvæði fyrir handan!
Kennaradeilan er enn í hnút:
Rætt um að leggja
fram miðlunartillögu
Samkvæmt heimildum sem DV
telur öruggar er nú rætt um það í
stjórnkerfinu að gera tilraun th að
leysa kjaradehu kennara meö því
að ríkissáttasemjari leggi fram
miðlunartillögu. Samkvæmt sömu
heimildum myndi miðlunartillag-
an vera byggð á þeim 700 milljón-
um króna sem ríkið hefur hoðið til
lausnar dehunni. Ef miðlmiartil-
laga er borin fram vprður að bera
hana undir atkvæði 1 kennarafé-
lögunum.
„Ég heyrði þetta í gær og varð
hissa,“ sagði Þórir Einarsson ríkis-
sáttasemjari þegai' DV bar þetta
undir hann í morgun. Hann sagði
að í sjálfu sér væri ekkert útílokað
að miðlunartillaga yrði lögð fram.
„Ég tel hins vegar að sem stendur
beri of mikið í milli tii þess að ger-
legt sé að bera fram miðlunartil-
lögu. Deilan stendur einfaldlega
þannig að það ber nánast aht í mhli
en ekki eitthvaft lítið bil sem hægt
er að brúa með miðlunartillögu.
Ég tel hka afar vandasamt, ef ekki
úthokað, að gera miðlunartihögu
sem tekur tilht tíl hinna flóknu fag-
legu deilumálaí þessari kjaradehu.
Hinn möguleikinn er aftur á móti
að segja pass á allt shkt og koma
með tillögu um 10 th 15 prósent
hækkun á núverandi kerfi. Ég efa
þó að báðh' aðilar, sem eru með
ýmsar hugmyndir um breytingar á
núverandi kerfi, teldu það ásættan-
legt. Þess vegna hygg ég að það sé
of snemmt að bera fram miðlimar-
tillögu," sagði Þórir.
Eiríkur Jónsson, formaöur
Kennarasambandsins, sagði að það
heföi ekkert verið rætt við kennara
um miðlunartillögu. Aftur á móti
mun það vera siöur að sáttasemjari
hafi samráð við báða deiluaðha
áður en hann ber fram miðlunarth-
lögu en hann þarf þess ekki.
„Þetta er frábært. Það kemur sér vel að fá pening aftur,“ sagði Sigrún Þóra Theodórsdóttir, 18 ára, frá Siglufirði
sem ráðist var á á Laugavegi á fimmtudagskvöld og rænd 9.300 krónum - einu peningunum sem hún hafði und-
ir höndum á meðan hún leitar sér að vinnu í Reykjavík. Ásgeir Ásgeirsson las um ránið í DV, kenndi í brjósti
um stúlkuna og ákvað að láta gott af sér leiða. Hér afhendir Ásgeir Sigrúnu Þóru ávísun með 9.300 krónum.
DV-mynd GVA
Norðurland:
Vonskuveður
ogalltófært
Gylfi Kristjánsson, DV, Akureyri:
Vegagerðarmenn víðs vegar á
Norðurlandi voru sammála um það
í morgun að vegir í umdæmi þeirra
væru meira og minna ófærir.
Vonskuveður var, skafrenningur og
snjókoma og víða ætluðu menn ekki
að reyna mokstur fyrr en stytti upp.
Ófært var hjá Bólstaðarhlíö nærri
Vatnsskarði en stórir bílar gátu þó
brotist um Vatnsskarð með því að
nota vetrarvegi.
-sjáeinnigbls. 7
Herlögreglumaður:
Skallaði
varðstjóra
Bandarískur herlögreglumaður
var handtekinn af lögreglunni á
Keflavíkurflugvelh í gærkvöld vegna
ölvunaraksturs. Hann var fluttur
fyrir varðstjóra íslensku lögreglunn-
ar þar sem hann missti stjórn á skapi
sínu og skahaði varðstjórann í and-
htið. Herlögreglumaðurinn var flutt-
ur í eigin fangageymslu og gisti þar
í nótt. Varðstjórinn slasaðist ekki
alvarlega og er málið th rannsóknar
hjá íslenskum lögregluyfirvöldum.
-pp
Veðriðámorgun:
Áframhald-
andi frost
Á morgun verður norðlæg átt,
stinningskaldi eöa allhvasst
norðvestanlands en kaldi eða
stinningskaldi annars staðar.
Áfram frost, víðast á bhinu 2-5
stig.
Veðrið í dag er á bls. 28
kúlulegur
Suðuriandsbraut 10. S. 686483.
MTW
alltaf á
Miðvikudögum
FRETTASKOTIÐ
562*2525
Hafir þú ábendingu eöa vitneskju um frétt, hringdu þá í síma
62-25-25. Fyrir hvert fréttaskot, sem birtist eða er notaö í DV,
greiðast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotiö í hverri viku greiðast
7.000. Fullrar nafnleyndar er gætt. Viö tökum viö fréttaskotum allan
sólarhringinn.
RITSTJORN - AUGLYSINGAR - ASKRIFT - DREIFING: 563 2700
ASKRIR ER OPIN:
Laugardaga: 6-14
Sunnudaga: lokað
Mánudaga: 6-20
Þriðjudaga - föstudaga: 9-20
BEINN SÍMI BLAÐA-
AFGREIÐSLU: 563 2777
KL.S-S LAUÖAftDAGS- OG MAMUDAGSMDáG NA
Frjalst,oháö dagblað
ÞRIÐJUDAGUR 7. MARS 1995.