Dagblaðið Vísir - DV - 07.03.1995, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 07.03.1995, Blaðsíða 9
ÞRIÐJUDAGUR 7. MARS 1995 ,9 Tveggja ára „friðartímabili“ ítölsku mafíunnar virðist lokið: Dauðavélin er komin á fullt Selveiðarkljúfa norskuríkis- sfjórnina Norska ríkisstjórnin er nú klof- in vegna afstöðunnar til þess hvort heimila beri veiöar á sel- kópum að nýju. Utanríkisráð- herrann vill ekki leyía veiðarnar en sjávarútvegsráðherrann og umhverfisráðherrann eru þeim fylgjandi. Andstæðingar selveiða óttast neikvæöa umíjöllun um Noreg og viöskiptabann í kjölfarið svo og að ferðamenn hætti að sækja landiö heim. Þeir sem veiðamar stunda eru aftur á móti ekki í nokkmm vafa um að nytja eigi selastofninn. Hann sé bæði endurnýjanleg auð- lind og valdi þar að auki miklum skaða á fiskistofnum. Raymond Barre býðursigekki fram til forseta Raymond Barre, fyrrum forsætisráð herra Frakk- lands. tilkynnti í gær að hann ætlaði ekki að bjóða sig fram í forsetakosning- unum sem fram fara í landinu í lok næsta mánaðar og í maí. „Þar sem ekkí virðast vera að- stæður til að fylgja eftir þeirri stefnu sem ég tel nauðsynlega fyrir Frakkland hef ég ákveðið að bjóða mig ekki fram,“ sagöi Barre sem nú er orðinn 70 ára. Barre, sem er markaðshyggju- maður, var forsætisráðherra á árunum 1976 til 1981. Talið er að ákvörðun Barres verði vatn á myllu framboðs Edouards Balladurs forsætisráð- herra sem hefur átt mjög undir högg að sækja að undanfórnu og nýtur nú minni vinsælda en sam- flokksxnaður hans, Jacques Chirac, borgarstjóri Parísar. Íslensktfrí- merkjasafnfyrir milljónir Gísli Kiistjánsson, DV, Ósló: Margverðlaunað íslenskt frí- merkjasafh verður selt á uppboði í Malmö í Svíþjóð í lok mánaöar- ins. Sænskir sérfræðingar meta safnið hátt og segja að fyrsta boð verði aldrei undir einni milljón íslenskra króna. Reiknað er með mun hærra endanlegu verði. Frímerkjasérfræðingur Dagens Nyheter segir t.d. að verðmæt- ustu merkin í safninu séu ein igildi einnar milljónar íslenskra króna. Mörg verðmæt frímerki og söfn verða á uppboðinu sem haldið verður þann 24. mars. NTB, Reuter Rannsóknarlögreglumenn á Ítalíu segja „dauðavél" mafíunnar aftur komna á fullt skrið eftir fjögur morð á jafnmörgum klukkutímum í gær. Síðastliðin tvö ár hefur frekar lítið farið fyrir ógnarverkum mafiunnar. Taliö er víst að mafían sé ábyrg fyrir níu morðum frá 25. febrúar sl. og fram til dagsins í dag. Öll hafa morðin verið framin á Sikiley, sex í höfuðborg eyjunnar, Palermo. Óttast menn nú að morðunum eigi eftir að fjölga á næstu dögum því greinilegt sé að einhvers konar uppgjör sé í gangi. Af þeim niu sem hafa fallið eru tvö skyldmenni manna sem hafa veitt lögreglunni upplýsingar um starfsemi mafíunnar. Einn þessara manna hefur nú misst 36 skyldmenni síðan 1984 þegar hann gaf lögregl- unni fyrst upplýsingar. „Jafnvel þótt allt sé gert til að tryggja öryggi ibúanna með miklum lögregluaðgerðum líkist miðborgin villta vestrinu," segir aðstoðarsak- sóknarinn í Palermo. Moröin í gær þykja bera öll merki mafíumoröa. Frændi mafíuforingjaá Sikiley var myrtur í miðborg Pal- ermo í gær er tveir menn á mótor- hjóli skutu hann niður og brunuðu svo í burt á mikilli ferö. Kúlurnai- voru ekki sparaðar. í hinu tilfelhnu voru þrír menn drepnir er þeir komu út af bar. Morðingjarnir keyrðu fram hjá á bíl og skutu án afláts. Bæði til- fellin þykja „klassísk“ mafíumorð. Reuter Dollarinn aldrei veríð lægri gagnvartjeninu Gengi dollarans hélt áfram að falla í gær. Staða hans gagnvart japönsku jeni hefur ekki veriö jafn slæm frá lokum heimsstyrjaldarinnar síðari og einnig féll dollarinn gagnvart þýsku marki, þrátt fyrir tilraunir seðlabanka um heim allan til að styrkja hann fyrir helgi. Seðlabankar keyptu hins vegar ekki dollara í gær til að styrkja hann þar sem tilraunir þeirra fyrir helgi mistókust. Eitt af því sem hefur þrýst gengi dollarans niður, að sögn gjald- eyrissala, er vaxandi trú þeirra á því að bandaríski seðlabankinn muni sætta sig við einhverja verðbólgu. Reuter Boutros-Ghalital- arumvonáfé- lagsmálaráð- stefnuSÞ Félagsmálaráðstefna Sameinuðu þjóðanna var sett í Kaupmannahöfn í gær og í opnunarræðu sinni sagði Boutros Boutros-Ghali, fram- kvæmdastjóri SÞ, að væntanlegur leiðtogafundur gæti leitt til nýrrar alþjóðlegrar félagsmálasamþykktar og orðið til aö auka von bæði þjóða og einstaklinga. „Menn verða að muna að 1,3 millj- arðar manna búa við algjöra fátækt og að 1,5 milljarðar manna hafa ekki aðgang að lágmarks heilsugæslu,“ sagði Boutros-Ghali og lagði áherslu á að konur yrðu mest fyrir barðinu á fátæktinni. Poul Nyrup Rasmussen, forsætis- ráðherra Danmerkur, var kjörinn forseti ráðstefnunnar. Hann sagði í ræðu sinni að lykilorð samkomunn- arværisamstaða. Ritzau Tiskuhúsin keppast þessa dagana við að sýna okkur haust- og vetrartisk- una 1995 og segja sérfræðingar að þar sé marga fallega flíkina að sjá. Ekki eru stúlkurnar sem sýna þær siðri, eins og hún Claudia okkar Schif- fer, ofurfyrirsæta frá Þýskalandi, sem hér er i glæsilegum kvöldkjól frá Erreuno. Símamynd Reuter Fyrstir með leyfi samkvæmt íslenskum lögum sem bifreiðasala Erum langflottastir! BÍLASALA GARÐARS sími 611010 Bílamiðlun hf. Útlönd Tobinhétarað takaESB-skipá grálúðuveiðum Brian Tobin, sjávarútvegs- ráðherra Kanada, hótaði því í gær að fískiskip Evr- ópusambands- ins yrðu tekin ogfærðtilhafn- ar ef þau hætta ekki grálúðuveið- um utan lögsögu Kanada. Kanadamenn og Evrópusam- bandið deila um grálúðukvótann og hefur ESB lagt fram formleg mótmæli við skertum kvóta sín- um. ESB fær 3700 tonn en veiddi 50 þúsund tonn í fyrra. „Ég get fullvissað ykkur um að írá og með þriðjudeginum mun Kanada stööva þessar ólöglegu veiðar. Það gæti að sjálfsögöu þýtt að skip yrðu færð til hafn- ar,“ sagöi Tobin á fundi með fréttamönnum í gær. Reuter 9. leikvika 5. mars 1995 Nr. Lelkur: Röðin 1. Sampdoria - Roma 1 -- 2. Inter - Juventus -X - 3. Lazio - Fiorentina 1 - - 4. Torino - Parma --2 5. Cagliari - Bari 1 - - 6. Padova - Napoli 1 - - 7. Foggia - Cremonese --2 8. Brescia - Milan --2 9. Fid.Andria - Vicenza -X - 10. Salernitan - Cesena 1 -- 11. Acireale - Ancona -X - 12. Ascoli - Palermo 1-- 13. Verona - Cosenza --2 Heildarvinningsupphæð: 16 mffjyiónlr Nr. Lelkur: Röðin Nr. Lelkur:________________Rööln 1. Liverpool - Newcastle 1 - - 2. Notth For. - Tottenham -X - 3. Aston V. - Blackburn - -2 4. Leeds - Sheff. Wed --2 5. Wimbledon - QPR --2 6. Norwich - Man. City -X - 7. Man. Utd. - Ipswich 1 - - 8. Leicester - Everton -X - 9. Southamptn - Coventry -X - 10. Reading - Watford 1 - - 11. Barnsley - Oldham --2 12. Luton - Millwall -X - 13. Stoke-Derby -X- Heildarvinningsupphæð: 117 mllljónlr 13 réttir^t.KWtcf.jii kr. 12 réttir ÆSllcr. 11 réttirj 10 réttir I 5.360 1.300 kr. kr.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.